Morgunblaðið - 16.06.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.06.2011, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2011 Eitt lítið steingert bein hefur fengið blóð forn- leifa- og risaeðlufræðinga heimsins til að ólga í æðum þeirra. Fimm sentimetra langur stein- gerður hryggjarliður, sem fannst nýverið í Ástr- alíu hefur mikla sögu að segja um útbreiðslu risaeðla á jörðinni á sínum tíma. Hryggjarlið- urinn, sem talinn er vera 125 milljóna ára gam- all, er úr skepnu sem kölluð er spinosaurid. Eðl- an sú var ekki ósvipuð krókódíl, með langa trjónu og veiddi líklega fisk til að éta. Steingervingurinn er sá fyrsti af þessari eðlu- tegund sem finnst í Ástralíu en mjög sambæri- legur hryggjarliður hefur fundist á Bretlands- eyjum. Fundurinn í Ástralíu bendir því til þess að heimkynni risaeðla hafi ekki verið bundið við norðurhvel annars vegar og suðurhvel hins veg- ar, líkt og áður hefur verið talið. „Þessi litli hryggjarliður grefur undan við- teknum viðhorfum um útbreiðslu risaeðla,“ segir Paul Barrett, hjá Náttúrugripasafni Lundúna við BBC. Hann segir að í kjölfar fundarins í Ástralíu hafi aðrar risaeðlutegundir verið teknar til endurskoðunar. „Að teknu tilliti til allra rann- sóknargagna, þá hefur það runnið upp fyrir okk- ur að margar risaeðlutegundir sem við töldum áður aðeins hafa tilheyrt öðru hvoru jarðarhveli, voru mun útbreiddari,“ segir Barrett. Hann ítrekar þó að gögnin sem til eru um skepnurnar tvær séu nokkuð takmörkuð. Engu að síður seg- ir hann vísindamennina nokkuð vissa í sinni sök: Dýrin voru náskyld. sunna@mbl.is Tvífari breskrar risaeðlu fundinn  Steingerður hryggjarliður risaeðlu finnst í Ástralíu  Ekki áður fundist í álfunni en átti náskyldan frænda á Bretlandseyjum  Umbyltir fyrri kenningum um útbreiðslu risaeðlanna Reuters Ættingi Krókódílar eru fornar skepnur og áströlsk risaeðla var frænka þeirra. Frændur sinn í hvorri heimsálfu » Hryggjarliðurinn ástralski fannst Victoriu-ríki þar í landi. » Hryggjarliður af breskum frænda hafði áður fundist á Suður-Englandi en á þeim tíma sem risaeðlan sem liðurinn er úr var uppi var mun hlýrra á Englandi og mikil vötn víða. » Eðlan var með trjónu líkt og krókódíll og tennur sem hent- að hafa vel til fiskveiða í grunnu vatni. » Talið er líklegt að sú ástr- alska hafi haldið til í sigdal sem myndaðist er Suð- urskautslandið rak frá Ástralíu. SVIÐSLJÓS Sunna Ósk Logadóttir sunna@mbl.is Útbreiðsla Facebook á sér engin for- dæmi. Notendur skipta hundruðum milljóna en nú eru blikur á lofti. Í síð- asta mánuði fækkaði notendum í Bretlandi og Bandaríkjunum og á öðrum helstu útbreiðslusvæðum hef- ur fjöldinn staðið í stað. Því er ekki að furða að einhverjir velti fyrir sér hvort Facebook hafi náð hátindinum. Þegar Facebook leit dagsins ljós voru fáir sem gagnrýndu þennan nýja samskiptamáta. Nú má hins vegar reglulega lesa fréttir um að öryggi persónuupplýsinga sé þar ábótavant. Að auki er nú ítrekað rætt um þann tímaþjóf sem Facebook er. Mörg stór fyrirtæki hafa lokað fyrir aðgang að síðunni, enda telja þau vafasamt að dýrmætum vinnustundum sé eitt í að „pota“ í vinina, uppfæra „statusa“ og henda stafrænum kindum í félagana