Morgunblaðið - 16.06.2011, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.06.2011, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2011 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is ASÍ og Samtök atvinnulífsins þurfa að ákveða í seinasta lagi næstkom- andi þriðjudag hvort allar forsendur eru fyrir hendi svo ákveðið verði að nýju kjarasamningarnir skuli gilda til næstu þriggja ára. Þótt ríkisstjórnin og Alþingi hafi staðið við mörg þeirra loforða sem gefin voru í yfirlýsingu stjórnvalda til að greiða fyrir samningunum 5. maí sl. liggur enn ekkert fyrir um hvort efnd verða stór fyrirheit um fjárfestingar o.fl. Mikil óvissa er uppi um framgang þeirra. Þau skipta sköpum um hvort tekst að ná upp hagvexti sem þarf til að standa undir þeim kjarabótum sem samið var um. Gangi þetta ekki eftir munu samn- ingarnir einungis gilda til loka jan- úar 2012. Framkvæmdanefnd um fram- vindu samkomulagsins fundaði sl. mánudag. Hvorki forystumenn SA né ASÍ vilja á þessari stundu segja fyrir um hvort af gildistöku kjara- samninga til þriggja ára verði 22. júní. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, telur þó meiri líkur en minni á að svo verði. Enn eiga menn þó eftir að fara yfir fjölmörg mál og fá svör frá stjórnvöldum. Allt of mikil óvissa sé uppi varðandi fjárfestingar að mati SA og ASÍ. Ræðst fyrir lok þriðjudags Gylfi vísar einnig til áætlunar stjórnvalda um efnahags- og ríkis- fjármál og sérstök fjárfestingaráætl- un, sem ekki hefur enn litið dagsins ljós, átti að liggja fyrir í lok maí. „Við erum að fara yfir þessi atriði og munum funda strax eftir helgina vegna þess að fyrir lok næsta þriðju- dags mun þurfa að liggja fyrir nið- urstaða hjá okkur og SA um gild- istöku samningsins á miðvikudaginn. Ég held að það sé nokkuð ljóst að þessar stóru og þungu áætlanir verða ekki tilbúnar þá en við þurfum auðvitað að fá skýrari línur um hvernig stjórnvöld sjá þetta fyrir sér,“ segir Gylfi. „Grundvöllurinn að þessu öllu er að við sjáum fjárfestingarnar fara í gang. Það er því miður ekkert í sjón- máli um að eitthvað sé að gerast í þeim mæli sem við gerðum okkur væntingar um,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, en tekur fram að þar sé ekki allt rík- isstjórninni um að kenna. Boðuð er sókn í orku- og iðnaðar- málum í yfirlýsingu ríkisstjórnarinn- ar en aðilar vinnumarkaðarins þurfa að meta hversu líklegt er að af þeim verði. Vilhjálmur segir sem dæmi sennilegt að búast megi við að lausn finnist á málum sem varða álverið í Helguvík og orkusöluviðskipti Norð- uráls og HS Orku. En að mati SA hafa mál á norðausturhorni landsins farið í allt annan gír en reiknað hafi verið með. „Við höfðum ákveðnar væntingar um að það myndi nást saman á milli Landsvirkjunar og Al- coa um stækkun [álversins] á Reyð- arfirði. En það er víst ekki að ger- ast,“ segir hann og vísar til viðræðna sem fram hafi farið á milli Alcoa og Landsvirkjunar, sem hafi verið komnar býsna langt á veg. Hvorki forsvarsmenn Landsvirkjunar né Al- coa Fjarðaáls vildu tjá sig um málið í gær. Gengur hægt að koma sam- gönguframkvæmdum áfram Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er því lofað að skipaður verði starfshóp- ur sem reyni til þrautar að finna út- færslur á stórframkvæmdum í vega- gerð á Suðvesturlandi, sem fjármagnaðar verði með sérstökum hætti. Niðurstöðu átti að fá í þá vinnu fyrir lok maí en það hefur ekki gengið eftir. Hefur starfshópurinn aðeins haldið einn fund. Enn liggur ekkert fyrir um hvern- ig fjármagna á tvöföldun Suður- lands- og Vesturlandsvegar, þar sem fyrri hugmyndir um vegtolla hafa mætt mikilli andstöðu. Vilhjálmur segir að mjög lítill áhugi virðist vera á að koma þessum samgöngumálum áfram. „Það er ljóst að við getum vart far- ið í þriggja ára samning nema vita á hvaða forsendum það verður gert. En það hlýtur að vera algert lykil- atriði fyrir okkur öll að fjárfesting- arnar fari í gang,“ segir Gylfi. Morgunblaðið/Ernir Viðræður Aðilar vinnumarkaðarins hafa átt ófáar viðræður við Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra og ekki alltaf ríkt jafn mikil gleði og hér. Í óvissu en klukkan tifar  ASÍ og SA meta hvort festa á kjarasamningana til 2014  Óljóst um framgang fjárfestinga  Starfshópur um vegaframkvæmdir hefur aðeins fundað einu sinni Sérvöruverslun hefur glæðst það sem af er þessu ári frá sama tíma- bili í fyrra. Rann- sóknarsetur verslunarinnar segir að velta raf- tækjaverslana hafi verið 31,5% meiri fyrstu fimm mánuði ársins þegar leiðrétt hafi verið fyrir verð- og árstíðabundnum þáttum. Þá hafi orðið 16% aukning í veltu húsgagnaverslunar á sama tíma. Jafnframt segir