Morgunblaðið - 16.06.2011, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.06.2011, Blaðsíða 11
Ljósmynd/Náttúruskóli Reykjavíkur Útikennsla Leikskólabörn í Reykjavík fræðast um gróðurinn í útikennslu. Það er margt að læra um náttúruna. því að fara út með börn og vinna ut- andyra. Bæði í útikennslu í öllum mögulegum námsgreinum og dýpka skilning þeirra á umhverfismálum og gera þá betur í stakk búna að fjalla um umhverfismál með nemendum sínum,“ segir Helena og bætir við að allir séu mjög jákvæðir og áhuga- samir um útikennslu og umhverf- ismennt. Mikill áhugi á útikennslu Náttúruskólinn hefur náð til 91% grunnskóla borgarinnar með einhverjum hætti og 60% leikskóla fengið einhverja fræðslu. Árið 2010 sóttu 308 kennarar námskeið hjá Náttúruskólanum. Helena segist sjá miklar fram- farir síðan skólinn var stofnaður 2005. „Já, ég get sagt það óhikað. Það er búinn að vera mjög mikill áhugi á útikennslu. Það hefur líka skilað sér inn til Kennaraháskólans, þar eru mjög margir nemendur sem hafa áhuga á útikennslu. Fyrir tveimur ár- um gerðum við könnun á því hversu útbreitt þetta væri orðið og miðað við þá skilgreiningu sem við styðjumst við á útikennslu svöruðu 70% grunn- skóla í Reykjavík því til að nemendur væri í útikennslu.“ Ekkert annað sveitarfélag á Ís- landi rekur náttúruskóla en fyr- irmyndin að skólanum er sótt til Skandinavíu að sögn Helenu. „Þar eru náttúruskólar reyndar það vel búnir að þeir taka gjarnan á móti nemendahópum. Ég hef ekki tök á því en hins vegar hef ég starfað með Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og Grasagarðinum Reykjavíkur í því að byggja upp fræðsludagskrá þar. Það eru mjög margir áhugasamir um að opna sína starfsemi fyrir skólunum.“ Helena segist viss um að það verði meiri vakning í framtíðinni í þessum málum innan skólakerfisins. „Ég held að við komumst ekki hjá því. Í nýrri aðalnámskrá sem kom í vor er sjálfbærni einn af sex grunn- þáttum sem eiga að vera í námi á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi. Umhverfismennt og útikennsla eru svo ofboðslega stórir þættir í sjálf- bærni þannig að þetta kemur bara til með að aukast og þörf kennara fyrir stuðning á þessu sviði kemur bara til með að aukast.“ www.natturuskoli.is DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2011 Eftir að hafa grandskoðað málið í 33 ár ákvað Bandaríska alríkisfæðu- og lyfjaeftirlitinu (U.S. Food and Drug Administration (FDA)) að taka skref- ið á þriðjudaginn og setti nýjar reglur um sólarvörn. Reglurnar tilgreina hvaða sólarvörn veitir besta vörn gegn útfjólubláum geislum og tekur fyrir fullyrðingar um að sólarvörn sé vatnsheld. FDA segir að sólarvörn verði að veita jafna vörn gegn tveim- ur tegundum af útfjólubláum geislum, UVB og UVA, til að geta sagst bjóða breiða vernd. UVB- geislar valda bruna, UVA-geislar valda hrukkum, báðir valda krabba- meini. Reglurnar banna einnig framleið- endum sólarvarna að fullyrða að vara þeirra sé vatnsheld eða svitaheld því slíkar fullyrðingar standast ekki. Í staðinn mega þeir segja í hversu langan tíma vörnin er vatnsþolin, samkvæmt prófunum. Aðeins á sólarvörn með SPF-stuðul 15 eða hærra má segja að hún hjálpi til við að koma í veg fyrir sólbruna og draga úr hættu á húðkrabbameini og ótímabærri öldrun húðarinnar. Enn er ekki búið að ákveða hvort binda eigi enda á framleiðslu SPF númer 70, 80 og 100 því þær sól- arvarnir veita ekki mikið meiri vernd en sólarvarnir með SPF 50. En læknar sem komu að reglusetning- unni eru sammála um að sólarvarnir með SPF yfir 50 geri ekkert meira en vörn með SPF 50. Allar vörur sem veita ekki tilhlýðilega vernd eða eru með SPF 2 til 14 verða að bera við- vörun sem sýnir að varan hjálpi ekki til við að koma í veg fyrir húð- krabbamein eða ótímabæra öldrun. Í Bandaríkjunum fá yfir tvær millj- ónir manna meðferð ár hvert við tveimur algengustu gerðunum af húðkrabbameini. 68.000 þúsund fá greiningu á sortuæxli ár hvert. Nýju reglurnar koma þó ekki í veg fyrir algengasta vandamálið varðandi sólarvörn, að fólk muni eftir að nota hana og nóg af henni. Heilsa Reuters Sólbað Það er mikilvægt að bera á sig góða sólarvörn á sólardögum. Má ekki fullyrða að sólarvörn sé vatnsheld FERÐ ELDRI FÉLAGA SPENNU- GOLF Hin árlega ferð Rafiðnaðarsambands Íslands árið 2011 fyrir eldri félaga sambandsins verður farin þann 29. júní. kl. 13 frá Stórhöfða 27, Grafarvogsmegin. Að þessu sinni verður farið í Árbæjarsafn og safnið skoðað og svo verður haldið í nýjan sal Rafiðnaðar- skólans að Stórhöfða 27 þar sem kaffiveitingar bíða þátttakenda. Nánari upplýsingar og skráning hjá Svövu í síma 580-5226 eða með rafpósti á svava@rafis.is. Spennugolfi 2011 verður haldið þann 24. júní á Strandarvelli á Hellu. Þátttökugjald er kr. 5.000.- Innifalið í gjaldinu er golf, matur og rúta. Rúta fer frá Stórhöfða 31, stundvíslega kl. 10:00. Áætlað er að hefja leik kl. 12:00. Þátttakendur vinsamlega skráið: Nafn, kennitölu, GSM, grunnforgjöf og hvort komið verði með rútunni. Sendið á: stefan@rafis.is eða í síma 580-5253 Nánari upplýsingar á www.rafis.is/golfrsi/ RAFIÐANAÐARSAMBAND ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.