Morgunblaðið - 16.06.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.06.2011, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2011 Ómar Friðriksson Janus Arn Guðmundsson Á síðustu dögum hefur alls tíu kjara- deilum verið vísað til sáttameðferðar hjá ríkissáttasemjara. Sex stéttar- félög hafa vísað þangað kjaradeilum sínum við Samband íslenskra sveitar- félaga en þau eru samkvæmt upplýs- ingum Ríkissáttasemjara: Framsýn, Starfsgreinasamband Íslands, Flóa- bandalagið, Kjölur, Starfsmanna- félag Kópavogs og Starfsmannafélag Suðurnesja. Einnig hafa flugmenn vísað kjara- deilu við SA vegna Flugfélags Ís- lands og flugfreyjur vegna SA-Ice- landair. Kjaradeilur RSÍ, VR, VLFA og FIT við SA vegna Sementsverk- smiðju og SFR, stéttarfélags í al- mannaþjónustu, við Isavia eru einnig komnar til sáttameðferðar. Fram kom í tilkynningu frá SFR í gær að á undanförnum vikum hefðu staðið yfir kjarasamningsviðræður annars vegar á milli Félags flugmála- starfsmanna ríkisins (FFR) og Isavia og hins vegar SFR og Isavia vegna félagsmanna sem starfa hjá Isavia. Í fyrrakvöld hefði orðið ljóst að samn- ingsaðilar næðu ekki saman. Því var ákveðið að vísa kjaradeilunni til rík- issáttasemjara. Alls eru nú nokkuð á þriðja tug mála komin til sáttameðerðar hjá rík- issáttasemjara. 22 mál sem enn eru óleyst hafa borist sáttasemjara á þessu ári. Kjaradeilu Sjúkraliða- félags Íslands við Reykjavíkurborg, sem enn hefur ekki tekist að leysa, var vísað til sáttasemjara 22. nóvem- ber síðastliðinn. Í gærkvöldi sátu forsvarsmenn SFR við samningaborðið, en þeir semja við Reykjavíkurborg. Að- spurður út í stöðu mála sagði Magnús Pétursson ríkissáttasemjari að hann vonaðist til að eitthvað myndi þokast. „Við reynum að miðla málum, en sum þessara mála eru mjög þung í vöfum, þá sérstaklega í ljósi þess að menn eru búnir að leita heimilda til verk- fallsaðgerða,“ segir hann og bætir því við að þeim málum verði haldið lifandi í sumar ef ekkert þokast, annað segir hann óumflýjanlegt. Árangurslausar viðræður Þau mál sem hafa verið hvað mest áberandi í umræðunni eru samnings- deilur flugvirkja og leikskólakenn- ara, en forsvarsmenn beggja félag- anna hafa nú þegar fengið umboð félagsmanna til að boða til verkfalls. Flugvirkjar hjá Icelandair hafa boðað til verkfallsaðgerða hinn 20. júní nk. ef ekki nást samningar á morgun.  Tíu kjaradeilum vísað til sáttameðferðar hjá sáttasemjara á síðustu dögum  Enn eru 22 mál óleyst sem vísað var í Karphúsið á þessu ári  Sáttasemjari segir sum málin vera mjög þung í vöfum Á þriðja tug mála til sáttasemjara Morgunblaðið/Kristinn Kjaradeilur Klukkan er farin að tifa í kjaraviðræðum í Karphúsinu. Samband ís- lenskra sveitar- félaga hefur sent bréf til allra sveitarfélaga þar sem vísað er í hertar öryggis- reglur á sund- stöðum og mælst til þess að úttekt verði gerð varð- andi öryggis- þætti. Skemmst er að minnast bana- slyss sem varð í sundlauginni á Selfossi í síðasta mánuði, en þá lést fimm ára gamall drengur. Í ljós kom að ekki var uppfyllt reglugerð um öryggi á sundstöðum en hún var hert um síðustu áramót. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir tilmæli sambandsins eiga sér mun lengri sögu en til þessa hörmu- lega slyss á Selfossi. „Þetta tengist því að það var verið að herða reglu- gerðina um öryggi á sundstöðum og við erum að benda sveitar- félögum á það, og að komið hafi í ljós að þau þurfi að fara betur eftir þessari reglugerð.