Morgunblaðið - 16.06.2011, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.06.2011, Blaðsíða 32
FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 167. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Ónýt húð ofurfyrirsætu 2. Segir bróður sinn hafðan að féþúfu 3. Hætta talin á HIV-sprengju 4. Lést á meðan hann nauðgaði »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Ný plata gleði- og stuðsveitarinnar FM Belfast er lofuð í hástert af rýni Morgunblaðsins. Segir hann sveitina hafa þróast nokkuð frá síðustu plötu, sé dýpri og kynþokkafyllri um leið og einkennishljóminum sé haldið. »29 Morgunblaðið/Árni Sæberg Dýpri og kynþokka- fyllri FM Belfast  Andrea Gylfa- dóttir og Blús- menn hennar verða með tón- leika á Café Ros- enberg laugar- daginn 18. júní. Nýútkominn disk- ur hljómsveit- arinnar, Rain on me rain, hefur verið með þeim allra söluhæstu síðastliðnar vikur. Tónleikarnir hefjast kl. 22 og er miðasala við innganginn. Andrea Gylfadóttir á Café Rosenberg  Tónlistarkonan Sóley Stefánsdóttir og unnusti hennar Héðinn Finnsson verða með uppákomu 17. júní í Kaffi- stofunni Nemendagallerí. Verða þau með sérstaka hátíð- arsýningu þar sem kastali, myndir, mynd- bönd, hljóð og hæ, hó og jibbíjei verða á boð- stólum. Svo segir a.m.k. í kerskinni fréttatilkynn- ingunni! „Snúiðútúr“ þjóðhátíðarsýning Á föstudag (þjóðhátíðardagurinn) Norðaustlæg átt, 10-15 við sa-ströndina, en annars hægari. Rigning eða súld af og til, en úr- komulítið sv og v-lands. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast sv-til. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Heldur hægari en í gær og skýjað að mestu, en víða dálítil væta fyrripartinn. Hiti 4 til 15 stig, hlýjast sv-lands. Heldur hlýnandi n- og a-til. VEÐUR Stjarnan vann góðan sigur á Þór/KA í spennandi leik á Akureyri í gærkvöldi en þá fór fram heil umferð í Pepsí- deild kvenna í knattspyrnu. Stjarnan sigraði 2:1 og sig- urmarkið skoraði Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir beint úr hornspyrnu á 81. mínútu. Leikurinn var við- burðaríkur fyrir Soffíu því hún var rekin af leikvelli að- eins níu mínútum síðar. »2-3 Sigurmark og rautt spjald „Ég tel þetta mjög gott hjá Hólmari. Þjálfari Bochum vildi fá hann. Menn frá Bochum sáu hann í leikjunum á móti Þýskalandi og Englandi og þeir hafa fylgst vel með honum,“ segir Eyjólfur Sverrisson, faðir Hólmars Arnar, leikmanns 21 árs landsliðsins sem skrifar undir samning við þýska 2. deildar liðið Bochum um leið og Evr- ópukeppn- inni í Dan- mörku lýkur. »1 Hólmar Örn til Bochum strax eftir Evrópumótið „EM er hörkusterkt mót en ég við- urkenni það að ég hefði ekkert haft á móti því að dragast í B-riðil og fá þá ef til vill aðeins þægilegri andstæð- inga í milliriðli, ef við komust þang- að,“ sagði Guðmundur Þórður Guð- mundsson, landsliðsþjálfari í hand- knattleik, eftir að dregið var í riðla í lokakeppni Evrópumótsins í Belgrad í gær. »4 Hefði ekkert haft á móti því að dragast í B-riðil ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við erum að spá í hvert við getum farið á henni,“ segir ungur skútu- eigandi á Ísafirði. Þrír fjórtán ára strákar og einn fimmtán ára hafa keypt sér skútu í félagi og eru að lagfæra hana fyrir sumarið. Mark- miðið er að geta siglt inn í Seyð- isfjörð og tekið þátt í siglinga- ævintýri sem þar er um verslunarmannahelgina. Strákarnir hafa allir tekið mik- inn þátt í starfi siglingaklúbbsins Sæfara og sótt námskeið á vegum hans og sumir þeirra eru aldir upp við sportið. Reynsla „Pabbi eignaðist fyrstu skútuna sem kom til Ísafjarðar og ég var þriggja mánaða þegar ég fór í fyrsta túrinn minn,“ segir Albert Jónsson. Kolmar Halldórsson tek- ur við keflinu og segir að pabbi sinn hafi smitast af áhuganum og hann hafi alist upp við þetta. „Við vorum að spá í hvað skútan Tópas kostaði. Pabbi Kolmars sagði að Tópas kostaði örugglega krónu en hann væri ekki til sölu,“ segir Hákon um tildrög þess að þeir fóru að hugsa um skútukaup. Halldór Sveinbjörnsson, faðir Kol- mars, benti þeim á skútu sem væri til sölu og þeir ákváðu að nota fermingarpeningana og aðra fjár- muni sem þeir áttu í banka til að festa kaup á skútunni sem þeir nefna nú Lipurtá. Besta hugmynd sem ég gæti fengið Foreldrarnir tóku vel í málið og hafa stutt þá dyggilega. „Mínum foreldrum fannst þetta besta hug- myndin sem ég gæti fengið, “ segir einn. „Frænka mín sagði að ég ætti að safna mér fyrir bíl, nota ferm- ingarpeningana í það,“ segir ann- ar. Þeir hafa síðan verið að lagfæra bátinn og hann er nú kominn á flot og þeir eru búnir að fara fyrsta túrinn undir seglum á Pollinum. „Við flugum áfram,“ segir Guð- mundur Sigurvin Bjarnason. „Það má alltaf bæta eitthvað,“ segir Kol- mar. Þeir þurfa að smíða tvær koj- ur til viðbótar þannig að fjórir geti gist þar í einu og svo vantar dýnur í rúmin. „Aðalatriðið er að gera hann vel siglanlegan,“ segir Kol- mar. Þeir ætla þó ekki að ferðast allir saman á Lipurtá alla daga og eru þessa dagana að semja reglur um notkun á skútunni. Segja að það geti verið erfitt að eiga saman bát og setja um hann reglur. Eitt ligg- ur þó fyrir og það er að ekki má breyta neinu nema allir séu því samþykkir. Allir ættu að prófa Strákarnir eru allir í unglinga- vinnunni í sumar og eru svo heppn- ir að fá að vinna við helsta áhuga- málið, siglinganámskeiðin hjá Sæfara. Þessa dagana eru þeir að taka til í húsnæði klúbbsins, þótt hugurinn sé mikið bundinn við Lip- urtá og umræðan snúist um hana. „Við ættum að ná því áður en námskeiðið byrjar,“ segir einn úr hópnum um tiltektina. Þeir eru sammála því að sigl- ingar séu skemmtilegt sport sem allir ættu að prófa. Albert nefnir að sumir sem eru í fótbolta og öðr- um íþróttum vilji ekki reyna, séu eitthvað feimnir við það, en segir að þeir sem stundi inniíþróttir, eins og körfubolta, séu að koma sterkir inn. Keyptu skútu fyrir fermingarpeningana  Þrír piltar á Ísafirði setja stefnuna inn í Seyðisfjörð á skútu sinni í sumar Ungir skútueigendur Hákon Jónsson, Albert Jónsson, Kolmar Hall- dórsson og Guðmundur Sigurvin Bjarnason um borð í skútunni Lipurtá. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.