Morgunblaðið - 16.06.2011, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.06.2011, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2011 Þorsteinn Sig- urðsson, samstarfsmaður minn til margra ára, hefur kvatt ástvini og alla sína félaga að loknu afkasta- miklu lífi í þágu menntunar og uppeldis þeirra barna og ung- menna sem mest þurftu á um- hyggju að halda. Hann var sérkennari af bestu gerð. Hann var höfundur kennslu- gagna og verkefna til gagns og gleði barna með sérþarfir. Sjálfur hafði Þorsteinn háð harða baráttu sem ungur maður við berklaveik- ina og sigrað, á þeim tíma sem engin lyf voru til við þeim sjúk- dómi. En hann bar sjúkdómsins merki alla sína ævitíð. Hann lét þó ekki smáfötlun hamla sér á neinn veg. Hann var góður félagi í sam- tökum brjóstholssjúklinga, SÍBS. Sönn hetja er horfin af vett- vangi. Við samstarfsmenn hans, sem og félagar í SÍBS, kveðjum Þorstein Sigurðsson með virðingu og þakklæti fyrir gefandi störf hans á víðum vettvangi. Með ein- lægum samúðarkveðjum til Þór- hildar konu hans og allra hans af- komenda. Fyrir mína hönd og SÍBS, Rannveig Löve. Ég kynntist Þorsteini árið 1982 þegar við hófum bæði störf við ný- stofnaðan skóla, Safamýrarskóla, Þorsteinn sem skólastjóri og ég sem yfirkennari. Þá var ég ung að árum og með fárra ára starfs- reynslu við kennslu og skólastarf fatlaðra nemenda. Samstarfið við Þorstein og leiðsögn hans hefur mótað mig til framtíðar. Ég veit að svo er um flesta þá sem unnu með Þorsteini á fyrstu starfsárum Safamýraskóla. Nemendur Safa- mýrarskóla voru nýlegur hópur í skólakerfinu, þeir bjuggu við Þorsteinn Sigurðsson ✝ Þorsteinn Sig-urðsson fædd- ist í Reykjavík 22.11. 1926. Hann lést á Landspít- alanum í Fossvogi 27.5. 2011. Útför Þorsteins fór fram frá Dóm- kirkjunni í Reykja- vík 3. júní 2011. mikla fötlun og höfðu lengst af verið taldir óhæfir til náms og kennslu. Því var verk að vinna við að móta skólastarf og verk- lag í nýjum skóla fyrir þennan nem- endahóp sem hafði miklar sérþarfir. Til kennslu við skólann hafði verið ráðinn hópur áhugasamra kennara, sem flestir höfðu áður starfað við þjálf- unarskólana við Lyngás og Skála- tún. Það var upplifun að vinna með Þorsteini og undir stjórn hans. Fagleg forysta hans var óumdeild. Hann leitaði um heim allan að námsefni, aðferðum og gögnum við hæfi nemenda skólans. Hann sótti fagfólk víða að úr heiminum til að kenna okkur starfsfólkinu, þjálfa og fræða. Hugtök og fyr- irbæri sem allir þekkja sem störf- uðu með Þorsteini eru t.d. Örvun ofurfatlaðra, Leikum okkur, Að setja saman tvö orð, kennsla dauf- blindra nemenda, starfsleikni- nám, starfendarannsókn og Wal- don-nálgun. Þetta eru brot af þeim faglegu nýjungum sem Þor- seinn átti frumkvæði að því að inn- leiða. Starfið með Þorsteini var stöðugt þróunar- og nýbreytnist- arf. Starf Þorsteins hafði mikil áhrif á framvindu sérkennslu á Ís- landi og mótandi áhrif á kennslu og skólastarf nemenda með mikl- ar sérþarfir. Þorsteinn lagði sig fram og gerði miklar kröfur til sín en einn- ig til okkar samstarfsmanna sinna. Hann leiddi okkur með mildi og ákveðni. Það hljómar eins og andstæð fyrirbæri en þannig var það ekki hjá Þorsteini. Þor- steinn var mjög sannfærandi. Það kom til dæmis aldrei til greina að segja nei við hann, bara já, því það sem hann lagði til virtist sem hið eina rétta í stöðunni. Þetta hljóm- ar e.t.v. eins og Þorsteinn hafi skipað okkur fyrir verkum, en það var alls ekki svo. Hann lagði okk- ur starfsmönnum í hendur fræði, kenningar