Morgunblaðið - 18.06.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.06.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚNÍ 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Við erum nú staddir í Grímsey og hér er allt í hvínandi góðum gír. Það er um 75 prósent varp- hlutfall og þrír ungar klaktir í gær,“ segir Erpur Snær Hansen líffræðingur og bendir á að þeir ungar hafi orpið í byrjun maímánaðar fyrir hret. Erpur ásamt sjálfboðaliðum frá Bretlandi eru nú um þessar mundir að kanna ástand lundavarps víða um landið. „Fugli hefur fjölgað alveg ofboðslega á svæðinu. Einnig er mikið um álku hérna, það er ljóst að hún hefur verið að færa sig af Vestfjörðum og hingað,“ segir Erpur og reiknar með að um sé að ræða tugþúsundir fugla í Grímsey. „Við bjuggumst alltaf við því að hér væri allt í mjög góðum gír. Grímsey sker sig alveg úr og hefur alltaf gert.“ Veðrið hefur að undanförnu sett strik í reikninginn hjá Erpi við rannsóknir hans á varp- löndum. Nýverið þurfti hann frá að hverfa frá Vestfjörðum og reiknar með að veðrið muni jafn- framt aftra því að hann komist á Skrúðinn við Fáskrúðsfjörð. „Þetta fer allt að skýrast. Við förum í fullt af eyjum eftir helgi ef veðrinu slot- ar,“ segir Erpur. Áformað var að hópurinn héldi til Húsavíkur í gærkvöldi og sagðist Erpur reikna með að Lundey á Skjálfanda myndi reyn- ast í eðlilegu ástandi líkt og Grímsey. Lundinn í góðum gír í Grímsey  Ástand lundavarpsins kannað í Grímsey og telst vera eðlilegt  Settu Vestmannaeyjar aftast í röðina á hring sínum um landið  Líffræðingur hefur enga trú á að nokkuð gerist í Eyjum Morgunblaðið/Eggert Lundavarp Í Vestmannaeyjum búast menn við að fuglinn muni hreinlega ekki leggja í að verpa. Lundavarpið í Eyjum » Erpur segist ekki muna annað eins og bendir á að slíkt hafi eflaust aldrei gerst áður að enginn fugl sé orpinn 15. júní. » „Mesta seinkun sem við höfum séð í varpi var árið 2007 eða 2008. Þá var helmingur fugla orpinn 14. júní. Þetta er að fara út fyrir allt,“ segir Erp- ur. » Hann reiknar allt eins með að fuglinn sé „að slaufa þessu“ sökum þess hve seint varpið fer af stað. Erp grunar að fuglinn sé einna helst að halda lífi í sjálfum sér. Janus Arn Guðmundsson janus@mbl.is Uppboðsmarkaðnum á fiski í Hull á Bretlandi var nýverið lokað. Fyrir- tækið Atlantic Fresh hefur haldið markaðnum gangandi frá árinu 2005. Að sögn Magnúsar Guðmunds- sonar, stjórnarformanns Atlantic Fresh, getur fyrirtækið ekki lengur séð markaðnum fyrir ferskum fiski frá Íslandi. Ástæðan er tvíþætt Að sögn Magnúsar Guðmundsson- ar er ástæðan tvíþætt: „Í fyrsta lagi er það svo, að það er búið að skerða ýsukvótann úr 95 þúsund tonnum niður í u.þ.b. 37 þúsund tonn og stendur til að skerða hann enn frek- ar,“ segir hann og bætir við að fyr- irtækið hafi verið að flytja rúm 20 þúsund tonn á Bretlandsmarkað á ársvísu. „Í öðru lagi hafa stjórnvöld komið á svokölluðu kvótaálagi sem er 5%, þetta þýðir að ef útgerðarfyr- irtæki ákveður að selja óunninn, óvigtaðan fisk beint á erlendan markað er kvóti þess fyrirtækis skertur um 5%,“ segir Magnús og bætir við að þetta geri útgerðum sem vilja flyta út ferskan fisk erf- iðara fyrir. Magnús segir markaðinn á Bret- landi allt annars eðlis en gengur og gerist víða annarstaðar.„Þetta snýst um framboð og eftirspurn, en Bretar vilja einungis óunninn fisk,“ segir Magnús og bætir því við að þetta sé alls ekkert algilt. „Eftirspurnin víða í Evrópu t.a.m. er eftir unnum afurð- um,“ segir hann. Magnús segist að lokum hafa áhyggjur af stöðu Íslendinga á Bret- landsmarkaði til lengri tíma litið, sértaklega varðandi heilan, ferskan fisk. „Norðmenn munu hirða mark- aðinn af okkur ef ekkert verður að gert, þar er sjávarútvegurinn ríkis- styrktur og ekki um neinar álögur að ræða á kvóta við útflutning.“ Líklegt að Norðmenn hirði markaðinn Morgunblaðið/Ómar Fiskur Magnús Guðmundsson segist hafa áhyggjur af stöðu Íslendinga.  Uppboðsmarkaðnum í Hull á Bretlandi lokað  Kvótaálag og skertur kvóti kemur í veg fyrir að út- gerðarmenn fari inn á erlendan markað  Hefur áhyggjur af stöðu Íslendinga á Bretlandsmarkaði Þjóðhátíðargestir sem samankomnir voru í miðbæ Reykjavíkur fjölmenntu í sali Alþingis í gær. Um var að ræða hátíðarsamkomu í tilefni 100 ára afmælis Háskóla Íslands, sem stofnaður var hinn 17. júní árið 1911. Háskólinn var þarna til húsa á árunum 1911 til 1940 og af því tilefni var sýning aðeins opin í gær um þingstörf Jóns Sigurðssonar og starfsemi háskólans í Alþing- ishúsinu. Morgunblaðið/Ernir Þjóðin sýndi Alþingi mikinn áhuga á 100 ára afmæli HÍ Í veðurspá næstu daga er spáð áframhaldandi norðaustlægri átt. Búist er við þokulofti á an- nesjum norðan- og austantil en annars víða létt- skýjað. Hiti verð- ur á bilinu 4 til 15 stig, hlýjast suð- vestanlands. Líkur eru á nætur- frosti í innsveitum Norðausturlands á mánudag og síðan þokulofti og kólnandi veðri. Væta verður af og til sunnantil á landinu en úrkomu- lítið norðanlands. „Veður næstu daga verður ekki ósvipað og verið hefur að því leyti að áfram verður svalt loft sem kem- ur úr norðri af köldum hafsvæðum. Til þess að það hlýni almennt á landinu þurfum við loft úr suðri,“ segir Einar Sveinbjörnsson veður- fræðingur. Ef sólin nær að skína á Suður- og Suðvesturland gæti orðið ágætur sumarhiti þar en að sögn Einars gengur hægt að hlýna fyrir norðan og á hálendinu. Sumarið lengi á leið- inni norður  Áfram svalt í veðri og lítið um hlýindi Kalt Áfram verður snjór á hálendinu. Viðskiptasaga Íslendinga með fiskafurðir til Bretlands spann- ar mjög langt tímabil eða 599 ár. Heimildir herma að fyrstu bátarnir sem stóðu í viðskiptum með fiskafurðir hafi landað í höfninni í Hull á Bretlandi um 1412. Nú virðist sem við- skiptasögu þessari sé lokið. Allt frá 1412 LÖNG VIÐSKIPTASAGA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.