Morgunblaðið - 16.06.2011, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 16.06.2011, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ein af mörg-um eft-irtekt- arverðum vefsíðum um þessar mundir er Evrópuvaktin. Svo sem nafnið ber með sér er þar fylgst vel með þróun Evrópumála og gerð grein fyrir þróuninni þar og jafnan byggt á traustustu heimildum. Sú þróun er sett í eðlilegt samhengi við hina óvenjulegu umsókn Íslands að Evrópusambandinu, sem hefur ekki raunstuðning viðkomandi ríkisstjórnar, ekki þings og síst þjóðar. Umfjöllun Evrópuvakt- arinnar er þarft verk. Þeir sem trúa því af ákafa að fátt sé brýnna nú en að koma Íslandi inn í ESB nota engan stimpil oftar en þann um „Upp- lýsta umræðu.“ Í stimpluninni virðist felast að þeir sem séu andvígir því að Ísland gangi í ESB hafi myndað sér slíka skoðun á grundvelli þekking- arleysis um ágæti aðildar. Þeg- ar þeir sömu hafi notið hinnar upplýstu umræðu hljóti þeir að sjá ljósið. Þessi aðkoma að máli var einnig fyrirferðarmikil við atkvæðagreiðsluna um Ice- save, næst á eftir hræðslu- áróðrinum, enda átti sami hóp- urinn í hlut. Upplýstir ættu að segja Já. En svo fór að eftir því sem leið á þá umræðu át Nei upp Já með ógnarhraða. Stimp- ill frasa dugði þjóðinni stutt en staðreyndir réðu úrslitum. Þungur áróður „hinna upp- lýstu“ virtist mundu tryggja uppgjöf og und- anlátssemi sigur, en tíminn reyndist nægur til að staðreyndirnar næðu í gegn og Nei vann með yfirburðum. En eins og Icesave-málin sýndu og nú Evrópumálin eru það hand- hafar hinnar „upplýstu um- ræðu“ sem pukra með mál sem vinna á opið og í augsýn þjóðar. Höfð eru endaskipti á þekktum hugtökum og ekki einu sinni hálf saga sögð. Þess vegna er vettvangur eins og Evr- ópuvaktin ómetanlegur. Þar birtist í gær fróðlegur pistill sem sýnir glöggt það uppnám sem ríkir í Evrópu um þessar mundir. „Þar er allt á öðrum endanum vegna Grikk- lands. Þjóðverjar rífast við Seðlabanka Evrópu. Frakkar standa með seðlabankanum í deilum hans við Þjóðverja. Fjármálaráðherrar evruríkj- anna funduðu í Brussel fram á kvöld í gær og náðu engu sam- komulagi.“ Þeir sem vilja í raun verða upplýstir um þróun mála í Evrópu og framgöngu íslenskrar stjórnvalda í aðlög- unarviðræðum ættu að fylgjast grannt með Evrópuvaktinni, hver svo sem afstaða þeirra til veru Íslands innan eða utan ESB er um þessar mundir. Pukrarar og felu- leiksmenn geta ekki verið í forsvari upp- lýstrar umræðu} Vökul augu Gríðarlegursamdráttur hefur orðið í bíla- umferð á landinu það sem af er þessu ári. Minni bílaum- ferð í ár þarf ekki að koma á óvart því að samdrátturinn var byrjaður í fyrra. Tíminn til að bregðast við hefur því verið nægur. Og það er ekki eins og um þessi mál hafi ekki verið rætt. Fyrir utan fjölda frétta um minnk- andi umferð og áhyggjur af henni hefur töluvert verið fjallað um helstu orsakir henn- ar, þ.e. hækkandi eldsneyt- isverð. Málið var til umræðu á Al- þingi í febrúar síðastliðnum þegar beint var fyrirspurn til fjármálaráðherra um hvort og þá hvernig ríkið hefði hugsað sér að bregðast við vandanum. Ráðherra sagði þá að hann teldi „að sjálfsögðu að við þurf- um að taka þessa stöðu alvar- lega“. Af þessum sökum hygð- ist hann leggja til í ríkisstjórn að skipaður yrði starfshópur fjögurra ráðuneyta „til að fara yfir þessi mál í heild sinni“. Síðan hefur ekk- ert gerst, en aðeins verið vísað til þess að starfshópurinn sé að störfum og beðið sé tíðinda þaðan. Með því er látið eins og um flókið mál sé að ræða en ekki ein- falda ákvörðun um að lækka álögur ríkisins og draga þannig úr ávinningi þess af hækkun heimsmarkaðsverðs. Starfshópurinn er sjálfsagt enn að „fara yfir þessi mál í heild sinni“ og ráðherrann er líklega enn að velta því fyrir sér hvort hann geti sloppið frá því að bregðast við. Á