og hugmyndir og fól okkur að útfæra þær, þróa og koma þeim í framkvæmd. Hann bar ómælt traust til okkar sam- starfsmanna sinna, veitti okkur mikið frelsi og stuðning í starfinu. Hann gladdist yfir öllu sem vel tókst og hrósaði óspart fyrir það sem vel var gert. Þorsteinn var frumkvöðull í þróun skólastarfs með nemendum með miklar sérþarfir. Hann var líka frumkvöðull í mannauðs- stjórnun. Frumkvöðlastarf Þor- steins á sviði sérkennslu og stjórnunar er ómetanlegt. Áhrif sem hann hefur haft á fagfólk sem hann hefur unnið með um ævina eru mikil og góð. Ég votta ættingjum Þorsteins og ástvinum samúð mína. Með virðingu og þökk kveð ég Þorsteins Sigurðsson, vin minn og mentor. Erla Gunnarsdóttir. Mig langar til að minnast Þor- steins Sigurðssonar, sérkennslu- frömuðar, með fáeinum orðum. Mín fyrstu kynni af Þorsteini voru haustið 1972, þegar ég sat undir- búningsnámskeið vegna kennslu nemenda í 6 ára bekk, sem þá var nýlega innleidd. Námskeiðið var ekki aðeins vel skipulagt af hálfu Þorsteins heldur jafnframt afar fjölbreytt og skemmtilegt. Það var mér, þá nýútskrifuðum kenn- ara, dýrmætt veganesti. Ég átti síðar því láni að fagna að starfa náið með Þorsteini um árabil í tengslum við svokallað starfs- leikninám á vegum Kennarahá- skóla Íslands. Með okkur tókst góð vinátta sem hélst alla tíð. Þor- steinn var mikil kjölfesta í starfs- leiknináminu, ekki síst þeim hluta er snéri að sérskólum, en hann var þá skólastjóri Safamýrarskóla. Hann lagði mikið af mörkum og var oftar en ekki bjargvætturinn þegar mikið lá við. Mér er minn- isstætt þegar hann lagði kennara- stofu skólans undir til að hraða uppröðun og gormun námsefnis fyrir einn námshlutann. Ég gæti talið upp ýmislegt annað en læt þetta nægja. Í kjölfar starfsleikn- inámsins bað Þorsteinn mig um að taka að mér leiðsögn undir for- merkjum starfendarannsókna í Safamýrarskóla. Honum varð ekki haggað þótt ég gerði ítrek- aðar tillaunir til að færast undan í ljósi takmarkaðrar reynslu á þeim vettvangi. Ég er þakklát Þorsteini fyrir það mikla traust sem hann sýndi mér og get seint fullþakkað þau tækifæri og lær- dóma sem ég á honum að þakka. Það einkenndi Þorstein mjög hve framsýnn hann var og hve skjótt hann brást við þegar fram komu nýjungar sem voru líklegar til að koma nemendum hans til góða, ekki síst á sviði boðskipta, enda var hann sérmenntaður á því sviði. Þar var ekkert hik. Ekk- ert sem hét að bíða og sjá til og gjarnan fengnir sérfræðingar er- lendis frá. Ég nefni sem dæmi þegar hann hafði samband við mig og óskaði eftir fræðslufundi um tjáningarmátann tákn með tali fyrir alla starfsmenn skólans. Ég var þá tiltölulega nýbyrjuð að nota þessa aðferð sem ég hafði kynnst í Danmörku og ýmsar efa- semdaraddir á lofti meðal fag- fólks. Í þessu sambandi má geta þess að Þorsteinn var gerður að heiðursfélaga Félags talkennara og talmeinafræðinga fyrir fáein- um árum og er hann sá eini sem hefur hlotnast sá heiður fram til þessa. Þorsteinn naut ómældrar virðingar sem reyndur og farsæll skólamaður sem hafði góða yfir- sýn og yfirgripsmikla þekkingu á sögu og þróun skólamála, ekki síst á sviði sérkennslu. Hans framlag til þess málaflokks var mikið. Hann hlustaði af gaum- gæfni og á hann var hlustað. Það var ætíð gagnlegt að heyra sjón- armið hans og rökstuðning. Þor- steins verður sárt saknað á þess- um vettvangi. