Morgunblaðið - 16.06.2011, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.06.2011, Blaðsíða 23
Vinkonurnar Anna Rakel Gunnarsdóttir, Ragnhildur Sól Guðmundsdóttir og Berglind Líf Jóhann- esdóttir stóðu fyrir hluta- veltu í hverfinu sínu og söfnuðu 6.261 krónu, sem þær styrktu Rauða kross- inn með. DAGBÓK 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2011 Sudoku Frumstig 4 3 2 2 9 4 7 6 5 4 1 9 3 7 4 7 2 1 6 2 1 3 5 3 2 9 8 7 3 2 6 1 2 5 3 1 8 5 1 2 8 7 7 3 3 5 1 8 1 9 2 6 1 3 3 5 7 4 5 9 6 7 9 1 7 4 7 9 3 5 1 3 9 4 1 8 1 9 6 7 8 5 4 3 2 4 2 3 1 9 6 5 8 7 7 5 8 4 3 2 9 6 1 6 3 7 9 1 8 2 5 4 9 4 2 5 6 7 3 1 8 8 1 5 2 4 3 7 9 6 3 7 4 6 5 1 8 2 9 2 8 1 3 7 9 6 4 5 5 6 9 8 2 4 1 7 3 9 5 1 7 4 3 8 6 2 3 4 8 6 2 9 7 1 5 2 7 6 1 8 5 9 3 4 5 2 7 9 6 1 4 8 3 8 1 3 4 5 2 6 9 7 4 6 9 8 3 7 5 2 1 6 3 4 5 1 8 2 7 9 1 9 5 2 7 6 3 4 8 7 8 2 3 9 4 1 5 6 9 5 2 4 7 1 6 8 3 7 8 1 3 5 6 2 9 4 3 4 6 2 9 8 5 1 7 2 9 7 6 1 4 8 3 5 8 3 4 9 2 5 7 6 1 6 1 5 7 8 3 9 4 2 4 2 3 5 6 9 1 7 8 1 7 9 8 3 2 4 5 6 5 6 8 1 4 7 3 2 9 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er fimmtudagur 16. júní, 167. dagur ársins 2011 Orð dagsins: En hann frelsar hinn bágstadda með bágindum hans og opnar eyru þeirra með þrengingunni. (Jobsbók 36, 15.) Víkverji er hrifinn af skyrtertumMjólku og þá sérstaklega sól- berjakökunni. Hann hefur hins veg- ar í tvígang rekið sig á að myndin ut- an á öskjunni utan um kökuna er ekki í neinu samræmi við kökuna sjálfa. Á öskjunni getur að líta skyr- tertu með þykku lagi af dökku sól- berjahlaupi og gnótt sólberja. Þegar askjan var opnuð blasti hin vegar við örþunnt lag af hlaupi og þrjú, fjögur ber í hnapp á jaðrinum. Kakan var vissulega ljúffeng, en Víkverji gat ekki að því gert að honum fannst hann hafa verið svikinn. Myndin á umbúðunum gaf fyrirheit um annað en upp úr þeim kom. x x x Fyrir margt löngu fáraðist Vík-verji yfir stútum á lítrafernum af G-mjólk. Stútar þessir virðast sér- hannaðir til að niðurlægja neytand- ann. Þeir eru nefnilega þannig úr garði gerðir að þegar fernan er stút- full er ógerningur að hella úr henni án þess að mjólkin sullist út um allt. Víkverja hefur í það minnsta liðið eins og einhvers staðar hlyti að vera falin myndavél þegar hann hefur glímt við að hella úr fernum með þessum stútum og veltir því fyrir sér hvort engum hafi dottið í hug að at- huga hvort stúturinn virkaði áður en farið var að fjöldaframleiða hann. Þus Víkverja um stútinn á G- mjólkurfernunum hafði engin áhrif á Mjólkursamsöluna – í það minnsta eru þeir enn notaðir. Finnur Víkverji því til áhrifaleysis síns. Á vinnustað Víkverja hefur hins vegar verið brugðist við. Nú eru ekki lengur lítrafernur í kaffikrókum, heldur pelar, sem eru öllu viðráðanlegri þegar hellt skal úr þeim. x x x Nú þarf Víkverji ekki lengur aðvaka yfir körfubolta sum- arnætur langar. Ellibelgirnir í Dall- as Mavericks urðu um helgina meist- arar í NBA eftir frækinn sigur á stjörnuliði Miami Heat. Dirk No- witzki, burðarás Dallas, hefur nú rekið af sér slyðruorðið. Hann er ekki lengur kallaður Nowinski, held- ur hefur fengið viðurnefnið Dirkúles. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 karp, 4 stilltur, 7 ryskingar, 8 þakin ryki, 9 væn, 11 numið, 13 kvenfugl, 14 sammála, 15 þríhyrna, 17 handleggja, 20 títt, 22 mis- teygir, 23 bætt, 24 þreyttar, 25 hinn. Lóðrétt | 1 þægilegur við- ureignar, 2 fiskar, 3 lítið skip, 4 ómjúk, 5 byssubógs, 6 staðfest venja, 10 margt, 12 blekking, 13 saurga, 15 af- drep, 16 ilmur, 18 auðugan, 19 nabbinn, 20 eirðarlaus, 21 hey. