Morgunblaðið - 18.06.2011, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.06.2011, Blaðsíða 9
Á ÞINGVÖLLUM Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Það eru mikil forréttindi að vera af þeirri kynslóð að hafa upplifað stofn- un lýðveldisins og hafa verið á Þing- völlum á merkisdegi fyrir 67 árum,“ segir Birgir Björnsson úr Hafnar- firði. Hann var einn fjölmargra sem staddir voru á Þingvöllum í gærmorg- un. Að frumkvæði Þórs Jakobssonar veðurfræðings var lýðveldisbörn- unum boðið þangað sérstaklega, unga fólkinu sem var á Þingvöllum 17. júní 1944. Birgir kom austur ásamt systk- inum sínum þremur, þeim Jóni Boða, Guðlaugu Berglindi og Braga, en þau voru öll á Þingvöllum þennan merk- isdag ásamt tveimur systkinum öðr- um sem nú eru látin. Kórstjórinn og Draumalandið Hver á sínar minningar tengdar lýðveldisstofnunni. Egill Friðleifsson, tónlistarkennari í Hafnarfirði, man rigninguna og hvar hann varð viðskila og týndist. „Þá kom til mín ung kona, nokkru eldri en ég, og sagðist ekki sleppa af mér takinu fyrr en við hefð- um fundið foreldra mína sem og tókst. Mikið vildi ég hitta þessa konu og þakka henni fyrir,“ segir Egill sem í áratugi var stjórnandi kórs Öldu- túnsskóla í Hafnarfirði. Á þeim vett- vangi voru ættjarðarlögin í dýru gildi höfð, til að mynda Lands míns föður og Hver á sér fegra föðurland – sem bæði voru samin sérstaklega fyrir lýðveldisstofnunina árið 1944. „Væri ég hins vegar í kór myndi ég útsetja upp á nýtt og flytja Drauma- land Sigfúsar Einarssonar.“ Sem fyrr segir var samkoma lýð- veldisbarnanna á Þingvöllum í gær haldin að frumkvæði Þórs Jak- obssonar veðurfræðings. Hann var tæpra átta ára á Þingvöllum á lýð- veldishátíðinni 1944 og segist þrátt fyrir ungan aldur vel hafa skynjað mikilvægi atburðarins fyrir land og þjóð. Rigningin var forsjón „Þegar við fjölskyldan fórum aust- ur var bíll með númerið R-1944 á und- an okkur. Þetta situr í minninu. Frá Þingvöllum man ég vel að það sló þögn á mannhafið þegar forseti þingsins las yfirlýsingu þess efnis að stjórnarskrá lýðveldisins hefði tekið gildi. Örfá orð sem höfðu gildi,“ segir veðurfræðingurinn sem telur rign- inguna, sem setti svo sterkan svip á lýðveldisstofnuna 1944, ekki hafa ver- ið tilviljun. Þar hafi forsjónin ráðið og viljað minna Íslendinga á þá miklu auðlegð sem í hreinu og tæru vatni felist. Rigning var áminning almættis  Lýðveldisbörnin komu saman á Þingvöllum á 67 ára afmæli lýðveldsins í gær  Segjast vera forréttindafólk og unna fallegum íslenskum ættjarðarlögum Lýðveldisbörn Systkinin frá Sjónarhóli í Hafnarfirði voru austur á Þingvöllum 17. júní 1944 og komu þangað aftur í gær, réttum 67 árum síðar. Þau eru, frá vinstri talið, Jón Boði, Birgir, Guðlaug Berglind og Bragi Björnsson. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þingvellir Þór Jakobsson veðurfræðingur og Ægir Friðleifsson kórstjóri. Ættjarðarlög Karlakór Kjalnesinga söng undir klettavegg Almannagjár. FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚNÍ 2011 www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið: mán.-fös. kl. 11-18 | lau. 10-16 17% afsláttur af öllum vörum í dag Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is 20% afsláttur af öllum kjólum og skokkum Sumarogsól stuttermabolir Sendum í póstkröfu Bæjarlind 6, sími 554 7030 Opið laugardag 10 - 16 Eddufelli 2, sími 557 1730 Lokað laugardag www.rita.is fleiri gerðir www.gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Ódýr og góð gisting í hjarta Kaupmannahafnar Laugavegi 63 • S: 551 4422 Skoðið fleiri vö rur á www.la xdal.is SUMARDRESS FERÐAFATNAÐUR VESTI – BOLIR - GALLABUXUR – HVÍTAR, BLÁR, SVARTAR, KVART OG SÍÐAR „Við vildum gera eitthvað öðru- vísi og völdum því að halda brúðkaupið á Þingvöllum. Dag- urinn var heldur engin tilviljun, bæði er þjóðhátíð og svo eigum við átta ára sambandsafmæli einmitt í dag,“ sögðu Hildi- gunnur Jónsdóttir og Ásgeir Gíslason. Þau búa í Kaup- mannahöfn en eins og Íslend- inga er háttur kom ekki annað til greina en láta gefa sig sam- an á landinu bláa og á þess helgasta stað. Fögnuðu vinir og fjölskylda með þeim á Hakinu við Almannagjá eftir hjónavígsl- una. Og svona er gangurinn, hver kynslóð á sínar minningar um Þingvelli. Sumir minnast merk- isdaga í sögu þjóðar en minning lýðveldisbarnanna Ásgeirs og Hildigunnar verður brúðkaupið. Þingvallabrúðkaup á þjóðhátíð NÝJA LÝÐVELDISKYNSLÓÐIN „Það var svo mikið talað um lýðveldisstofnunina á mínu æskuheimili að ég þykist muna þetta,“ segir lýðveldisbarnið Halldór Blöndal, fyrrv. forseti Alþingis. Hann var á Þingvöllum við lýðveldisstofnuna 1944 – þá fimm ára – og man eftir sér og Benedikt bróður sínum í „regn- kápu með virðulegan sjóhatt,“ segir Halldór. Stofnun lýðveldis hafi verið langþráð markmið síns fólks. Sjálfstæðisbaráttan hafi verið því allt og nefnir hann þar afa sinn, Benedikt Sveins- son. Þykist muna þetta allt MEÐ SJÓHATT Í KÁPU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.