Morgunblaðið - 16.06.2011, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.06.2011, Blaðsíða 28
Sú ágæta hljóm- sveit My Morning Jacket, hugar- fóstur gítarleik- arans og söngv- arans Jims Jones, hefur alltaf verið hálfgert furðuverk. Henni skaut upp nánast óforvarandis á sínum tíma, þegar hún sendi frá sér þá þrælfínu skífu The Tennessee Fire fyrir þrettán árum eða svo. Tónlist- in var einskonar þjóðlagakennt ind- íkátrý og röddin margþvæld með „reverbi“ (e.k. rafrænum endurómi) dauðans. Hélt svo fram um hríð eða þar til sveitin samdi við stór- fyrirtæki og söngrödd Jones fékk að óma ein eða svo gott sem. Skyndilega varð allt tærara og skemmtilegra, fyrir minn smekk í það minnsta – Z var og er fram- úrskarandi skífa. Þá komum við að Circuital sem kom út í lok maí sl. Í viðtölum hefur Jim Jones lýst skífunni sem svo að hún sé eins- konar afturhvarf til einfaldleikans en það segir ekki mikið þegar grannt er skoðað – tónlist sveitar- innar hefur alltaf verið einföld og blátt áfram og er það enn. Á Cir- cuital er þannig fullt af fínum lög- um, spilagleði og gamansemi – sjá (heyr) til að mynda textann óborg- anlega í Outta My System. Því oft- ar sem ég hlusta á þessa plötu því betur kann ég að meta hana og hún er eflaust að skríða yfir fjórðu stjörnuna þegar þú lest þetta, kæri lesandi. Spilagleði og gamansemi My Morning Jacket – Circuital bbbmn Árni Matthíasson Hljómsveitin Circuital er sjötta hljóðversplata My Morning Jacket, sem rekur átthaga til Louisville. Leiðtoginn, Jim James, er í miðið. Erlendar plötur 28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2011 100/100 "THE YEAR'S MOST THRILLING, FEELING MAINSTREAM MOVIE." - TIME "SUPER 8 IS A THRILLING RETURN TO MOVIE MAGIC OF OLD, FILLED WITH WONDER, HORROR AND CHILLS." - JIMMYO, JOBLO.COM HHHH "SUPER 8 ER AUÐVELDLEGA BESTA SUMARMYND ÁRSINS EF EKKI BESTA SUMARMYND SEM HEFUR KOMIÐ Í ÁRARAÐIR." - ENTERTAINMENT WEEKLY HHHHH "SUPER 8 ER NÁNAST FULLKOMIN" - QUICKFLIX HHHH HHHH "SPENNANDI OG DULARFULL ALLA LEIÐ... EIN AF ÓVÆNTARI MYNDUM ÁRSINS." - KVIKMYNDIR.IS/SÉÐ & HEYRT BEINT Á TOPPIN N Í USA "SPENNANDI OG DULARFULL ALLA LEIÐ... EIN AF ÓVÆNTARI MYNDUM ÁRSINS." - KVIKMYNDIR.IS/SÉÐ & HEYRT HHHH SU KU KU TH PI SUPER 8 kl. 5:30 - 8 - 10:30 12 THE HANGOVER 2 kl. 5:30 - 8 - 8:25 12 X-MEN: FIRST CLASS kl. 5:10 - 8 - 10:45 14 KUNG FU PANDA 2 3D ísl. tal kl. 5:30 L PIRATES OF THE CARIBBEAN 3D kl. 8 - 11 10 / ÁLFABAKKA / EGILSHÖLL SUPER 8 kl. 5:40 - 8 - 10:20 - 11:30 12 KUNG FU PANDA 2 3D M/ísl. kl. 6 L SUPER 8 kl. 5:40 - 8 - 10:20 VIP KUNG FU PANDA 2 M/ísl. tali kl. 6 L THE HANGOVER 2 kl. 5:50 - 8 - 9 - 10:20 12 KUNG FU PANDA 2 M/ensku tali kl. 10:20 M.texta L PIRATES OF THE CARIBBEAN 4 kl. 6 -8 -10:50 10 SOMETHING BORROWED kl. 8 L EIN BESTA ÆVINTÝRA/SPENNUMYND ÁRSINS SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI Battles vakti verð- skuldaða athygli fyr- ir fyrstu plötu sína, Mirrored, sem kom út fyrir fjór- um árum síðan. Einhvers konar síð-síðrokk, heyra mátti Tortoise takta innan um framsækið rokk, á köflum helbert progg, og reiknirokkið svokallaða (sem er nokkurs konar uppfært progg fyrir harðkjarnakynslóðina) var þarna líka innan um. Þetta hljómar óskaplega vísindalega en Battles tókst að gera þennan bræð- ing áhlýðilegan, og var að höfða bæði til gamalla hunda sem þora vart enn að viðurkenna dálæti sitt á King Crimson og svo yngri áheyr- enda, sem hrifist höfðu af síðrokki Tortoisefjölskyldunnar og jað- arbundins harðkjarnarokks að hætti Converge og Dillinger Escape Plan. Hér er hoggið nokkurn veginn í sama knérunn, þú átt aldrei von á því hvað kemur næst en ert alltaf jafn spenntur eftir næsta lagi. Latin- hljómar poppa nokkuð reglulega upp og lögin keyrð áfram af virtúós- um sem láta þó kunnáttuna aldrei hlaupa með sig í gönur, framreiðsla öll er smekkleg og þjónar tónlistinni. Stórgóð plata, gefandi mjög og ánægjulegt að sjá John Stanier, gamla Helmettrommarann, í svona miklu eðalbandi. Battles - Gloss Drop bbbbn Flókið en seyðandi Arnar Eggert Thoroddsen Ég var að lesa Uncut inni á kló- setti í gær- morgunn, einu sinni sem oftar, og rekst þar á grein um þessa sveit, White Denim. Kauðar eru frá Austin og greinin í þessum hefð- bundna „framtíð rokksins“ stíl. Mað- ur tekur þessu mátulega alvarlega (en er alltaf jafn mikill „sökker“ fyr- ir þessu engu að síður) en ein máls- grein vakti athygli mína. „Eins og bílskúrsband að spila lög af Relayer með Yes“. Pönk- og progghjartað tóku því samtímis kipp og ég lét til- leiðast að tékka á þessu. Tilleiðast segi ég. En viti menn, þetta er alveg hárrétt lýsing hjá Uncut. Og þessi blanda svínvirkar! Áður en ég vissi var ég farinn að msn-a vinnufélag- ana um að þessi plata væri algjör snilld (eða „SNILLD!!!“) eins og ég orðaði það. Já, líkt og í tilfelli Battles hérna við hliðina ganga ólíkir straumar vel saman og meika á ein- hvern furðulegan hátt sens. Gít- arlykkjur og kaflaskiptingar eru stundum af flóknara tagi en það er eitthvað við skítugan, ætti ég að segja suðurríska, hljóminn sem kemur af stað töfrum. Up on the Sun með Meat Puppets skaut m.a. upp kolli. Alltént, White Denim vita upp á hár hvað þeir eru að gera og ég hvet ykkur til að láta „tilleiðast“ og tékka á þessu. Og hananú! Hvaðan kom þetta? White Denim - D bbbbm Arnar Eggert Thoroddsen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.