Morgunblaðið - 16.06.2011, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.06.2011, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2011 ✝ Sigurður Heið-ar Jónsson fæddist á Akureyri 2. maí 1942. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 7. júní 2011. Foreldrar hans voru hjónin Jón Eðvarð Jóns- son, f. 11.4. 1908, d. 19.1. 1993, og Ingi- björg Sigurð- ardóttir, f. 8.12. 1907, d. 18.11. 1996. Systkini hans eru Eðvarð, Reynir og Að- albjörg. Sigurður var tvíkvæntur. Með fyrri konu sinni Björgu Guðrúnu Einarsdóttur, f. 31.5. 1943, einaðist hann tvö börn, Ingibjörgu Lindu, f. 27.1. 1962, maki Stefán Alfreðsson, f. 25.6. 1959, þau eiga þrjú börn, og Einar, f. 13.2. 1967, maki Þóra S. Gylfadóttir, f. 5.10. 1969, þau eiga fjögur börn. Með Sigfríði Þorsteinsdóttur, f. 26.2. 1946, eignaðist hann dótturina Örnu Ýrr, f. 13.12. 1967, maki Elvar Árni Lund, f. 29.8. 1975, þau eiga þrjú börn. Seinni kona Sig- urðar var Friðgerður Frímanns- dóttir, f. 4.5. 1943, d. 24.12. 1986. Þeirra börn eru, Bjarni Heiðar, f. 25.4. 1971, maki Malin Walfeldt, f. 10.2. 1971, þau eiga þrjú börn, Baldur Heiðar, f. 15.7. 1977, Bárður Heiðar, f. 29.6. 1979, og Börkur Heiðar, f. 18.11. 1981, maki Eva Ein- arsdóttir, f. 30.12. 1983, þau eiga eitt barn. Eftir hefð- bundna skólagöngu lærði Sigurður til þjóns og starfaði við það um nokkurt skeið. Þá lá leiðin í hjúkrunarnám og útskrifaðist hann sem hjúkr- unarfræðingur árið 1975, og var meðal fyrstu karl- manna á Íslandi til að ljúka slíku námi. Árið 1976 fluttist fjölskyldan til Svíþjóðar þar sem Sigurður lauk námi í gjör- gæsluhjúkrun, og starfaði hann sem slíkur allt til þess að hann flutti til Íslands eftir lát Frið- gerðar, konu sinnar 1987. Eftir heimkomuna réði Sigurður sig sem skrifstofumaður hjá Heild- versluninni Amaró og vann þar meðan heilsan leyfði. Sigurður tók virkan þátt í menningarlífi á Akureyri eftir að hann fluttist aftur heim. Hann var lengi gjaldkeri Gilfélagsins og kom að stofnun Populus Tremula. Árið 2007 greindist Sigurður með MND-sjúkdóminn. Hann naut heimahjúkrunar þar til hann fluttist í Dvalarheimilið Hlíð þar sem hann bjó þar til hann lést. Útför Sigurðar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 16. júní 2011, og hefst athöfnin kl. 13.30. Það var sólskin og sunnan- vindur – Gildagurinn fyrsti. Fólk dreif að úr öllum áttum til að skoða hin nýuppgerðu hús í Grófargili sem áttu að verða umgjörð um lifandi listastarf- semi á Akureyri. Mörgum lék forvitni á að sjá hvernig til hefði tekist enda fyrirætlanir bæjar- yfirvalda umdeildar eins og allt- af um slík mál og margvíslegar tröllasögur sagðar um kostnað sem ekki áttu við rök að styðj- ast. Þar sem ég var þá í forsvari fyrir þessi mál setti ég mig ekki úr færi að skýra þau fyrir áhugasömum. Það var á þessum fagra degi sem Sigurður Jónsson gekk í hópinn og hóf að spyrja mig ná- kvæmlega út í þetta allt. Ég þekkti hann ekki þá en kann- aðist við hann í sjón. Hann var fremur lágvaxinn en fríður og fyrirmannlegur og hafði hljóm- þýða rödd. Mér féll hann strax vel í geð og allt sem hann hafði til málanna að leggja þótti mér yfirvegað og skynsamlegt. Þá var hann nýkominn heim eftir margra ára dvöl í Svíþjóð, ein- stæður faðir með þrjá unga syni, eftir fráfall eiginkonu hans. Hann mátti því heita lífsreyndur maður þegar hér var komið sögu. Frá þessum degi hefur samtal okkar ekki slitnað þar til nú að komið er að leiðarlokum. Hér