meðan aka bíleigendur minna og af- leiðingin er að minna er að gera hjá innlendri ferðaþjónustu. Ríkisstjórnin hefði fyrir mörgum mánuðum átt að bregðast við og lækka álögur á eldsneyti til að reyna að koma í veg fyrir það ástand sem nú hefur skapast. Enn er þó ekki of seint að grípa til aðgerða og stuðla að því að fólk geti notið sumarleyfisins innanlands, en ríkisstjórnin mætti hafa í huga að sumarið er stutt á Íslandi. Fjármálaráðherra bíður enn nið- urstöðu nefndar í stað þess að lækka eldsneytisverðið} Biðin langa eftir aðgerðum R efsiglatt samfélag getur aldrei verið af hinu góða. Í slíku sam- félagi gleymist mennskan og stöðug hætta er á því að mistök séu flokkuð sem stórglæpur. Maðurinn sem gerði mistök er þá leiddur fram eins og glæpamaður. Sök hans á að vera öllum ljós og ekki nægir að hann iðrist og við- urkenni mistök sín, það þarf að refsa honum. Til dæmis með embættismissi og ef það er ekki hægt þá með ærumissi. Það er ekkert eftirsóknarvert við þessa harðneskjulegu þjóðfélagsgerð þar sem mis- tök eru afgreidd eins og glæpur. Það skrýtna er að þótt fæstir kjósi örugglega að lifa í slíku umhverfi er verið að skapa þessa umgjörð í ís- lenskum samtíma okkar. Þar fara framarlega refsiglaðir fjölmiðlar sem eru stöðugt í leit að uppsláttarfréttum. Öllu umburðarlyndi er vikið til hliðar, enda er það flokkað sem ómerkilegt væmnishjal, töff- araskapurinn skal ríkja og dæma skal í málum sem allra fyrst, samkvæmt lögmálum dómstóls götunnar. Karl Sigurbjörnsson biskup hefur átt í vök að verjast vegna biskupsmálsins svonefnda. Allt það mál er mikil sorgarsaga þeirra kvenna sem fyrir mörgum árum urðu fórnarlömb Ólafs Skúlasonar biskups. Þær hafa rétt á því að vera reiðar og það er fjarska auðvelt að reiðast fyrir þeirra hönd. En það verður líka að gæta sanngirni og það hefur ekki verið gert varðandi þátt Karls Sig- urbjörnssonar. Á sínum tíma var Karl kallaður til að leita sátta í biskupsmálinu án árangurs, enda erfitt að ná sátt í málum þar sem orð stendur gegn orði og Ólafur neitaði öllum ásökunum. Karl hefur viðurkennt að hafa gert mistök, en jafn- víst er að á þeim tíma sem hann kom að mál- um taldi hann sig vera að vinna af heilindum. Hér er á ferðinni alkunn saga af því að menn gera það sem þeir telja rétt á einum tíma, en sjá allnokkrum árum síðar að réttara hefði verið að bregðast við á annan hátt. Þessar að- stæður þekkja svo að segja allir. Menn eiga ekki að tala eins og Karl Sig- urbjörnsson hafi framið glæp. Hann er alls ekki sakamaður í málinu. Hann gerði hins vegar mistök. Sumum finnst örugglega erfitt að sýna því skilning, enda er fátt auðveldara en að dæma aðra hart. Það þarf ekkert fyrir því að hafa, fólk opnar bara munninn og æpir. Í hinni frumlegu bók Lísu í Undralandi þeysti hjarta- drottningin um sögusviðið, benti á hvern þann sem hún mætti og æpti í skrækjandi skipunartón að hermönnum sínum: „Hálshöggvið hann!“ Þeir sem hjartadrottningin vildi taka af lífi höfðu ekkert af sér gert, annað en það að verða á vegi hennar. Hávaðamenn samtímans eru farnir að haga sér eins og hin miskunnarlausa hjartadrottning. Þeir benta í allar áttir og æpa: Glæpur! að þeim sem hafa gert mistök. Það er ekki í tísku þessa dagana að muna að mistök eru mannleg. En þau eru það nú samt. