Morgunblaðið - 16.06.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.06.2011, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2011 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is N áttúruskóla Reykjavík- ur var á þriðjudaginn afhentur Grænfáninn í Grasagarðinum við hátíðlega athöfn. Fán- inn er alþjóðlegt umhverfismerki sem Landvernd hefur umsjón með. Helena Óladóttir, verkefn- isstjóri Náttúruskólans, segir Græn- fánann hafa miklu þýðingu fyrir skól- ann. „Náttúruskólanum er ætlað að vera fyrirmynd annarra því við erum að leiðbeina kennurum á leik- og grunnskólastigi um umhverfismál og útikennslu. Svo það skiptir gríð- arlegu miklu máli að vera trú fyr- irmynd. Að hafa farið í gegnum sömu skref og hinir skólarnir þurfa að gera til að fá Grænfánann eykur svo mikið trúnað á hvað við erum að segja,“ segir Helena. Ríflega 38 þúsund skólar í 50 löndum taka þátt í Grænfánaverkefn- inu með 10 milljónir nemenda. Tæp- lega 200 íslenskir skólar á öllum skólastigum vinna að því að fá Græn- fánann eða eru þegar komnir með hann. Dýpkar skilning á umhverfinu Náttúruskólinn var stofnaður árið 2005 og er Helena eini starfs- maður hans. Skólinn er samstarfs- verkefni umhverfis- og samgöngu- sviðs Reykjavíkur, menntasviðs Reykjavíkur, leikskólasviðs Reykja- víkur, Skógræktarfélags Reykjavík- ur og Landverndar. „Markmið skól- ans er að styðja við kennara á grunn- og leikskólastigi í því að innleiða úti- kennslu og umhverfismennt. Svo það sem ég geri er að mennta kennara í Innleiða útikennslu og umhverfismennt Náttúruskóli Reykjavíkur hefur það að markmiði að efla útikennslu í grunn- og leikskólum og að skapa vettvang fyrir heilsteypt umhverfisstarf í skólum í anda umhverfisstefnu borgarinnar. Skólinn fékk alþjóðlega umhverfismerkið Grænfán- ann afhentan í vikunni og hefur það mikla þýðingu fyrir þennan litla skóla. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Grænfáninn Helena Ólafsdóttir verkefnisstjóri Náttúruskólans tekur við fánanum sem Guðmundur H. Guðmundsson formaður Landverndar afhenti. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Sumarsöngur Börn úr leikskólanum Hálsakoti sungu lag við athöfnina. Mataruppskriftir á veraldarvefnum eru óteljandi og það er gaman að sækja sér þangað eitthvað nýtt til að prófa. Erla Kristín Birgisdóttir heldur úti góðum uppskriftavef á slóðinni uppskriftir.seia.is en þar er að finna allar hennar 1.630 uppskriftir. Hún segist hafa samið fæstar þeirra sjálf, heldur hefur hún safnað þeim. Erla Kristín vill deila uppskriftum og leyfa öðrum að njóta og hún hvetur fólk til að láta vita af áhugaverðum í safnið. Síðan er mjög aðgengileg og einföld, uppskriftirnar eru flokkaðar eftir því hvort þær eru kjötréttir, fiskréttir, grænmetisréttir, kjúklingaréttir, súp- ur, sósur, salat, forréttir, eftirréttir, kökur, brauð, pasta, pitsur já og líka óflokkað og drykkir. