Morgunblaðið - 16.06.2011, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 16.06.2011, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2011 Rúnar Pálmason runarp@mbl.is „Þetta lítur vægast sagt mjög illa út. Þetta er það versta sem ég hef séð á þeim árum sem ég hef verið að mæla,“ segir Freydís Vigfús- dóttir, doktors- nemi í líffræði, sem hefur síðustu daga kannað kríuvörp á Reykjanesi, Snæ- fellsnesi og á Melrakkasléttu. Freydís hefur frá árinu 2008 rannsakað kríuvörp á Snæfellsnesi. Í sumar mun hún einnig rannsaka kríuvörp á Melrakkasléttu en talið hefur verið að þar hafi kríunni vegn- að betur. Það hefur þó ekki verið staðfest með rannsóknum en Frey- dís segir að til að leggja mat á af- rakstur varpa verði að fylgjast með ungunum allan varptímann. „Það getur verið mikið líf á ákveðnum tímapunkti og ungar jafnvel orðið fleygir en síðan drepist,“ segir hún. Fyrstu kríueggin fundust við Núpskötlu á Melrakkasléttu 5. júní en Freydís hefur það eftir bóndan- um á Núpskötlu að varpið þar hafi byrjað seint og sé þar að auki gisið. Sitja bara og gera ekki neitt „Við sáum eina kríu með síli á Melrakkasléttu. Þarna ættu að vera þúsundir fugla í mökunardansi. Við skráðum niður örfáar makanir. Fuglarnir eru ekki einu sinni í hreið- urgerð. Þeir sem eru orpnir fyrir norðan, ja, maður veit ekki alveg hvaða bjartsýnisfuglar það eru.“ Kríuvarp var hvorki hafið á Reykja- nesi þegar hún var þar í fyrradag né á Snæfellsnesi þegar hún var þar sl. föstudag. Miðað við sl. þrjú ár hefði það átt að hefjast fyrir um einni viku. Freydís kveðst aldrei hafa séð það jafn svart og heimamenn hafi svipaða sögu að segja: þetta sé með- al þess versta sem þeir hafi séð. Kríur þurfa að leggja af stað frá landinu upp úr miðjum ágúst, þ.e. eftir tvo mánuði. Þær eru á síðasta snúningi með að hefja varp. Eftir að þær klekja eggjum liggja þær á þeim í 20-25 daga og við eðlilegar aðstæður líða 20-25 dagar frá því ungarnir klekjast út þar til þeir verða fleygir. „Ef allt í einu kæmi bullandi gangur í lífríkið og fæða væri næg fyrir ungana þegar þeir klekjast, ættu þær að ná þessu. En það er ekkert sem bendir til að það gerist.“ Kríur eru háðar því að fæða fyrir ungana, þ.e. sandsíli, sé í miklu magni við vörpin enda þurfa þær að bera mörg síli í hvern unga á hverj- um degi. Freydís segir að miðað við atferli fuglana virðist sem ekki sé nægileg fæða við vörpin. Afar lítið sé um mökunaratferli, hvað þá hreiðurgerð. „Þær sitja bara í vörpunum og gera ekki neitt,“ segir hún. Á ferð sinni í kríuvörpin hafa Freydís og samstarfs- menn hennar einnig komið við í fuglabjörgum. Í Svörtuloftum á Snæfells- nesi var mjög lítið af svart- fugli. Ritan var sest upp en lítið sást af eggjum. „Það var dauflegt yfir öllum fuglabjörgum,“ segir Freydís. Versta ástand í vörpunum  Freydís Vigfúsdóttir segir kríuna vera á síðasta snúningi með að hefja varp  „Þetta er það versta sem ég hef séð á þeim árum sem ég hef verið að mæla“ Hafnarfjarð- arbær ætlar að leita til lífeyr- issjóðanna eftir láni svo hægt sé að greiða upp 4,2 milljarða króna sem gjaldfallnir eru auk 5,1 millj- arðs sem til greiðslu er 30. janúar nk. Þetta kemur fram í Fjarð- arpóstinum sem kemur út í dag. Einnig kemur fram að bærinn sé með þrjú lán hjá Depfa Bank sem er í slitameðferð þýskra yfirvalda og hefur fengið skýr svör um það að endurfjármögnun þeirra sé ekki möguleg. Í Fjarðarpóstinum segir að Hafnarfjarðarbær leiti leiða til að taka 13 milljarða króna lán hér á landi til að greiða lánin hjá Depfa, en auk fyrrgreindra upphæða er annað tveggja milljarða króna lán á gjalddaga árið 2018. Saga fjárfest- ingabanki er ráðgjafi bæjarins. Hafnfirðingar leita til lífeyrissjóðanna Bónus hefur í samráði við Heil- brigðiseftirlit Reykjavíkur ákveðið að inn- kalla Bónus- Bragðarefsís. Sælgæti í ísnum inniheldur soja- lesitín sem er ekki getið í innihaldslýsingu. Soja- afurðir eru á lista yfir ofnæmis- og óþolsvalda og ber þar af leiðandi að tilgreina það í innihaldslýsingu. Efnin eru skaðlaus þeim