Morgunblaðið - 18.06.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.06.2011, Blaðsíða 4
BAKSVIÐ Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is Verði frumvarp sjávarútvegsráð- herra um breytingar á stjórn fisk- veiða að lögum mun það hafa mikil og neikvæð áhrif á starfandi sjávarút- vegsfyrirtæki í landinu. Þetta er með- al niðurstaðna greinargerðar sem sérfræðihópur á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra var falið að gera til að meta hagræn áhrif fisk- veiðistjórnunarfrumvarpanna. Hin neikvæðu áhrif felast aðallega í hækkun veiðigjalds og flutningi afla frá núverandi handhöfum veiði- heimilda í potta líkt og frumvarpið gerir ráð fyrir. Lögin munu, að mati sérfræðihóps- ins, hafa mikil áhrif á efnahagslega stöðu íslenskra sjávarútvegsfyrir- tækja. Það muni leiða til lækkunar á verðmæti aflaheimilda og þar með muni raunveruleg eiginfjárstaða fyr- irtækjanna veikjast. Samkvæmt var- legu mati hópsins munu ákvæði frum- varpsins leiða til rúmlega 50% lækkunar á virði aflaheimilda. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru sérstak- lega viðkvæm fyrir slíkri lækkun vegna mikillar skuldsetningar. Verði frumvarpið að lögum verður því erf- iðara fyrir fyrirtækin að halda áfram rekstri. Hópurinn skoðaði meðal annars áhrif frumvarpanna á tuttugu af tutt- ugu og fimm stærstu sjávarútvegs- fyrirtækjum landsins í aflahlutdeild- arkerfinu. Samkvæmt greinargerð hópsins mun frumvarpið leiða til 9,8% lækkunar EBITDA-hagnaðar á fyrsta ári en 13,9% lækkunar á fimm- tánda ári þegar áhrifin verða að fullu komin fram. Lækkunin verður þó töluvert meiri þegar gert er ráð fyrir líklegri aukningu á þorskveiðum eða um 20,5% á fimmtánda ári. Í greinargerðinni segir að frum- varpið muni leiða til aukningar veiði- heimilda hjá sjávarútvegsfyrirtækj- um í krókaaflamarkinu ef ekki sé gert ráð fyrir auknum þorskkvóta á næstu árum. Þau fyrirtæki eru þó sögð afar viðkvæm fyrir hækkun á veiðigjaldi. Slík hækkun mun því leiða til 8,6% minnkunar framlegðar á fyrsta ári og 10,6% minnkunar að meðaltali á fimm- tánda ári frá gildistöku laganna. Ef gengið er út frá auknum þorskheim- ildum á næstu árum minnka lögin veiðiheimildir fyrirtækja í krókaafla- markinu verulega og það hefur mikil áhrif á framlegð. Í greinargerðinni segir að EBITDA-hagnaður þessara fyrirtækja muni minnka um 12,9% á fyrsta ári og 22,8% á því fimmtánda. Kostnaður á skattgreiðendur Sérfræðihópurinn telur að frum- varpið muni hafa mikil áhrif á lánveit- endur sjávarútvegsfyrirtækja verði það að lögum. Sérstaklega muni aukn- ing veiðiheimilda í flokki 2 og bann við veðsetningu bitna á lánveitendum. Sá hluti skulda sem óraunhæft er að verði greiddur vegna frumvarpsins mun því lenda sem kostnaður á skattgreiðend- um þar sem stærstu lánveitendur ís- lenskra sjávarútvegsfyrirtækja eru bankar í opinberri eigu. Sérfræðihópinn skipuðu þeir Axel Hall hagfræðingur, Daði Már Krist- ófersson hagfræðingur, Gunnlaugur Júlíusson hagfræðingur, Sveinn Agn- arsson hagfræðingur og Ögmundur Knútsson viðskiptafræðingur. Starfs- maður hópsins var Stefán B. Gunn- laugsson sjávarútvegsfræðingur. Erfitt að halda áfram rekstri  Sérfræðingar segja fyrirhugaðar breytingar á fiskveiðistjórnun hafa afar neikvæð áhrif á sjávarút- vegsfyrirtækin í landinu  Þingmaður segir frumvörpin stórskaðleg og þau komi í veg fyrir alla nýliðun Morgunblaðið/RAX Fiskveiðar Samkvæmt varlegu mati sérfræðihóps sjávarútvegsráðherra munu ákvæði frumvarpsins leiða til rúm- lega 50% lækkunar á virði aflaheimilda. Það muni hafa mikil og neikvæð áhrif á starfandi sjávarútvegsfyrirtæki. