Morgunblaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2011 ÞRÍVÍDD EINS OG HÚN GERIST BEST FRÁBÆR FJÖLSKYLDUSKEMMTUN HHHH - BOX OFFICE MAGAZINE90/100 VARIETY 90/100 THE HOLLYWOOD REPORTER SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI RÓMANTÍSK GAMANMYND EINS OG ÞÆR GERAST BESTAR. ÓTRÚLEGA FYNDIN MYND SEM ÞÚ MUNT ELSKA! „MYNDIN ER FRÁBÆR: KYNÞOKKAFULL OG FYNDIN“ - P.H. BOXOFFICE MAGAZINE HHHH - IN TOUCH HHHH HHHH „Djarfasta og best skrifaða X-Men-myndin til þessa.” -T.V., Kvikmyndir.is/Séð & Heyrt HHHH „Þetta er sannarlega fyrsta flokks ofurhetjumynd!“ -Þ.Þ., Fréttatíminn JACK SPARROW ER MÆTTUR Í STÆRSTU MYND SUMARSINS! HHHH “SJÓNRÆN VEISLA” “STÓR SKAMMTUR AF HASAR” - K.H.K. - MORGUNBLAÐIÐ HHHH “SANNKALLAÐUR GIMSTEINN! HIN FULLKOMNA SUMARMYND Í ALLA STAÐI. JACK SPARROW ER SANNARLEGA KVIKMYNDAFJÁRSJÓÐUR” - P.H. BOXOFFICE MAGAZINE HHHH "KUNG FU PANDA 2 ER SKOTHELD SKEMMTUN." - Þ.Þ. FRÉTTATÍMINN HHHH “IT ACTUALLY IMPROVES ON THE JOKES” - TIME OUT NEW YORK HHHH “EIGINLEGA NAUÐSYNLEGT FYRIR MIG AÐ SJÁ MYNDINA AFTUR...” - R.M. - BÍÓFILMAN.IS “BANGKOK ADVENTURE IS NOT WITHOUT ITS SHOCKING, LAUGH-OUT-LOUD MOMENTS.” - HOLLYWOOD REPORTER 80/100 MIÐASALA Á SAMBIO.IS UPER 8 kl. 5:50 - 8 - 10:20 12 UNG FU PANDA 2 3D M/ísl. tali kl. 6 L UNG FU PANDA 2 3D M/ensku tali kl. 8 Ótextuð L HE HANGOVER 2 kl. 5:50 - 8 - 10:20 12 IRATES OF THE CARIBBEAN 4 3D kl. 10 10 KUNG FU PANDA 2 3D ísl. tal kl. 6 L SUPER 8 kl. 8 - 10:20 12 PIRATES OF THE CARIBBEAN kl. 5:20 10 THE HANGOVER 2 kl. 8 - 10:20 12 SUPER 8 kl. 8 - 10:20 12 BRIDESMAIDS kl. 8 - 10:30 12 / KRINGLUNNI / AKUREYRI / KEFLAVÍK SUPER 8 kl. 8 - 10:20 12 THE HANGOVER 2 kl. 8 12 X-MEN:FIRSTCLASS kl. 10:20 14 / SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í EGILSHÖLL OG SELFOSSI Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Sævar Magnússon er 51 árs skrif- stofumaður sem vinnur hjá Kaupási og gaf út sína fyrstu plötu í vikunni og nefnist hún Laugardagur í apríl. Þegar blaðamaður Morgunblaðsins hringir í hann og spyr hvort hann sé nokkuð að trufla svarar Sævar: „Nei, nei, þú ert ekkert að trufla, ég er bara í vinnunni,“ og svo hlær hann vinalega. Aðspurður segir hann erfitt fyrir sig að lýsa eigin tónlist en segir hana blöndu af þjóðlögum, rokki og poppi. „Ég held það bara,“ bætir hann við. En hvernig kom það til að skrif- stofumaðurinn tók upp gítarinn og fór að semja popp? „Þetta er búið að vera draumur hjá mér síðan ég var unglingur. Elsta lagið á disknum er Laminn í Panama en ég samdi það þegar ég var 25 ára. Helgi Frið- jónsson vinur minn samdi textann. Þetta er fylleríssaga en á þeim tíma sem ég samdi það voru eingöngu til lög um sjómennskuna sem upphöfðu hana og gerðu sjómannslífið róm- antískt. Hafið lokkar og hafið laðar og fleiri þessháttar lög. Við vildum semja annarskonar lag um sjó- mennskuna sem sýnir hana í öðru ljósi. En síðan þá hafa mörg góð lög komið á þeim nótum. Njáll Ragn- arsson vinnufélagi minn spilar á banjó og svo fékk ég vini og kunn- ingja í stúdíóið til að hafa smá-partí- stemmingu. Eitt lag á disknum hef- ur reyndar komið út áður, en það er lagið Heygðu mitt hjarta en það gaf ég út í svona tíu eintökum fyrir mörgum árum og var það spilað þó- nokkuð á þeim tíma. En núna vanda ég útgáfuna betur og hún Berglind Björk Jónasdóttir, söngkona úr Borgardætrum, syngur þetta með mér. Ég er mjög ánægður með út- komuna og Linda er frábær söng- kona.