Morgunblaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 36
 Færeyska víkingarokkssveitin Týr var að bætast á lista þeirra sveita sem koma fram á G! Festival, tónlistarhátíð sem fer fram ár hvert í smábænum Götu í Færeyjum. Hátíðin er þunga- rokksvæn í þetta sinnið en þegar hef- ur hin íslenska Skálmöld bókað sig, svo og hin sænska Meshuggah, sem þykir með helstu öfgarokkssveitum samtímans. Þungarokk á G! Festival í Færeyjum MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 166. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Kynlífið verði í gegnum netið 2. Full vinna að halda sér mjórri 3. Stórfenglegir fossar … 4. Jennifer Aniston stal … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  The Juniper Tree, kvikmynd sem skartar Björk Guðmundsdóttur í að- alhlutverki, verður sýnd í Bíó Paradís hinn 17. júní. Myndin var gerð árið 1986 en sýnd 1990 og markar sýn- ingin tuttugu ára afmæli hennar. Hátíðarsýning á The Juniper Tree  Það var mikið fjör á Cyndi Laup- er og hljómsveit eftir hljómleika uppi á hóteli, enda á New York- tíma ennþá og ekki alveg til í að fara að sofa. Það endaði með því að Cyndi fór með bílstjóra niður á Bæj- arins bestu og keypti pylsur fyrir all- an hópinn sem beið á hótelinu … Cyndi Lauper fór á Bæjarins bestu Á fimmtudag Norðaustan 3-10. Dálítil súld, en þurrt að kalla sv- og v-lands. Úrkomumeira sa- og a-lands seinnipartinn. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast sv-til. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hvessir heldur og skýjað með köflum sv- og v-lands. Hiti 4 til 15 stig, hlýjast sv-lands. VEÐUR Handknattleikssamband Ís- lands vill halda þeim Ágústi Jóhannssyni og Einari Jóns- syni sem þjálfurum A-lands- liðs kvenna en undir þeirra stjórn tryggði það sér sæti í lokakeppni HM í Brasilíu. Knútur Hauksson, formaður HSÍ, segir að afreksstefna sambandsins sé að skila sér en kostnaðurinn við rekstur lands- liðanna sé heil- mikill. »1, 2 Vilja halda báðum þjálfurunum „Liðið leit skelfilega illa út stóran hluta leiksins og er algjörlega óþekkj- anlegt frá hinum frækna sigri gegn Þjóðverjum og leikjunum á móti Skotunum í umspilinu,“ skrifar Guð- mundur Hilmarsson í umfjöllun sinni um leik Íslands og Sviss á EM 21 árs landsliða í Álaborg. Ís- land þarf á stórsigri að halda gegn Dön- um til að komast áfram. »3 Íslenska liðið er óþekkj- anlegt á EM í Danmörku Peter Öqvist er nýráðinn þjálfari ís- lenska karlalandsliðsins í körfuknatt- leik. Hann stýrir liðinu í fyrsta skipti þegar það tekur þátt í Norðurlanda- mótinu í júlí en það er einmitt leikið á hans eigin heimavelli í Sundsvall. „Við byrjum á að skapa okkur ein- kenni og leikstíl í sókn og vörn og finnum okkar aðferð til að sigra önn- ur lið,“ segir Öqvist. »4 Byrjum á að skapa einkenni og leikstíl ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Rúnar Pálmason runarp@mbl.is „Þegar maður er búinn að vera svona lengi í sama starfi, sérstaklega ef menn eru í starfi eins og bæjarstjóri, þá er mjög hollt að endurnýja sjálfan sig. Og það er það sem ég er að gera núna,“ segir Halldór Halldórsson, sem lét af starfi bæjarstjóra á Ísafirði sl. haust eftir 12 ára starf og er nú einn af eigendum og leiðsögumönnum Ögur Travel við Ísafjarðardjúp. Þetta er sannkallað fjölskyldufyrirtæki því auk Halldórs standa eiginkona hans, móð- ir, systkini hans sex og makar þeirra öll að fyrirtækinu. Fyrirtækið býður upp á gönguferð- ir og kajakferðir í Ögurvík og ná- grenni. Skipulagðar ferðir eru frá einni klukkustund upp í átta. Einnig er hægt að sérpanta lengri ferðir, á kajak eða gangandi, um allt Ísafjarð- ardjúp, Jökulfirði og víðar. Söknuðu heimahaganna Halldór og systkini hans eru alin upp í Ögri og þekkja því sveitina vel. Móðir þeirra býr þar enn og er hún sú eina sem er með fasta búsetu í sveit- inni. „Upphafið er fundur okkar systkina árið 2003 þar sem við vorum að velta fyrir okkur ýmsum leiðum til að auka viðveru okkar í Ögri. Og ferðaþjón- ustan var niðurstaðan. Fyrsta skrefið er gönguferðir og kajakferðir en síðan ætlum við að fikra okkur yfir í veit- ingasölu og gistingu,“ segir Halldór. Einn af bræðrunum, Hafliði, er mat- reiðslumaður, raunar forseti Klúbbs mat- reiðslumeistara, og er hugmyndin sú að hann galdri fram ljúffenga rétti úr hráefni af svæðinu. Af því verður þó ekki fyrr en næsta sumar, í fyrsta lagi. Þegar mest var bjuggu vel á annað hundrað manns í Ögurvík. Árið 1945 bjuggu þar um 60 manns en það ár má segja að sveitin hafi svo að segja tæmst. Húsin voru tekin með – enda byggingarefni dýrt – en eftir standa húsgrunnarnir. Á sum- um má enn sjá flísarnar á eldhúsgólf- inu. Í ferðum Ögur Travel verður fjallað um sögu sveitarinnar og búskap- arhætti, rifjað upp hvar atburðir úr Fóstbræðrasögu og/eða Gerplu gerð- ust, ýmsar skemmtisögur sagðar af íbúunum og fjallað um fjölbreytta náttúru svæðisins. „Fólk sem hefur farið með okkur, hvort sem er í sela- ferðina eða Ögurhólmaferðina eða aðr- ar ferðir, segir að það líði ekki nema fimm mínútur frá því ferðin hefst og þar til það er komið í óbyggðir.“ Endurnýjun í öðrum bransa  Göngu- og kaj- akferðir frá Ögri í Ísafjarðardjúpi Morgunblaðið/Rúnar Pálmason Djúp Halldór Halldórsson lánaði lúinn fyrirtækisbílinn til götulistamanna á hátíðinni Aldrei fór ég suður með eft- irtektarverðum árangri. Hægt er að fara í göngu- og kajakferðir. Ferðirnar henta byrjendum á kajak vel. Gömlu fjárhúsin við Ögur eru mikil listasmíð. Húsin voru reist árið 1924 af þeim systrum Halldóru og Ragnhildi Jakobsdætrum sem voru lengi bændur í Ögri. Þær voru systur langafa Halldórs. Húsin hýstu 200 fjár og við þau er hesthús og hlaða. Þau voru steypt og er bogadregið yfir öllum hurðum og dyrum og þar að auki skraut á þak- köntum og þaki. Fjárhúsin hafa látið nokkuð á sjá og Halldór segir brýnt að gera þau upp, enda sé menningarsagan einnig fólgin í útihúsum. Hjá þeim í Ögur Travel er áhugi á að inn- rétta fjárhúsin sem gistihús. Byggingarlist fyrir búfénað MIKIÐ LAGT Í FJÁRHÚSIN Í ÖGRI ÁRIÐ 1924 MMeira á www.ogurtravel.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.