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur til fjölskyldunnar. Eyrún Ísfold Gísladóttir. Góð kona hefur kvatt, hún Dúdda, Þórunn Guðmundsdótt- ir. Staðir hennar voru þrír: Ön- undarfjörður, þar sem hún fæddist og ólst upp; Siglufjörð- ur, þar sem hún bjó í meira en hálfa öld; og Húsavík, þar sem hún dvaldi síðustu tíu árin í ná- lægð við ástvini sína. Siglu- fjörður var hennar heimabær. Þar hitti hún lífsförunaut sinn, Einar Albertsson, og þar bjuggu þau sér heimili og eign- uðust tvö börn, Albert og Sig- ríði Þórdísi. Dúdda var einstök gæða- kona, það sáu og reyndu allir Þórunn Guðmundsdóttir ✝ Þórunn Guð-mundsdóttir fæddist í Innri- Hjarðardal í Ön- undarfirði 7. maí 1920. Hún lést á Dvalarheimilinu Hvammi á Húsavík 14. apríl 2011. Útför Þórunnar fór fram frá Siglu- fjarðarkirkju 30. apríl 2011. sem henni kynnt- ust. Og Einar var ekki síður traustur og vænn maður. Hjónin afar sam- heldin og einlæg í því sem þau tóku sér fyrir hendur. Hvort sem það var að skapa börnum sínum hlýlegt og fallegt heimili eða sinna hinum marg- víslegu félagsstörfum sem þau tóku þátt í af óeigingirni og trúmennsku í þágu samfélags- ins. Þar voru það ræktunar- störfin í mannlífinu og í jörð- inni sem áttu hug þeirra og alúð. Þau ræktuðu garð sinn í eiginlegum og óeiginlegum skilningi. Dæmi um dugnað og ósér- hlífni Dúddu er að um árabil var hún meðal alfljótustu og eftirsóttustu söltunarstúlkna í höfuðborg síldarinnar. Sögð var sú saga að ein- hverju sinni fyrir alþingiskosn- ingar hefði verið boðað til kynningarfundar hjá G-listan- um og frambjóðendurnir, Ragnar Arnalds og Sigurður Hlöðvesson, ætluðu að baka vöfflur. En Dúdda kom með mikinn hlaða af nýbökuðu hnossgætinu að heiman. Hún hafði ekki treyst þeim fyllilega í eldhúsverkin þótt þeir yrðu eflaust manna hæfastir í eld- húsdagsumræðunni á þingi. Lítil saga af munni Dúddu er minnisstæð. Hún hafði fengið þessa fínu húfu að gjöf frá föð- ur sínum þegar hann kom úr kaupstaðarferð til Reykjavíkur. Unga hnátan á Innri-Hjarðar- dal vappaði sama dag svo ham- ingjusöm og stolt með eldrautt höfuðfatið niður í fjöru. Þá renndi sér skyndilega kría, ungamamma í grenndinni, í kollinn á henni og goggaði í húfuna og bar hana út á sjó. Og eftir stóð grátandi telpan í fjör- unni og horfði á eftir djásni sínu hverfa út á haf. Stundum hefur mér dottið það í hug hver tilfinning það var fyrir Dúddu og annað heiðarlegt og bjart- sýnt fólk þegar það áttaði sig einn góðan veðurdag á að ill- menni höfðu tekið hugsjónir þess og snúið upp í andhverfu sína. Sýnin á bræðralag og réttlæti flaut þá kannski eins og svikin von út í hafsauga. Dúdda og Einar voru af þeirri kynslóð Íslendinga sem brúaði nýjan og gamlan tíma Íslands, frá fátækt og stöðnun um aldir til velmegunar og vel- gengni 20. aldar. Þau voru meðal tugþúsunda sem trúðu á betri heim og lögðu sitt af mörkum til að hugsjónirnar mættu rætast. Með kærum þökkum fyrir það og að lítill sonur minn fékk að kalla þau Dúddu ömmu og Einar afa. Blessuð sé minning þeirra. Örlygur Kristfinnsson. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efn- isliður valinn. Minningargreinar Elsku besti afi minn, ég á svo erfitt með að trúa því að þú sért farinn frá okkur. Það er svo margt sem mig langar að segja en einhvern veginn skortir mig orð. Ég hafði aldr- ei hugsað þá hugsun til enda að einn daginn myndir þú kveðja okkur fyrir fullt og allt. Þú varst ekki bara afi minn heldur líka vinur minn. En upp í hugann koma marg- ar góðar minningar. Allur tím- inn sem ég var í pössun hjá ykkur ömmu. Það var alltaf svolítið vesen á mér, lagði undir mig allt húsið fyrir dúkkuleiki. Man þegar Trausti frændi kom í heim- sókn, um leið og hann opnaði dyrnar spurði hann: „Er Jessý hérna?