Morgunblaðið - 16.06.2011, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.06.2011, Blaðsíða 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2011 Það er sterkur soul- fílingur á disknum og jafnvel svolítill fönk fílingur 27 » S.L.Á.T.U.R., samtök listrænt ágengra tón- smiða umhverfis Reykjavík, efnir til Tón- smíðaviku í Garði á Suðurnesjum 19.-25. júní næstkomandi. Þetta er í þriðja sinn sem slík tónsmíðavika er haldin, en hún felst í því að mörg tónskáld hittist í eina viku, vinni mikið og hratt, veiti hvert öðru aðhald og bæði hvatn- ingu og gagnrýni. Alls munu tólf tónskáld taka þátt í hátíðinni. Á daginn semja menn tónlist og sú tónlist er síðan flutt á kvöldin af atvinnuhljóðfæraleik- urum á opnum æfingum. Auk þess halda tón- skáldin kynningar á verkum sínum. Hljóðfæra- leikarar vikunnar að þessu sinni eru Bergrún Snæbjörnsdóttir, Bára Sigurjónsdóttir, Heiða Árnadóttir og Helga Kristbjörg Guðmunds- dóttir. Nokkrir viðburðir í vikunni verða opnir al- menningi. Á mánudagskvöld kl. 20:00 verða fluttir fyr- irlestrar um listrænt ágeng málefni í Sam- komuhúsinu í Garði. Á þriðjudagskvöld kl. 20:00 verður málstofa í Samkomuhúsinu þar sem þátttakendur kynna hugmyndir vikunnar og skeggræða þær. Á miðvikudagskvöld kl. 20:00 verður opin æf- ing í Samkomuhúsinu með hljóðfæraleikurum vikunnar og þá gefst færi á að heyra og sjá sýnishorn af verkum sem mörg hver eiga vænt- anlega eftir að taka breytingum næstu daga. Tónleikar verða síðan í Samkomuhúsinu kl. 22:00 á föstudagskvöld og aðrir tónleikar í Út- skálakirkju kl. 16:00 á laugardag, en einnig verður hægt að skoða innsetningar víðsvegar um bæinn. Allir tónleikar, opnar æfingar og fyrirlestrar eða kynningar verða teknar upp og gefnar út. arnim@mbl.is Tónsmíðavika S.L.Á.T.U.R.  Vinnustofur, tónleikar og málþing í Garðinum Aðhald Páll Jón Pálsson og Guðmundur Steinn Gunnarsson fremja gjörning. Snorri Ásmundsson og Gunnar S. Magnússon, GSM, sýna verk sín í Gallerí 46 á Hverfisgötu 46. Á sýningunni eru málverk og teikn- ingar. Snorri Ásmundsson málar og fæst við gjörninga en meðal gjörn- inga hans eru t.d. framboð hans til embættis forseta Íslands (2004) og borgarstjóraefnis flokksins „Vinstri hægri snú“ í Reykjavík (2002). Verk Snorra hafa m.a. ver- ið sýnd í Kunsthalle Krems í Austurríki, Wood Street Galleries í Pittsburgh, Gallery Boreas í New York, Listasafni Akureyrar og Nýlistasafninu í Reykjavík. Gunnar S. Magnússon stundaði nám við Myndlistar- og hand- íðaskólann og Myndlistarskólann í Reykjavík. Auk kynnis- og náms- ferða til ýmissa Evrópulanda stundaði hann framhaldsnám við Listaháskólann í Ósló frá haustinu 1949 og lauk því 1952. Gunnar var nemandi hjá Jean Heiberg, skóla- bróðir Jóns Stefánssonar hjá Mat- hisse. Síðar dvaldist hann við myndlistarnám í Frakklandi, á Spáni og Ítalíu. Samsýning Gunnar S. Magnússon og Snorri Ásmundsson. Snorri og Gunnar sýna saman  Málverk og teikn- ingar í Galleríi 46 Halldóra Helgadóttir opnar sýningu í Listasetrinu Kirkju- hvoli, Akranesi, á föstudag kl. 16. Á sýningunni, sem hefur yf- irskriftina „Bjartir dagar“, eru olíumálverk og vatns- litamyndir. Halldóra lauk námi frá Myndlistarskólanum á Ak- ureyri árið 2000. Hún hefur haldið einkasýningar nánast árlega eftir að námi lauk, aðal- ega hér á landi en einnig erlendis, ásamt því að taka þátt í nokkrum samsýningum. Sýningin stendur til 26. júní og er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 14-17. Myndlist Bjartir dagar Halldóru Úr einu verki Halldóru. Söngkonan og píanóleikarinn Ragnheiður Gröndal kemur fram á stofutónleikum á Gljúfrasteini næstkomandi sunnudag kl. 16. Á efnisskrá tónleikanna verða eigin lög og ljóð hennar, auk nýrra og eldri laga við ljóð Kristínar Jóns- dóttur og Halldórs Laxness, þjóðlaga við ljóð Skáld-Rósu og Maríu Bjarnadóttur og laga eftir samtímatónskáld eins og Ólöfu Arnalds og Megas. Ragnheiður verður ein við flygilinn á Gljúfra- steini. Tónleikarnir eru liður í Stofutónleikaröð Gljúfrasteins. Tónlist Ragnheiður á Gljúfrasteini Ragnheiður Gröndal Minjasafn Reykjavíkur býður