að fata- og skó- verslun hafi farið vaxandi það sem af sé árinu. Verðlag á þessum teg- undum sérvöru hafi haldist nokkuð óbreytt á milli ára, nema á raftækj- um sem hafi lækkað umtalsvert á síðustu mánuðum. Rannsóknarsetrið segir að dag- vöruverslun hafi smám saman verið að ná sér á strik eftir samdrátt sem varð við efnahagshrunið og hafi ver- ið 3,6% meiri fyrstu fimm mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra að raunvirði. Aukin velta í sér- vörunni Sala raftækja hefur aukist um þriðjung Velta Aukin sala raftækja á ný. Doktor Ólafur H. Wallewik, for- stöðumaður grunnrannsókna á Nýsköpunar- miðstöð Íslands og prófessor við Háskólann í Reykjavík, hlaut nýverið æðstu heiðursverðlaun Norræna stein- steypusambandsins. Verðlaunin eru veitt þriðja hvert ár fræðimanni sem þykir hafa sýnt framúrskarandi færni á sviði þróunar og rannsókna á steinsteypu, gæðum hennar og nota- gildi, segir í tilkynningu. Rannsóknir á sementsbundnum efnum eru stór þáttur í starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og hefur Ólafur stýrt rannsóknum í flotfræði sementsbundinna efna ásamt teymi sínu í samvinnu við bæði innlendar og erlendar stofn- anir og fyrirtæki. Meðal afreka Ólafs á þessu sviði er þróun á tæki sem mælir gæði steypu í tromlu steypubíls og þykir vinna hans og óeigingjarnt framlag bera af þar. Verðlaunaður fyrir steypu- rannsóknir Ólafur Wallewik Þó niðurstaðan hafi orðið sú á sein- ustu starfsdögum Alþingis að falla frá ákvörðun um að leggja tímabund- inn skatt á lífeyrissjóðina, á það ekki að leiða til þess að tafir verði á sér- stakri vaxtaniðurgreiðslu til handa skuldsettum einstaklingum. Skattin- um var ætlað að fjármagna vaxtanið- urgreiðslurnar að hluta til og átti að leggjast á lífeyrissjóði og banka og önnur fjármálafyrirtæki. Bankarnir áfram skattlagðir Bönkum verður eftir sem áður gert að taka á sig skattinn og lífeyr- issjóðunum verður áfram gert að taka þátt í kostnaðinum, þó það verði gert með öðrum hætti en beinni skattlagningu. Í nefndaráliti meirihluta efnahags- og skattanefndar kemur fram að gert sé ráð fyrir að stjórnvöld og lífeyr- issjóðirnir nái samkomulagi um fjár- mögnunina fyrir þing- og nefndar- fundi í haust. Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að viljayfirlýsingin sem undirrituð var undir lok seinasta árs um þátttöku sjóðanna í þessum kostnaði standi óbreytt. „Við reiknuðum alltaf með að reynt yrði að ná samkomulagi á milli lífeyr- issjóðanna og fjármálaráðuneytisins um með hvaða hætti lífeyrissjóðirnir myndu taka þátt í að fjármagna sinn hluta þessara aðgerða,“ segir hann og á von á að viðræður hefjist mjög fljótlega. Niðurstaða á að liggja fyrir ekki síðar en 1. september. Rætt um kaup ríkisskuldabréfa og greitt með erlendum eignum Áður hafði verið m.a. rætt um að lífeyrissjóðir keyptu ríkisskuldabréf og greiddu fyrir með erlendum eign- um. Slíkt myndi auðvelda ríkinu inn- lausn aflandskróna og yrði það liður í aðgerðum til að afnema gjaldeyris- höft. omfr@mbl.is Sækja fé eftir öðrum leiðum  Ríkið í viðræður við lífeyrissjóði um fjármögnun vaxtaniðurgreiðslna eftir að Al- þingi hætti við skattlagningu sjóðanna  Niðurstaða á að liggja fyrir 1. september Morgunblaðið/Golli Alþingi Fallið var frá lífeyrissjóðaskatti á lokaspretti þingstarfanna. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að hagvaxtar- og fjárfesting- aráætlun skuli liggja fyrir eigi síð- ar en í maí. Sú áætlun liggur enn ekki fyrir. Í yfirlýsingunni um stórfram- kvæmdir í vegamálum og fjár- mögnun þeirra kemur fram að skipaður verði starfshópur með fulltrúum SA, ASÍ og ráðuneyta. Niðurstaða verði fengin í þá vinnu fyrir lok maí. Hún er ekki tilbúin. Í bókun með yfir- lýsingunni um sjávarútvegs- mál segir að út- tekt hagfræð- inga á áhrifum fyrirhugaðra breytinga á starfsumhverfi sjávarútvegs skuli liggja fyrir um mánaðamótin maí/júní. Hún er ekki komin fram. Átti að liggja fyrir í maí EKKI ER BÚIÐ AÐ UPPFYLLA ALLT SEM GENGIÐ VAR ÚT FRÁ Starfsfólki Þör- ungaverksmiðj- unnar á Reykhól- um var tilkynnt á fundi í gærmorg- un að Atli Georg Árnason, fram- kvæmdastjóri verksmiðjunnar, hefði látið af störfum. Starfs- fólki var sagt að rekstri verksmiðj- unnar yrði haldið áfram óbreyttum og starf framkvæmdastjóra auglýst eins fljótt og kostur væri. Vefur Skessuhorns greindi frá þessu í gær. Þangað til mun Þorgeir Samúels- son framleiðslustjóri sjá um dag- legan rekstur. Bandarískt fyrirtæki, FMC Corporation, á ríflega 70% hlut í verksmiðjunni en Byggða- stofnun á stærsta hlutann þar á móti. Atli hættur á Reykhólum Frá Reykhólum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.