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 auðsveipt, 8 lagin, 9 doppa, 10 nei, 11 narra, 13 róaði, 15 hvarf, 18 gassi, 21 lóu, 22 rugga, 23 leiti, 24 ónytjungs. Lóðrétt: 2 uggur, 3 senna, 4 endir, 5 pipra, 6 flón, 7 bali, 12 rýr, 14 ósa, 15 hóra, 16 augun, 17 flatt, 18 guldu, 19 sting, 20 iðin. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Sögulegir punktar. S-Allir. Norður ♠K83 ♥KG ♦K76 ♣DG1095 Vestur Austur ♠72 ♠ÁDG5 ♥9764 ♥8532 ♦G54 ♦10832 ♣Á872 ♣K Suður ♠10964 ♥ÁD10 ♦ÁD9 ♣643 Suður spilar 3G. Punktatalningin 4-3-2-1 er kennd við Milton Cooper Work (1864-1934), sem var áhrifamikill fræðimaður á hinum gróskumiklu tímum þegar vistin var að umbreytast í „samningsbrids“. Sam- kvæmt Milton á suður 12 punkta og þar með opnun. Hvort hann opnar á tígli eða útspilsfælandi laufi er önnur saga, en leiðin í 3G er mörkuð: Norður svarar á 2♣, suður segir 2G og norður hækkar í þrjú. En hvernig fara 3G með hjarta út? Niður, með bestu vörn. Sagnhafi spil- ar laufi í öðrum slag og austur lendir inni á stökum ♣K. Austur verður þá að skipta yfir í ♠5! Þegar vestur kemst síð- ar inn á ♣Á mun hann spila spaða í gegnum kónginn og þá er austur örugg- ur með þrjá spaðaslagi. Auðveld vörn á yfirborðinu, en í hita leiksins við borðið er hætt við að margir myndu spila ♠D. 16. júní 1909 Vatnsveita Reykjavíkur tók til starfa, þegar vatni úr Elliða- ánum var hleypt „í pípurnar til og frá um bæinn,“ eins og það var orðað í Lögréttu. Í byrjun október fór Gvend- arbrunnavatn að renna um dreifikerfið. 16. júní 1940 Togarinn Skallagrímur bjarg- aði 353 mönnum af breska hjálparbeitiskipinu Andania, sem þýskur kafbátur sökkti um 85 sjómílum suður af Ing- ólfshöfða. Enginn fórst. „Mesta björgunarafrek Íslend- inga á sjó,“ sagði Alþýðublað- ið. 16. júní 1946 Hátíðahöld voru í tilefni af hundrað ára afmæli Mennta- skólans í Reykjavík. Skrúð- ganga var að leiði Svein- bjarnar Egilssonar, fyrsta rektors skólans, í Hólavalla- garði. 16. júní 2007 Ekið var á fornbílum niður Al- mannagjá til að minnast þess að hundrað ár voru síðan Kristján áttundi Danakon- ungur kom í opinbera heim- sókn til Íslands. 16. júní 2008 Hvítabjörn sást við Hraun á Skaga. Hann var felldur dag- inn eftir og er nú á Hafíssetr- inu á Blönduósi. Þrettán dög- um áður hafði annar björn verið felldur í Laxárdal ytri á Skaga. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… Björn Þór Ólafsson íþróttakennari er 70 ára í dag. „Ég ætla ásamt bræðrum mínum, fjölskyldu og vinum að vera með söngskemmtun,“ segir Björn Þór aðspurður hvort hann ætli að gera eitthvað í tilefni afmælisins. Söngkemmtunin verður haldin í félagsheimilinu Tjarnarborg á Ólafsfirði en þar er Björn Þór fæddur og uppalinn. Öllum er velkomið að koma og hlusta en bæði einsöngur og kór- söngur er á dagskránni. Sjálfur segist Björn Þór hafa gaman af söng og syngur gjarnan með bræðrum sínum þegar færi gefst. Björn Þór er kvæntur Margréti Toft og eiga þau þrjú börn og sjö barnabörn. Hann kenndi bæði íþróttir og smíði en stundaði jafnframt skíði af miklu kappi og gat sér gott orð í íþrótt- inni. „Ég fer mikið á skíði enn þann dag í dag, á hverjum degi ef vel viðrar og það er snjór,“ segir Björn Þór. Hann reynir að stunda hreyf- ingu á hverjum degi, á veturna fer hann á skíði en á sumrin hjólar hann mikið. Í sumar ætlar hann að reyna að ferðast um Ísland, fara í útilegur og göngur. „Fjölskyldan er mikið fyrir útivist