til sögugöngu í kvöld kl. 20. Lagt verður upp frá Grófinni, milli Tryggvagötu 15 og 17, og gengið um slóðir Jóns Sigurðs- sonar í miðbæ Reykjavíkur undir leiðsögn starfsmanna Minjasafnsins. Jóns Sigurðssonar dvaldi langdvölum í Reykjavík, fyrst fjögur ár eftir að hann lauk stúdentsprófi, þar af þrjú í Laugarnesi, sem þá taldist reyndar ekki til Reykjavíkur. Síðan dvaldi hann þar fjórtán sinn- um sem þingmaður, stundum mánuðum saman í hvert sinn. Sagnfræði Jón Sigurðsson og Reykjavík Jón Sigurðsson Díana Rós A. Rivera diana@mbl.is Pétur Thomsen ljósmyndari opnar sýninguna Ásfjall í Þjóðminjasafni Ís- lands í dag kl. 17. Samfara opnuninni verður gefin út bókin Ásfjall sem inniheldur meðal annars öll verkin á sýningunni auk annarra. Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður ritaði inngang og einnig skrifaði Sigrún Sigurð- ardóttir texta fyr- ir bókina. Uppbygging í Ásfjalli Að sögn Péturs auglýsti Þjóð- minjasafn Íslands eftir verkefni fyrir samtímaskráningu í ljósmyndun og ákvað hann að sækja um. Honum var í kjölfarið úthlutað styrk og hefur hann unnið að verkefninu síðan vorið 2008. Hann hefur myndað Ásfjall í Hafnarfirði og þær breytingar sem hafa orðið á náttúru þess og umhverfi í kjölfar byggingaframkvæmda og seinna hruns í efnahagskerfi og sam- anstanda myndirnar af umhverf- ismyndum, myndum af húsum og portrettmyndum af íbúum á svæðinu. „Ég hef verið að skoða þetta svæði sem er búið að vera í uppbyggingu síðan fyrir hrun. Skoðað hverfin og náttúruna og hvernig hverfin eru að stækka út í hana meðal annars,“ segir Pétur. Hann segir Ásfjallið hafa vakið at- hygli hans þegar hann fór að velta fyrir sér hinni miklu uppbyggingu sem átti sér stað á höfuðborgarsvæð- inu rétt fyrir hrun og það sé hug- myndin á bak við myndirnar. „Ég fór bara að reikna saman íbúðafjölda og fjölda landsmanna og þá bara gekk þetta ekkert upp, “ segir Pétur en þótt myndirnar hafi upphaflega snú- ist um að sýna nýtt hverfi í uppbygg- ingu urðu framkvæmdirnar að ein- hverju meira og stærra eftir hrun og hálfbyggð hverfin urðu tákn óraun- hæfra áforma eins og segir í tilkynn- ingu. „Þetta eru kannski vangaveltur um þetta allt saman. Svo er þetta sett fram á einhvern fagurfræðilegan máta,“ segir hann. Fæddur með ljósmyndaáhugann Að sögn Péturs hefur hann alltaf haf áhuga á ljósmyndun. „Það er eitt- hvað sem hefur logað í mér frá upp- hafi, frá fæðingu. Ég er fæddur inn í ljósmyndarafjölskyldu og áhuginn á miðlinum kemur þaðan.“ Hann segir heillandi við miðilinn hversu flókinn og einfaldur hann er á sama tíma og hversu margt hann býður upp á. „Það heillar mig líka að það skuli alltaf vera einhver fyrirmynd að ljósmynd- inni. Það er alltaf einhver raunveru- leikatenging þótt raunveruleikinn geti verið svolítið beygður, það er ekki endilega sannleikur í ljós- myndun. Þetta er miðill sem gerir manni kleift að setja fram einhverja raunveruleikatengda mynd sem fólk kemur svo með sitt sjónarhorn á og sér kannski eitthvað allt annað en maður sjálfur,“ segir Pétur að lokum. Skrásett áhrif uppbyggingar  Sýning Péturs Thomsen, Ásfjall, opnuð í Þjóð- minjasafni Íslands Ljósmynd/Pétur Thomsen Skrásetning Pétur Thomsen hefur myndað Ásfjall í Hafnarfirði og þær breytingar sem þar hafa orðið. Pétur Thomsen Verk tónskálds- ins Daníels Bjarnasonar, Bow to String, var nýverið valið í flokk tíu úrvals- verka á Alþjóða tónskáldaþinginu IRC sem haldið var í Vínarborg. Verkinu verður í kjölfarið útvarp- að víða um heim á næstu mánuðum. Sextíu verk valin af ríkisútvarps- stöðvum 29 landa voru kynnt á þinginu sem haldið var 7.-10. júní sl., en verk Daníels var framlag Rík- isútvarpsins. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Daníel fær kynningu á þinginu en árið 2008 var verk hans All sounds to silence come valið í úrvalsflokk verka eftir tónskáld yngri en 30 ára á tónskáldaþinginu. Á síðasta ári fékk Daníel svo Íslensku tónlist- arverðlaunin fyrir verkið Bow to String og fyrir geisladiskinn Processions. Daníel í úrvalsflokk Daníel Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.