Morgunblaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 31
Lindsey Buckingham, gítarleikari hinnar góðkunnu hljómsveitar Fleetwood Mac, mun gefa út sína sjöttu sólóplötu í haust, 5. september og ber platan titilinn Seeds We Sow. Buckingham hefur einnig tilkynnt að í kjölfarið stefni hann á tónleika- ferðalag um gjörvöll Bandaríkin. Nú þegar hafa 31 tónleikar verið bókaðir fyrir haustið. Ekki hafa verið neinar bókanir fyrir tónleika um Evrópu enn. Söngkona Fleetwood Mac, Ste- vie Nicks, hefur áður staðfest að hljómsveitin mun halda í tónleika- ferðalag árið 2012, eftir að hún og Buckingham hafi lokið að koma sínu sólóefni á framfæri. Gítarleikari Fleetwood Mac með sjöttu plötuna Gítarleikari Það verður gaman að heyra hina nýju plötu Buckinghams. MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2011 SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS T.V. - KVIKMYNDIR.IS GLERAUGU SELD SÉR NÁNARI UPPLÝSINGAR OG MIÐASALA Á BRIDESMAIDS KL. 5.40 - 8 - 10.20 12 X-MEN: FIRST CLASS KL. 5.40 - 8 - 10.30 12 UPPLIFÐU STUNDINA SEM Á EFTIR AÐ BREYTA HEIMINUM! BRIDESMAIDS KL. 5.20 - 8 - 10.40 12 X-MEN: FIRST CLASS KL. 5.20 - 8 - 10.40 12 WATER FOR ELEPHANTS KL. 5.30 - 8 - 10.30 L FAST FIVE KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 SUPER 8 KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 SUPER 8 Í LÚXUS KL. 8 - 10.30 12 BRIDESMAIDS KL. 5.20 - 8 - 10.40 12 X-MEN: FIRST CLASS KL. 8 - 10.45 12 KUNG FU PANDA 2 ÍSLENSKT TAL 3D KL. 3.40 - 5.50 L KUNG FU PANDA 2 ÍSLENSKT TAL 2D KL. 3.40 L PIRATES 4 3D KL. 6 - 9 10 - FRÉTTATÍMINN FRÁ STEVEN SPIELBERG OG J.J. ABRAMS KEMUR EIN BESTA ÆVINTÝRA/SPENNUMYND ÁRSINS! LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum SUPER 8 Sýnd kl. 5:50, 8 og 10:15 BRIDESMAIDS Sýnd kl. 4, 6:30 og 9 X-MEN: FIRST CLASS Sýnd kl. 7 og 10 KUNG FU PANDA 2 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 4 KUNG FU PANDA 2 2D ÍSL TAL Sýnd kl. 4 FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR HHHH „Djarfasta og best skrifaða X-Men-myndin til þessa.” -T.V., Kvikmyndir.is/Séð & Heyrt HHHH „Þetta er sannarlega fyrsta flokks ofurhetjumynd!“ -Þ.Þ., Fréttatíminn ÞRÍVÍDD EINS OG HÚN GERIST BEST HHHH - BOX OFFICE MAGAZINE POWE RSÝN ING KL. 10 :15 HHH “Besta gamanmyndin sem ég hef hingað til séð á árinu... Fyndin, trúverðug og vandræðaleg á besta hátt. Strákar munu fíla hana, konur munu elska hana!” T.V. - Kvikmyndir.is/Séð & Heyrt „BETRI EN THE HANGOVER” cosmopolitan FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR SUPERBAD, KNOCKED UP, OG THE 40-YEAR-OLD VIRGIN SÝND Í 2D OG 3D EIN BESTA ÆVINTÝRA/SPENNUMYND ÁRSINS -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Cindy Lauper gengur hæg-um skrefum inn á sviðið.Hljómsveitin er búin aðkoma sér fyrir. Hún heils- ar og dregur svo fram glas. Skvettir svo úr því yfir hljómsveitina og sal- inn. Með dropunum fylgja óskir um velgjörð góðra vætta. Segir svo eitt- hvað um engla og andann í glasinu. Þetta er á hvítasunnudag, fyrsta sumarkvöldið í Reykjavík. Svo fara trommurnar af stað og þessi 500 hestafla díva. Þessi háa, skæra rödd fyllir kvikurauða Eld- borgina, aðalsal Hörpunnar. Og það er fleira sem fyllir salinn. Frá fyrstu laglínu er auðheyrt að dívan syngur frá hjartanu. Það skilar sér. Salurinn tekur henni fagnandi. Vel er klappað á milli laga. Allt gengur eftir áætlun. Þegar Lauper hefur náð tengingu við salinn skokkar hún upp ganginn vinstra megin. Þar finnur hún röð og stígur upp á einn stólinn, næstum fyrir miðju. Aðdáandi faðmar söngkonuna áður en hún kemst upp á sætið. Þeir sem fremst sitja láta sér vel líka. Svo trítl- ar hún upp á sviðið, leggst á bakið og veltir sér með augun á þeim sem fremstir sitja. Lauper fylgir vel smurðu sviðshandriti en gætir sín á því að virka ekki vélræn. „Early in the morning“ er á meðal fyrstu laga og er þeim öllum vel tekið. Fyrstu lögin eru ekki minnisstæð en hröð keyrslan kveikir í gestunum. Lauper leggur svo spilin á borðið í blúslagi eftir Albert King. Segir sögu af því þegar hún hitti B.B. King sem feimin og óþekkt unglingsstúlka. Hún kom ekki upp orði fyrir framan goðið en það heilsaði henni. Lauper segir söguna af þessum fundi eins og það sé í fyrsta skipti. Boðskapurinn er að lítil atvik geti breytt miklu. Og að ef hjartanu sé fylgt komi hitt af sjálfu sér. Féll þetta vel í kramið hjá gestum. Salurinn fagnar. Leðurklædd Lauper tekur níu lög fyrir hlé. Rétt áður en listamennirnir yfirgefa sviðið endurtekur hún leik- inn og stígur upp á sæti við enda sæt- araðar fyrir miðju. Myndavélar fara á loft. Orðið stjarna kemur upp í hug- ann það augnablik sem söngstjarnan frá Queens er í tveggja sæta fjar- lægð. Dauðlegur deilir bjarma ljós- kastarans með dívunni. Ljósblossar frá myndavélum auka á bjarmann. Sviðslýsingin er ágætlega útfærð og er unnið vel með andstæður heitra og kaldra lita í síðari hlutanum. Svo gengur hún niður ganginn. 