Morgunblaðið - 18.06.2011, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 18.06.2011, Qupperneq 14
Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚNÍ 2011 Krókur 220,- Héraeyra 220,- Black Gnat 220,- Nobbler Svartur 290,- Dýrbítur 290,- JW Nymph 290,- Randy Candy 390,- Colburn Special 390,- Hairy Mary 390,- Sunray Shadow 390,- Black Eyed Prawn 450,- Black Eyed Prawn 450,- Bjarni Rauði 220,- Watson´s Fancy 220,- Black Flying Ant 220,- Alda 290,- Hólmfríður 290,- Nobbler 290,- Green Collie Bitch 390,- Nagli 390,- Fransis 390,- HKA Sunray/Bismo 450,- Fransis 450,- Black Sheep 450,- Brassi 220,- Tailor 220,- Peacock 220,- Black Ghost 290,- Rektor 290,- Heimasætan 290,- Munroe Killer 390,- Fransis 390,- Black Sheep 390,- HKA Sunray/Bismo 450,- Snælda 450,- Fransis 450,- Latexpúpa rauð 220,- Bleik og blá 220,- CDC Winged 220,- Flæðarmús 290,- Supertinsel 290,- Black Ghost 290,- Hairy Mary 390,- Stekkur Blá 390,- Haugur 390,- Skógá 450,- Snælda 450,- Dark Side of the Moon 450,- Í sérverslun fluguveiðimannsins á netinu, Flugan.is, f ærðu á fjórða hundrað gerðir af vönduðum, vel hnýttum og v eiðnum flugum. Flestar þeirra færðu einnig í Veiðihorninu, Síð umúla 8. BESTU FLUGURNAR! JÁ, ÞÚ FÆRÐ ALLAR BESTU FLUG URNAR Á BETRA VERÐI HJÁ OKKUR KANNASTU VIÐ ÞESSAR? Fransis, Snælda, Blue Charm, Avatar, Collie Dog, Green Butt, Bismo, Flæðarmús, Hairy Mary, Peacock, Killer, Sunray Shadow, Kötturinn, Green Brahan, Black & Blue, Skröggur, Rusty Rat, Randy Candy, Mýsla, Leonardo, María, Colburn Special, Black Ghost, Krókur, Black Labrador, Héraeyra, Skógá, Green Highlander, Kolskeggur, Blue Sheep, Undertaker, Iða, Hólmfríður, Haugur, Gray Ghost, Nagli, Nobbler, Super Tinsel, Red Butt, Black Sheep, Dimmblá, Rektor, Crossfield, Laxá Blá, Dýrbítur, Þingeyingur, Alder, Montana, Black Gnat, Dark Side of the Moon, Stardust, Alda, Dentist, Silver Sheep, Munroe Killer, Rocket, Alma Rún, Watson Fancy SÍÐUMÚLI 8 - SÍMI 568 8410 ís fyrir sjómenn, „Opnunartími fer alveg eftir þörfum sjómanna og jafnvel allan sólarhringinn ef sú staða kæmi upp,“ segir Axel en slík þjónusta hefur ekki verið í boði við höfnina. Fiskmarkaðurinn hefur setið einn að löndun og þjónustu við Sandgerðishöfn og hefur m.a. tak- markað opnunartímann hjá sér, t.d. með lokað nú um helgar. Það er því væntanlega kærkomin viðbót fyrir sjómenn að fá fyrirtækið Löndun og þjónustu í bæinn með þjónustulund- ina að vopni.    Á þessu ári eru 100 ár frá stofnun Háskóla Íslands. Í tilefni þessara merku tímamóta verður mikið um dýrðir. Háskólasetur Suð- urnesja í Sandgerði er tengiliður við Háskólalestina sem verður partur af dagskrá Sandgerðisdaga þar sem skemmtileg kynning fer fram á hinu fjölbreytta starfi sem fram fer í há- skólanum. Allskonar efnafræði- tilraunir eru viðhafðar og má þar nefna sprengjugengið sem hefur vakið mikla athygli, eldorgel og stjörnuhvolfið, auk þess sem boðið verður upp á stutta fyrirlestra um forvitnileg mál. Í Grunnskóla Sand- gerðis verður háskóli unga fólksins.    Ný þjónusta í Sandgerði. Tónaflóð, fyrirtæki í vefsíðugerð og ýmiskonar tölvuþjónustu, heldur úti vinsælli fréttasíðu, 245.is, um bæj- arlífið hér í Sandgerði. Nú hefur fyrirtækið komið sér upp prent- aðstöðu og hannar og prentar alls- konar bæklinga fyrir viðskiptavini sína. Sandgerði á vafasömum toppi Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Opnun Ósk Valdimarsdóttir klippir á borða við vígslu á 18 holu Kirkju- bólsvelli, líkt og hún gerði þegar 9 holu völlur var tekinn í notkun um árið. ÚR BÆJARLÍFINU Reynir Sveinsson Sandgerði Það eru ekki góðar fréttir sem Tíund, fréttablað ríkisskattstjóra, birti um atvinnuleysi. Þar kemur fram að 20,3% íbúa Sandgerð- isbæjar töldu fram atvinnuleys- isbætur á skattframtölum sínum fyrir árið 2010 og bæjarfélagið trón- ir á toppnum yfir hlutfall íbúa sem töldu fram slíkar bætur. Það er von- andi að Sandgerðingar verði ekki lengi í efsta sæti á þessum lista.    