“ Aðspurður hvort hann sé aðdá- andi Þórarins Eldjárns þarsem ein þrjú lög eru eftir ljóðum hans svarar hann því til að svo sé. „Þórarinn er snillingur. Ég er mikill aðdáandi hans og hef dundað mér við að semja lög við texta hans frá því að ég las hann fyrst. Það er magnað með sum ljóðin hans að það er eins- og lögin komi náttúrulega fram við það eitt að lesa þau. Ég samdi lagið við ljóðið Spegill, þegar ég var í ferð í Aðalvík á Ströndum og varð eftir á meðan ferðahópurinn fór í göngu og samdi það. Mér finnst mjög gott að vera einn og maður er hvergi eins einn og þegar maður er á Ströndum. Þarna er líka lag við ljóð eftir hann um Hrossagauk. Silla sílikona Við Íslendingar erum alltaf svolít- ið svag fyrir fuglum. Í því lagi sem nefnist Gaukur á Stöng, spilar meðal annars hrossagaukur undir á stél. Þarna er líka lag um Sillu sem fékk sílikon í fermingargjöf, en það fjallar um umhyggjusama foreldra hennar Sillu sílikonu. Portkonan er lag sem gæti eins verið um Berlus- coni. Það kom þannig til að ég var einu sinni á gangi úti í Maastricht, þegar einhverjir draugfullir menn gengu út um einar dyr og inn um aðrar. Ég spurði félaga minn hvað þetta væri og þá svaraði hann því til að þetta væru menn sem væru að koma af hóruhúsi og væru að fara til að skrifta. Það varð kveikjan að þessu lagi mínu. Lagið Í mesta bróð- erni er samið undir áhrifum frá tón- listinni úr myndinni Paris/Texas, og Drekar&Draugar sem er eftir Sam- úel Þórarinsson fjallar um þegar fólk lifir sig um of inní framhalds- þætti. Lagið Frú Soffía gaf ég Soffíu frænku konu minnar í brúðkaups- gjöf árið 1998. Ég lofaði brúðhjón- unum því að gera lagið í betri gæð- um síðar meir ef ég hefði tækifæri til þess. Nú hef ég efnt það loforð. Þarna er líka lag sem ég samdi í vet- ur við ljóð kórfélaga míns Jóns H. Karlssonar. Ég er annars ánægður með árangurinn á þessum diski sem tókst vonum framar af því að ég fékk svo gott fólk með mér í verk- efnið, þau Kjartan Guðnason sem spilar meðal annars með Hjaltalín og Sinfóníuhljómsveit Íslands, Jökul Jörgensen bassaleikara (sem spilar með Fimm Jim and the Cartovitz sleppa) Sigurgeir Sigmundsson gít- arleikara og Samúel Inga Þór- arinsson sem gegnir mikilvægu hlut- verki á þessari plötu. Nokkrir félagar mínir úr Karlakór Reykja- víkur syngja líka með mér. Svo má ekki gleyma Hilmari Sverrissyni sem þenur nikkuna af stakri snilld. En Nikulás Róbertsson tók hana upp af stakri snilld í Protimes- stúdíóinu. Aðspurður hvaðan nafnið er upp- runnið en diskurinn nefnist Laug- ardagur í apríl segir hann að Laug- ardagar hjá honum séu tónlistar- dagar. „Sennilega frá því að ég var lítill strákur að óskalög sjúklinga voru á laugardögum. Enn þann dag í dag spila ég oft lög frá þeim tíma, það er lög með Arethu Franklin, Stan Getz og Stevie Wonder. Það er ákveðið prógramm hjá mér á laug- ardögum með þessum listamönnum. Síðan er apríl sá mánuður þarsem framundan er allt bjart. Þessvegna er apríl afbragðsmánuður,“ segir Sævar. Aðdáandi Þórarins Eldjárns gefur út plötu Nettur „Nei, nei, þú ert ekkert að trufla, ég er bara í vinnunni,“ og svo hlær hann vinalega. Sævar Magnússon tók erindi blaðamanns fagnandi.  Sævar Magn- ússon gefur út plötuna Laug- ardagur í apríl WIFT-samtökin á Íslandi (Women in Film and Television) standa fyrir bíósýningu með myndum fé- lagskvenna á kvenréttindadaginn 19. júní næstkomandi í Bíó Paradís klukkan 20.00. Yfirskrift sýning- arinnar er Stiklur eftir stúlkur og verða sýnda fjórar stuttmyndir og ein heimildarmynd en myndirnar eru nýlegar og eiga það sameig- inlegt að vera hvergi í sýningu á landinu sem stendur. Hrein Úr Clean eftir Ísold Uggadóttur. Stiklur eftir stúlkur í Bíó Paradís Ophidian I skrifaði nýverið undir plötusamning við SFC Records (So- ul Flesh Collector) en hún hefur að- eins leikið tvisvar sinnum op- inberlega. Sveitin hefur m.a. á að skipa meðlimum úr tveimur helstu dauðarokksböndum Íslands í dag, Severed Crotch og Beneath SFC Records hefur gefið út bönd eins og Sickening Horror, Kata- lepsy, Cephalic Impurity ofl. og mun gefa út breiðskífu með Ophidi- an I í byrjun árs 2012. Harðir Ophidian I Íslenskt dauðarokk á rússnesku merki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.