120 kílóa kjöthleifur fylgir í humátt á eftir henni en hverfur svo líkt og andarnir hafi gleypt hann. Var lífvörðurinn þessa heims? Hluti gesta ruglast í ríminu. Er hlé eða eru tónleikarnir búnir? Drukkið par sem situr fyrir framan mig bíður ekki boðanna heldur hleypur á bar- inn. Margir snúa hins vegar til baka þegar þeir eru búnir að fá skilaboðin frá dyravörðunum. Uppklappið fer í gang. Fyrsta aukalagi er vel tekið. Svo fellur fyrsta sprengjan. Söngkonan spjallar við hljómborðsleikarann í formála fyrir upphafsstefið. Nú er sungið um stúlk- ur sem vilja bara skemmta sér. Allir þekkja lagið „Girls just want to have fun“. Salurinn rís á fætur. Geðshrær- ingin leynir sér ekki hjá heitustu aðdáendunum. Þetta er stór stund fyrir marga. Lauper uppsker mikið klapp. Hún þakkar gestunum fyrir komuna og virðist gera það af auð- mýkt. Svo rennur „Time after time af stað“. Það er hápunktur kvöldsins. Stemningin nær nú hámarki. Lau- per skiptir um gír og segir sögu af sjálfri sér og skorkvikindi. Spyr svo hvort nokkur slík lifi hér í hánorðri. Kynnir svo fimm manna hljóm- sveit. Allir eru þeir strákar og spila á píanó, gítar, bassa, trommur og hljómborð. Eiga þeir ágætt kvöld, einkum trommarinn, nema hvað bassaleikarinn virkar hálfáhugalaus á köflum. Áður en fjórða lagið rúllar af stað biður Lauper rótara um að doka við á sviðinu. Hann á afmæli. Lauper leiðir afmælissönginn. Salurinn tekur undir. Kvöldinu lýkur með rammaklifun. Aftur dregur Lauper fram glas og spyr hvort andinn hafi sveimað yfir vötnum. Heyrist þá ekki bréfritara betur en að svarið sé já. Það er ríf- andi stemning í húsinu. Hljómsveitin yfirgefur sviðið. Lau- per er nú ein síns liðs. Áður en loka- lagið, „True colors“, rennur rólega af stað segir hún sögu af ferð í Bláa lón- ið. Bætir því svo við hvað höfnin í Reykjavík sé falleg. Undir lok lagsins fær hún fólkið í lið með sér. Aðdáendurnir fá að syngja með. Útfærslan er frumleg og hefði gjarnan mátt brjóta fleiri lög upp með sama hætti, sérstaklega fyrir hlé. Kvöldið er ekki stórbrotið. En það gleymist ekki heldur. Andaglas við hraunjaðarinn Harpa Cindy Lauper bbbmn Cindy Lauper í Hörpu, sunnudaginn 12. júní. BALDUR ARNARSON TÓNLIST Ljósmynd/Jóhann Smári Karlsson. Stjarna Cindy Lauper náði salnum á sitt band með sjarmerandi framkomu. Þá er komið að því. Super 8 verð- ur frumsýnd í dag. Þessi nýjasta kvikmynd Steven Spielberg og J.J. Abrams gerist árið 1979 í smábæ í Ohio-fylki í Bandaríkjunum. Hóp- ur krakka er að dunda sér við að taka upp stuttmynd á Super 8- upptökuvél þegar þau verða vitni að lestarslysi eftir að pallbíll ekur inn á teinana og verður í vegi fyrir flutningalest. Krakkarnir taka eft- ir einhverju undarlegu og illút- skýranlegu fyrirbæri sem yfirgef- ur lestina strax eftir slysið. Bandaríski herinn er óvenju- snöggur á vettvang og virðist vera að leyna einhverju þar sem enginn vill gefa upp nein svör. Næstu daga fara hundar að hverfa á brott úr bænum og fólk gufar ein- faldlega upp, auk þess eiga fleiri furðulegir atburðir sér stað. Lög- reglumaður bæjarins er ráðþrota en sonur hans, einn úr hópnum, sem varð vitni að slysinu, ákveður að taka málin í sínar hendur og fær vini sína með sér í að rann- saka það upp á eigin spýtur. Brátt koma í ljós hlutir sem bæði eru skelfandi og stórkostlegir á sama tíma en svo fer þetta allt að skýr- ast … Rotten Tomatoes 7,5/10 Metacritic 72/100 Bíófrumsýningar Dularfullt Það sem gerist í smábænum í Ohio eru óútskýranlegt og ákveður hópur krakka að taka málin í sínar hendur fyrst enginn getur gefið svör. Hið yfirskilvitlega tekur völd í kvöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.