Morgunblaðið - 18.06.2011, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.06.2011, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚNÍ 2011 Jónína og sambýlismaður hennar, Jósep Þórhallsson, eignuðust dóttur í nóvem- ber síðastliðnum og heitir hún Saga. Í sumar verður Jónína í fæðingarorlofi og gefst langþráð tækifæri til að vera með dóttur sinni eftir törnina í læknisfræðinni í vetur. Hún segist hafa ákveðið að reyna að klára námið fyrst hún var komin svona langt og hafi það gengið vel með smávegis hliðrun í náminu og síðan dyggum stuðningi, ekki síst foreldra hennar, þeirra Margrétar Svavarsdóttur og Ingólfs Giss- urarsonar. Hún þakkar þeim líka áhuga á hlaupum og heilbrigðum lífsstíl, sem þau hafi hvatt systurnar þrjár til að stunda. Tengdaforeldrarnir, Þórhallur Jósepsson og Herdís Ólafsdóttir, eiga einnig miklar þakkir skildar en þau hafa meðal annars verið óþreytandi við pössun. Kandídatsárið er framundan hjá Jónínu og þann tíma vinnur hún á Landspítalanum og á heilsugæsl- unni í Efra-Breiðholti. Þegar emb- ættisprófið verður komið í hús eftir rúmt ár hyggur Jónína á framhalds- nám, hugsanlega í krabbameins- lækningum. Í fyrrasumar leysti hún af sem læknir á heilsugæslustöðv- unum á Hellu og Hvolsvelli. Sumar með Sögu litlu LANGÞRÁÐ FÆÐINGARORLOF FRAMUNDAN minna inni á sjúkrahúsi. „Ég var mjög veik á meðan ég var að jafna mig á milli meðferða og þá vakti fjölskylda mín yfir mér dag og nótt. Í raun mátti aldrei skilja mig eina eftir því ég var svo veik að ég gat ekki hugsað um mig sjálf. Allir komu og hjálpuðu mömmu og pabba, þar á meðal systkini þeirra og svo var hún Jónína amma mín einstaklega dugleg að koma og vera hjá mér. Með ælubakka á fremsta bekk „Ég gat ekkert borðað þar sem munnurinn var allur eitt sár svo ég horaðist niður og fékk að lokum næringu í æð,“ segir Jónína. „Það kom þó ekki annað til greina en að fermast með krökkunum í bekkn- um mínum um vorið, en við höfð- um verið lengi saman og þau studdu mig mjög vel eins og aðrir vinir og fjölskylda. Þegar kom að fermingunni var tekið frá sæti fyrir mömmu og pabba á fremsta bekk í kirkjunni og þar sátu þau með ælubakkann tilbúinn ef ég skyldi þurfa að kasta upp. Til þess kom þó ekki, en í veislunni sofnaði ég á sófa í veislu- salnum. Mamma vinkonu minnar hannaði fyrir mig fermingarkjólinn og þrengdi hann eins mikið og hún gat réttlætt, en hann var samt mjög víður. Æxlið hafði vaxið mjög hratt á einum mánuði, en mér var sagt að það gæti verið góðs viti því þá myndi það hugsanlega ganga hratt til baka. Það væri skárra en ef æxlið læddist um og væri allt í einu orðið útbreitt um allan líkam- ann. Þetta gekk eftir og æxlið hvarf hratt í meðferðinni. Samt var ákveðið að ég færi líka í geislameðferð daglega í 30 skipti og í lok júní lauk meðferðinni. Þá var þessu í raun lokið hjá mér eftir hrikalega erfitt hálft ár og um sumarið var ég útskrifuð úr krabbameinsmeðferð. Ég var síðan í eftirliti í u.þ.b. sex ár og fór reglulega í myndatökur. Sem betur fer hefur ekkert komið upp á síð- an. Við geislameðferðina skemmdist hins vegar hluti af heiladinglinum og ég þarf enn þann dag í dag að sprauta mig daglega með vaxta- hormóni. Nú hef ég formlega próf upp á að mega gera það,“ segir Jónína. Spurði lækna um menntaskóla Áhuginn á læknisfræðinni kvikn- aði fyrst hjá Jónínu þegar hún var tólf ára og lenti á sjúkrahúsi vegna magakveisu. Þá fór hún fyrst að velta því fyrir sér að hún gæti orð- ið læknir þegar hún yrði stór. „Ári seinna þegar ég veiktist og var að berjast við krabbameinið spurði ég hvern einasta unglækni sem sinnti mér í hvaða mennta- skóla hann hefði verið og hvaða skóli væri nú bestur ef maður ætl- aði í læknisfræði. Þeir bentu lang- flestir á MR. Ég fór þess vegna í MR og er mjög sátt með það val. Þegar ég kláraði stúdentinn gat ég ekki hugsað mér annað starf en lækn- isfræðina. Ég dreif mig því í inn- tökuprófið og komst inn,“ segir Jónína og það var ánægður sig- urvegari sem tók við prófskír- teinum sínum á sviði Laugardals- hallar sex árum síðar. Veikindi efldu áhuga á vísindunum  Barðist við erfitt krabbamein á fermingarárinu  Lauk prófi í læknisfræði í vor  Veltir fyrir sér framhaldsnámi í krabbameinslækningum  Segir sjúkdóma geta orðið hvata til náms á þessu sviði Morgunblaðið/Sigurgeir S. Mæðgur Eftir törn í háskólanum síðustu mánuði ætlar Jónína Ingólfsdóttir að eyða sumrinu með Sögu dóttur sinni. Í haust tekur hún til við læknisstörf og síðan er framhaldsnám