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚNÍ 2011 Landssamband íslenskra útvegsmanna hefur gagnrýnt frumvörp sjávarútvegsráðherra harkalega og Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, segir greinargerðina staðfesta að sú gagnrýni eigi rétt á sér. Frumvarpið, verði það að lögum, hafi meðal annars áhrif á fjárhags- stöðu fyrirtækjanna og svo muni bann við framsali afla- hlutdeildar stöðva alla framþróun í atvinnugreininni. Það muni sömuleiðis bitna verulega á nýliðun. „Þetta staðfestir það sem við höfum haldið fram að við vinnu frumvarpanna hefur verið kastað til höndum. Þessar breytingar sem stjórnvöld hafa boðað í stærra frum- varpinu hafa gríðarleg áhrif á sjávarútveginn til hins verra.“ Adolf vonast til að þeir sem hafa komið að samningu frumvarpsins taki greinargerðina til alvarlegrar athugunar og vandi til verka. „Ég von- ast til að það frumvarp sem liggur fyrir í þinginu verði afturkallað og það verði samið nýtt frumvarp. Það hefði verið betur ef fulltrúar atvinnugrein- arinnar hefðu komið að þessu frá upphafi. Þá hefði þetta litið allt öðruvísi út.“ hjaltigeir@mbl.is Staðfestir alla gagnrýni á frumvörpin Adolf Guðmundsson Ólína Þorvarðardóttir, varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, gerir ráð fyrir að litið verði til niðurstaðna sérfræðihópsins. „Ég geri fastlega ráð fyr- ir því að stjórnvöld stefni með opin augun að því að ganga frá frumvarpinu. Búið er að senda það út til umsagnar og nú þegar hagfræðigreinargerðin liggur fyrir geta aðilar haft hliðsjón af henni við gerð umsagna.“ Ólína segist þó sjálf eiga eftir að kynna sér efni skýrslunnar til hlítar. Hún segir þó mikilvægt að greina hagfræðilegu rökin frá þeim pólitísku. „Varðandi lengd nýtingarsamninganna þá er það pólitísk skoðun en ekki hagfræðileg. Það er engin önnur atvinnugrein sem býr við það rekstraröryggi að geta gengið að 15 ára nýtingarsamningi um aðföng sín svo að ég gef lítið fyr- ir hagfræðina í því.“ Ólína segir málið snúast um að hluti af velsæld fisk- vinnslu og útgerðar skili sér í þjóðarbúið, að þjóðin njóti þannig góðs af eigin auðlind. „Það er eitt af því sem stefnt er að með breytingunum, að fá hluta af arðinum inn í þjóðarbúið. Af einhverjum er sá hluti tekinn og hann er auðvit- að tekinn af gróðanum.“ hjaltigeir@mbl.is Nýtingarsamningarnir ekki hagfræðilegir Ólína Þorvarðardóttir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd, segir greinargerð- ina vera dauðadóm fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar í sjáv- arútvegsmálum og hún sýni hversu mikið feigðarflan það var af hálfu ráðherra að leggja af stað með frum- vörp um grundvallarbreytingar án þess að hafa fengið athugun á því til hvers þau myndu leiða. „Niðurstaða hagfræðinganna um að frumvörpin hafi stórskaðleg áhrif á sjávarútvegsfyrirtækin, verði þau að lögum, kemur mér ekkert á óvart. Þessar skerðingar á framsali og ég tala nú ekki um þessa stórundarlegu hug- mynd að banna veðsetningar mun stórskaða starfandi sjávarútvegsfyrirtæki og gjörsamlega koma í veg fyrir alla eðlilega nýlið- un í greininni.