Morgunblaðið - 18.06.2011, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.06.2011, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚNÍ 2011 BAKSVIÐ Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Matvælastofnun fylgist með að heil- brigðisvottorð fylgi plöntum og gróð- urmold sem flutt er til landsins en gerir sjaldan stikkprufur til að kanna hvort sníkjudýr kunni að leynast í plöntunum eða moldinni. Yfirleitt er treyst á heilbrigðisvottorð frá erlend- um systurstofnunum. Ýmis erlend smádýr eru talin hafa borist hingað með innfluttum gróð- urvörum. Erling Ólafsson, skordýra- fræðingur Náttúrufræðistofnunar Íslands, telur ljóst að bæði aspar- glytta og spánarsnigill hafi komist hingað með innfluttum vörum og vill að innflutningur á plöntum með mold verði bannaður. Sigurgeir Ólafsson, plöntusjúk- dómafræðingur hjá Matvælastofnun, segir að reglur um innflutning á plöntum og mold fari eftir alþjóðleg- um samningi um plöntuheilbrigði sem Íslendingar eru aðilar að. Regl- urnar snúist um að koma í veg fyrir að ákveðnir skaðvaldar komi hingað með plöntusendingum. „Það er ekki þannig að ekkert megi koma með þeim. Það eru ekki allar lífverur hættulegar. Þegar planta kemur með rót og í potti koma ýmsar lífverur með,“ segir hann. Plöntur frá öllum heiminum Í fyrra voru gefin út 39 vottorð fyr- ir innflutningi á pottaplöntum, 62 fyr- ir garðplöntur, tré og runna og 154 fyrir græðlinga og smáplöntur, skv. upplýsingum á vef Matvælastofnun- ar. Ekki kemur fram hversu mikið magn var flutt inn í hverri sendingu. Flestar garðplöntur sem hingað eru fluttar koma frá Hollandi, Danmörku og Belgíu en Sigurgeir bendir á að fyrirtæki í þessum löndum rækti plöntur úti um allan heim. „Það má segja að plöntur og afskorin blóm komi alls staðar að úr heiminum,“ segir hann. Þótt innflutningur sé töluverður eru sumar plöntur á bann- lista, þar á meðal helstu skógar- plöntur íslenskar. Því má ekki flytja inn birki, ýmis barrtré, aspir, víði og fleiri tegundir. „Það var okkar mat að það væru svo margir skaðvaldar á þessum tegundum erlendis sem við höfðum ekki fengið hingað. Við töldum að heil- brigðisvottorð myndi ekki veita okkar nægilega vörn,“ segir Sigurgeir. Þessar tegundir hafi ekki verið flutt- ar inn frá 1990, þegar reglurnar voru settar, nema sem fræ og í vissum undantekningartilfellum. Ryð barst með vindi Sigurgeir bendir á að ýmsar skor- dýrategundir geti borist hingað með gámum og öðrum vöruinnflutningi. Einnig geti smádýr og plöntusjúk- dómar borist með vindi eða fuglum. „Ég get nefnt sem dæmi að ryðsvepp- ur í gljávíði kom fyrst upp á Höfn í Hornafirði þar sem farfuglar koma fyrst að landinu,“ segir hann. Ekki sé útilokað að asparglytta hafi fyrst bor- ist hingað með plöntum þótt innflutn- ingur á hýsilplöntunum víði og ösp sé bannaður og allt bendi til þess að spánarsnigillinn hafi borist með þeim hætti. Hann sé útbreiddur erlendis og ekki bundinn við ákveðnar plöntu- tegundir. Aðspurður hvernig honum lítist á bann við innflutningi segir Sig- urgeir að það sé stjórnvalda, land- búnaðar- og sjávarútvegsráðuneytis, að setja slíkar reglur. Matvælastofn- un sjái svo um að framfylgja þeim. Ekki allar lífverur hættulegar  Plöntur og afskorin blóm koma til Íslands úr öllum heimshornum  Um 1.000 tonn af mold flutt inn  Heilbrigðisvottorð fyrir plöntur gildir líka fyrir moldina í pottunum  Fer eftir alþjóðasamningi Ljósmynd/Sigurgeir Ólafsson Mygla Kartöflumygla byrjar í grösum og getur farið sem faraldur um garða og sviðið öll grös. Einnig getur hún farið í kartöflurnar og valdið rotnun á þeim. Vætusöm og hlý haust auki mjög hættu á að myglan nái sér á strik. 1.000 tonn af mold á ári » Síðustu fimm ár hafa tæp- lega 1.000 tonn af gróðurmold verið flutt inn árlega. » Enginn búfjáráburður má vera í moldinni til að koma í veg fyrir að búfjársjúkdómar berist með henni. Fleiri kröfur eru gerðar. » Moldin sem fylgir plöntum fellur á hinn bóginn undir heil- brigðisvottorð fyrir plönturnar. Hlýnandi veðurfar hefur leitt til þess að sjúkdómurinn kartöflu- mygla hefur náð sér aftur á strik hérlendis. Hún hvarf vegna kóln- andi veðurs upp úr 1960, skaut aftur upp kollinum 1990 og 1991 en frá 1999 hefur hún verið landlæg á Suðurlandi. „Hún var plága hér á árum áður en nú ráða menn betur við þetta með fyrirbyggjandi úðun,“ segir Sigurgeir. Fyrirbyggj- andi sveppalyfi sem veitir grösunum vörn sé úðað yfir kartöflugarðana. Þetta geri mjög margir kartöflubændur á Suður- landi sem vilji tryggja sig gegn myglunni en einn og einn taki áhættuna og sleppi úðun. „Þetta er samt sem áður ekkert í líkingu við það sem gerist erlendis. Hér nægir mönnum yfirleitt að úða einu sinni á meðan menn úða kannski þar á viku til tíu daga fresti. Þetta er ekkert sambærilegt við það sem er úti. Svo mikil hlýn- un er ekki orðin hér.“ Nær sér á strik í hlýindum KARTÖFLUMYGLA HVARF ÞEGAR FÓR AÐ KÓLNA UPP ÚR 1960 Sigurgeir Ólafsson Ef þú ert tryggður þá færðu það bætt TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN / Sími 515 2000 / tm@tm.is / www.tm.is Sólarmegin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.