Morgunblaðið - 18.06.2011, Síða 20

Morgunblaðið - 18.06.2011, Síða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚNÍ 2011 heimilishaldið, eins og grillvörur, kartöflur, sósur, mjólkurvörur, ein- nota diska og glös, hreinlætisvörur, kex, álegg, brauð og skyndirétti í örbylgjuofna, svo ekki sé minnst á ís og sælgæti. „Við erum með þetta einfalt og þægilegt, ekki endilega margar tegundir af sömu vörunni heldur reynum að hafa vöruúrvalið sem fjölbreyttast.“ Ferðaþjónustan á Hólum rekur tjaldstæðið og alla gistingu á staðn- um, með gistirými fyrir alls um 100 manns. Hildur og hennar fólk sjá einnig um sundlaugina á Hólum og veitingastaðinn Undir Byrðunni. Þá var Bjórsetur Íslands opnað ný- lega í gamla fjósinu á Hólum, þar sem ferðamenn geta smakkað á framleiðslu staðarins og innfluttum bjór. Að sögn Hildar hefur bjór- kynningin verið sérlega vinsæl hjá hópum sem sækja Hólastað heim. Biðja fyrir góðu veðri Hóladómkirkja hefur alltaf mikið aðdráttarafl, Auðunarstofa, Sögu- setur íslenska hestsins og margt fleira sem ferðamenn geta skoðað á sögufrægum Hólastað. Hildur segir ferðamanna- tímabilið hafa farið rólega af stað, líkt og víðast hvar um landið, en mjög vel horfi með bókanir í júlí og það sem eftir er af júní. Fram- undan er árleg Barrokkhátíð á Hól- um á vegum kirkjunnar og gisti- rými einnig fullbókað vegna Landsmóts hestamanna á Vind- heimamelum. Þá eru starfrækt sumarnámskeið á vegum Hóla- skóla. „Eins og aðrir í þessum bransa biðjum við fyrir góðu veðri í sumar og vonumst til að sjá sem flesta heimsækja Hóla,“ segir Hildur að endingu. Heimamenn fagna Hólakaupum  Ferðaþjónustan á Hólum í Hjaltadal opnar verslun fyrir heimamenn og ferðafólk  Stefnt að opn- un allt árið um kring  Sem fyrr nóg um að vera á Hólum í sumar  Bjórsetur Íslands eftirsótt Verslun Hildur Þóra Magnúsdóttir, rekstrarstjóri ferðaþjónustunnar á Hólum, í nýju versluninni. Á Hólastað reka þau einnig gistingu, veitingastað, sundlaug, tjaldstæðin og margt fleira til afþreyingar fyrir ferðamenn. VIÐTAL Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Fólkið sem býr hérna hefur tekið þessu fagnandi, getur núna nælt sér í mjólkurfernu án þess að þurfa að keyra upp á Krók. Versl- unin er ekki síður hugsuð fyrir ferðamennina sem hingað koma á tjaldstæðin og í orlofsíbúðirnar,“ segir Hildur Þóra Magnúsdóttir, nýr rekstrarstjóri ferðaþjónust- unnar á Hólum í Hjaltadal, en þar var nýverið opnuð verslunin Hóla- kaup sem ætlunin er að hafa opna allt árið, ekki aðeins yfir ferða- mannatímann á sumrin heldur einnig á veturna þegar starfsemi Háskólans á Hólum stendur sem hæst. Í skólanum eru um 150 nem- endur en nærri 100 manns hafa skráð lögheimili á Hólum. Hildur segir ferðamenn hafa gjarnan spurt hvort einhver versl- un sé á Hólum og þeir þá orðið fyr- ir vonbrigðum að þurfa að keyra til Hofsóss eða Sauðárkróks til að versla. Nýtt fyrir börnin „Við eigum eftir að útfæra opn- unartíma yfir veturinn, hann verð- ur væntanlega eitthvað styttri. Heimamenn hafa tekið þessu fagn- andi og það hefur verið gaman að sjá börnin á staðnum koma inn með 200 kallinn og fá að versla. Þau eru ekki vön því að geta farið í sjoppuna,“ segir Hildur. Í Hólakaupum er hægt að fá flest það sem til þarf í útilegu eða Árlegir sumartónleikar í Hóla- dómkirkju hefjast á morgun, sunnudaginn 19. júní, og verða tónleikar haldnir í kirkjunni alla sunnudaga út ágúst. Tónleik- arnir eru á sunnudögum og hefjast kl. 14:00. Aðgangur er ókeypis. Alexandra Chernyshova sópr- an og Katie Buckley hörpuleik- ari koma fram á fyrstu tón- leikum sumarsins. Sunnudaginn 26. júní eru tónleikarnir á vegum Barokk- hátíðar á Hólum sem haldin verður 23.–26. júní. Síðan taka við hverjir tónleikarnir af öðrum í allt sumar. Hólahátíð fer fram 12.–14. ágúst og síðustu tón- leikar sumarsins verða 21. ágúst á vegum Ríkinifélagsins, félags um forna tónlist. Fyrstu tónleikarnir á morgun SUMARTÓNLEIKAR Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Hátíðahöld voru um land allt í gær í tilefni þjóðhátíðardagsins 17. júní og víða mátti sjá íslenska fánann blaktandi við hún og prúðklætt fólk í þjóðbúningum. Dagurinn var jafn- framt haldinn hátíðlegur á erlendri grund, meðal annars í Manitoba í Kanada. Í Reykjavík var fjölbreytt dagskrá sem hófst með samhljómi kirkjuklukkna borgarinnar í morg- unsárið. Meðal viðburða í Reykja- vík má nefna hátíðardagskrá á Austurvelli, skrúðgöngur, barna- og fjölskylduskemmtun á Ingólfs- torgi og tónleika á Arnarhóli. Að sögn lögreglunnar á höfuðborg- arsvæðinu fóru hátíðarhöldin vel fram og var fólk duglegt að ferðast í bæinn fótgangandi og þótti það já- kvætt. Í gærkvöldi taldi lögregla að færra væri af fólki í miðbænum heldur en í fyrra. Á Akureyri fóru hátíðarhöld fram í Lystigarði og miðbæ Akureyrar. Hinir árlegu Bíladagar standa einnig yfir og sagði lögregla daginn hafa gengið vel. Menntaskólanum á Akureyri var slitið í dag og lýkur skemmti- dagskrá á miðnætti með mars- eringu nýstúdenta. kristel@mbl.is Haldið upp á 17. júní um allt land Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Akureyri Stúdentar voru brautskráðir frá Menntaskólanum á Akureyri í gær, eins og venjan er á þjóðhátíðardag- inn. Að þessu sinni settu 166 nýstúdentar upp hvíta kollinn í íþróttahöllinni á Akureyri og fögnuðu áfanganum. Morgunblaðið/Ernir Mannlíf Íslenski fáninn var áber- andi í miðbæ Reykjavíkur í gær. Morgunblaðið/Ernir 17. júní Hátíðardagskrá á vegum Alþingis og forsætisráðuneytisins var á Austurvelli þar sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra flutti ávarp. Morgunblaðið/Ernir Landsliðsmaður Skákakademía Reykjavíkur stóð fyrir fjöltefli.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.