“ Einar segir skýrsluna gerða að frumkvæði ráðherra og þess vegna beri að taka hana mjög alvarlega. Höfundarnir séu virtir fræði- menn sem komi víða að og því verði seint haldið fram að um einsleitan hóp manna sé að ræða. „Ég vil ráðleggja Jóni Bjarnasyni eitt og það er þetta: Rífðu frumvörpin þín gömlu strax!“ hjaltigeir@mbl.is Ráðleggur Jóni að rífa frumvörpin strax Einar K. Guðfinnsson Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Eva María Ingvadóttir fékk hæstu einkunn á stúdentsprófi við Mennta- skólann á Akureyri, er dux scholae, með 9,69. Skólaslit voru í gær. Hún fékk meðal annars verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í íslensku; það er athyglisvert því báðir for- eldrar hennar eru pólskir og fjöl- skyldan talar alltaf pólsku heima. „Okkur finnst þetta dálítið fyndið en mér finnst það sýna að allt er hægt og ætti að gefa öðrum von,“ sagði Eva María, spurð um íslensku- verðlaunin. „Ég lít á mig bæði sem Íslending og Pólverja og við tölum alltaf pólsku heima. Mér finnst það þægilegra og reyndar pínu skrýtið að tala við pabba og mömmu á íslensku. En við tölum auðvitað íslensku þegar við erum innan um annað fólk.“ Foreldrar hennar, Dórothea Dagný Tómasdóttir og Ingvi Vaclav Alfreðsson, fluttu frá Póllandi fyrir hálfum þriðja áratug og eru bæði ís- lenskir ríkisborgarar. Eva Dagný er fædd hér á landi. Dórothea og Ingvi eru tónlistar- kennarar og fást líka við þýðing- arstörf. Þau hófu að læra íslensku fljótlega eftir komuna. „Ég gat tjáð mig á íslensku á fæðingardeildinni,“ sagði Dóroteha Dagný í gær og hló. Eva María segist hafa verið hrædd á leikskólanum sem hún sótti fyrst. „Ég náði fyrr tökum á pólskunni af því að ég var heima en á leikskól- anum skildi ég hvorki krakkana né fóstrurnar. Svo fór ég til dagmömmu þar sem voru færri krakkar og það gekk miklu betur.“ Næstu skref hyggst Eva María taka í Háskólanum á Akureyri. „Ég ætla í líftækni, í þriggja ára BS-nám. Það er hægt að taka MS-nám en ég hugsa til þriggja ára og sé svo til.“ Foreldrarnir, hálfbróðir Evu Mar- íu og afi eru öll tónlistarkennarar en hún var ákveðin í að feta ekki sömu braut. „Ég var ákveðin að fara frekar í bækurnar.“ Auk verðlauna fyrir íslensku fékk Eva María verðlaun fyrir fram- úrskarandi árangur í eðlisfræði, efnafræði og þýsku, og loks fékk hún raungreinaverðlaun frá Háskólanum í Reykjavík. En hver er galdurinn á bak við svo góðan árangur? „Mikil vinna og ekkert djamm. Að leggja sig allan í þetta,“ segir hún. „Ég vil sér- staklega þakka kennurum mínum í MA fyrir að standa við bakið á mér og styðja mig. Það var hægt að leita til þeirra með allt, ekki bara það sem sneri að skólanum. Þetta er frábært fólk. Ég er líka þakklát vinum mínum sem sýndu því skilning að ég setti alla mína orku í námið.“ Dúx MA fékk verðlaun fyrir afburðaárangur í íslensku en foreldrarnir fluttu frá Póllandi fyrir 25 árum „Tölum alltaf pólsku heima“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Dúx MA Eva María Ingvadóttir og foreldrar hennar, Dórothea Dagný Tóm- asdóttir og Ingvi Vaclav Alfreðsson, sem fluttu frá Póllandi fyrir 25 árum. 9,8% lækkun EBITDA fyrirtækja í afla- hlutdeildarkerfinu á fyrsta ári 13,9% lækkun þegar áhrif laganna verða að fullu komin fram. ‹ MINNI HAGNAÐUR › »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.