er ekki rúm né tilefni til að rekja Gilsöguna. En hitt er rétt að tíundi áratugur síðustu aldar var gróskutími í menning- armálum á Akureyri. Og einn mesti happafengur þeirrar gras- rótarhreyfingar sem stóð að því að búa til Listagilið var að fá Sigurð Jónsson í forystu hennar. En þar var hann allt í öllu, stjórnaði fjármálum og fram- kvæmdum af festu og röggsemi. Síðast en ekki síst var hann frumkvöðull og skipuleggjandi eftirminnilegra ljóðahátíða sem haldnar voru í Gilinu ár eftir ár. Í þessu starfi eignaðist hann marga góða vini sem mátu hann mikils og voru honum mikils virði. Allt þetta linnulausa sjálf- boðastarf sem hann sinnti til hliðar við hið eiginlega brauð- strit veitti honum lífsfyllingu og ánægju. Sérstaklega held ég að honum hafi þótt gefandi að vinna með ungu fólki og laða það til samstarfs í verkefnum Gilfélagsins. Margt eitt kvöld og margan dag áttum við saman góðar stundir sem nú ber að þakka fyrir. Það var gaman að fara með Sigurði á „fund með frjálslyndum“ því hann var orð- heppinn og málsnjall og það vafðist ekki fyrir honum að kasta fram hnyttinni vísu þegar sá gállinn var á honum. Ágæt kvæði orti hann líka um alvarleg efni. Sigurður Jónsson var vinsæll maður, prúðmenni, smekkmaður á listir og mannasiði. Að upplagi var hann alvörumaður með skýr prinsipp í lífinu, skoðanafastur og rökfastur þegar rædd voru þjóðfélagsmál. Ævinlega hér eft- ir þegar ég heyri góðs jafnaðar- manns getið mætti mér koma í hug vinur minn Sigurður Jóns- son því aldrei hvikaði hann frá réttlátum málstað. Og nú hefur hinn illvígi sjúkdómur sem herj- að hefur á Sigurð lagt hann að velli. Hann hélt reisn sinni til dauðadags. Við Aðalheiður, Guðrún Ásta og Rannveig sendum börnum Sigurðar og vandamönnum inni- legar samúðarkveðjur. Minning um góðan dreng lifir í hjörtum okkar. Þröstur Ásmundsson. Við Sigurður ólumst upp á norðurbrekkunni á Akureyri, þar sem lóðir foreldra okkar lágu saman og var samgangur því mikill. Þar sem aldursmunur var á okkur Sigga var vinahópur hans annar og leiðir okkar skildi um sinn. Árið 1963 var hinn vinsæli Sjalli opnaður og fórum við Siggi að vinna við framreiðslu- störf þar. Hann hóf fljótt að nema þjóninn og starfaði við það í nokkur ár, bæði á Akureyri og Reykjavík. Þar sem undirritaður var far- inn að starfa sem sölumaður hjá fjölskyldufyrirtækinu Amaro var ég töluvert á ferðinni fyrir sunn- an og hittumst við þar af leið- andi reglulega og héldum vinátt- unni og þeirri ánægju að hitta hvor annan. Eftir að Siggi kynntist Fríðu seinni konu sinni sem var hjúkr- unarkona tók félaginn vinkil- beygju og innritaði sig í Hjúkr- unarkvennaskólann. Hann óskaði fljótt eftir að fá inni á heimavist hjúkrunarnema, en var hafnað vegna kyns. Hann vísaði þá til jafnréttis og var að lokum boðinn velkomin á vistina. Að námi loknu hér heima fluttist fjölskyldan til Svíþjóðar þar sem Siggi hóf framhaldsnám í hjúkr- unarfræðum, og starfaði hann þar í nokkur ár þar á eftir. Öll þau ár sem Siggi, Fríða og syn- irnir Bjarni, Baldur, Bárður og Börkur bjuggu þar heimsóttum við hjónin þau á hverju ári eftir vinnuferðir í Evrópu. Í hverfinu sem þau bjuggu í var gufubað sem okkur Sigga fannst notalegt að fara í, slaka á og spjalla, með smátár í glasi. Eftir að Fríða lést eftir erfið veikindi árið 1986 bauð ég vini mínum starf hjá Amaro heild- verslun sem hann þáði vegna þessara breyttu aðstæðna, og hóf þar störf árið 1987. Það var mikill fengur