Morgunblaðið - 16.06.2011, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.06.2011, Blaðsíða 25
MENNING 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2011 Listvinafélag Hallgríms-kirkju stendur fyrir röðsýninga undir yfirskrift-inni „Kristin minni“ – og að þessu sinni sýnir Þóra Þórisdóttir í anddyri kirkjunnar í tilefni af hátíð kirkjunnar, hvítasunnu. Hvítasunnan hverfist um heilagan anda sem einnig hefur verið nefndur „andi sannleik- ans“ og „annar hjálpari“ (á eftir Kristi), samanber Jóhannesarguð- spjallið. Túlka má heilagan anda sem uppsprettu orku sem getur komið hinu góða til leiðar, og hvítasunnuhá- tíðin gefur því tilefni til íhugunar, líkt og sýning Þóru gefur til kynna. Þar má m.a. sjá eintak af Biblíunni; bók sem þvegin hefur verið með salti og blóði í þeim tilgangi að opna hana á táknrænan hátt fyrir íhugun, endur- skoðun og túlkun sem lýtur einkum að konum en höfðar jafnframt til allra sem áhuga hafa á trú og trúmálum. Yfirskrift sýningarinnar er „Ru- brica“ sem merkir m.a. rauð krít sem notuð er til að merkingar (þar sem á að skera í flöt). Og Þóra vísar með rauða litnum á þá staði í heilagri ritn- ingu, aðallega Ljóðaljóðin og Jóhann- esarguðspjallið, þar sem textinn þarfnast sérstakrar „krufningar“. Notkun Þóru á blóði – ef til vill tíða- blóði – virðist skírskota til líkamans og hins jarðneska sem tengist áhuga hennar á að færa boðskap bókarinnar nær fólki. Efnislegur veruleiki bók- arinnar er jafnframt undirstrikaður með þvottinum: á bylgjóttum síð- unum stirnir á saltkristalla, eða salt jarðar. Á sama tíma hefur bókin þan- ist út og áferð hennar orðið mjúk, loftkennd og blæbrigðarík; það er sem ferskir vindar hafi leikið um síð- urnar, nú eða andi verið leystur þar úr læðingi. Þóra „opnar“ þannig rými bókarinnar fyrir persónulegri túlkun þar sem heilagur andi er kvenkyns kraftur eða lífgjafi; kraftbirting hans þýðir textann í kvenlægu ljósi í þeim tilgangi að „rétta við kynjað táknmál Biblíunnar“, eins og segir í frétta- tilkynningu. Í fróðlegu samtali Þóru, Ólafs Gíslasonar listfræðings og Sól- veigar Önnu Bóasdóttur guðfræðings (sem heyra má á vef Listvinafélags- ins) kemur fram að hugmyndir Þóru eiga sér samsvörun í sjónarmiðum kvennaguðfræði og umhverf- isguðfræði. Á veggjum anddyrisins hanga boll- ar með dreggjum rauðs jurta- drykkjar, og verk unnin m.a. með jurtalitum og blóði á vatnslitapappír. „Rubrica“ vísar hér til þess sem kall- ast yfirskriftir og greinirósir í helgum ritum. Í sjónrænum og hug- myndalega skemmtilegum leik, þar sem gengið er út frá sköpunarsög- unni, leiðir Þóra grunnform í nátt- úrunni og form í kristnu táknmáli af hringnum, eða eggi konunnar. Mynd- irnar hafa dulspekilegt yfirbragð, ekki síst vegna þess að handskrifaður textinn er á (latínuskotinni) ensku og minnir öðrum þræði á Tarot-spil. Nokkuð er þó um villur í textanum. Hér eru á ferðinni verk sem unnin eru af einlægni og brennandi áhuga. Þóra íhugar spurningar um náttúru og trú, kirkju, hugmyndakerfi, tilveru kvenna og jafnvel erfðafræði. Þjóð- kirkjan stendur um þessar mundir á vissum tímamótum og framundan kann að vera sjálfsgagnrýnin siðbót. Hugvekja Þóru kemur sem ferskur vindur inn í þá orðræðu – í góðri trú. Blóðhreinsun andans Hallgrímskirkja Þóra Þórisdóttir – Rubrica bbbmn Sýning stendur fram eftir sumri 2011. Opið alla daga kl. 9-20. Aðgangur ókeypis. Sýningarstjóri: Ólöf Nordal. ANNA JÓA MYNDLIST Hugvekja Þóra Þórisdóttir þvær eintak af Biblíunni með salti og blóði til að opna hana á táknrænan hátt fyrir íhugun, endurskoðun og túlkun. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna veitir árlega starfsstyrki til ritstarfa og til gerðar handrita fræðslu- og heim- ildamynda. Á fimmtudag var til- kynnt um hverjir fengju styrki fé- lagsins að þessu sinni og alls úthlutað fjórtán milljónum króna. Að sögn Friðbjargar Ingimars- dóttur, framkvæmdastýru Hag- þenkis, bárust félaginu umsóknir um 72 starfsstyrki til ritstarfa og nam heildarupphæðin sem sótt var um rúmum 37 milljónum kr. Alls úthlut- aði félagið styrkjum til 31 verkefnis, en þar af hlutu 16 höfundar hæsta styrk, 600.000 kr. hver. Þrjár um- sóknir til handritsgerðar voru líka styrktar, samtals um 650.000 kr. Í úthlutanaráði voru Hrefna Ró- bertsson sagnfræðingur, Snorri Baldursson náttúrufræðingur og Hulda Þórisdóttir stjórnmálasál- fræðingur. Hæstu styrki hlutu Anna Ingólfs- dóttir, Bjarni Reynarsson, Björn Vilhjálmsson, Gréta Elín Sörensen, Guðjón Friðriksson, Guðmundur Páll Ólafsson, Ingunn Þóra Magn- úsdóttir, Jóhann Sigurðsson, Jónas Knútsson, Margrét Elísabet Ólafs- dóttir, Margrét Gunnarsdóttir, Sig- urður Gylfi Magnússon, Stefán Páls- son, Sumarliði R. Ísleifsson, Viðar Hreinsson og Þórunn Sigurð- ardóttir. Starfsstyrki, 200-300 þúsund, hlutu Aðalheiður Guðmundsdóttir, Arna Björk Stefánsdóttir, Ásdís ósk Jóelsdóttir, Birna Lárusdóttir, Erla Hulda Halldórsdóttir, Guja Dögg Hauksdóttir, Gunnar Örn Hann- esson, Harpa Björnsdóttir, Kristján Guðmundsson, Magnús Einarsson, Paolo M. Turchi, Páll Baldvin Bald- vinsson, Sigrún Helgadóttir, Sig- urþór Sigurðsson og Trausti Ólafs- son. Styrki til gerðar fræðslu- og heim- ildamynda hlutu Ásta Kristjáns- dóttir og Berghildur Erla, Ari Trausti Guðmundsson og Pétur Gunnarsson. Hagþenkir úthlutar starfsstyrkjum Fræðastarf Starfsstyrkþegar Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna.  Styrkir til ritstarfa og gerðar handrita fræðslu- og heimildamynda Leikarinn, hesta-maðurinn og kvikmyndagerð- armaðurinn Benedikt Erl- ingsson fjallar um samskipti manna og hesta, manninn í hest- inum og hestinn í manninum, á Kjarvalsstöðum kl. 15 á laugardag í tilefni af sýn- ingunni Jór! sem þar stendur yfir. Benedikt er með í smíðum kvik- mynd sem hefur vinnuheitið Hross um oss og hefjast tökur á henni næsta sumar, en myndinni er ætlað að vera óður til hestsins. Fyrirlestur Benedikts er einnig hugsaður sem upptaktur fyrir Landsmót hestamanna sem hefst á Vindheimamelum í Skagafirði 26. júní. Á sýningunni Jór! Hestar í ís- lenskri myndlist er að finna verk sem fjalla með ýmsum hætti um það hvernig íslenskir listamenn hafa túlkað tengsl manns og hests í rúma öld, eða frá 1900 til 2010. Sýningunni er skipt í þrjú þemu: Þarfasti þjónninn; um hversdagsleg samskipti manns og hests, Holdg- aður stormur; um hestinn sem nátt- úru, og Hestar með vængi; hinn goðsagnalegi hestur. Benedikt um Hross um oss Benedikt Erlingsson Græni Hatturinn Akureyri sími 461 4646 / 864-5758 Forsala á alla viðburðina hafin í Eymundsson Fimmtudagur 16. júní Andrea og Blúsmenn Tónleikar kl. 22.00 Laugardagur 18. júní Eivör Tónleikar kl. 21.00 Sunnudaginn 19. júní Eivör Tónleikar kl. 21.00 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Húsmóðirin (Nýja sviðið) Mið 22/6 kl. 20:00 aukasýn Fim 23/6 kl. 20:00 aukasýn Sýningum lýkur í júní. Ósóttar pantanir seldar daglega Grímuhátíðin í Borgarleikhúsinu í kvöld Leikhúsin í landinu www.mbl.is/leikhus Uppselt Örfá sæti laus FarandsýningU Ö F Tjarnarbíó 5272100 | tjarnarbio@leikhopar.is Ferðasaga Guðríðar / The saga of Gudridur Sun 19/6 á íslensku kl. 20:00 Fös 24/6 á íslensku kl. 20:00 Lau 25/6 á íslensku kl. 16:00 Sun 26/6 kl. 20:00 sýnd á ensku / in english Sýnd á ensku 26.júní / In english 26.june Hetja / Hero Sun 19/6 kl. 16:00 sýnd á ensku / in english Fös 24/6 á íslensku kl. 18:00 Lau 25/6 á íslensku kl. 20:00 Sun 26/6 kl. 16:00 sýnd á ensku / in english Sýnd á ensku 19. og 26.júní / In english 19. and 26.june Sirkus Íslands:Ö faktor Fös 1/7 kl. 19:30 Lau 2/7 kl. 14:00 Lau 2/7 kl. 18:00 Sun 3/7 kl. 14:00 Sun 3/7 kl. 18:00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.