Morgunblaðið - 16.06.2011, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 16.06.2011, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Kristel Finnbogadóttir kristel@mbl.is Fagráð þjóðkirkjunnar um meðferð kynferð- isbrota sendi Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur bréf í gær. Fyrir hönd fagráðsins bað Gunnar Rúnar Matthíasson, formaður þess, Guðrúnu Ebbu afsökunar á að hafa brugðist henni með því að styðja hana ekki og leiðbeina henni ekki sem skyldi á árunum 2008-2010. „Við horfðum of þröngt á óljóst gildissvið reglna okkar. Við festum okkur í því mati okkar að úr því að við hefðum ekki farveg til inngripa í mál þitt þá gætum við ekki sinnt því,“ er meðal þess sem Gunnar skrifar í bréfinu en það var birt í gær á vef þjóðkirkjunnar, kirkjan.is. Ætla að breyta vinnulagi fagráðsins Í bréfinu segir að fagráð þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota taki við réttmætum ábendingum skýrslu rannsóknarnefndar kirkjuþings sem fann að því að fagráð hefði ekki átt frumkvæði að því að styðja Guðrúnu Ebbu er hún var að koma fram með mál sitt og óska áheyrnar hjá kirkjuþingi. Vegna þeirra mistaka sem gerð voru varðandi mál Guðrúnar Ebbu hafa nú verið gerðar breytingar á starfs- háttum fagráðsins. „Við höfum nú breytt vinnulagi okkar svo við heyrum nú öll mál sem til okkar berast, göngum inn í glímu þjáningar þeirrar sem okkur er trúað fyrir og reynum að taka okkur stöðu þar við hlið þeirra sem brotið hefur verið á. Það er ekki auðvelt en það er verkefni okkar,“ segir í bréfinu. Ásamt því að biðja Guðrúnu Ebbu afsökunar vill Gunnar koma á framfæri þökkum til hennar og þeirra kvenna, sem borið hafa hitann og þungann af þeim málum sem rannsóknarnefnd kirkju- þings hefur haft til meðferðar, fyrir staðfestu þeirra og heiðarleika. Kemur fram að það sé að miklu leyti Guðrúnu Ebbu að þakka að breyt- ingar hafi orðið á starfi fagráðsins, þótt hún hafi ekki fengið að njóta þeirra. Það sé ekki síst vegna hennar máls að vinnulag fagráðsins var endurskoðað og breytt. Munu eiga í samstarfi í haust Í lok bréfsins segir Gunnar að hann hlakki til að eiga samstarf við Guðrúnu Ebbu í haust varðandi komu Marie M. Fortune hingað til lands. Er Guðrúnu jafnframt þakkað fyrir að hafa haft frumkvæði að heimsókn hennar og segir Gunnar að það verði spennandi að fá að njóta hennar á ráðstefnum og fundum. Marie M. Fortune er bandarískur prestur. Hún hefur meðal annars skrifað bækur um ofbeldi innan kirkjunnar, kynferðisbrot og heimilisofbeldi. Fagráð breytir vinnulagi sínu  Fagráð þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota biður Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur afsökunar á að hafa brugðist henni  Taka við réttmætum ábendingum skýrslu rannsóknarnefndar kirkjuþings Morgunblaðið/ Sigurgeir S. Sannleiksskýrsla Karl Sigurbjörnsson bisk- up flytur erindi á kirkjuþingi í vikunni. Börnin á Kvistaborg í Fossvogi héldu upp á síðbúna sumarkomuna í gær. Þau byrjuðu á að fylkja liði í skrúðgöngu um hverfið, skemmtu sér síðan hið besta yfir æsilegum kúnstum Sirkuss Íslands og gæddu sér loks á pyls- um og íspinnum. Dagarnir verða varla betri en þetta. Morgunblaðið/Eggert Horfðu á sirkusatriði á sumarhátíð Janus Arn Guðmundsson janus@mbl.is Arion banki ætlar sér að endur- útreikna gengistryggð lán sem falla undir nýfallinn dóm Hæstaréttar í svokölluðu Mótormax-máli. Þrátt fyrir að ekki hafi fallið dómar í Hæstarétti um lánasamninga Ar- ions banka telur bankinn að nýlegir dómar hafi fordæmisgildi um hluta lánasafnanna. Stefnt er að því að ljúka endurútreikningi lánasafna bankans í október nk. Óvissa ríkir um 200-300 lán Enn ríkir þó óvissa um lögmæti 200-300 lána, þar sem orðalag lána- samninganna og framkvæmd lán- veitinga er með öðrum hætti. Iða Brá Benediktsdóttir, forstöðumaður samskiptasviðs Arions banka, segir að bankinn muni beita sér fyrir því að eyða óvissu varðandi lögmæti þeirra lána og leggja sitt af mörkum til að hraða málum í gegnum dóms- kerfið. Lánin eru um 2.000 