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem þeir leita að freistandi og framandi réttum eða jarðbundnum og hversdagslegum máltíðum. Vefsíðan www.uppskriftir.seia.is Morgunblaðið/Sverrir Sumarlegt Girnileg salöt er gaman að reiða fram á sólríkum dögum. Matur er mannsins megin Á morgun, 17. júní, verður boðið til málþings á Þórbergssetrinu í Suður- sveit. Málþingið hefst kl. 13 en að því loknu verður farið inn í Papbýli og skoðaðar fornar rústir. Málþingið er haldið með erlendum fræðimönnum og sæfarendum, sem siglt hafa um papaslóðir á N-Atlantshafi á írsku skútunni ,,Ár Seachrán“, Ferðalangi. Írski sagnfræðingurinn og sægarpur- inn Paddy Barrý stýrir skútunni og mun lýsa för Ferðalangs. Dr. Jona- than Wooding mun fjalla um Papa. Írskur tónlistarmaður er með í för og mun leika keltneska tónlist. Endilega … … fræðist um Papana Ljósmynd/Ólafur K. Magnússon Kúnstugur Þórbergur Þórðarson. Nánar á: thorbergur.is Flestir hafa gaman af því að hlusta á aðra segja sögur og svo eru þeir sem hafa unun af því að segja sögur. Sagnaþulir eru skemmtikraftar, kennarar, leiðsögumenn, græðarar, foreldrar, ömmur og afar og allur al- menningur. Í næsta mánuði verður Þing norrænna sagnaþula haldið á Núpi í Dýrafirði dagana 24.-30. júlí. Þar verður m.a. hægt að læra að segja sögur. Í boði eru fimm nám- skeið með leiðbeinendum frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Íslandi og Eng- landi. Námskeiðin standa í fjóra daga og farið verður í skemmtiferð á sögu- slóðir Gísla Súrssonar. Leiðbeinendur eru Vigga Bro, leikkona og sagna- þula, Kristin Lyhmann, sagnaþula og leikhúsfræðingur, Freya Hvaste, goð- sagnafræðingur og sagnaþula, Einar Kárason rithöfundur, Ulf Ärnström, kennari, sálfræðingur og sagnaþulur, og Sue Hollingsworth, kennari við International School of Storytelling. Kennt er á dönsku, norsku, sænsku, íslensku og ensku. Námskeiðin eru öllum opin en umsókn og greiðsla (í gegnum heimasíðu) þarf að hafa bor- ist fyrir 24. júní. Þing norrænna sagnaþula Hin forna list að segja sögu Leikrænir tilburðir Jamie Crawford segir sögu. Hann verður þó ekki á þinginu. Nánari upplýsingar: sagnating.123.is og á netfanginu: sagnating2011@gmail.com Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Fjarðarkaup Gildir 18.-16. júní verð nú áður mælie. verð Svínalundir úr kjötborði .............. 1.498 2.098 1.498 kr. kg Svínahnakki úrb. úr kjötborði ...... 998 1.398 998 kr. kg Lúxus svínakótelettur, orange...... 1.498 1.898 1.498 kr. kg KF einiberjakryddað lambalæri ... 1.398 1.698 1.398 kr. kg Frosnir hamborgarar, 10x80 g..... 1.084 1.355 108 kr. stk. Fk grill lambalærissneiðar........... 1.745 2.245 1.745 kr. kg KF Herragarðs svínakótelettur ..... 1298 1800 1298 kr. kg Hversdagsís, 1 l......................... 298 409 298 kr. kg Coke, 6x2 l................................ 798 998 67 kr. kg Hagkaup Gildir 16.-19. júní verð nú áður mælie. verð Holta kjúklingabringur ................ 1.959 2.798 1.959 kr. kg BBQ kjúklingavængir, 800 g ....... 449 699 449 kr. pk. Buffaló kjúklingavængir, 800 g ... 449 699 449 kr. pk. Bláberjalegin helgarsteik frp. ...... 2.039 2.718 2.039 kr. kg Íslandsgrís, kryddl. vöðvi ............ 1.124 1.498 1.124 kr. kg Íslandsnaut, kryddl. vöðvi ........... 1.949 2.598 1.949 kr. kg Svali app./eplaklakar, 10 stk...... 359 459 359 kr. pk. CT deep pan Miami Meaty pitsa .. 554 739 554 kr. stk. Baguette, 400 g ........................ 