Morgunblaðið - 16.06.2011, Side 18

Morgunblaðið - 16.06.2011, Side 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2011 Fréttir af trúar- bragðadeilum innan Háskóla Íslands vekja minningar um deilur vegna Kóranskóla víða um heim. Tengingin er óþægileg og minnir á að flísin í auga náungans er oftast bjálkinn í okkar eigin auga. Að loknum fyrri Flóabardaga árið 1991 bauð Danadrottning herforingjanum Norman Schwarzkopf til te- drykkju. Að drykkju lokinni sagði Schwarzkopf að hann hefði skynjað fylgd æðri máttarvalda í eyðimerkurstorminum í Írak. Í sömu vikunni var Nelson Man- dela, nýlega laus úr 27 ára fangavist, í heimsókn í Kaup- mannahöfn. Mandela var hvorki boðið til áheyrnar né tedrykkju hjá hirðinni. Krossfarar hafa alltaf skipað hærri sess í okkar menningarheimi en menn sátta og fyrirgefningar. Tvískinnungur okkar birtist skýrt í því hvaða hugtök við not- um. Öfgamenn eða andófsmenn, andspyrnumenn eða hryðju- verkamenn, dauðasveitir eða ör- yggissveitir, innrásarlið eða frelsissveitir, allt fer þetta eftir sjónarhorni þess sem segir frá. Að fella eða myrða Frá blautu barnsbeini höfum við fylgst með fréttum af mann- falli í Palestínu og Ísrael. Lengi vel tíðkaðist hugtakanotkun með sterkum blæbrigðamun. Að myrða, annars vegar og að fella, hinsvegar. Dæmigerð fyrirsögn var; Ísraelskar hersveitir felldu 12 öfgamenn á Gazasvæðinu. Undirfyrirsögn sagði að reynt hefði verið að myrða 18 ára ísr- aelskan hermann. Í meginmáli fréttar mátti síðan lesa að hóp- urinn samanstóð af börnum og unglingum á aldrinum 4 til 16 ára, vopnuðum múrbrotum og steinvölum. Þessi framsetning frétta heyr- ir sögunni til. Börnin og ung- lingarnir voru drepin eftir grjót- kast þeirra gegn flokki þungvopnaðra hermanna í fylgd bryndreka. Það hefur tekið fjöl- miðla um 60 ár að opna fleiri hliðar þessa lengsta umsáturs mannkynssögunnar. Zionismi, nasismi og helförin Um 1880 hafði hebreskan ver- ið endursköpuð sem lifandi tal- mál af Ben-Yehuda eftir um 2.000 ára þögn. Hugmyndin um þjóðarheimili fólks af gyðingtrú tók á sig fasta mynd með útgáfu bókarinnar, Der Judenstaat, eft- ir blaðamanninn Theodor Herzl árið 1896. Theodor Herzl var þjóðernissinni sem fann ekki samleið með austurrískum fé- lögum sínum í Vínarborg. Það er kaldhæðnislegt að ræt- ur zionismans og nasismans liggja á sömu slóðum í tíma og rúmi. Stefna zionistanna var sett á Palestínu. Markmiðið var að safna þar saman fólki gyð- ingtrúar frá öllum heims- hornum. Skipulagðir fólksflutn- ingar til Palestínu hófust í kjölfarið. Helför Þýskalands nasismans, með austurrískan póstkortamál- ara Vínarborgar í fylking- arbrjósti, kostaði yfir sex millj- ónir Evrópubúa af gyðingtrú lífið. Þeir sem ekki fóru til Pal- estínu lentu í erfðafræðilega taktfastri útrýmingarvélinni. Við Íslendingar spiluðum með og rákum þýska gyðingtrúar flóttamenn frá Íslandi. Þeir fengu lokavist í Bergen-Belsen. Hver var tilgang- urinn? Hvert var meðalið? Pólitísk rétthugsun leyfir hvoruga spurn- inguna. Ályktun 181 og hamfarirnar Hinn 29. nóv- ember 1947 sam- þykktu Sameinuðu þjóðirnar ályktun númer 181 um skiptingu Palest- ínu í tvö ríki utan Jerúsalem sem skildi lúta alþjóðlegri stjórn. Vandinn er enn í dag sá að þarna var fyrir fólk sem var hrakið á brott. Eftirlifendur og afkomendur þeirra telja sig einnig eiga rétt til að lifa á þessu landsvæði. Á okkur Íslendingum hvílir söguleg skylda. Fulltrúi okkar nýstofnaða lýðveldis, Thor Thors, lék lykilhlutverk í að- draganda samþykktar ályktunar SÞ, númer 181 um tvískiptingu Palestínu. Öll nágrannalöndin ásamt Palestínumönnum lögðust gegn ályktuninni og lögðu til að að stofnað yrði sameiginlegt