“ Halldór segist vona að sveitarfélögin fari yfir mál- in en tekur fram að hann hafi alltaf haldið því fram að sveitarfélögin leggi sig fram við að sinna öryggi á sundstöðum vel. andri@mbl.is Sveitarfélögin geri úttektir á öryggi sundlauganna Halldór Hall- dórsson Svandís Svav- arsdóttir, starf- andi mennta- málaráðherra, vill að herkynn- ingar í fram- haldsskólum landsins verði bannaðar. Skóla- stjórnendur eiga von á bréfi þess efnis frá ráðu- neytinu á næstu dögum. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarps- ins í gær. Fram hefur komið í fjölmiðlum að íslenskur fulltrúi norska hersins hélt kynningu á verkfræðinámi hersins og herskyldu sem fylgir náminu í þremur framhaldsskólum í Reykjavík. Hafi kynningunum ver- ið tekið vel af nemendum og látnar óátaldar af skólastjórnendum. Svandísi Svavarsdóttur, mennta- málaráðherra í fjarveru Katrínar Jakobsdóttur, líst illa á herkynn- ingar af þessu tagi og hyggst taka fyrir þær. Á næstu dögum verður sent út bréf þess efnis og mælst til þess að erlendir herskólar fái ekki að kynna nám sitt. andri@mbl.is Herkynningar í skól- um verði bannaðar Svandís Svavarsdóttir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Ferð þeirra Riaans Mansers og Dans Skinstad í kringum landið hef- ur sóst hægt undanfarnar vikur en nú hefur heldur betur rofað til. Eft- ir mánaðartöf á Höfn í Hornafirði eru þeir nú komnir á fína siglingu meðfram varasamri suðurströndinni og stefna á að komast til Reykjavík- ur innan tveggja til þriggja vikna. Eftir að þeir komu að Stokksnesi, skammt frá Höfn, kom óhagstætt veður í veg fyrir að þeir gætu róið tvöföldum kajak sínum áfram. Og þegar loks virtist sem veðrinu hefði slotað kom í ljós að báturinn hafði fokið til í fjörunni og brotnað. Út- heimti það margra daga viðgerða- vinnu „og mikla þolinmæði“, sagði Riaan í samtali í gær. Róa að næturlagi Hann og Dan róa nú að næturlagi enda er sjólag yfirleitt mun hag- stæðara þá en að degi til. Und- anfarna daga hafa þeir getað róið 6-7 klukkustundir á dag, við hag- stæð skilyrði á sjó, sem eru mikil viðbrigði frá þeim aðstæðum sem þeir þurftu að glíma við fyrr í ferð- inni. Hættulegasta atvikið varð þeg- ar Dan, sem er töluvert fatlaður, féll útbyrðis við Glettinganes. Riaan sagði að Dan væri enn dálítið óstyrkur vegna þessa atviks en á hinn bóginn hefði sjálfstraust hans sem ræðara aukist. Þrátt fyrir að ferðin hafi tekið lengri tíma en ætlað var er mikill hugur í hópnum, að sögn Riaans. Ís- lendingar hafi tekið þeim afar vel og hann bað um sérstakar kveðjur til Stefáns og Jóns Stefáns sem þeir hittu á leiðinni en þeir eru í hjól- reiðaferð um landið. „Þeir vissu um ferðina og óskuðu okkur alls hins besta. Það er okkur mjög mikils virði að vita af stuðningi á Íslandi.“ Kajakmenn komnir á fulla ferð meðfram suðurströndinni  Ofurhugarnir stefna á að komast til Reykjavíkur innan tveggja til þriggja vikna Ljósmynd/Around Iceland Media Þvottavél Dan Skinstad og Riaan Manser kútveltast í briminu í Vöðlavík. Þar urðu skemmdir á bát þeirra en þó minniháttar miðað við það sem síðar varð. Hringferð Riaan Manser og Dan Skinstad Grunnkort: LMÍ 27. mars. Húsavík Ferðin hefst 1. apríl. Raufarhöfn 2. maí. Bakkagerði 13. maí. Djúpivogur10. júní. Leggja af stað frá Höfn 30. maí. Stokksnes14. júní. Ingólfshöfði Skannaðu kóðann til að fara á veg- legan vef Riaans. Ljósmynd/Around Iceland Media Þraut Félagar á leið úr fjörunni. „Það er alveg óhætt að segja það að nú sé staðan óvenjuleg. Venjulega fáum við á okkar borð um10 til 20 mál og eru þau yfirleitt leyst yfir árið, en það gerist í venjuilegu árferði,“ segir Magnús sem segir að samið hafi verið um 23 málum og bætir við: „Það er mitt hlutverk að miðla málum en þegar málum er vísað á mitt borð eru fundirnir iðulega margir en ekki sjaldnar en hálfsmánaðarlega.“ Óvenjuleg staða RÍKISSÁTTASEMJARI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.