Morgunblaðið - 16.06.2011, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.06.2011, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2011 Hinn 23. maí sl. fékk Arnór Sig- urjónsson sendifulltrúi afhenta heiðursorðu (Royal Order of Merit) af „Kommandör“ gráðu fyrir fram- lag sitt við að efla samstarf Noregs og Íslands á sviði öryggis- og varnamála. Það var norski fasta- fulltrúinn hjá NATO, Hr. Vegard Ellefsen sendiherra sem afhenti orðuna. Fékk heiðursorðu Hinn 19. júní nk. verða liðin 96 ár frá því að íslenskar konur 40 ára og eldri fengu kosningarétt og kjör- gengi til Alþingis. Í tilefni dagsins verður farið í kvennasögugöngu um innbæinn á Akureyri. Gengið verður frá Minjasafninu kl. 10.30 og mun Sigrún B. Ólafsdóttir leiða gönguna. Á leiðinni um innbæinn munu svo gestir vitja ýmissa kvenna sem bjuggu og störfuðu þar. Að göngu lokinni verður svo boðið upp á kaffi og kleinur við samkomuhúsið. Þá býður Kvenrétt- indafélag Ísland, ásamt Kven- félagasambandi Íslands og Banda- lagi kvenna í Reykjavík, upp á dagskrá sunnudaginn 19. júní í samkomusal Hallveigarstaða kl. 15- 17. Kvennasöguganga og samkoma 19. júní Í tilefni af alþjóðlegu ári skóga árið 2011 hafa Skógræktarfélag Íslands og Arion banki gefið út kortið ,,Rjóður í kynnum“ en í því er að finna upplýsingar um 50 útivist- arskóga um land allt. Skógarnir eru af öllum stærðum og gerðum, langflestir í alfaraleið. Á kortinu má sjá staðsetningu reitanna og einnig er stutt lýsing á hverjum og einum reit ásamt upp- lýsingum um aðstöðu/þjónustu á staðnum og GPS-hnit sem auðveld- ar fólki að finna þá. Kortinu verður dreift endur- gjaldslaust í útibúum Arion banka, upplýsingamiðstöðvum ferðamála, garðplöntusölum og víðar. Skógakortið „Rjóður í kynnum“ komið út Í dag, fimmtudag, kl. 18 stendur Landvernd fyrir gönguferð um Grændal sem er jarðhitasvæði inn af Hveragerði. Sérfróðir leið- sögumenn verða með í för en það eru þeir Björn Pálsson, fyrrum skjalavörður í Hveragerði, og Sig- urður H. Magnússon, sérfræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands. Gangan hefst á bílastæði á Jóku- tanga þaðan sem gengið er inn í Grændal yfir brú á Hengladalsá. Gangan hefst kl. 18 og er ráðgert að koma til baka um kl. 21. Ferða- langar þurfa að vera vel skóaðir og er upplagt að taka með sér nesti. Gengið um Grændal í Hveragerði STUTT Hinn 22. júní nk. leggur Ísfirðing- urinn Hávarður Tryggvason upp í hjólreiðaferð um Vestfirði til styrkt- ar Grensásdeild. Lagt verður af stað frá Ísafirði og hjólaðir vesturfirðirn- ir og komið við í flestum þorpum á leiðinni. Síðan er haldið yfir á Barða- strönd og allir suðurfirðir þræddir allt að Gilsfirði en þar er farið yfir hálsinn á Vestfjörðum yfir Steina- dalsheiði ofan í Kollafjörð. Þá er haldið til Hólmavíkur og yfir Stein- grímsfjarðarheiði niður í Ísafjarðar- djúp og sem leið liggur til baka til Ísafjarðar. Alls er leiðin um 700 km. Ferðina fer Hávarður til að fagna 50 ára afmæli sínu og til að vekja at- hygli á átakinu „Á rás fyrir Grensás“ sem er söfnunarátak sem Hollvina- samtök Grensásadeildar standa að. Markmiðið er að safna 500 milljón- um til nýrrar 1.500 fermetra við- byggingar við Grensásdeild sem hýsa mun sjúkra- og iðjuþjálfun o.fl. Hjólar til styrktar Grensásdeild Fimmtugur Hávarður Tryggvason ætlar að hjóla um Vestfirði í tilefni fimmtugsafmælisins og safna áheitum í leiðinni fyrir Grensásdeild.  Fer Vestfjarðahringinn á 7-10 dögum FA B R IK A N OSTAVEISLA FRÁ MS Gullostur Hvítmygluostur.Hvítmyglanereinnig inni í ostinum. Áhugaverður ostur með mildu bragði sem gott er að njóta í lok góðrar máltíðar. Þessi ostur er einn af flaggskipunum í ostafjölskylduni frá MS. Heilbakaður Gullostur með timjan og hvítlauk Vefjið smjörpappír utan um ostinn, pikkið átta göt ofan í ostinn og stingið ögn af timjan ásamt þunnum sneiðum af hvítlauk ofan í götin. Dreypið örlítilli ólífuolíu yfir. Pakkið ostinum aftur inn í bréfið sem var utan um hann og bakið hann í 30 mínútur við 160°C. Berið ostinn fram með grilluðu hvítlauksbrauði. Osta er hægt að bera fram með ýmsum hætti, það má t.d. borða Gullostinn með góðu ávaxtamauki, eða með hnetum og hella síðan góðu hunangi yfir eða setja í hann fyllingu úr þurrkuðum ávöxtum s.s. apríkósum og fíkjum og skreyta hann að ofan með þurrkuðum trönuberjum og hlynsírópi. Búa til litlar og fallegar ostasamlokur eða ostasnittur. Kynntu þér fleiri góðar hugmyndir og uppskriftir á heimasíðunni: www.ostur.is Ostabakki - antipasti Grillaðar paprikur, sól- eða ofn- þurrkaðir tómatar, grillað eggaldin, hráskinka og þurrkaðar pylsur. Gullostur, gráðaostur með ferskri peru, blár Kastali. Steyptur villisveppaostur skorinn út í litla hringi. Maribóostur með kúmeni. Kryddað apríkósumauk. Baguette-brauð. Uppskriftina að kryddaða apríkósu- maukinu má finna á vefnum www.ostur.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.