talsins Iða Brá segir lánin sem falla und- ir dóminn um 2.000 talsins og eigin- fjárhlutfall bankans 19,7%. „Ljóst er að fjárhagsleg áhrif á bankann eru umtalsverð, en eiginfjárhlutfall hans verður engu að síður vel yfir 16% kröfu Fjármálaeftirlitsins,“ segir Iða Brá. Enn fremur segir hún að ef vafi hefur leikið á gjaldfærni og lífvænleika fyrirtækja sem tekið hafi lán hjá Arion þá hafi bankinn ekki óskað eftir gjaldþrotaskiptum. „Í þeim tilvikum sem Arion banki hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum félaga hefur bankinn leitast við að leggja mat á ógjaldfærni með hlið- sjón af óvissu sem ríkt hefur um lög- mæti erlendra lána allt frá því að sú óvissa varð ljós í kjölfar fallinna dóma,“ sagði Iða en bætti við: „Öll þau lán sem dómarnir taka til verða endurútreiknuð hvort sem um ræðir þrotabú eða aðra.“ Íslandsbanki skoðar lánasöfnin Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, segir að bankinn sé að yfirfara öll lánasöfnin aftur, með tilliti til rök- stuðnings í dómnum. „Við erum að skoða þessi mál með tilliti til hvort það séu einhver lán hjá Íslands- banka sem falli undir dóminn. Við erum að vonast til þess að fá nið- urstöðu í málið í næstu viku,“ segir Guðný og bætir við: „Við höfum ekki áhyggjur af eiginfjárstöðunni, sama hvernig fer.“ Enn ríkir óvissa um lögmæti  Arion banki telur að nýlegir dómar hafi fordæmisgildi um hluta lánasafnanna  Íslandsbanki á enn eftir að fá botn í hvort lánasafn hans falli undir dóminn Endurskipulagning » Í mjög mörgum tilfellum hefur fjárhagsleg endur- skipulagning komið betur út fyrir lántakann en endurút- reikningur. 950 fyrirtæki hafa nýtt sér þann kost hjá Arion banka. „Ég er að slá,“ sagði Ólafur Egg- ertsson, bóndi á Þorvaldseyri, þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans í gærkvöldi. Að sögn Ólafs er komið fínt gras á Þorvaldseyri sem er óvenjulegt vegna kuldanna sem ver- ið hafa en hann slapp þó að mestu við frostnætur. „Það hefur verið þokkaleg spretta síðustu daga og það rigndi vel í fyrradag. Grasið tók góðan kipp og það var ekki eftir neinu að bíða með að byrja,“ segir Ólafur. Fyrir ári leit sprettan ekki jafnvel út hjá Ólafi vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Svo virðist hins vegar sem askan úr eldgosinu hafi haft góð áhrif á jarðveginn og gras- sprettuna. „Grasið vex vel í öskunni og ekki annað að sjá en að það sé bú- ið að skríða upp úr öskulaginu. Það virðist ná næringu úr öskunni, sem virkar eins og aukaáburður,“ segir Ólafur. Hann segir eldfjallið enn öskusvart þótt túnin séu græn. Ólaf- ur telur að gott útlit sé fyrir gras- sprettu undir Eyjafjöllum. kristel@mbl.is Fyrsti slátturinn á Þorvaldseyri Ljósmynd/Sigríður Ólafsdóttir Þorvaldseyri Iðgræn túnin voru slegin af miklum móð í gær. Haukur Ingibergsson, forstjóri þjóðskrár, segir að úrsögnum úr þjóðkirkjunni hafi fjölgað umtalsvert síðustu tvo daga. Á þriðjudag fór fram kirkjuþing þar sem fjallað var um niðurstöðu rannsóknar- nefndar kirkjuþings á kynferðisbrotum Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups. Að sögn Hauks verða væntanlega birtar nýjar tölur um fjölda þeirra sem hafa sagt sig úr þjóðkirkjunni í byrjun júlí nk. Hinn 1. janúar sl. voru sóknarbörn í þjóðkirkjunni, 18 ára og eldri, 183.697 eða 77,2% mannfjöldans. Fyrir ári var hlut- fallið tæp 79%. guna@mbl.is Úrsögnum hefur fjölgað mikið ÞJÓÐSKRÁ UM ÞJÓÐKIRKJUNA Björgunarsveitir á höfuðborgar- svæðinu voru kallaðar út í gær- kvöldi til að sækja slasaða konu á Svínaskarðsleið, milli Móskarðs- hnjúka og Skálafells. Konan var í reiðtúr ásamt ann- arri konu þegar hesturinn hrasaði og féll ofan á hana svo hún meiddist á hendi og ökkla. Um 30 björg- unarsveitarmenn fóru á vettvang og þurfti að bera konuna allt að eins kílómetra leið, þangað sem björgunarsveitarbíll beið á veg- slóða. Þaðan var hún flutt niður á Meðalfellsveg og til aðhlynningar á Landspítalanum. bjb@mbl.is Hestur féll á konu á Svínaskarðsleið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.