Morgunblaðið - 18.06.2011, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 18.06.2011, Qupperneq 12
Hlýjar móttökur Svalt var í veðri á Hrafsneyri í gær. Ungur gestur tók sæti forseta Íslands um skeið og fékk varmar móttökur hjá Dorrit Moussaieff forsetafrú. Í upphlut Hallgerður Gunnarsdóttir með dætrum og barnabörnum. Dæturnar eru Ásthildur og Elínborg Sturludætur og stúlkurnar Hallgerður Kolbrún Jónsdóttir og Borghildur Gunnarsdóttir. SVIÐSLJÓS Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Virðulegir Jónar Sigurðssynir gengu um með pípuhatta á Hrafnseyri í gær og yngri gestir settu sig einnig í stellingar. Þá skörtuðu konur íslenska þjóðbúningnum. Áætlað er að um tvö þúsund gestir hafi mætt á afmælishátíð Jóns Sigurðssonar á fæð- ingarstað hans, Hrafnseyri í Arnarfirði. Flest- ir komu úr nágrannahéruðum en einnig all- margir af Snæfellsnesi og lengra að. Einn gesturinn kom frá Nýja-Íslandi í Kanada, David Gislason sem var fulltrúi Vestur- Íslendinga. Hátíðin var óvenju vegleg í tilefni þess að 200 ár eru liðin frá fæðingu Jóns. Skipuleggj- endur hátíðarinnar voru ánægðir með daginn. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flutti hátíðarræðuna. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra kynnti áform ríkisstjórnar- innar um skipulagsbreytingar á Hrafnseyri, að stofnað verði Menningarsetur Jóns Sig- urðssonar sem taki við staðnum 1. janúar næstkomandi. Stjórn Menningarsetursins tek- ur við hlutverki Hrafnseyrarnefndar. Áður hefur komið fram að stofnað verður prófess- orsembætti við Háskóla Íslands í nafni Jóns Sigurðssonar. Hann mun hafa starfsskyldur við háskólastofnanir á Vestfjörðum og er ætl- að að taka þátt í að efla starfið á Hrafnseyri. „Þetta er í samræmi við stefnumótun Hrafns- eyrarnefndar,“ segir Eiríkur Finnur Greips- son, formaður nefndarinnar, og fagnar ákvörð- unum ríkisstjórnarinnar. Hann vonast til að nýja sýningin um Jón Sigurðsson sem opnuð var á Hrafnseyri í gær muni laða að gesti og verða lyftistöng fyrir staðinn. Ekki verður tekinn aðgangseyrir að sýningunni í sumar. Stofnað verður Menningarsetur Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri  Um 2.000 gestir fögnuðu 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar í svölu veðri á fæðingarstað hans í gær Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Jón Sigurðsson mættur Pétur Bjarnason frá Bíldudal lífgaði upp á samkomuna með því að mæta í gervi Jóns Sigurðssonar og heilsaði að sjálf- sögðu upp á helstu ráðamenn landsins, forseta Íslands, forsætisráðherra og aðra ráðherra sem staddir voru á Hrafnseyri í gær. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚNÍ 2011 „Mig langaði að koma með nýja og bjartari mynd af Jóni og sýna að æskuárin í Arnar- firði hafi mótað hann og gert að þeim mikla höfðingja sem hann varð,“ segir Elfar Logi Hannesson, leikari á Ísafirði, sem frumsýndi einleik sinn, „Jón Sigurðsson, strákur að vestan“, á Hrafnseyrarhátíð í gær. Elfar Logi segir að það hafi verið mikil áskorun að taka að sér það verkefni fyrir af- mælisnefndina að skrifa og færa upp leikrit um Jón Sigurðsson, þessa miklu sjálfstæðis- hetju. Hann hafi ákveðið að láta slag standa þótt hann hafi ekki vitað mikið um viðfangs- efnið. Elfar Logi segist frá upphafi hafa haft áhuga á að gera æskuárum Jóns á Hrafnseyri skil. Sögustaðurinn kallaði á það og fólk vissi minnst um Jón á þeim árum. Hann nefnir sem dæmi að í nýjustu ævisögu Jóns sem Guðjón Friðriksson ritaði séu aðeins 50 blaðsíður af 1.000 um æskuárin. Þangað sótti Elvar Logi mikinn fróðleik og leitaði víðar fanga og túlk- aði síðan á eigin hátt. Verkið hefst á því að Jón er að fara suður til að taka stúdentspróf og rifjar upp æskuárin. Svo fór að hann kom ekki aftur vestur nema sem þingmaður og gestur. Við sögu koma foreldrar hans og afi og fleira heimilisfólk sem talið er hafa haft áhrif á hann. Elfar Logi er sjálfur Arnfirðingur, frá Bíldudal. Hann þekkir því æskustöðvar Jóns en æðilangt er á milli þeirra í tíma. „Lífsbar- áttan var harðari í hans tíð. Ég fékk að leika mér allmikið lengur.“ Elfar Logi rekur Kómedíuleikhúsið á Ísa- firði. Marsibil G. Kristjánsdóttir, kona hans, gerði leikmynd og búninga og Ársæll Níels- son leikstýrir. Tvær sýningar til viðbótar eru ákveðnar á Hrafnseyri, önnur á morgun, sunnudag, og hin í lok júlí. Elfar Logi hefur hug á að sýna verkið víðar og oftar en segir að viðtökurnar ráði því. Elfar Logi vonar að sýningin höfði til allrar fjölskyldunnar, þó ekki síst til æskunnar og skólafólks. „Ég yrði sáttur ef krakkarnir fíluðu hana. Mér fannst hann skemmtilegur og venjulegur krakki, eins og þau, þótt hann hafi síðar orðið þessi merki karl,“ segir Elfar Logi um þá mynd sem hann fékk af Jóni sem barni og unglingi við vinnu sína við skrif og annan undirbúning einleiksins. helgi@mbl.is Skemmtilegur og venjulegur krakki  Elfar Logi Hannesson sýnir einleikinn „Strák- ur að vestan“ á fæðingarstað Jóns Sigurðssonar Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Strákur að vestan Elfar Logi Hannesson sem Jón átján ára, með ferðakoffortið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.