ríki óháð trúarskiptingu. Formaður sáttanefndar SÞ, Dr. Evatt og varaformaðurinn P.S. Svastivat, létu sig báðir hverfa af vettvangi þingsins. Á ögurstundu féll það í skaut ritara nefndarinnar Thor Thors fulltrúa minnsta ríkis SÞ að mæla fyrir niðurstöðu í Pal- estínumálinu. Söguleg ábyrgð Íslendinga Nú sextíu og fjórum árum síð- ar virðist umheimurinn loks sjá að umsátrinu verður að ljúka. Hamfarirnar sem fólkið í Palest- ínu má þola á hverjum degi ár eftir ár, áratugum saman er smán alþjóðasamfélagsins. Blóð- bað ísraelska herveldisins á her- teknu svæðunum er vanhelgun á minningu þeirra sex milljóna einstaklinga sem myrtir voru í helförinni. Í september rennur upp ögur- stund og í ljósi sögunnar er rödd Íslands mikilvæg. Það væri sjálfsagt skref og rökrétt að Ís- land yrði fyrst vestrænna ríkja til að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Slíkt skref yrði stórt fyrir staðfasta þjóð. Stjórnarskrá og trúfrelsi Sagan hefur kennt okkur að göróttustu kokkteilar mann- kynssögunnar verða til þegar trúarbrögðum, þjóðrembu og hjávísindum er blandað saman við stjórnmál. Eitt stærsta framfaraskrefið sem við sjálf gætum stigið væri það að taka hér upp fullt trúfrelsi án sér- stakrar aðgreiningar þjóðkirkju við endurskoðun stjórnarskrár. Ein meginforsenda frið- samlegs samfélags, hvort sem er í Ísrael eða í Palestínu, á Íslandi eða í Íran, er sú að allir fái að iðka sína trú eða trúleysi í friði. Til þess að svo megi vera þurfa allir að standa jafnir að lögum. Helförin og ham- farir Palestínu Eftir Jón Guðmundsson » Sagan hefur kennt okkur að görótt- ustu kokkteilar mann- kynssögunnar verða til þegar trúarbrögð- um, þjóðrembu og hjávísindum er bland- að saman við stjórn- mál. Jón Guðmundsson Höfundur er arkitekt. Umsögn þín um fégráðugar, athygl- issjúkar konur sem þú setur í samhengi við meinta þolendur Ólafs Skúlasonar biskups, er hvatinn að þessu bréfi til þín. Þú segir í bréfi þínu til rannsókn- arnefndar kirkjuþings að það sé vel „þekkt staðreynd“ að stundum ljúgi konur til um kyn- ferðisofbeldi. Þessa „vel þekktu stað- reynd“ segist þú hafa lesið „einhvers staðar“ og lætur það fylgja með að konur kæri karlmenn ranglega í þeim tilgangi að hefna sín, komast í sviðsljósið, af öfund og von um pen- inga svo eitthvað sé nefnt af því sem þú taldir upp. Ég hef legið yfir rannsóknum í kynferðisofbeldi í mörg ár. Rann- sóknir sýna að upplognar kærur í slíkum málum eru svipaðar og í öðr- um brotaflokkum; eða að 1-2% kæra eru falskar. Staðhæfing þín að það sé „þekkt staðreynd“ að konur ljúgi stundum um ofbeldi eiga sér því enga stoð í veruleikanum. Hins veg- ar er sú fullyrðing þín um konur sem kæra að ósekju, þekkt goðsögn um kynferðisofbeldi. Svo við rifjum aðeins upp trúarbragðafræðina frá námsárum guðfræðinnar þá er yf- irleitt tilgangur goðsagna að gefa ákveðnu fyrirbæri merkingu með það að markmiði að búa til mynd af veruleikanum sem breiðir í raun yfir hann. Oftast tengjast goðsagnir ein- hverju valdi og eru bún- ar til í þágu valds til þess að viðhalda því. Ráðandi valdaöfl reyna því að láta sína goðsögn öðlast hljómgrunn til þess að réttlæta forrétt- indi sín svo að þau geti notið þeirra án sam- viskubits. Goðsögnin um að þol- endur ljúgi til um kyn- ferðisofbeldi er einhver lífseigasta mýtan og sú sem fælir flesta þol- endur frá því að kæra. Skoðum árið 2009 þá leituðu tæplega 300 konur til Neyðarmóttöku nauðg- ana og á Stígamót. Á því ári var dæmt í 7 nauðgunarmálum. Heldur þú að allar hinar konurnar hafi verið að ljúga? Fæstar konur kæra, vegna þess að við búum við réttarkerfi sem gerir þolendur kynferðisofbeldis tor- tryggilega. Fjölmargir