á dagskránni, hugsanlega í krabbameinslækningum. VIÐTAL Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Læknisfræði hefur lengi átt hug Jónínu Ingólfsdóttur og á sinn hátt voru þessi vísindi stór hluti af lífi hennar á fermingaraldri. Hún sigr- aðist þá á erfiðu krabbameini, en veikindi vöktu áhuga hennar á fræðunum. Áhuginn efldist með ár- unum og það var stolt ung móðir sem fagnaði kandídatsprófi í lækn- isfræði við útskrift frá Háskóla Ís- lands síðastliðinn laugardag. Jónína segist hafa „lúmskt gam- an“ af krabbameinslækningum og það geti vel verið að hún leggi stund á þá grein læknisfræðinnar í framhaldsnámi. Hún hafi til að mynda unnið rannsóknarverkefni á þriðja ári í læknisfræði um lungna- krabbamein í konum þannig að áhuginn sé til staðar. „Annars er það merkilegt hversu margir sem stunda nám í læknisfræði eða hjúkrun hafa kynnst alvarlegum sjúkdómum af eigin raun. Það er eins og veikindi geti orðið hvati til að læra meira á þessu sviði,“ segir Jónína. Varð bara veikari og veikari Hún var nýorðin þrettán ára í árslok 1998 þegar hún veiktist og æxli fyllti þá nánast upp í nefkokið. Fyrst var talið að um erfitt kvef væri að ræða, en þrátt fyrir sýkla- lyf og önnur meðul ágerðist sjúk- dómurinn. „Síðan fóru að sjást eins og kýli á hálsinum sem litu út eins og risa-eitlastækkanir sem stækk- uðu og stækkuðu þrátt fyrir sýkla- lyfin,“ segir Jónína. „Ég varð bara veikari og veikari og það var ekki fyrr en í lok janúar að niðurstöður komu úr sýnatöku sem sýndu að stórt krabbameinsæxli var í nef- kokinu og meinið hafði auk þess stungið sér í eitla í hálsinum.“ Jónína fór í aðgerð þar sem nokkrir eitlar í hálsinum voru skornir í burtu og sýni tekin úr þeim til að fá endanlega staðfest- ingu á því hvers kyns æxlið væri. Þá tók við stíf lyfjameðferð fram á sumar þar sem lyfin voru gefin í sex daga og síðan var reiknað með tveggja vikna hvíld heima til að jafna sig. Miklar aukaverkanir af lyfjunum gerðu það hins vegar að verkum að Jónína var meira og Tómas Oddur Eiríksson hundaeigandi lætur ekki ósanngjörn boð og bönn hafa áhrif á sig. Hann tók sér stöðu mótmælanda á þjóðhátíðardaginn og lét á það reyna að hundsa hundabannið í hátíðarhöldunum í gær. Að sögn Tómasar Odds var Freyju, hundi hans, vel tekið á Arnarhóli. „Ég varð ekki fyrir neinu mótlæti, ég rölti fram hjá lögreglubíl og hún taldi sig ekki þurfa að hafa nein afskipti af mér,“ segir Tómas Oddur kátur með daginn, en hann og Freyja fóru upp á Arnarhól, þar sem krakkarnir fengu að klappa Freyju. Að lokum sagðist Tómas hafa rekist á fleiri hunda- eigendur í bænum sem virtust vera á sama máli og hann. janus@mbl.is Morgunblaðið/Ernir Mótmælti hundabanni Á þjóðhátíðardaginn fagnaði Há- skóli Íslands aldarafmæli en skólinn var stofnaður á Alþingi þegar 100 ár voru liðin frá fæðingu Jóns Sigurðs- sonar. Hátíðarsamkoma til að minn- ast stofnunar skólans var í Alþing- ishúsinu í gær og var minnisvarði um stofnun Háskóla Íslands og veru hans í Alþingishúsinu á árunum 1911-1940 afhjúpaður. Þá var þing- húsið opið almenningi þar sem gest- um gafst tækifæri á að skoða sýn- ingar á tveimur hæðum hússins, annars vegar um sögu Háskóla Ís- lands og hins vegar um Jón Sigurðs- son í tilefni þess að 200 ár eru liðin frá fæðingu hans. Fjölbreytt afmælisdagskrá Í fréttatilkynningu frá Háskóla Íslands segir að á þeim 100 árum sem skólinn hefur starfað hafi sam- félagið og háskólinn tekið stakka- skiptum. Fyrsta námsár skólans voru nemendur 45 en nú eru þeir 14 þúsund. Árið 1911 hóf ein kona nám en nú eru konur í meirihluta á öllum námsstigum. Deildir skólans voru fjórar talsins í fyrstu en nú eru þær 25 og er skólanum skipað í fimm fræðasvið. Aldarafmælisdagskrá skólans nær yfir allt árið og er hún fjölbreytt. Meðal viðburða má nefna fyrirlestra tveggja Nóbelsverð- launahafa í líf- og læknavísindum, útgáfu Vísindadagatalsins í sam- starfi við Vísindavef Háskóla Ís- lands, ferð Háskólalestarinnar um landið og mánudagsbíó í samstarfi við Háskólabíó en það á jafnframt hálfrar aldar afmæli í ár. Áfram mætti lengi telja en hápunktur dag- skrárinnar verður afmælishátíð há- skólans sem haldin verður í Hörpu í október. kristel@mbl.is Stofnaður fyrir 100 árum  Hátíðarsam- koma í Alþing- ishúsinu í gær Morgunblaðið/Ernir Afhjúpun Kristín Ingólfsdóttir rektor við minnisvarðann um Jón Sigurðs- son sem afhjúpaður var í sölum Alþingis í gær, á 100 ára afmæli háskólans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.