199 339 199 kr. stk. Krónan Gildir 16.-19. júní verð nú áður mælie. verð Ungnauta Ribeye erlent .............. 2.799 3.998 2.799 kr. kg Lambalærissneiðar, New York ..... 1.399 1.998 1.399 kr. kg Lambasirloinsn., krydd./ókrydd. . 1.198 1.498 1.198 kr. kg Lambainnralæri, krydd./ókrydd... 2.698 3.398 2.698 kr. kg Grísakótelettur........................... 899 1.498 899 kr. kg Grísakótelettur, New York............ 959 1.598 959 kr. kg Grísahnakki í ítal. marineringu .... 1.169 1.798 1.169 kr. kg Grísahnakki á spjóti, New York .... 1.198 1.498 1.198 kr. kg Krónu pylsur .............................. 398 498 398 kr. pk. Nettó Gildir 16.-19. júní verð nú áður mælie. verð Ferskt lambalæri, þurrkryddað .... 1.199 1.599 1.199 kr. kg Ferskir nautahamb., 4x80 g........ 395 598 395 kr. pk. Ferskt lamba ribeye hvítl.& rósm. 3.198 3.998 3.198 kr. kg Ferskar lambalærissneiðar ......... 1.698 1.998 1.698 kr. kg Ferskir lambagrillleggir ............... 979 1.398 979 kr. kg Kjötsel, grillpylsur, 10 stk., 480 g 295 369 295 kr. pk. Kjötsel, grillsirloinsneiðar, krydd. . 1.499 1.698 1.499 kr. kg Kjötsel, grilllambalæri, hvítlauks . 1.199 1.598 1.199 kr. kg Jarðarber, 250 g ........................ 179 358 179 kr. pk. Nóatún Gildir 16.-19. júní verð nú áður mælie. verð Grísakótelettur........................... 1.049 1.498 1.049 kr. kg Grísakótelettur, mangó, chili ....... 1.049 1.498 1.049 kr. kg Grísagrillpinni m. kúrbít/m. maís. 1.598 1.898 1.598 kr. kg Nauta mínútugrillsteik ................ 3.598 3.998 3.598 kr. kg Langa m. estragon & fennel........ 1.399 1.698 1.399 kr. kg Ungnauta ribeye ........................ 3.999 4.498 3.999 kr. kg Ostakaka m. hindb./bláberjum... 898 960 898 kr. stk. Holta indverskar lundir á spjóti.... 2.598 2.895 2.598 kr. kg Holta ítalskar lundir á spjóti ........ 2.598 2.895 2.598 kr. kg Samkaup/Úrval Gildir 16.-19. júní verð nú áður mælie. verð Kjötborð/pakkað svínaskankar ... 198 439 198 kr. kg Kjötborð/pakkað svínalundir ...... 1.429 2.198 1.429 kr. kg Kjötborð/pakkað svínahakk........ 569 749 569 kr. kg Kjötborð/pakkað svínalæri úrb.... 999 1.598 999 kr. kg Grísakótelettur rauðvínskrydd...... 1.198 1.498 1.198 kr. kg Grísahnakki rauðvínskryddaður ... 1.499 1.698 1.499 kr. kg Bökunarkartöflur kg ................... 99 198 99 kr. kg Coop chilihnetur, 175 g.............. 199 289 199 kr. stk. Coop hunangsrist. hnetur, 200 g. 269 359 269 kr. stk. Þín verslun Gildir 16.-19. júní verð nú áður mælie. verð Lambalæri úr kjötborði ............... 1.298 1.798 1.298 kr. kg Lambalærissneiðar úr kjötborði... 1.898 2.249 1.898 kr. kg Svínahnakki úrb. úr kjötborði ...... 1.198 1.854 1.198 kr. kg Egils kristall plús 1 ltr. ................ 199 269 199 kr. ltr Svali appelsínu, 3 pk. ................ 179 210 179 kr. pk. Toffypops, 120 g........................ 149 185 1.241 kr. kg Ryvita hrökkbrauð Sesame, 250 g .............................................. 179 210 716 kr. kg Billy’s Pan Pizza Hawaii, 170 g.... 298 398 1.753 kr. kg Hatting Veggen speltbrauð, 7 stk. 598 815 85 kr. stk. Pfanner ACE blandaður safi, 1 l... 289 339 289 kr. ltr Helgartilboðin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.