í leikjum á borð við Farmville. En tölurnar tala sínu máli. Í byrjun maí síðastliðins voru notendur í Bandaríkjunum 155,2 milljónir en í enda mánaðarins voru þeir orðnir 149,4 milljónir. Á sama tíma fækkaði notendum um 100 þúsund í Bretlandi. Tölurnar eru gefnar út af Facebook. Stofnandinn lærir kínversku Þó að hér sé aðeins um einn mánuð að ræða gefa tölurnar vísbendingar um að hugsanlega hafi útbreiðsla Fa- cebook náð hámarki. En ekki má gleyma að á ákveðnum svæðum heimsins eru ónumin lönd, enn er Fa- cebook ekki komin til Kína og vissu- lega er sá markaður gríðarlega stór. Komist Facebook inn fyrir Kína- múrana er víst að notendurnir kom- ast ekki aðeins í 700 milljónir, eins og nú er stefnt að, heldur jafnvel helm- ingi betur. Þess má geta að stofnandi Facebook, Mark Zuckerberger, er nú að læra mandarín, þá tungu sem flest- ir Kínverjar tala. Hefur Facebook náð hátindinum? Reuters Forstjórinn Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, er að læra kínversku.  Vísbendingar eru um að samskiptasíðan Facebook hafi náð hátindinum  Notendur týna tölunni og deilur um öryggi upplýsinga magnast  Kína er enn óplægður akur og gæti tvöfaldað notendafjöldann Háskólanemar í Níkaragva komu saman á götum úti í borginni Managva í gær til að mótmæla morði á ungum manni, Evans Ponce í síðasta mánuði. Hópur unglinga réðist að Ponce, og myrtu er þeir reyndu að stela far- símanum hans. Unglingarnir, sem voru allir undir 18 ára aldri, fengu að mati há- skólanemanna of vægan dóm en samkvæmt lögum í landinu er hámarks- refsing barna og ungmenna sex ár. Háskólanemarnir vilja að refsingar verði þyngdar yfir þeim ungmenn- um sem fremja alvarlega glæpi. Morðið á Ponce hefur vakið mikla athygli í Níkaragva og hörð viðbrögð. Reuters Vilja þyngri refsingar yfir unglingum Ein af þeim skýringum sem kann að vera á því að not- endafjöldi Facebook stendur í stað er sú að snjallsímar eru orðnir vinsælir. Vissulega er hægt að komast á Facebook í gegnum þá en þúsundir annarra forrita eru í boði. Einnig má leiða að því líkum að á helstu útbreiðslusvæðunum sé mark- aðurinn einfaldlega mettaður enda a.m.k. hálf breska þjóðin skráð á Facebook. Það sama á við í Bandaríkjunum. Snjallir símar SAMKEPPNIN Fyrrverandi stjórnarformað- ur barnasjóðs Nelsons Mandela hefur verið sýkn- aður af suðurafr- ískum dómstól af ákæru fyrir ólög- lega vörslu blóð- demanta. Mað- urinn hafði tekið við demöntunum úr hendi bresku fyrirsætunnar Naomi Campbell. Demantarnir umdeildu voru gjöf fyrrum Líberíuforseta, Charles Taylors, til Campbell, en í ljós kom síðar að þeir voru ólöglegir, svo- kallaðir blóðdemantar. sunna@mbl.is SUÐUR-AFRÍKA Sýknaður í „blóð- demanta“-máli Naomi Campbell Afganistan er versti staður á jarð- ríki fyrir konur að búa á. Lönd á borð við Indland, Kongó, Pakistan og Sómalíu eru ekki mikið skárri að teknu tilliti til ofbeldis gegn kon- um, fjölda nauðgana, gæða heil- brigðisþjónustu og fátæktar. Þetta sýnir ný rannsókn sem gerð var af Thomson Reuters-stofnuninni í til- efni þess að vefsíðan TrustLaw Woman er komin í loftið. AFGANISTAN Hvergi í heiminum verra að vera

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.