Um þessar mundir heldur Golfklúbbur Sandgerðis upp á 25 ára afmæli sitt. Klúbburinn var stofnaður hinn 26. apríl 1986. Í til- efni af þessum tímamótum og form- legri opnun 18 holu vallar bauð GSG til afmælis- og opnunarhátíðar laug- ardaginn 11. júní, þar sem elsti klúbbfélaginn, Ósk Valdimarsdóttir, opnaði völlinn formlega með því klippa á borða og slá upphafshögg á 1. teig (hún sló líka fyrsta höggið þegar 9 holu völlurinn var opnaður 1986). Starf golfklúbbsins hefur verið blómlegt alla tíð.    Samkeppni komin við Sand- gerðishöfn. Nýtt löndunarfyrirtæki, Löndun og þjónusta, hóf starfsemi 1. júní. Eigandi er Axel Már Wal- tersson, hann verður með aðsetur að Vitatorgi 9. Axel verður með tvo lyftara og átta tonna vörubíl, kassa fyrir sjómenn til að flokka aflann og knattspyrnu, sem tekist hefðu með ágætum. Vegna þessa hefði Skag- firðingum verið falið þetta mótshald nú, þeir hefðu tekið dæmið að sér og leyst öll mál varðandi það með ágæt- um. Leikið á Króknum og Hofsósi Stefán Vagn Stefánsson, yfirlög- regluþjónn á Sauðárkróki, sagði þetta hafa verið ánægjulega daga, hér hefðu 180 leikmenn karlaliða frá öllum Norðurlöndunum fimm og kvennaliða frá öllum löndunum nema Íslandi átt skemmtilega daga í keppni og leik og hefði enga skugga borið á þennan tíma. Að sögn Stefáns var leikið á aðal- völlunum á Sauðárkróki, en einnig fóru fimm leikir fram á Neistavell- inum á Hofsósi. Þá var samið við knattspyrnudeild Tindastóls um að annast dómgæslu á leikjunum og Sauðárkrókur | Líflegt hefur verið á íþróttavöllum Skagafjarðar undan- farna viku undir blaktandi fánum Norðurlandaþjóðanna, en knatt- spyrnumóti lögreglumanna og lög- reglukvenna frá þessum löndum lauk þar í gær. Höfðu Danir sigur úr býtum í karlaflokki og Norðmenn í kvennaflokki. Að sögn Óskars Bjartmarz, for- manns Íþróttasambands lögreglu- manna, gekk mótið frábærlega á all- an hátt og höfðu hinir erlendu gestir sérstaklega orð á hversu skipulag allt og aðbúnaður hefði verið góður. Óskar sagði að hugmyndin hefði komið upp á þingi sem haldið var á Akranesi í fyrra, þ.e. hvers vegna fjölþjóðleg mót eins og þetta væru ekki haldin úti á landi. Þá hefði Sauðárkrókur komið inn í myndina, enda hefðu þar verið haldin lands- mót lögreglumanna í innanhúss- einnig fenginn einn dómari sem dæmir í efstu deildum Íslandsmóts- ins. Stefán sagði liðin nokkuð áþekk að styrkleika og meira jafnræði með þeim en oft áður; þannig hefði ekki verið séð á næstsíðasta degi mótsins hvernig þjóðirnar röðuðust til úr- slita. Mót sem þetta sagði Stefán vera haldið á fjögurra ára fresti og því ljóst að 20 ár líða á milli mótanna hérlendis. Þess vegna væri það sér- staklega mikill heiður og líka ánægjulegt fyrir Sauðárkrók að fá tækifæri til að halda mót sem þetta. Allt virtist hafa tekist eins vel og að var stefnt, nema það að veðráttan hefði verið mun kaldari og hryss- ingslegri en menn hefðu gert sér vonir um. Þrátt fyrir það hefðu allir gengið kátir og ánægðir frá mótinu eftir góða daga, sagði Stefán Vagn Stefánsson að lokum. Norrænar löggur öttu kappi í knattspyrnu  Norðurlandamót heppnaðist vel í köldum Skagafirðinum Ljósmynd/Kristján Örn Fótafimi Lögregluþjónar frá Íslandi og Finnlandi í byrjunarleik mótsins á Sauðárkróki, þar sem Finnar unnu 3:0.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.