Morgunblaðið - 18.06.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.06.2011, Blaðsíða 1
MStoðir fjárlaga veikjast »22 L A U G A R D A G U R 1 8. J Ú N Í 2 0 1 1  Stofnað 1913  141. tölublað  99. árgangur  www.ms.is Með D-vítamíni sem hjálpar þér að vinna kalkið úr mjólkinni. Meira fjör með Fjörmjólk! Nú í nýjum umbúðum með skrúftapp a LANDSMÓT HESTAMANNA 24 SÍÐNA AUKABLAÐ FYLGIR BLAÐINU Í DAG Morgunblaðið/Kristinn  Hópar frá Austur-Evrópu, búsett- ir hér á landi, hafa náð aukinni hlutdeild í sölu og dreifingu am- fetamíns, auk þess sem talið er að þeir standi að framleiðslu efnis- isins. „Það er minna af amfetamíni flutt inn og meira framleitt. Þeir sem hafa kunnáttuna, getuna og tengslin við að fá þau efni sem þarf til framleiðslunnar erlendis frá, það eru Austur-Evrópubúar,“ segir Bjarni Ólafur Magnússon lögreglu- fulltrúi sem stýrir aðgerðahópi lög- reglu höfuðborgarsvæðisins gegn sölu og dreifingu vímuefna. Að sögn Bjarna er áberandi hversu miklu minna af kókaíni hef- ur fundist á undanförnum misser- um við húsleitir og telur hann svo- nefnda helgarneytendur vímuefna hafa verið að færa sig úr kókaíni og yfir í amfetamín. Spurður hvort það sé verra fyrir lögregluna telur Bjarni það ekki endilega vera. »26 Aukin hlutdeild hópa frá A-Evrópu á vímuefnamarkaði Alvarleg staða » Útgjöld velferðarráðuneyt- isins stefna í að fara 3 millj- arða fram yfir heimildir í ár. » Staðan vegna umfram- útgjalda sjúkratrygginga er sögð vera „alvarleg“. » Áætlanir gera ráð fyrir um 35 milljarða halla á fjárlögum. Örn Arnarson Hjalti Geir Erlendsson Útgjöld velferðarráðuneytisins stefna í að fara þrjá milljarða fram yfir fjárheimildir í ár. Þetta kemur fram í minnisblaði fjármálaráðu- neytisins til fjárlaganefndar Alþing- is og ríkisstjórnarinnar um stöðuna í ríkisfjármálum eftir fyrstu þrjá mánuði ársins. Fram kemur í minn- isblaðinu að staðan vegna umfram- útgjalda vegna sjúkratrygginga sé „alvarleg.“ Útgjöld vegna þeirra stefna í að verða tveimur milljörðum meiri en fjárlög gera ráð fyrir. Auk þessa þarf ríkið að taka á sig tugmilljarða kostnað á þessu ári sem ekki er gert ráð fyrir í fjárlögum, m.a. vegna kjarasamninga, meðgjaf- ar vegna yfirtöku Landsbankans á SpKef, endurfjármögnunar Íbúða- lánsjóðs og vegna annarra nýsam- þykktra frumvarpa. Ljóst er að til verulegs niðurskurðar þarf að koma eigi markmið fjárlaga um 35 millj- arða króna halla að nást. Það sama gildir um langtímamarkmið efna- Milljarða framúrkeyrsla  Velferðarráðuneytið milljarða umfram fjárheimildir fyrstu þrjá mánuðina  Þingmaður í fjárlaganefnd segir stefnuleysi í ríkisfjármálum vera algjört hagsáætlunarinnar um að afgangur verði á fjárlögum árið 2013. Kristján Þór Júlíusson, þingmað- ur í fjárlaganefnd, segir stefnuleysið í ríkisfjármálum algjört og áætlun stjórnvalda til ársins 2013 sé öll að ganga úr skorðum. „Höfuðvandinn er að það er enginn hagvöxtur í takt við þær útgjaldaheimildir sem verið er að gera,“ segir Kristján. „Það er lausungin í ríkisfjármálum sem mað- ur sér verða meiri og meiri.“ Morgunblaðið/Sigurgeir S. Læknir Jónína, kandídat í læknis- fræði, ásamt dóttur sinni. Jónína Ingólfsdóttir fagnaði kandí- datsprófi í læknisfræði síðastliðinn laugardag. Er hún var nýorðin 13 ára greindist Jónína með stórt krabba- meinsæxli í nefkoki sem jafnframt hafði dreift sér til eitla í hálsi hennar. Við tók löng og erfið lyfjameðferð sem varði mánuðum saman. Sá tími reyndist Jónínu mjög erfiður og sam- hliða veikindum sínum glímdi hún við miklar aukaverkanir sökum meðferð- arinnar. Jónína segir fjölskyldu sína hafa staðið þétt að baki sér og reynst stoð sín og stytta í baráttunni við krabbameinið. Jónína segist löngum hafa haft mikinn áhuga á námi í læknavísindum. Ári áður en hún greindist var hún þegar farin að leiða hugann að slíku námi og er hún gekkst undir krabbameinsmeðferð sína sýndi hún starfi lækna sinna mikinn áhuga. Jónína og sambýlismaður hennar, Jósep Þórhallsson, eignuðust dóttur í nóvembermánuði síðastliðnum og áformar hún að njóta sumarsins með fjölskyldu sinni eftir langt nám lækn- isfræðinnar. »16 Björt framtíð framundan  Greindist með alvarlegt krabbamein snemma á lífsleiðinni Jón Sigurðsson forseti var í aðalhlutverki á Hrafnseyrarhátíð á þjóðhátíðardaginn. Nokkrir virðulegir Arnfirðingar voru í hópi gesta og lífg- uðu upp á samkomuna með því að mæta í gervi sjálfstæðishetjunnar. Hér eru þeir Gústaf Jónsson, Pétur Bjarnason og Jens Valdimarsson með Fjallkonu Vestfjarða, Ásu Dóru Finnbogadóttur, sem einnig er frá Bíldudal í Arnarfirði. »12 Jónar Sigurðssynir mættu á Hrafnseyri Morgunblaðið/Helgi Bjarnason  Einar K. Guð- finnsson þing- maður leggur til að Jón Bjarnason sjávarútvegs- ráðherra rífi strax frumvarp sitt um breyt- ingar á fisk- veiðistjórn. Sam- kvæmt niður- stöðu sérfræðinefndar mun frumvarpið hafa veruleg og nei- kvæð áhrif á starfandi sjávar- útvegsfyrirtæki og erfitt verði fyrir fyrirtækin að halda áfram rekstri. Ólína Þorvarðardóttir, varafor- maður sjávarútvegsnefndar, segir að álit sérfræðinganna verði skoð- að vel. »4 Lagt til að ráðherra rífi frumvarpið Jón Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.