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Hjartadrottningin snýr aftur STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is Samningur Umhverfisstofnunar (UST) og Mýrdalshrepps um að sveitarfélagið annist umsjón og rekstur friðlandsins í Dyrhólaey bíð- ur staðfestingar umhverfisráðherra. Gera á verndaráætlun fyrir svæðið með aðkomu allra hagsmunaaðila. Ágreiningur um aðgang að Dyr- hólaey hefur verið í fréttum. Nokkrir menn fjarlægðu skilti, umferðar- merki og hindrun sem sett hafði verið til að loka leiðinni að Dyrhólaey á föstudag. UST sendi starfsmann til að loka aftur leiðinni. Á sunnudag keyrði um þverbak en þá var stjakað við starfsmanni UST og skilti og staurar rifin niður. Einnig var ekið óvarlega hjá starfsmönnum UST. Lögreglan var kölluð til. Þorsteinn Gunnarsson, ábúandi á Vatnsdalshólum og talsmaður ábú- enda í Dyrhólahverfi, sakaði Um- hverfisstofnun m.a. um aðgerðarleysi og vanrækslu í tilkynningu sem hann sendi frá sér. Ásökunum vísað á bug Kristín Linda Árnadóttir, for- stjóri Umhverfisstofnunar, kvaðst hafna alfarið ásökunum um aðgerð- arleysi UST. „Við gerðum fátt annað um síðustu helgi en að setja upp skilti og lokanir. Starfsfólk okkar lagði mikið á sig til þess að reyna að stöðva þessi lögbrot,“ sagði Kristín Linda. Hún benti á stofnunin hefði ekki lög- regluvald og það væri ekki hlutverk starfsfólks UST að beita slíku valdi. En hvernig lítur hún á það að stjakað var við starfsfólki UST og ekið óvar- lega hjá því þar sem það var við störf? „Ég lít það mjög alvarlegum augum. Það er ótrúlegt að svona sé gert við starfsmann sem er að reyna að sinna sínu starfi,“ sagði Kristín. Hún sagði að verið væri að ganga frá formlegri kæru vegna málsins og benti á að lögregla hefði verið kölluð til vegna þessara atvika. Deilur um aðgang að Dyrhólaey hafa staðið áratugum saman. Um- hverfisstofnun hefur tekið ákvarðanir um lokanir á vorin vegna fuglafrið- unar. Ábúendur í Dyrhólahverfi hafa viljað hindra aðgang yfir varptímann og notið stuðnings friðlýsingar. Þeir sem annast ferðaþjónustu hafa viljað fá aðgang að eynni á sama tíma. Sveitarstjóri Mýdalshrepps, Ásgeir Magnússon, sendi út tilkynningu 12. júní sl. og lýsti m.a. yfir stuðningi sveitarstjórnar við sjónarmið ferða- þjónustunnar. Kristín Linda sagði sáttaumleit- anir um Dyrhólaey hafi verið langt komnar seinnipart síðustu viku og þá ríkti bjartsýni á framhaldið. Hún sagði að í fyrsta skipti hefði verið búið að fá landvörð til að sinna svæðinu, með aðkomu sveitarfélagsins. Frið- landið Dyrhólaey hefur verið á rauð- um lista, sem þýðir að fara þarf í framkvæmdir til viðhalda vernd- argildi. „Nú vorum við búin að fá fjár- magn í það. Jafnframt lá fyrir að Vegagerðin ætlaði að laga veginn. Fyrir síðustu helgi vorum við því von- góð um að loksins næðist sátt og frið- ur um þetta svæði og að við færum í nauðsynlegar framkvæmdir. Það er alveg ljóst að svona hegðun, brot á náttúruverndarlögum og reglum um svæðið, getur sett þessi áform í uppnám,“ sagði Kristín Linda. Stofnunin hefur fengið fuglafræðing til að leggja mat á fuglalífið í Dyrhóla- ey. Kristín Linda sagði það hafa verið lið í ákvarð- anatöku um hvort loka bæri eyjunni til verndar fuglalífi eða opna hana að hluta eða að öllu leyti. Nú er Háey Dyrhólaeyjar opin ferðamönnum. Hillir undir sættir í deilu um Dyrhólaey Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Lokað Umhverfisstofnun hefur lokað fyrir aðgang að Dyrhólaey um varp- tíma fugla. Ferðaþjónustan hefur viljað fá rýmri aðgang að eynni. Dyrhólaey friðlýst 1978 ÓHEIMILT ER AÐ TRUFLA DÝRALÍF Í DYRHÓLAEY Dyrhólaey var friðlýst með aug- lýsingu í Stjórnartíðindum 2. febrúar 1978. Þar segir m.a. að óheimilt sé „að skaða eða trufla dýralíf á hinu friðlýsta svæði. Hefð- bundnar nytjar bænda í Dyrhóla- hreppi á æðarvarpi, fýl og lunda fá þó að haldast svo sem verið hefur.“ Þá segir m.a. 4. grein að Um- hverfisstofnun geti takmarkað ferðir í Dyrhólaey á tímabilinu 1. maí til 25. júní. Þá kemur fram í auglýsingunni að til að fá undanþágu frá regl- unum þurfi leyfi Um- hverfisstofnunar eða þess sem fer með um- boð stofnunarinnar. Einnig segir þar: „Um viðurlög vegna brota á reglum þessum fer eftir ákvæðum náttúruvernd- arlaga.“Kristín Linda Árnadóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.