að fá Sigga inn í fyrirtækið á þessum tímamótum þar sem við vorum að hefja stórsókn inn á hótel- og veitingamarkaðinn, ásamt efl- ingu á smásölumarkaðnum. Að auki var fyrirtækið tölvuvætt og sá Siggi um þau mál að miklu leyti, enda afar nákvæmur mað- ur. Þau rúmu tuttugu ár sem samstarf okkar í fyrirtækinu varaði unnum við sem einn mað- ur og bar aldrei skugga þar á. Vegna veikinda Sigga lét hann af störfum vorið 2008. Ég kveð þig kæri vinur með söknuð í hjarta. Við hjónin sendum börnum, barnabörnum, systkinum og fjölskyldum þeirra okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Kristján Skarphéðinsson og Marta Þórðardóttir. Vorið 1998 hafði samband við mig maður frá Akureyri og innti mig eftir því hvort ég væri reiðubúinn að taka saman dag- skrá fyrir menningarhátíðina „Listasumar“, þar sem ég myndi opna fyrir gestum „heim ljóðs- ins“. Þetta fyrsta samtal okkar Sigurðar Jónssonar vakti strax hjá mér þá hugmynd, að hér væri óvenjulegur maður á ferð. Undirbúningurinn að „heimi ljóðsins“ sem fylgdi í kjölfarið, sannfærði mig æ betur um að svo væri. Og hann varð upphaf að djúpri vináttu, sem ég hef alla tíð metið mikils. Sigurður var um margt ein- stæður persónuleiki. Fyrir utan að vera einn sannasti ljóðaunn- andi sem ég hef kynnst var hann einstaklega fágaður og fal- lega hugsandi maður. Hann var málræktarmaður, í bestu merkingu orðsins. Það var unaður að eiga við hann sam- ræður, ekki aðeins um leynda heima ljóðsins, heldur líka um aðra hulda dóma mannlegs lífs. Hann hafði lifandi áhuga fyrir öllu sem varðaði fegurð lífsins. Þær stundir sem við, vinir hans, áttum með honum voru dýrmæt- ar og ég er ekki frá því að þær hafi gert okkur að betri mönn- um. Þetta átti jafnt við um fyrstu fundi mína með Sigurði, sem tengdust „heimi ljóðsins“ fyrir 13 árum, og síðasta fund- inn sem ég átti með honum á hjúkrunarheimilinu á Akureyri, fyrir fáeinum vikum. Sigurður minnti mig oft á frá- sagnir af Erlendi í Unuhúsi. Þótt þeir væru vissulega ólíkir í útliti fannst mér eins og þeir hefðu líkan mann að geyma. Orð Þórbergs um þann mikla vel- gjörðarmann íslenskrar menn- ingar, sem Erlendur var, að hann hafi verið „fágætur maður að gáfum og mannkostum“ eiga vel við Sigurð. Kannski var þó Sigurður, vinur minn, aldrei jafn stór í sniðum og eftir að hann veiktist af sjúkdómnum, sem að endingu dró hann til dauða. Það var mikil lífsreynsla fyrir okkur sem eftir lifum að fylgjast með því af hve miklu æðruleysi hann tók þessum válega gesti. Þar birtust mannkostir og sálar- styrkur Sigurðar með óvenju- lega fögrum hætti. Eftir að við Sigurður opnuð- um „heim ljóðsins“ í fyrsta sinn í Deiglunni á Akureyri forðum daga, færði hann mér að gjöf listaverk eftir snillinginn Jón Laxdal, sem var byggt á mis- munandi þýðingum á ljóði eftir þýska skáldið Rainer Maria Rilke. Í lítilli kveðju sem fylgdi með, nefnir Sigurður að þessi gjöf verði tæpast talin „rausn- arleg nú um stundir“ en bætir síðan við að þetta sé „gjöf sem aðeins er hægt að gefa þeim sem unna hinum sönnu verð- mætum“. Allar gjafir Sigurðar voru í þessum anda. Þær tengd- ust ávallt hinum „sönnu verð- mætum“ lífsins. Og fegursta gjöfin var hann sjálfur, þessi sérstæði fagurkeri og vinur ljóðsins. Mér finnst vont að hugsa til þess að við skulum ekki framar eiga samleið um ljóðheima. En um leið er ég þakklátur fyrir að hafa fengið að ganga með Sig- urði Jónssyni spölkorn um þessa undraveröld sem við mátum báðir