Morgunblaðið - 16.06.2011, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 16.06.2011, Qupperneq 17
17 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2011 Stuð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir slíðruðu sverðin og slógu á létta strengi á síðasta þingfundi sumarsins, sem var í gær. Þá var minningarfundur á Alþingi í til- efni af 200 ára fæðingarafmæli Jóns Sigurðssonar forseta 17. júní 2011 og samþykkt tillaga til þingsályktunar um stofnun prófessorsstöðu við Háskóla Íslands tengdrar nafni Jóns Sigurðssonar. Eggert Oft fá andstæðingar ESB- aðildar að heyra þá ómerkilegu áróðursklisju að þeir séu á móti alþjóðlegri samvinnu og vilji einangra Ísland. Ég þekki þó engan sem gerir sér ekki ljóst að við þurfum áfram að eiga fjölbreytt viðskiptaleg og stjórnmálaleg samskipti við aðrar þjóðir. Það breytist ekki þótt við stöndum utan við ESB. Aftur á móti er hætt við að smáþjóðir sem ganga í ESB og lenda innan tollmúra ESB ein- angri sig smám saman frá ríkjum sem standa utan ESB enda eru þær tilneyddar við inngöngu að hækka tolla á ýmsum vörum sem þær flytja inn frá Asíu-, Afríku- og Ameríkuríkjum. Sykur er tollfrjáls í innflutningi og er ágætt dæmi um það sem myndi hækka mjög í verði vegna verndartolla ESB. Tollar á innfluttum vörum frá ESB myndu hins vegar lækka í undantekningartilvikum, enda eru þeir nú þegar engir á öðrum vörum en þeim sem íslenskir bændur framleiða. Á sínum tíma hefðu Íslendingar vafalaust átt þess kost að ganga í Bandaríkin, Stóra- Bretland eða Þýska sambandsríkið úr því að þeir vildu ekki vera áfram undir danskri stjórn. En þeir kusu sjálfstæði. Ástæðan var ekki sú að þeir væru einangrunarsinnar eða óforbetranlegir þjóðernissinnar heldur vegna hins að þeir töldu miklu skyn- samlegra að ráða málum sínum sjálfir og vildu ekki láta stjórna sér úr mörg þúsund kílómetra fjarlægð af embættismönnum sem lítið þekktu til aðstæðna hér á landi eða þarfa landsmanna. Leiðtogar Íslendinga voru sjálfstæðissinnar, ekki einangr- unarsinnar. Kjarni sjálfstæðisbaráttunnar var einfald- lega að færa völdin frá meginlandi Evrópu til Íslands. Efnahagslega var það bæði nauðsynlegt og skynsamlegt. Með sömu rökum er mikill meiri hluti Íslendinga and- vígur því að færa völdin aftur út úr landinu til Brussel, meðal annars yfirráðin yfir fisk- veiðum umhverfis landið. Þeim er ljóst að það væri beinlínis efnahagslegt glapræði en jafn- framt mikil afturför fyrir lýð- ræði í landinu. Áhugamenn um ESB-aðild verða að átta sig á því til fulls að ESB er ekki lengur sam- vinnuvettvangur sjálfstæðra ríkja heldur vísir að stórríki. Seinustu sex áratugi hefur ESB þróast hratt og fengið öll helstu einkenni nýs stórríkis sem stjórnað er af forseta og ríkisstjórn, þingi og æðsta dómstól, hefur sameiginlega utanríkisstefnu og fiskveiðilögsögu, landamæraeftirlit, stjórnarskrá, fána og þjóðsöng og stefnir að einum gjaldmiðli. Ekkert bendir til þess að sú samrunaþróun sé á enda runnin. Meginmarkmiðið með framsali aðild- arríkjanna á mikilvægustu þáttum fullveldis síns til miðstjórnarvaldsins í Brussel er að byggja upp nýtt risaveldi sem þjónar innri þörfum ESB og þeim hagsmunum sem þar eru helst ráðandi. Réttarstaða aðildarríkj- anna mun smám saman verða hliðstæð fylkjum Bandaríkjanna sem vissulega hafa sjálfstjórn í nokkrum málum en lúta sterku alríkisvaldi og eru langt frá því að vera sjálfstæð. Að endingu leyfi ég mér að benda les- endum á nýja vefsíðu, sem ber nafnið Vinstrivaktin gegn ESB, vinstrivakt- in.blog.is., en þar er margar greinar að finna um þessi mál. Eftir Ragnar Arnalds »Kjarni sjálfstæðis- baráttunnar var einfald- lega að færa völdin frá meg- inlandi Evrópu til Íslands. Efnahagslega var það bæði nauðsynlegt og skynsamlegt. Ragnar Arnalds Höfundur er rithöfundur og fyrrv. alþingismaður. Um sjálfstæðissinna og einangrunarsinna Nú í