Morgunblaðið - 16.06.2011, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.06.2011, Blaðsíða 24
24 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞAÐ ER KOMINN TÍMI TIL AÐ KREMJA! ER ÞAÐ? ÚRIÐ MITT HLÝTUR AÐ HAFA SEINKAÐ SÉR ÞETTA ER VIRKILEGA VEL GERT HJÁ ÞÉR ÉG GERÐI ÞAÐ SEM ÉG GAT MEÐ ÞVÍ SEM ÉG HAFÐI ÚR AÐ MOÐA HVAÐ NOTAÐ- IRÐU Í DÚKINN? TEPPIÐ MITT EINN GÓÐAN VEÐURDAG VERÐA ÞESSI KVIKINDI EFLAUST ÚTDAUÐ FREKAR SLÆM TÍMA- SETNING HEFURÐU TEKIÐ EFTIR ÞVÍ HVAÐ ÞJÓNUSTAN HÉRNA ER HÆG? ÞAÐ MÆTTI HALDA AÐ ÞJÓNUSTUSTÚLKAN OKKAR VÆRI DAUÐ ÚR ÖLLUM ÆÐUM MATURINN... VERÐUR TIL... EFTIR NOKKRA... KLUKKUTÍMA KANNSKI ER HÚN BARA BÚIN AÐ VINNA HÉRNA OF LENGI ÞETTA TÓKST ÁGÆTLEGA ÞARNA SPARAÐI ÉG MÉR FJÖGUR ÞÚSUND KRÓNUR ÁN NOKKURA VANDRÆÐA ÞANNIG AÐ ÞÚ HELDUR AÐ EKKI EINU SINNI SANDMAN GÆTI BROTIST INN Í ÞENNAN BRYNVARÐA BÍL SVO ER HANN EKKI KEYRÐUR AF MANNI HELDUR ER HANN FJARSTÝRÐUR HANN ER GJÖRSAMLEGA LOFTÞÉTTUR EKKI EINU SINNI SANDKORN GÆTI KOMIST INN Í HANN VIÐ ÆTLUM AÐ RÆNA ÞENNAN! Giftingarhring- ur tapaðist Karlmannsgifting- arhringur tapaðist, líklega í miðbænum, 12. júní sl. Inni í hringnum stendur Guðrún. Upplýsingar í síma 553 3683 eða 895 5422. Sparifé Fyrir skömmu voru þær raddir háværar í fjölmiðlum að ekkert hefði verið hróflað við sparifjáreigendum vegna þeirra þreng- inga sem þjóðin stendur nú frammi fyrir, ef frá eru taldir þeir sem áttu sparifé sitt í hlutabréfum hinna ýmsu bankastofnana. Þessar fullyrð- ingar fá engan veginn staðist. Ekki er fráleitt að ætla að stór hluti spari- fjár í bönkum sé í eigu ellilífeyr- isþega sem hafa með ráðdeild og sparnaði um árabil verið að búa í haginn til elliáranna. Við starfslok fær stór hluti þeirra einungis óveru- legar greiðslur úr lífeyrissjóðum. Þeir forsjálu geta því nýtt sér fjár- magnstekjur sínar sér til fram- færslu, þannig að þeir þurfa ekki að þiggja neitt frá Tryggingastofnun ríkisins. Fróðlegt væri að vita hversu margir ellilífeyrisþegar til- heyra þeim flokki og um hversu háar fjár- hæðir er að ræða á ársgrundvelli sem rík- ið þá sparar vegna ráð- deildar og fyrirhyggju þeirra ellilífeyrisþega sem hér um ræðir. Þá er vert að geta þess að fjölmargir eldri borg- arar töpuðu veruleg- um hluta sparifjár síns vegna gylliboða pen- ingasjóða bankanna, sumir allt að 32,8%. Nýlega var settur á 1,5% auðlegðarskattur sem þeir greiða sem eiga skuldlausar eignir (fasteignir og/eða sparifé) umfram 75 milljónir króna. Þá má ekki gleyma hinum síhækkandi fjár- magnstekjuskatti sem var lengi 10% af vaxtatekjum, fór svo í 15% en er nú 18%. Af ofantöldu má ráða að sparifjáreigendur hafa axlað sínar byrðar ekki síður en aðrir þegnar þessa lands. Á árum áður taldist sparsemi, nýtni og nægjusemi til dyggða en nú um stundir er stöðugt verið að fjandskapast út í þá sem vilja vera sjálfum sér nógir og eng- um háðir. Sparifjáreigandi. Ást er… … ó, ef aðeins! Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Árskógar 4 | Handav./smíði/útskurður kl. 9. Botsía kl. 9.30. Helgistund kl. 10.30. Myndlist kl. 13.30. Opinn púttvöllur. Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8-16. Stólajóga kl. 10.15. Botsía kl. 10.45. Eftirlaunadeild símamanna | Sum- arferðin verður 13.-17. ágúst. Sprengi- sandur, Mývatnssveit, gist á Stöng. – Dettifoss, Hljóðaklettar, Ásbyrgi, Ak- ureyri (2 n.). – Eyjafjarðarsveit. – Svarf- aðardalur, Héðinsfjörður, Síld- arminjasafnið á Siglufirði, Bakkaflöt (gist). Upplýsingar gefur Ragnhildur í síma 551-1137 eða 898-4437. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dans- leikur sunnudagskvöld kl. 20. Klassík leikur fyrir dansi. Fyrsta dagsferð sum- arsins þri. 21. júní nk. um Reykjanes. Vigdísarvellir, Selatangar, Selvogur o.fl. Brottför kl. 9.30/10. Laus sæti, skrán- ing s. 588-2111. Félagsheimilið Gjábakki | Ramma- vefnaður kl. 9.05, hádegisverður kl. 11.40, einkasamkvæmi í kaffistofu kl. 14. Á morgun verður þjóðhátíðardagskrá í Gjábakka. Húsið verður opnað kl. 15, Ragnar Bjarnason söngvari, Skapandi sumarstörf sjá um skemmtiatriði, kaffi- hlaðborð. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Handavinnuhorn kl. 13, vöfflukaffi frá kl. 14, 17. júní hátíð við minnisvarða Jóns Sigurðssonar í garði við Strikið 2-12 kl. 15.30. Börn úr Sjálandsleikskóla koma í skrúðgöngu, söngur og undirleikur. Félagsstarf eldri bæjarbúa Seltjarn- arnesi | Vatnsleikfimi kl. 7.15. Molasopi og spjall í Króknum kl. 10.30. Skemmti- ganga frá Mýrarhúsaskóla kl. 13.30. Púttvöllurinn opinn við Skólabraut. Félagsstarf Gerðubergi | Opið kl. 9- 16.30, kl. 10.30 samverustund og perlu- saumur eftir hádegi. Félag heyrn- arlausra kl. 11-15, umsj. Anna Jóna Lár- usd. Brids hjá FEB kl. 13. Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9. Botsía kl. 10.30. Bingó kl. 13.30. Hvassaleiti 56-58 | Botsía kl. 10. Fé- lagsvist kl. 13.30 kaffisala í hléi. Jóns- messugrill fös. 24. júní, skráning og nánari upplýsingar í afgreiðslu eða s. 535-2720. Hæðargarður 31 | Við Hringborðið kl. 8.50. Listasmiðja kl. 9. Félagsvist á mánudögum. Bónus og bókabíll á þriðjudögum. Hárgreiðslustofa. Fótaað- gerðastofa. Íþróttafélagið Glóð | Þjóðhátíðarkaffi í Gjábakka 17. júní kl. 15. Vesturgata 7 | Handavinna, glerskurður (Tiffany’s), ganga kl. 9.15. Kertaskreyt- ingar, kóræfing og leikfimi kl. 13. Ólafur Stefánsson á Syðri-Reykjum orti að gefnu tilefni: Sunnanáttin súldarvott sendir yfir landið. Er því bágt að þurrka þvott, – þetta er meira standið. Hjálmar Freysteinsson var ekki seinn til svars: Á Íslandi er alltaf hreint úrhelli og gjóla. Það er von að þorni seint þvotturinn hjá Óla. Jón Ingvar Jónsson sá aðra hlið á rokinu: Ég með frúnni sef í sátt, sjaldan beiskju kenni þó að nöpur norðanátt núna sé í henni. Enn stóðst Hjálmar ekki mátið: Við megum eiga von á því að valdið geti tjóni hve sviptivindasamt er í sænginni hjá Jóni. Þá Friðrik Steingrímsson: Ef hún nuddar nára og hupp nokkra hefur von um, að hún magna muni upp moldviðri í honum. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af súldarvotti og sænginni hjá Jóni - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.