mikils. Það var gjöful og dýrmæt reynsla. Ég votta börnum Sigurðar og öðrum nánum aðstandendum dýpstu hluttekningu. Og ég veit að ég tala fyrir munn margra, kæri vinur, þegar ég segi að þín mun verða sárt saknað. Arthúr Björgvin Bollason. Siggi – mikið skelfilega sakna ég þín. Það voru engin takmörk fyrir því hvað við gátum kjaftað eftir að við loksins kynntumst. Á tí- unda áratugnum þegar miðaldra gæi, lágvær en einbeittur á vín- rauðum jakkafötum og með kringlótt gleraugu fór að láta til sín taka á félagsfundum í Gil- félaginu með svo beinskeyttum fyrirspurnum og hnitmiðuðum ábendingum að framhjá varð ekki horft. Milli okkar varð fljótt kunn- ingsskapur sem hverfðist um skáldskap og aðrar listir, en þróaðist á fáum misserum í vin- áttu. Vináttu sem með árunum varð dýpri, hlýrri og einlægari en ég hef átt við aðra menn. Og öll þessi kjaftakvöld og -dagar gegnum árin þar sem ekkert var okkur óviðkomandi og enduðu um helgar á Café Karólínu í reykjarkófi, djúpum bjórglösum og rjúpu. Þurftum samt með tímanum ekkert á því að halda að vera kenndir til að tala saman í fullum trúnaði og gráta hvor á annars öxl. Sem við svikalaust gerðum þegar á þurfti að halda. Þú – þetta eld- klára ljúfmenni með þína miklu fortíð – gafst mér meira en mér bauðst nokkru sinni færi á að endurgjalda. Og svo veit ég að er um fleiri. Haustið 1998, þegar þú varst orðinn allt í öllu í Listagilinu, var að þínu frumkvæði gengin fyrsta Ljóðagangan í eyfirskum skógi. Ári síðar steigstu á trjá- stúf og fluttir kvæðið Haust- skógur, eftir Rúdólf Rósenberg – hliðarsjálfið sem þú beittir löngum fyrir þig og lést jafnvel gefa út bók. Þetta kvæði reynd- ist bera í sér spá um það sem koma skyldi ásamt leiðbeining- um. Því lýkur svona: hve léttbært er ei lífsins haust og laust við sorg og trega er litaskrúð í blaðverkinu blindar augu mín og máttur lífsins virðist ætla að vara eilíflega í vinafjöld þótt hausti að við leiki, ljóð og vín Kjarni málsins semsagt. Populus tremula var stofnað haustið 2004. Enginn okkar, sem tekið hafa þátt í því starfi, er samur eftir. Drjúgur þáttur í hversu gjöfult allt það hefur verið og er, byggist á þeirri staðreynd að í því félagi hefur kynslóðabil ekki þekkst. Þótt aldursmunur sé nægur til að kynslóð eða tvær gætu hæglega skilið að hina elstu og yngstu, hefur ávallt ríkt jafnræði og virðing. Gagnkvæm. Það er þér að þakka, sem hafðir þennan eiginleika að umgangast aðra án fordóma eða fyrirfram gefinna forsendna. Af einskærum áhuga á öðru fólki. Áhuga á lífinu. Dauðadóminn hlaustu sjálfur fyrir fáum árum. Þessi misseri sem liðið hafa síðan hafa verið samfellt námskeið í því hvernig lifa má með reisn – sigur andans yfir efninu. Skilur okkur hin nú eftir harmi slegin en stolt. Af öllu því sem hent hefur mig um dagana er það að hafa eignast þig að vini eitt hið allra besta. Öllum sem syrgja færi ég samúðarkveðjur; BHS og börn- um þínum öllum votta ég dýpstu samúð, afkomendum nær og fjær, ættingjum, félögum og vin- um. Polulusgenginu. Innilegar þakkir öllum þeim sem gerðu þér kleift að bera höfuðið hátt til hinsta dags. Takk fyrir allt, minn kæri vinur. Aðalsteinn Svanur Sigfússon. Við kynntumst þegar þú kvaddir vin. Þú hélst honum há- tíð með ljóðum og tónlist undir yfirskriftinni „Hví eru næturnar nafnlausar?