Morgunblaðið - 16.06.2011, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.06.2011, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2011 Sex nemendur sem útskrifast hafa úr grunnnámi í eðlisfræði og efnafræði við Háskóla Íslands á síð- ustu þremur árum hlutu verðlaun úr Verðlauna- sjóði Guðmundar P. Bjarnasonar frá Akranesi vorið 2011. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega at- höfn á Háskólatorgi í gær. Nemendurnir, fimm konur og einn karl, eiga það sameiginlegt að hafa náð þeim afburðaárangri að hljóta ágætiseinkunn í BS-námi sínu við raunvísindadeild. Verðlaunaféð nemur 750 þúsund krónum fyrir hvern verðlaunahafa og því er heildarupphæðin 4,5 milljónir króna. Þetta er með veglegustu verð- launum sem háskólanemum eru veitt hér á landi. Verðlaunum var úthlutað fyrir námsárangur við brautskráningu árið 2009 og komu þau í hlut Þóreyjar Maríu Maríusdóttur fyrir eðlisfræði. Þá voru veitt tvenn verðlaun fyrir námsárangur við brautskráningu árið 2010. Þau hlutu Inga Rún Helgadóttir fyrir eðlisfræði og Katla Kristjáns- dóttir fyrir efnafræði. Loks voru veitt þrenn verð- laun fyrir námsárangur við brautskráningu nú í vor. Þau hlutu Elvar Karl Bjarkason og Kristín Björg Arnardóttir fyrir eðlisfræði og Katrín Lilja Sigurðardóttir fyrir efnafræði. Átti ekki kost á að stunda háskólanám Verðlaunasjóður Guðmundar P. Bjarnasonar frá Akranesi var stofnaður árið 2000 með rausn- arlegri gjöf Guðmundar. Hann fæddist á Sýru- parti á Akranesi 1909 og bjó um árabil á Höfða, dvalarheimili aldraðra á Akranesi. Hann lést í febrúarmánuði 2006 í hárri elli. Guðmundur átti þess ekki kost að stunda háskólanám en starfaði sem netagerðamaður og fiskmatsmaður á Akra- nesi auk þess að stunda útgerð í félagi við bróður sinn. Guðmundur var einn af stofnendum Knatt- spyrnufélagsins Kára árið 1922 og Taflfélags Akraness árið 1933. Ljóst er að hlutfallslega færri nemendur sækja háskólanám í eðlis- og efnafræði á Íslandi en í samanburðarlöndum okkar. Stuðningur Guð- mundar við háskólanemendur í eðlis- og efna- fræði er því mikilvægur, segir í frétt frá Háskóla Íslands. Stjórn Verðlaunasjóðs Guðmundar P. Bjarna- sonar frá Akranesi skipa Guðmundur G. Haralds- son, prófessor í efnafræði, sem er formaður, Haf- liði Pétur Gíslason, prófessor í eðlisfræði, og Eiríkur Dór Jónsson, fulltrúi Arion banka sem er vörsluaðili sjóðsins samkvæmt skipulagsskrá. sunna@mbl.is Sex nemendur hljóta verðlaun fyrir afburðanámsárangur í eðlisfræði og efnafræði Morgunblaðið/Kristinn Fimm konur og einn karl báru af  4,5 milljónum úthlutað til háskólanema  Netagerðarmaður stofnaði sjóðinn Gömul mynd Mistök urðu til þess að mynd frá kirkjuþingi sl. haust var birt með frétt á bls. 2 í Morgunblaðinu í gær þar sem fjallað var um kirkjuþing er kom saman á þriðjudag. Beðist er velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTT Bíladagar Bílaklúbbs Akureyrar verða haldnir um helgina en þeir hafa verið árlegur viðburður síðan 1996. Að þessu sinni verður hátíðin með nokkuð öðru sniði en verið hef- ur því tvær keppnisgreinar verða fluttar úr miðbæ Akureyrar á nýtt akstursíþróttasvæði bílaklúbbsins við Rangárvelli ofan bæjarins. Þó verður áfram götuspyrna á Tryggvabraut líkt og verið hefur. Ennfremur hefur Bílaklúbbur Akureyrar samþykkt sérstakar siðareglur þar sem gestir hátíð- arinnar eru hvattir til þess að ganga vel um og sýna íbúum og öðrum gestum fyllstu tillitssemi. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Siðareglur fyrir Bíla- daga á Akureyri - nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 Fegurðin byrjar innst Laugavegi 53, s. 552 1555 TÍSKUVAL Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 11-16 Útsalan hefst í dag www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið: mán.-fös. kl. 11-18 | lau. 10-16 Nýtt kortatímabil Hæ, hó, jibbí jei 17% afsláttur af öllum vörum fimmtudag og laugardag í tilefni af 17. júní ATH! Lokað 17. júní Laugavegi 63 • S: 551 4422 KÁPURNAR, EINSTÖK GÆÐI OG GLÆSILEIKI Skoðið fleiri v örur á www.l axdal.i s

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.