Morgunblaðið - 16.06.2011, Page 27

Morgunblaðið - 16.06.2011, Page 27
MENNING 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2011 Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Nýja platan hans Bubba hefur vakið mikla athygli enda allt annar hljóm- ur á henni en fólk á að venjast frá þessum listamanni. Það er sterkur soul-fílingur á disknum og jafnvel svolítill fönk fílingur. Benzin- bræðurnir, þeir Börkur Hrafn og Daði Birgissynir, eru mennirnir sem útsettu hana, pródúseruðu, tóku hana upp, hljóðblönduðu og spiluðu svo sjálfir á hljómborð og gítar. Aðspurður hvort það hafi ver- ið markmiðið að gera fyrstu alvöru soul-plötu landsins segir Börkur að það hafi verið raunin. „Það var markmiðið hans Bubba frá upphafi. Hann hafði samband við okkur Daða og við kýldum á þetta enda vorum við þá nýbúnir að taka við rekstri á hinu fornfræga Stúdíói Sýrlandi í Skúlatúninu ásamt Bjarka Sigurðssyni og ekkert betra en að fara í svona verkefni. Við stofnuðum og rákum hljómsveitina Jagúar í sjö ár þannig að við erum ekki ókunnugir soul-tónlist. Við vissum ekkert hvernig samstarfið myndi verða við Bubba en það kom í ljós fljótlega að hann treysti okkur fyrir þessu. Hann samdi lögin jafn- óðum, við fengum tvö, þrjú lög í mánuði yfir sex mánaða tímabil. Svo leyfði hann okkur að leika okkur með þetta. Við fengum fullkomið listrænt frelsi eins og maður segir,“ segir Börkur hlæjandi. „En jú, ég held að það megi segja að við séum mennirnir á bak við nýja hljóminn hans Bubba.“ Mannskapurinn skiptir öllu Aðspurður hvernig þessum hljómi hafi verið náð, hvernig þeir hafi stillt upp hljóðfærunum eða hvernig þeir hafi farið að þessu segir hann það mikilvægasta sé að finna rétta mannskapinn í djobbið. „Þessi mús- ík byggist fyrst og fremst á per- formans og heildarhljóm. Ég er á gítar og Daði á hljómborð og svo fengum við Kristin Snæ Agnarsson á trommur. Ingi Björn Ingason spil- ar á bassann hjá okkur. Svo lá beint við að hringja í vin okkar Samúel sem var með okkur í Jagúar og við fengum hann til að vinna með okkur brassið. Það var samstarf sem small saman, enda er hann snillingur. Síð- an þurfti að finna bakraddir og eftir töluverða leit duttum við niður á Kristjönu Stefánsdóttur, sem er ein sterkasta djass- og soul-söngkona landsins í dag. Það komu margir að þessu og við erum öll rosalega ánægð með árangurinn. Pælingin var að hverfa aftur til fortíðar en þó þannig að þessi plata hljómaði eins og hún væri tekin upp í dag, grunnurinn var til staðar því við höfum hlustað mikið á fönk og soul í gegnum tíðina og erum á heimavelli þar. Það var ákveðið að þetta yrði spiluð plata. Ekki svona stúdíóplata þar sem allt er klippt og skorið. En þetta var óvenjulegt ferli að því leyti til að þetta var óvenju langt. Þetta var átta mánaða ferli með pásum inni á milli. En Bubbi er í skýjunum og við líka. Hann hefur sagt að þetta sé ein af hans langbestu plötum og það er af ýmsu að taka þar, ég held að hann hafi gefið út ein 600 lög. Bubbi er frábær söngvari og það er það sem er mikilvægast í svona músík, það er góðir söngvarar.