“ Svona var þinn sið- ur: þú hélst látnum vini hátíð. Þangað má rekja upphafið að Blæasparkvæðinu og undarlegri veislu, ótal stundum áttmenn- inga við að brasa upp myndlist- arsýningum, tónleikum, bók- menntakvöldum og öðru því sem vildi fá að blómstra í kjallaran- um. Þar máttu allir vera, þetta vildir þú. Þar máttu allir sýna og allir sjá. Þar mátti líka gefa út bækur og ein þeirra var þín eigin. Með „perluköfurum“ og „gengnum vinum“ fann maður samhljóm. Mest um vert þótti mér hins vegar þegar þú vaktir upp Dúínó-tregaljóðin, með ógleymanlegum haustlestri: Sýndu, hve hlutur sæll getur orð- ið, hve saklaus og okkar, hve jafnvel harmurinn sár heimtar að taka á sig mynd, gagnast sem hlutur og deyja inn í hlut, fyrir handan sæll og hann fiðluna flýr. Og hlut- irnir, þessir sem lifa af fallvelti, skilja þitt lof og búast við björgun í hverfulleik sínum af okkur sem hverfulast erum. Þeim viljum við breyta, nei eigum, í ósýnilegu hjarta í – óendanlega í okkur! Hver sem við kunnum að vera. (Rainer Maria Rilke.) Síðast þegar við hittumst var sjúkdómurinn búinn að tæra nokkurn veginn allt nema höf- uðið. Hugur þinn skýr og málið líka, ennþá neisti í augum. Þú þurftir reyndar ekkert meira til að geta hlegið eða sagt sögur. Veikindin virtust ekki vera til: bara aðdáunarvert æðruleysi. Eftir spjall um fortíð og fram- tíð, allt og ekkert, sagðirðu mér af manni sem hafði heimsótt þig og þagað með þér um hríð. Það hafði þér þótt vænt um. Svo þögðum við báðir í óratíma. Og um stund mátti halda að þessi lokafundur yrði tilgerðarleg skandinavísk raunsæisvella. Þangað til við hlógum að því að þú varst orðinn að lifandi brjóst- mynd af sjálfum þér. Talandi um styttur. Ég man að þú áttir þér draum um fagurt mannlíf, orðinn 65 ára gamall og bundinn við hjólastól. Við ræðu- höld á borgarafundi baðstu sam- ferðamenn um að draga úr ólát- um um verslunarmannahelgi, en fá þess í stað fegurð og gleði upp á borð. Mér fannst þessi málstaður barnalegur þá, en ég er ekki lengur viss. Við breytum kannski ekki verslunarmanna- helginni, en skilum samt af okk- ur lífi sem getur falið í sér feg- urð og gleði. Þess háttar áhrif hafðir þú, Sigurður Heiðar Jóns- son. Þú varst baráttumaður, með einlægni og alúð í vopna stað. Þar fyrir utan áttirðu í fór- um þínum fyrirgefningu og um- burðarlyndi. Betri mannkosti er ekki hægt að finna meðal vina. Hjálmar Stefán Brynjólfsson. Sigurður Heiðar Jónsson ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs sambýlismanns míns, föður, tengdaföður, bróður, mágs, afa og langafa, JÓNS TRAUSTA JÓNSSONAR, Njarðargötu 7, Reykjanesbæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks og lækna á Landspítalanum við Hringbraut. Guð blessi ykkur öll. Hrefna Steinunn Kristjánsdóttir, Páll Janus Jónsson, Jón Kristbjörn Jónsson, Elísabet Stefánsdóttir, Katrín Líney Jónsdóttir, Ólafur Halldórsson, Halldór Traustason, Eydís Þórsdóttir, Eiríkur K. Þorbjörnsson, Svanhildur Þengilsdóttir, Hulda María Þorbjörnsdóttir, Bergþór Sigfússon, Kristbjörn Þór Þorbjörnsson, Guðríður Ingvarsdóttir, Birna Rut Þorbjörnsdóttir, Sverrir Þorgeirsson, Ágúst Þ. Þorbjörnsson, Ragnhildur Geirsdóttir, Ásta Jónsdóttir, Garðar Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLAFÍA SIGRÍÐUR GUÐBERGSDÓTTIR, Sléttuvegi 13, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugar- daginn 4. júní. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Steinar Berg Ísleifsson, Ingibjörg Pálsdóttir, Ólafur Ísleifsson, Alma Ísleifsdóttir, Þór Hreiðarsson, Guðbergur Ísleifsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.