í samfélagi okkar nærast auk þess á þessum goðsögnum um illa innrættar konur sem vilja klekkja á saklausum körl- um. Fyrir augnabliks frægð og möguleika á peningum (bætur sem ná varla lágmarks atvinnuleys- isbótum, ef svo heppilega vildi til að hún væri ein þeirra örfáu sem fá málið tekið fyrir dómi og þar að auki sakfellt í málinu) er lygakvendið tilbúið að fara í ítarlega líkamsrann- sókn, ítrekaðar yfirheyrslur, upplifa tortryggni samfélagsins, jafnvel flótta frá landinu og átt á hættu að verða úthrópuð lygakvendi ef hún vogar sér að opinbera reynslu sína. Samfélagið á fullt af varðhundum sem standa vörð í kringum ofbeldis- manninn. Að taka afstöðu með ger- andanum krefst nefnilega einskis. Gerandinn vill aðgerðarleysi … að ekkert sé gert, svo að hann geti haldið iðju sinni áfram. Að taka af- stöðu með þolanda krefst aðgerða, sársauka og umskipta á ríkjandi hefðum. Þess vegna eru varð- hundarnir margir og fara mikinn, þeir standa tryggilega vörð um vald sitt og eru tilbúnir að vitna í illa ígrundaðar „staðreyndir“ sem þeir lásu „einhvers staðar“ og slengja þeim fram sem rökstuddri þekkingu. Á meðan kynferðisofbeldi liggur í legi þagnar og klisjukenndra for- dóma búum við til kjörinn farveg fyrir gerendur að athafna sig. Ég ætla ekki að ásaka þig um að vera einn af varðhundunum, þrátt fyrir að bréf þitt bendi eindregið til þess. Ég býst við að ummæli þín byggist á fá- fræði og vanþekkingu á kynferðisof- beldi og því er auðvelt að breyta með því að afla sér þekkingar. Ef þú telur þig vita betur verð ég að telja að einhver önnur öfl en fáfræði liggi að baki ummælum þínum og að þau séu óvinveitt þolendum kynferðisof- beldis. Opið bréf til Arnar Friðrikssonar, fyrrverandi prófasts á Skútustöðum Eftir Önnu Bentínu Hermansen Anna Bentína Hermansen » Staðhæfing þín að það sé „þekkt staðreynd“ að konur ljúgi stundum um ofbeldi eiga sér því enga stoð í veruleikanum. Höfundur er kynjafræðingur og með BA-próf í guðfræði. Mér finnst alltaf skrýt- ið hvað börnum leiðist í skólanum. Skólinn á að vera tilhlökkunarefni hvers nemanda, vinnu- staður sem gleður þau og þá sem leiðbeina þar. Skóli á að næra fólk, bæði andlega og líkamlega. Ekki vera staður sem hryllir börn og þurrkar upp allan sköpunarmátt þeirra og einstaklingseðli. Kennarar þurfa einnig á meiri sköpun að halda, til að líða vel í starfi. Ungir nemendur eru einstaklingar sem þurfa að fá að vera uppfinninga- samir og undirbúa sig fyrir endalausa möguleika í framtíð. Þau eiga að þekkja tilfinningar sínar, hið góða afl innra með sér og finna hvaða einstaka hæfi- leika þau bera. Við eigum að vekja þau en ekki svæfa. Þau eiga öll að fá stuðn- ing til þess innan skólakerfisins. Nemendur ættu í raun alltaf að vera á sjálfsræktarnámskeiði í skólanum, alla daga, það myndi líka vísa þeim ann- að en á glötunarveg vímuefnanna, þar sem þau sefa óhamingju sína. Mörg menningarsamfélög eru í dag að breyta skólakerfi sínu til að mæta aukinni tækniþekkingu almennings en það gleymist að setja meira fé í skap- andi listir innan veggja skólans. Það fyrsta sem skorið er af í skólastarfi eru einmitt list- og verkgreinar en þetta eru oft einu greinarnar sem nemendur hafa unun af. Þarna geta kraftaverkin gerst. Þessar námsgreinar hjálpa þeim að kynnast sjálfum sér betur, styrk- leikum sínum og veikleikum. Til að nemendur hafi áhuga, þarf námið að tala beint til þeirra og við þau. Námið verður helst að snerta við sálinni, svo einfalt er það. Nýr heimur Ný veröld er að fæðast, það er bara spurning hvenær hún tekur yfir. Við sjáum þetta allt í kringum okkur. Nátt- úran öskrar á breytingar, td. hug- arfarsbreytingar gagn- vart