Morgunblaðið - 16.06.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.06.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2011 Jón Magnússon, fv. alþing-ismaður, skrifar um að í bí- gerð sé átak gegn „svartri at- vinnustarfsemi“ og „… fjöldi nýtísku lögreglumanna eigi að mæta á vinnustaði og grípa til við- eigandi lögreglu- aðgerða.    Óneitanlega erþað nokkuð sérstakt í lýðfrjálsu landi að við skulum vera komin með stærstu rannsókn- arlögreglu sem við höfum nokkru sinni haft, eingöngu til að rann- saka efnahagsbrot.    Á sama tíma tilkynnir innanrík-isráðherra að auka verði heimildir lögreglu til rannsókna jafnvel þó að einstaklingar liggi ekki undir grun. Starfsfólki eftirlitsstofnana fjölgar gríðarlega jafnvel þó að umsvifin í þjóðfélaginu hafi snar- minnkað og minna sé til að hafa eftirlit með og minna tilefni.    Í Seðlabankanum sitja menn viðað yfirfara allar erlendar kred- itkortafærslur fólks.    Það er sérstakt að Samtök at-vinnulífsins og ASÍ skuli nú lýsa yfir mikilli gleði með enn víð- tækari lögregluaðgerðir og telja það vera virkustu leiðina til að vinna gegn svartri atvinnu- starfsemi. Hafa menn gleymt hug- myndafræði frelsisins og frjálsrar markaðsstarfsemi?    Gæti verið að minni skattheimtaog betra rekstrarumhverfi smáfyrirtækja mundi skila meiri árangri í baráttu gegn „svartri at- vinnustarfsemi“ en lögreglu- aðgerðir? Hvað kemur næst? Lögregla líf- eyrissjóðanna?“ Jón Magnússon, fv. alþingismaður Ný löggæslusvið STAKSTEINAR Veður víða um heim 15.6., kl. 18.00 Reykjavík 13 skýjað Bolungarvík 5 skýjað Akureyri 6 alskýjað Kirkjubæjarkl. 8 alskýjað Vestmannaeyjar 7 alskýjað Nuuk 7 léttskýjað Þórshöfn 10 skýjað Ósló 17 skýjað Kaupmannahöfn 17 skýjað Stokkhólmur 17 léttskýjað Helsinki 13 skýjað Lúxemborg 22 skýjað Brussel 22 skýjað Dublin 17 skýjað Glasgow 17 skýjað London 17 skýjað París 22 léttskýjað Amsterdam 20 léttskýjað Hamborg 22 skýjað Berlín 22 heiðskírt Vín 25 léttskýjað Moskva 20 heiðskírt Algarve 26 heiðskírt Madríd 32 léttskýjað Barcelona 25 heiðskírt Mallorca 26 heiðskírt Róm 26 léttskýjað Aþena 25 skýjað Winnipeg 17 skúrir Montreal 22 heiðskírt New York 23 heiðskírt Chicago 17 alskýjað Orlando 31 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 16. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 2:57 24:01 ÍSAFJÖRÐUR 1:34 25:34 SIGLUFJÖRÐUR 1:17 25:17 DJÚPIVOGUR 2:12 23:45 Sti l l ing hf. | Sími 520 8000 www.sti l l ing.is | sti l l ing@sti l l ing.is Sjá nánar á: www.stilling.is/ferdabox NÚMER HEITI LÍTRAR LITIR VERÐ ÁÐUR TILBOÐ ÞÚ SPARAR 631100 Pacific 100 370 grátt 59.900 49.900 10.000 631200 Pacific 200 460 grátt/svart 79.900 65.900 14.000 631500 Pacific 500 330 grátt/svart 69.900 55.900 14.000 631600 Pacific 600 340 grátt/svart 89.900 79.900 10.000 631700 Pacific 700 460 grátt/svart 97.900 85.900 12.000 Knútur Jeppesen arkitekt lést í gær á Landakotsspítala í Reykja- vík. Knútur fæddist í Vejen í Dan- mörku 10. desember árið 1930. Hann lauk námi í arkitektúr við Kunstakademiets Arkitektskole í Kaupmannahöfn árið 1964. Með námi og fyrsta árið eftir að hann lauk því starfaði hann á teiknistof- um í Kaupmannahöfn og kenndi jafnframt við Kunstakademiets Arkitektskole, en hann vann nánast alla sína starfsævi á Íslandi. Árið 1966 kom hann til liðs við teiknistofuna Höfða, sem þá var undir forystu Stefáns Jónssonar og Reynis Vilhjálmssonar, og gekk inn í rekstur hennar ásamt Guðrúnu Jónsdóttur árið eftir. Rak hann Höfða ásamt Guðrúnu og Stefáni til ársloka 1979. Árið 1980 hóf hann rekstur eigin teiknistofu í Reykja- vík. Meðal helstu verka Knúts eru endurbygging Bernhöftstorfu; Lækjarbrekka og veitingahúsið Torfan, ásamt útitaflinu við Lækj- argötu; St. Jósefskirkja í Hafnar- firði og viðbygging við Landakots- skóla. Í verkum Knúts má glöggt sjá næma tilfinningu hans fyrir þeim arkitektúr, sem fyrir er. Knútur vann einnig til fjölda verðlauna fyrir tillögur sínar í sam- keppni af ýmsum toga, einkum í skipulagsmálum. Knútur lætur eftir sig eiginkonu, Ragnhildi Blöndal, og sjö uppkomin börn. Andlát Knútur Jeppesen Í nýlegri könnun Brautarinnar, bindindisfélags ökumanna, á stöðu öryggisbúnaðar á nýjum reiðhjólum í verslunum sést að langflest reiðhjól sem til sölu eru í verslunum á höf- uðborgarsvæðinu uppfylla ekki reglugerð um gerð og búnað reið- hjóla eða nærri 98%. Það sem oftast vantar er bjalla og lás. Ef lás er undanskilinn í könn- uninni hækkar talan upp í 24% reið- hjóla sem eru með annan löglegan búnað, segir í tilkynningu frá Braut- inni. Engir opinberir aðilar, eins og lögregla, Umferðarstofa eða Neyt- endastofa, eru sagðir hafa það hlut- verk að kanna hvort verslanir selji lögleg reiðhjól. Það sé áhyggjuefni að jafn sjálfsagðan búnað og bremsur skuli vanta á tæp 9% nýrra reiðhjóla. Reglugerðin segir til um að þær skuli vera bæði á aftur- og framhjóli. Brautin segir að það sem skekki þessa mynd um lögleg reið- hjól sé mikið til keppnisreiðhjól og hjól í jaðarsporti. Brýn þörf sé á að endurskoða reglugerðir um gerð og búnað reiðhjóla. bjb@mbl.is 98% nýrra hjóla ólögleg? Reiðhjól Er búnaður þeirra lögleg- ur? Nei, samkvæmt könnuninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.