og við reynum að gera sem mest af að ferðast um landið okkar á sumrin,“ segir Björn Þór. kristel@mbl.is Björn Þór Ólafsson er 70 ára í dag Syngjandi á afmælinu Hlutavelta Flóðogfjara 16. júní Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 0.28 0,3 6.30 3,7 12.37 0,3 18.55 4,1 2.57 24.01 Ísafjörður 2.36 0,2 8.24 2,0 14.38 0,3 20.49 2,4 1.34 25.34 Siglufjörður 4.39 0,1 11.09 1,2 16.51 0,3 23.07 1,4 1.17 25.17 Djúpivogur 3.29 2,0 9.37 0,4 16.04 2,4 22.21 0,5 2.12 23.45 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Virtu árstíðirnar í sjálfum þér, nátt- úrlega hringrás orkunnar. Kynntu þér gang mála og þú munt sjá margt sem nýtist þér núna. (20. apríl - 20. maí)  Naut Samskipti þín við fólk eru svo nákvæm og næm að þú þarft næstum aldrei að hækka röddina til að leggja áherslu á mál þitt. Þú ert í stuði til þess að horfa, hlusta og nema. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Bilanir á heimilinu og erfiðleikar í einkalífinu reyna á styrk þinn og staðfestu. Rósemi og einbeiting eru lykilatriði til þess að ná árangri. Taktu það til alvarlegrar athug- unar. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þér finnst þú eiga erfitt með að setja þér markmið í lífinu. Stundum borgar það sig að hafa fyrir hlutunum. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Sköpunarmáttur þinn er mikill um þess- ar mundir. Þú ert til í að prófa að henda þér út í óvissuna. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú ert eilífðarstúdent, viðukenndu það bara. Ný sambönd eru skref fram á við. Gerðu ráð fyrir mikilli velgengni á þessu ári. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Það er argasta vitleysa að deila vegna barna í dag. Láttu það þó ekki eyðileggja fyrir þér daginn. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Taktu til hendinni og losaðu þig við það sem þú telur þig ekki hafa þörf á. Oft- ast heldur þú þig vita hvað framtíðin ber í skauti sér, en nú veistu það ekki. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú þarft enga formlega viðhöfn til að skilja við hluta af lífi þínu sem er úr sér genginn. Hvort ertu að koma eða fara? (22. des. - 19. janúar) Steingeit Fjölskyldusamkomur og umræður um gömlu góðu dagana eru á döfinni. Láttu bara sem þú sjáir ekki og þá færðu örugglega þinn frið. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Það er ekki allt fengið með útlit- inu. Leyfðu léttleikanum að vera með í för og þá muntu komast létt í gengum þetta tímabil. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú færð tækifæri til að hefja samn- ingaviðræður að nýju svo gerðu það upp við þig hvort þú átt að hrökkva eða stökkva. Að semja frið við einhvern veitist þér auðvelt. Stjörnuspá 1. e4 c6 2. d4 d5 3. e5 Bf5 4. Rd2 e6 5. Rb3 Rd7 6. Rf3 h6 7. Be2 a5 8. a4 g5 9. 0-0 Bg7 10. Re1 Db6 11. Rd3 Re7 12. Bd2 Dc7 13. f4 Rg6 14. fxg5 hxg5 15. Bg4 c5 16. Bxf5 exf5 17. Rbxc5 Rxc5 18. Rxc5 Bxe5 19. De2 0- 0-0 20. dxe5 Dxc5+ 21. Be3 Rf4 Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Kaupmanna- höfn í Danmörku. Íslenski stórmeist- arinn Þröstur Þórhallsson (2.392) hafði hvítt gegn Dananum Tommy Schmidt (2.143). 22. Hxf4! d4 23. Hxf5 dxe3 24. He1 Kb8 25. Dxe3 Dxc2 26. Hxf7 Dc6 27. e6 Dc4 28. De5+ Kc8 29. e7 Dxf7 30. Hc1+ og svartur gafst upp. Þröstur fékk 5½ vinning á mótinu af 9 mögulegum og lenti í 12.-21. sæti. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 160611 Hvítur á leik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.