Morgunblaðið - 18.06.2011, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.06.2011, Blaðsíða 11
Ljósmyndir/Sigrún Gísladóttir Fögur borg Amagertorgið er í endurreisnarstíl og er einn vinsælasti áningarstaður á Strikinu, iðar allan daginn af mannlífi. Mér finnst bókin höfða bæði til þeirra sem þekkja lítið til borgar- innar en ekki síður til þeirra sem þekkja hana vel og langar til að rifja upp gömul kynni.“ Afar og ömmur eru spræk og heimsækja barnabörnin Sigrún segir að sér finnist þeir fjölmörgu Íslendingar sem hún hefur leiðsagt um Kaupmannahöfn vera áhugasama um borgina. „Þegar mað- ur kynnir söguslóðir Íslendinga í gamla háskólahverfinu þá rifjast ým- islegt upp sem fólk lærði á sínum skólaárum,“ segir Sigrún og bætir við að hún fái allskonar fólk í ferð- irnar sínar. „Margir Íslendingar koma til Kaupmannahafnar til að heimsækja ættingja því mjög margir landar okkar eru menntaðir í Kaup- mannahöfn. Ásókn í nám í Danmörku hefur aukist mörg undanfarin ár og þá er ég ekki aðeins að tala um háskólanám, því fólk fer líka þangað til að læra til dæmis kvikmyndagerð og hönnun. Danir eru með mjög góða skóla á þeim sviðum. Ís- lenskir afar og ömmur eru sprækt fólk í dag og koma mikið til Kaup- mannahafnar til að heimsækja barnabörnin. Ég verð líka vör við að margir þeirra sem koma í aðventu- ferðirnar hjá mér hafa búið í Kaup- mannhöfn og langar að endurnýja kynnin við borgina.“ Kærkomin bók fyrir þá sem ekki lesa ensku eða dönsku Sigrún tekur fram að bókin sé sérstaklega kærkomin fyrir þá sem ekki eru vel læsir á ensku eða dönsku. „Starfsfólkið í bókabúðum Pennans Eymundsson, þar sem hún er til sölu, sagði mér að það vantaði einmitt svona bók, því fólk væri oft að spyrja um ferðahandbækur á ís- lensku,“ segir Sigrún og bætir við að bókin fáist líka á Akureyri, Akranesi, Ísafirði sem og í Fríhöfninni. „Hún er einnig seld í Jónshúsi í Kaup- mannahöfn, en ég sit þar í stjórn hússins. Ég setti mér það markmið að ljúka við bókina fyrir 200 ára fæð- ingarafmæli Jóns Sigurðssonar og mér tókst það.“ Vert er að taka fram að fólk get- ur enn snúið sér til Sigrúnar, vilji það fá leiðsögn um Kaupmannahöfn. „Ef ég er stödd úti þá er það ekkert mál og stundum geri ég mér jafnvel sér- staka ferð út ef það eru stórir hópar.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚNÍ 2011 Lán til endurbóta og viðbygginga Íbúðalánasjóður veitir lán til endurbóta á húsnæði að innan og utan. Meðal annars eru veitt lán til lóðarframkvæmda og viðbóta við húsnæði. Lán geta numið allt að 80% af framkvæmdakostnaði. Hámarkslán eru 20 milljónir og lánstími 5 til 40 ár. Sömu vextir eru á þessum lánum og almennum lánum Íbúðalánasjóðs. Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969 www.ils.is Kaupmannahöfn í máli og myndum, er kjörin bók til þess að taka með sér þegar leiðin liggur til borgarinnar. Tilgangurinn með bókinni er að gefa áhugasömum Íslend- ingum tækifæri til þess að kynnast borginni, fræðast enn frekar um tengsl landans við borgina fyrr á öldum og þá miklu sögu sem hún hefur að geyma. Bókin er prýdd fjölda mynda og leiðir lesandann um hinn sögufræga miðbæ. Höfundurinn Sigrún Gísladóttir hefur leitt fjölda íslenskra ferða- manna um miðborg- ina. Höfn í máli og myndum BÓKIN Á Strikinu Lífverðir drottningarinnar ferðast um á hestum. Höfnin Marglitu húsin eru vinaleg sem einkenna Nýhöfnin en hún er manngert síki, grafin með hömrum og skóflum 1670. Öll eigum við okkar net í kringum okkur sem samanstendur af vinum, kunningjum og ætt- ingjum. Allur gangur er á hvernig þessi hópur er samansettur, sumir eiga til dæmis mjög fá- menna fjölskyldu á meðan aðrir eiga risastóran frændgarð. Og sumir eru vinamargir á meðan aðrir eiga mjög fáa. Og sannarlega er allur gang- ur á því hverslegs fólk þetta er, sem stendur okkur næst. Á vefsíðunni www.ivillage.co.uk eru talin upp fimm afbrigði af vinum sem allir verða að eiga.  Efst á blaði er angistarfulla frænkan eða frændinn, sem er ómissandi þegar hvurslags krísur hellast yfir, stórar sem smáar. Þennan að- ila er gott að eiga að til að létta á sér, fá til að hlusta á sig eða jafnvel þiggja ráð af. Viðkom- andi sýnir iðulega skilning og dæmir ekki. Hvort sem hringt er að degi eða nóttu, mun þessi aðili opna faðm sinn fullan af ást. Gott er að hafa í huga að geta gert það sama fyrir hann/hana þegar dæmið snýst við.  Hláturmilda partíljónið er næst í röðinni. All- ir verða að eiga einn slíkan vin, þennan sem er alltaf hress og kátur og ævinlega til í sprell. Ekki er talið ráðlegt að leita til slíks vinar með dramatískar raunir sínar, því allar líkur eru á að hann geri grín að þér eða hafi ekki tíma fyrir þig í svoleiðis leiðindi. En hann er alltaf til taks til að koma þér í gott skap og gefa þér frí frá dag- legu stressi.  Þriðji í röðinni er strangheiðarlegi vinurinn, þessi sem segir alltaf það sem honum finnst, al- veg sama hvað það getur verið sárt. Og þó að það sé kannski ekki það sem okkur langar að heyra, þá getur slík hreinskilni bjargað okkur frá mörgu ruglinu. Slíkir vinir geta komið sér vel bæði í ástarmálum og tískuráðleggingum.  Fjórði í vinaröðinni er sá sem botnar setning- arnar þínar, þessi eini sanni, sem er nákvæm- lega á sömu bylgjulengd og þú, hefur sömu áhugamál, þekkir þig utan sem innan, er sálu- félagi. Þetta er sá sem þér líður best með og getur verið algerlega þú sjálfur með.  Fimmti og síðasti er sá vinur sem blæs þér í brjóst, er andríkur og hvetjandi. Jafnvel þó að þessi vinur sé stundum herra eða frú Fullkomin, þá er þetta sá sem hvetur þig áfram og lyftir þér upp. Þónokkrar líkur eru á að þessi vinur sé þér fremri á einhverjum sviðum, kannski í betri vinnu og með hærri laun og geti jafnvel stund- um valdið gremju. En hann mun alltaf hvetja þig til að ná lengra, gera betur og lifa fyllra lífi. Því er engin ástæða til að vera afbrýðisamur heldur taka hvatningunni fagnandi. Vinskapur Vinir Gott er að eiga góða vini, geta hlegið með þeim, grátið og verið á trúnó. Fimm vinir sem allir ættu að eiga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.