þinglok var frumvarp okkar framsóknarmanna um brottfall laga nr. 96/2009 – Ice- save I samþykkt. Hægt er að fullyrða að sjaldan hafi stjórn- arandstöðuflokkur náð slíkum árangri í þingstörfum. Þegar frumvarpið kom fram áttuðu þingmenn sig á mikilvægi frum- varpsins og ekki var reynt að ráði að leggja stein í götu máls- ins. Er hér um að ræða hina „glæsilegu niðurstöðu“ eins og Steingrímur J. Sigfússon nefndi samning þeirra Svavars Gestssonar og Indriða Þorláks- sonar við Breta og Hollendinga. Þetta er samningurinn sem Svavar nennti ekki að hafa lengur hangandi yfir höfði sér. Frumvarpið var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum og hefur Svavari því orð- ið að ósk sinni. Nú eru lögin afmáð úr lagasafni Alþingis og hanga því ekki lengur yfir höfði hans né landsmanna. Forsaga málsins var að til stóð að fella þessi lög brott með lögunum sem felld voru úr gildi í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni 9. apríl sl. en af því varð ekki vegna nið- urstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Sam- kvæmt lögfræðilegum skilningi voru því lög nr. 96/2009 í gildi og benti ég á í framsöguræðu minni um frumvarpið að í lögunum voru afar mörg og íþyngjandi vanefndatilvik og gætu Bretar og Hollendingar hæglega borið fyrir sig forsendubresti væru lögin í gildi. Bretar og Hollendingar höfnuðu fyrirvörum þeim sem settir voru í lögin aldrei formlega og samn- ingaréttur í lagakerfi því sem gildir í Bretlandi (Common Law) er afar sterkur. Lögin lutu breskri lögsögu og breskir dómstólar áttu að dæma í þeim málum sem af samningum kunnu að rísa. Er það einsdæmi að dómsvald væri „selt“ úr landi eins og gert var í samningi þess- um, sem sýnir fullkomið þekkingarleysi samn- ingamannanna. Í lögunum voru einnig mjög íþyngjandi vanefndatilvik fyrir Íslendinga og friðhelgisréttur þjóðarinnar var einnig fyrir borð borinn. Að mínu mati er það og einsdæmi í samningum sem gerðir hafa verið í nafni ís- lenska ríkisins. Það var því í ljósi þjóðarhags- muna að þetta frumvarp var lagt fram því Hæstiréttur hefur ekki enn dæmt gildi neyðarlaganna sem skera úr um hvort innistæður séu forgangskröfur eður ei. Haldi neyðarlögin ekki breytist Icesave- „skuldin“ í almennar kröfur og þá hefði virkjast sú ríkisábyrgð sem fjármálaráðherra hafði undirritað í samningunum upp á rúmlega 700 milljarða. Nú eru þessi mál komin fyrir vind með brottfalli laganna – en eftir stendur spurningin hví fjármálaráðherra lagði höfuð sitt að veði í þrígang með að velta þessum byrðum yfir á íslenska skattgreið- endur. Þingmenn Framsóknarflokksins stóðu með landsmönnum alla leið í þessu ömurlega máli og við bundum lokahnútinn á það mál með að fá frumvarpið samþykkt. Nú er Svavarssamn- ingurinn úr sögunni og þeir þingmenn sem töldu að hér færi allt í kalda kol yrði hann ekki samþykktur greiddu atkvæði með að hann yrði felldur úr gildi. Já, það er skrýtin staða sem stjórnarliðið komst í fyrir liðna helgi. Stundum er „glæsileg niðurstaða“ greinilega svo góð að henni verði að gleyma með nýrri lagasetningu sem á m.a.s. upptök sín hjá þeim flokki sem gagnrýndur var hvað mest í málinu fyrir böl- móð og svartsýni. Þetta mál sýnir að þing- menn verða að trúa á sjálfa sig, hafa þor og kjark til að takast á við viðfangsefnin, synda á móti straumnum – og fyrst og fremst að gefast ekki upp fyrir spunameisturum ríkisstjórn- arflokkanna sem hafa það eitt á stefnuskrá sinni að rægja andstæðinginn. Ég óska Íslend- ingum til hamingju með þessi málalok. Eftir Vigdísi Hauksdóttur »Er hér um að ræða hina „glæsilegu niðurstöðu“ eins og Steingrímur nefndi samn- ing þeirra Svavars og Indriða við Breta og Hollendinga. Vigdís Hauksdóttir Höfundur er lögfræðingur og þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík. Brottfall glæsilegrar niðurstöðu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.