sem ekki eru viðkvæmir fyrir sojaafurðum. Bónus innkallar bragðarefinn Opið verður í sumar hjá Fjöl- skylduhjálp Ís- lands. Bág- staddir geta sem fyrr leitað þang- að til að fá mat- araðstoð. Opið verður á mið- vikudögum en þó ekki fyrsta miðvikudag í mánuði. Ásgerður Jóna Flosadóttir, stjórn- arformaður Fjölskylduhjálpar, seg- ir greinilegt að þörfin eftir aðstoð sé ekkert að minnka og því nauð- synlegt að veita aðstoð yfir sum- armánuðina. Síðustu tíu mánuði hafa að hennar sögn um 9.000 manns notið beinnar og óbeinnar aðstoðar Fjölskylduhjálparinnar. sunna@mbl.is Opið í sumar hjá Fjölskylduhjálpinni Erpur Snær Hansen líffræðingur og þrír sjálfboðaliðar frá Bretlandi eru nú í miðjum „lundahring“, þ.e. rannsóknarferð um lundavörp víða um land. Í Akurey á Faxaflóa kom í ljós að ekki hafði verið verpt í einni einustu lundaholu sem skoðuð var. Varpið, sem átti að vera löngu haf- ið, var ekki einu sinni á byrjunar- reit. Hópurinn gat lítið rannsakað á Vesturlandi og Vestfjörðum vegna veðurs og færði sig yfir til Grímseyjar. Þangað komu þau í gær en höfðu haft lítil tækifæri til rannsókna. „Þetta virðist þó allt vera í springandi blóma hér,“ sagði Erpur. Lundanum hafi vegnað betur fyrir norðan, þar sem hann komist í loðnu, en fyrir sunnan þar sem hann reiðir sig á sandsíli. Lundinn lítur vel út í Grímsey ENGIN EGG Í LUNDAHOLUM Í AKUREY Á FAXAFLÓA Kristel Finnbogadóttir kristel@mbl.is „Þetta hefur gengið vel en við erum öll orðin svolítið þreytt og líkaminn er farinn að kvarta. Hvíldin verður kærkomin eftir morgundaginn,“ segir Signý Gunnarsdóttir, einn af hlaupurum átaksins Meðan fæt- urnir bera mig. Síðustu tvær vikur hafa tvenn hjón hlaupið hringinn í kringum Ísland til styrktar krabba- meinssjúkum börnum og fjöl- skyldum þeirra. Í dag hlaupa þau síðasta hluta leiðarinnar, frá Botni í Hvalfirði til Reykjavíkur þar sem á móti þeim verður tekið við Vals- heimilið. „Við vonumst til að sjá sem flestar af hetjunum okkar,“ segir Signý um móttökurnar í bæn- um en búist er við fjölda fólks á Hlíðarenda og hefur sérstakt kort verið útbúið fyrir þá sem vilja hlaupa með hópnum í bæinn. Aðspurð um viðbrögð við átakinu segir Signý þau hafa verið jákvæð. „Alls staðar sem við komum er vel tekið á móti okkur og mikil velvild í öllum bæjarfélögum,“ segir hún. Að sögn Signýjar var ferðin í kring- um landið öðruvísi en hlaupararnir bjuggust við. „Við héldum að þetta yrði erfitt fyrir austan en þrátt fyr- ir mótvind og óveður þar vorum við í góðum gír. Síðustu dagar hafa hins vegar verið erfiðir vegna þreytu þótt stutt sé eftir. Við hökt- um þetta áfram,“ segir Signý en meiðsli eru farin að gera vart við sig hjá hópnum eftir mikið álag. Heildarfjárhæð söfnunarátaksins er nú að nálgast níu milljónir króna en ágóði af henni rennur beint til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Upplýsingar um hvernig hægt er að heita á verkefnið er að finna á vefsíðunni mfbm.is. „Söfn- unin er löngu farin fram úr okkar björtustu vonum,“ segir Signý um átakið. Lokasprettur hlaupsins Esjurætur kl. 12.15 Ca. 24 km Mosfellsbær Koma kl. 12.45 Brottför kl. 13.00 Ca. 18 km Plan við skógrækt kl. 13.20 Ca. 15 km Grafarvogskirkja kl. 13.50 Ca. 10 km Valsheimilið kl. 15.00 Hringnum lokað Nauthólsvík kl.14.45 Ca. 1,6 km Börn sérstak- lega velkomin Fossvogur Elliðadalur Víkingsheimilið kl. 14.20 Ca. 5 km Elliðaár- vogur Viðey Grafarvogur Leiruvogur Fossvogsdalur H ri ng ve gu r ( 1) Hlaupa síðasta sprettinn í dag  Tekið verður á móti hlaupurum átaksins Meðan fæturnir bera mig hjá Valsheimilinu á Hlíðarenda  Hlauparar hlakka til kærkominnar hvíldar  Heildarsöfnun átaksins nálgast níu milljónir króna Ljósmynd/Guðmundur Guðnason Átak Hlauparar átaksins leggja af stað frá Hellu fyrr í mánuðinum. Morgunblaðið/Ómar Brestur „Þær sitja bara í vörpunum og gera ekki neitt,“ segir Freydís Vigfúsdóttir um kríuna. Krían þarf að verpa fljótlega, ætli hún yfirleitt að reyna að koma upp ungum. Freydís Vigfúsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.