“ En þú lést þetta aldr- ei á þig fá. Allar ferðirnar upp á loft, sem var mér eins og ævintýraheimur, og bíltúrarn- ir sem þú fórst með okkur ömmu á Lödunni. Þegar ég heimtaði að fá að sofa á milli ykkar ömmu sem endaði yf- irleitt með því að þú færðir þig í annað herbergi. Ferða- lagið okkar á Vestfirðina er mér einnig mjög minnisstætt. Ég er svo þakklát fyrir að dóttir mín skyldi fá að kynn- ast þér, hún var svo hrifin af afa Trausta. Ég mun ætíð minnast þeirra góðu stunda sem við áttum saman og bera þær með mér um ókomna tíð. Elsku amma og fjölskylda. Við stöndum saman og vinnum á sorginni og látum minningarnar mýkja og græða sárin sem fylgja fráfalli elsku afa. Þín Jessý. Trausti Jakobsson ✝ Trausti Jak-obsson húsa- smíðameistari var fæddur í Vest- mannaeyjum 5. febrúar 1933. Hann lést að heimili sínu, Hólagötu 25 í Vest- mannaeyjum, 3. júní 2011. Útför Trausta fór fram frá Landa- kirkju í Vest- mannaeyjum 11. júní 2011. „Sæl lilla mín“ eru orðin sem hljóma í höfðinu á mér þegar ég minnist hans Trausta afa míns. Þótt ég sé orðin fullorðin þá kallaði hann mig ennþá lillu og reyndar ömmu líka. Mér fannst það alltaf jafnsætt og þótti vænt um það. Þær eru ófáar minningarnar sem rifjast upp af öllum heimsóknunum til ömmu og afa á Hólagötuna. Þjóðhá- tíðin sem hann rólaði með mig alla helgina því ég hafði tognað á fætinum í einhverri fjörugri hjólaferð með Trausta frænda. Allir klukkutímarnir sem hann var með mér uppi á lofti að leika og svo seinna lék hann við syni mína á loftinu. Þetta var heill ævintýraheimur, að skríða inn um lúguna og fá að leika á loft- inu. Ég minnist þín elsku afi með miklum söknuði en þó með bros á vör þegar ég hugsa um allar stundinar okkar saman. Það er nefnilega ómetanlegt að hafa átt jafn yndislegan afa og þig. Ég sakna þín. Samrýndari hjón en ömmu Jessý og afa Trausta er erfitt að finna. Þið gerðuð bókstaflega allt saman. Elsku amma, við fjölskyldan stöndum þétt saman í sorginni og styðjum hvert ann- að. Hann afi var mjög tónelskur og hafði gaman af músík og þá sérstaklega Neil Diamond. Lag- ið Song Sung Blue var í sér- stöku uppáhaldi og með því langar mig að minnast hans afa og láta lokaorð mín vera texta- bút úr lagi hans. Söngur sunginn með trega allir þekkja hann, söngur sunginn með trega vex í hverjum garði. Það er svo skrítið að þú getur sungið hann með grátandi röddu, og áður en þú veist af fer þér að líða vel, þú hefur einfaldlega ekkert val. Þín Þórey.             ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför ást- kærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR PÉTURSDÓTTUR, Hrafnistu, Hafnarfirði. Jón Guðnason, Kolbrún Hámundardóttir, Ásdís Guðnadóttir, Guðný Sigrún Guðnadóttir, Guðrún Petra Guðnadóttir, Þorsteinn Arthursson, Guðni Guðnason, Rósa Sólrún Jónsdóttir, ömmu- og langömmubörn. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, G. KJARTANS SIGURÐSSONAR vélstjóra, Háaleiti 27, Keflavík. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks Heilbrigðisstofnunar Suður- nesja fyrir alúð og góða umönnun. Megi guðs blessun fylgja ykkur öllum. Erla Sigurjónsdóttir, Sigurjón Kjartansson, Gerður Eyrún Sigurðardóttir, Margrét Ragna Kjartansdóttir, Pétur Valdimarsson, Hafdís Kjartansdóttir, Árni H. Árnason, Sif Kjartansdóttir, Haukur H. Hauksson, Lilja Guðrún Kjartansdóttir, Svanur Þorsteinsson, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.