jörðinni sjálfri. Hún sýnir það helst með brjál- uðum vindum, eldgosi og jarðskjálftum. Hnignun og úrelding fyrri hug- mynda á sér stað út um allt, ekkert er öruggt lengur. Við verðum að hlusta. Gamli heimurinn er að deyja. Fyrri hugmyndir og heimur, sem hélt utan um örfáa menn, er höfðu aðgang að völdum, sá heimur er í dauðateygjunum. Nú eiga allir að hafa aðgang að völdum, uppbyggilegum völdum. Almenningur vill ekki meir og rís upp gegn óréttlæti alls staðar. Það er í raun allt á suðupunkti um alla jörð. Því fyrr sem við hleypum inn nýju sam- félagi, samfélagi réttlætis, frelsis og samvinnu í stað samkeppni og hafta, þá fáum við að sjá fallegri veröld. Við verð- um að horfast í augu við það. Því fyrr sem við hlustum inn á við, á rödd rétt- lætisins og hættum að næra óttann, þá opnast ný töfraveröld og náttúran verð- ur með okkur í liði. Í nýrri veröld má tala um tilfinningar án þess að það sé dæmt tilfinningasemi eða væmni. Þar megum við vera einlæg og líka barnslega einföld, með fallegt hjartalag. Falleg veröld þar sem fólk má vera næmt og því hjálpað til að skilja og þjálfa þá hæfileika betur. Veröld þar sem litróf fjölbreytileikans má dafna. Veröld kærleikans er loksins að fæðast. Börnin sem eru að fæðast núna geta vísað okkur veginn ef við hlustum betur á þau, hvað þau hafa við okkur að segja. Börn geta kennt okkur svo margt. Þau eru fulltrúar nýja heimsins, þau eru boð- berar hins nýja afls. Er gleði rétta leiðin til náms? Ef við færum að vinna meira með skapandi listir í skólum, þá myndum við sjá miklu betri skóla og mun þægilegri nemendur, sem hlakka til að mæta í skólann. Lesblind, ofvirk og vanvirk börn njóta sín mun meira í skapandi starfi en sitj- andi á stól, dofin af lyfjum eða vansæl með neikvæða sjálfsmynd sína. Hættum að deyfa börnin og hæfileika þeirra! Förum að horfa á þau og hlusta betur á þau. Vekjum þau! Breytum skólakerfinu svo það passi fyrir skapandi einstaklinga, sem eru án lyfja. Setjum frekar skólakerfið á lyf og hjálpum því að breytast, svo það skapi litríka frjálst hugsandi einstaklinga. Höfum meira gaman alls staðar! Við eigum ekki að svæfa hæfileika barna heldur að vekja þau í skólunum, fá þau til að hugsa, velta fyrir sér og hug- leiða. Leyfum þeim að nýta kraftinn sinn á leiksviði, í söng, myndlist, hreyfingu og dansi. Sumir þurfa líka hreinlega að fá að vera í öguðum bardagaíþróttum til að læra að hemja kraftinn sinn og fá út- rás á náttúrulegan hátt. Þetta er allt kraftur sem einstaklingurinn getur lært að virkja og stjórna. Það þurfa allir að læra að þekkja sjálfan sig, hæfni sína og hæfileika og hvað sé það besta við okkur sem manneskjur. Hví ekki að nota tím- ann til þess í öllu skólakerfi, sem for- varnir? Við þurfum öll að einblína á styrkleika okkar en ekki veikleika og best er að kenna það og þjálfa strax í skólanum. Förum að hafa meira gaman og vinnum með jákvæða sjálfsmynd ein- staklinga. Syngjum meira, dönsum meira, spilum meiri tónlist, leikum okk- ur meira og þá opnast margar nýjar skemmtilegar gáttir í nemendum. Við höfum öll ríka sköpunarþörf, sem þarf að fá að blómstra. Við eigum öll að fá að njóta okkar. Þegar við fáum útrás fyrir sköpunarkraftinn okkar þá verðum við sjálfsöruggari og mun hamingjusam- ari. Hleypum kærleikanum inn, sýnum hverju öðru meiri hlýju og sjáum allt fólk, sem vini okkar og samherja. Lifið heil! Vekjum börnin Eftir Mörtu Eiríks- dóttur » Við eigum ekki að svæfa hæfileika barna heldur að vekja þau í skólunum, fá þau til að hugsa, velta fyrir sér og hugleiða. Marta Eiríksdóttir Höfundur er kennari og viðburðastjórnandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.