“ Útgáfutónleikar verða haldnir í kvöld, miðvikudagskvöldið 16. júní, á Hofi á Akureyri, þar sem Bubbi, Benzin-bræður og bandið mun skemmta áhorfendum. Mennirnir á bak við Bubba  Benzin-bræður bjuggu til nýja hljóminn hans Bubba  Hafa hlustað á fönk og soul frá því þeir muna eftir sér Soul Hér er Börkur Hrafn að spila á gítarinn en hann og bróðir hans Daði eru mennirnir á bakvið nýja hljóminn hjá Bubba, sem er soulkenndur mjög. Ástríða Daði Birgisson horfir út í hljóðversblámann. Hann og Börkur hafa gælt við soul og fönk lengi vel og stofnuðu m.a. hljómsveitina Jagúar. Skúli mennski og hljómsveitin Grjót stóð fyrir brakandi Búggíveislu á dög- unum á Rósenberg, en Skúli og félagar hafa verið iðnir við hljómleikahald að undanförnu. Ljósmyndari blaðsins lét sveifluna ekki fram hjá sér fara. Morgunblaðið/Ernir Þaninn Skúli gefur í. Halldór fylgist íbygginn með á bak við. Gítar Halldór Gunnar Pálsson leikur á gítar en hann spilar einnig með Fjallabræðrum og leiðir þá sveit. Drengurinn er búggíeinbeittur mjög. Fjöldi Söngkonufjöld tók þátt í atinu og búggíaði Rósenberg upp. Búggí, búggí, búggí … SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS T.V. - KVIKMYNDIR.IS GLERAUGU SELD SÉR NÁNARI UPPLÝSINGAR OG MIÐASALA Á UPPLIFÐU STUNDINA SEM Á EFTIR AÐ BREYTA HEIMINUM! BRIDESMAIDS KL. 5.20 - 8 - 10.40 12 X-MEN: FIRST CLASS KL. 5.20 - 8 - 10.40 12 WATER FOR ELEPHANTS KL. 5.30 - 8 - 10.30 L FAST FIVE KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 SUPER 8 KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 SUPER 8 Í LÚXUS KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 BRIDESMAIDS KL. 5.20 - 8 - 10.40 12 X-MEN: FIRST CLASS KL. 8 - 10.45 12 KUNG FU PANDA 2 ÍSL. T 3D KL. 3.40 - 5.50 L KUNG FU PANDA 2 ÍSL.T 2D KL. 3.40 L PIRATES 4 3D KL. 6 - 9 10 - FRÉTTATÍMINN FRÁ STEVEN SPIELBERG OG J.J. ABRAMS KEMUR EIN BESTA ÆVINTÝRA/SPENNUMYND ÁRSINS! BRIDESMAIDS KL. 5.50 - 8 - 10.15 12 X-MEN: FIRST CLASS KL. 10.15 12 HÆVNEN KL. 5.50 - 8 12 FRÁBÆR FJÖLSKYLDUSKEMMTUN! FRÁ HÖFUNDUNUM SEM FÆRÐU OKKUR LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum SUPER 8 Sýnd kl. 5:50, 8 og 10:15(POWER) BRIDESMAIDS Sýnd kl. 4, 6:30, 9 og 10 X-MEN: FIRST CLASS Sýnd kl. 7 KUNG FU PANDA 2 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 4 KUNG FU PANDA 2 2D ÍSL TAL Sýnd kl. 4 FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR „Djarfasta og best skrifaða X-Men-myndin til þessa.” -T.V., Kvikmyndir.is/Séð & Heyrt „Þetta er sannarlega fyrsta flokks ofurhetjumynd!“ -Þ.Þ., Fréttatíminn ÞRÍVÍDD EINS OG HÚN GERIST BEST - BOX OFFICE MAGAZINE POWE RSÝN ING KL. 10 :15  “Besta gamanmyndin sem ég hef hingað til séð á árinu... Fyndin, trúverðug og vandræðaleg á besta hátt. Strákar munu fíla hana, konur munu elska hana!” T.V. - Kvikmyndir.is/Séð & Heyrt „BETRI EN THE HANGOVER” cosmopolitan FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR SUPERBAD, KNOCKED UP, OG THE 40-YEAR-OLD VIRGIN SÝND Í 2D OG 3D EIN BESTA ÆVINTÝRA/SPENNUMYND ÁRSINS -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.