Morgunblaðið - 18.06.2011, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.06.2011, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðakipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚNÍ 2011 Vandi Erfiðleikar Grikklands geta haft slæm áhrif á lönd eins og Spán og Portú- gal og vandinn teygt sig langt út fyrir landamæri Evrópu að mati AGS. ● Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem varað er við því að þær hættur hafi vaxið sem ógnað geta hagkerfi heimsins. Meðal stærstu áhyggjuatriða til- greinir sjóðurinn grísku skuldakrísuna, óvissu um hallann á fjárlögum Banda- ríkjanna og þörfina á að tempra efna- hagsvöxt Asíu. Þrátt fyrir varnaðarorðin reiknar AGS með að hagvöxtur á heimsvísu muni haldast á beinu brautinni, þó spár fyrir frammistöðu Bretlands og Bandaríkj- anna hafi verið lækkaðar, að því er BBC greinir frá. Haft er eftir Jose Vinals, stjórnanda hjá sjóðnum, að það skipti hagkerfið á heimsvísu miklu að leysa úr þessum stóru óvissumálum. ai@mbl.is AGS varar við hættumerkjum FRÉTTASKÝRING Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Samkvæmt minnisblaði fjármála- ráðuneytisins um útgjöld ríkissjóðs fyrstu þrjá mánuði ársins stefnir í verulega framúrkeyrslu umfram fjárheimildir til útgjalda vegna sjúkratrygginga og lífeyristrygginga í ár. Sjúkratryggingar fóru verulega fram úr fjárheimildum á fyrsta fjórð- ungi samkvæmt ráðuneytinu eða um 480 milljónir króna. Í minnisblaðinu er staða þessa lið- ar sögð „alvarleg“ en velferðarráðu- neytið gerir ráð fyrir að hallinn á þessum lið verði tæpir tveir milljarð- ar í ár. Frá þeim tíma hefur Alþingi samþykkt breytingar á lögum sem að mati fjárlagaskrifstofu fjármála- ráðuneytisins mun kosta ríkið á bilinu 200 til 320 milljónir á árs- grundvelli. Einnig kemur fram í minnis- blaðinu að útgjöld vegna lífeyris- trygginga hafi verið ríflega hálfum milljarði umfram fjárheimildir og gerir velferðarráðuneytið ráð fyrir að umframútgjöld vegna þeirra muni nema einum milljarði á árinu. Áhyggjur seðlabankastjóra Már Guðmundsson, seðlabanka- stjóri, lýsti yfir áhyggjum yfir horf- um í ríkisfjármálunum á fundi um vaxtaákvörðun Seðlabankans á mið- vikudag. Vísaði Már meðal annars til áhrifa nýgerðra kjarasamninga á út- gjöld ríkisins í ár. Auk útgjalda vegna kjarasamninga hafa stjórnvöld heimilað ýmsar útgjaldaaukningar að undanförnu sem vekja, ásamt upplýs- ingum um framúrkeyrslu ráðuneyta, upp áleitnar spurningar um hvort fjárlög ársins muni að óbreyttu stand- ast og hvort markmið næstu ára í stjórn ríkisfjármála náist. Fjárlagafrumvarp ársins gerir ráð fyrir að hallinn á rekstri ríkisins í ár verði um 35 milljarðar og að frum- jöfnuður – mismunur tekna og gjalda að undanskildum vaxtaliðum – verði jákvæður. Ennfremur er markmið efnahags- áætlunar íslenska ríkisins og Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins að afgangur verði af rekstri ríkisins eftir tvö ár. Hinsvegar liggja fyrir milljarða út- gjöld vegna nýlegra aðgerða ríkis- stjórnarinnar. Samkvæmt áliti fjár- lagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins munu lagabreytingar vegna ný- gerðra kjarasamninga leiða til þess að tekjur ríkissjóðs verði fimm millj- örðum lægri í ár en fjárlagafrum- varpið gerir ráð fyrir. Auk þess var gert ráð fyrir að lífeyrissjóðir myndu greiða fyrir hluta sex milljarða kostnaðar vegna vaxtaniðurgreiðslu. Sem kunnugt er þá náðist ekki sam- komulag við lífeyrissjóðina að þeir tækju á sig tímabundinn skatt vegna þessa þannig að enn sem komið er eru líkur á því að ríkið þurfi að taka á sig þennan kostnað. Við þetta bætist að ef samningar við starfsmenn hins opinbera verða á svipuðum nótum og samningar á al- menna vinnumarkaðnum mun aukn- ing launakostnaðar ríkisins í ár nema um 4,5 milljörðum samkvæmt upplýs- ingum frá fjármálaráðuneytinu. Fjár- lög ársins gerðu ekki ráð fyrir því að laun opinberra starfsmanna myndu hækka. Samkvæmt skýrslu vegna 5. endurskoðunar efnahagsáætlunar- innar hefur ríkisstjórnin lýst yfir að hún muni nota sérstakan varasjóð til þess að mæta þessum og öðrum út- gjöldum sem ekki var gert ráð fyrir í fjárlögum. Hinsvegar er þessi sjóður ekki nema fimm milljarðar og þar af leiðandi kalla þessi útgjöld á umtals- verðan niðurskurð ef markmið fjár- laganna á að nást. Ennfremur voru nýlega gerðar breytingar á lögum um almanna- tryggingar sem að mati fjárlagskrif- stofunnar munu kosta ríkið á fjórða milljarð á næstu árum. Tugir milljarða vegna SpKef og Íbúðalánasjóðs Ofan á þetta bætist að ríkið á eftir að leggja fram tugi milljarða til þess að standa við ýmsar skuldbindingar sínar á árinu. Ber þar hæst kostnaður vegna yfirtöku Landsbankans á SpKef og endurfjármögnun Íbúða- lánasjóðs. Talið er að kostnaður rík- isins vegna yfirtökunnar á SpKef verði að minnsta kosti tíu milljarðar. Þar að auki þarf að Íbúðalánasjóður að minnsta kosti tólf milljarða á árinu eigi hann að uppfylla skyldur um 5% eiginfjárhlutfall. Horfi menn til þess að hann sé að minnsta kosti með 8% eiginfjárhlutfall, eins og rætt hefur verið um í skýrslum AGS, þarf hann ríflega tuttugu milljarða. Stoðir fjárlaga veikjast verulega Morgunblaðið/Golli Skattgreiðendur Íslendingar gætu þurft að gleðjast yfir öðru en árangri í aðhaldi í ríkisfjármálum á næstunni.  Stefnir í verulega keyrslu fram úr fjárheimildum hjá velferðarráðuneytinu  Miklar útgjaldahækk- anir sem ekki er gert ráð fyrir fjárlögum fyrirsjáanlegar  Staða sjúkratrygginga „alvarleg“ Fjárlög og veruleiki » Áætlanir gera ráð fyrir að halli á fjárlögum í ár verði um 35 milljarðar. » Ekki var gert ráð fyrir kostn- aði vegna kjarasamninga í fjár- lögunum. » Stefnir í 3 milljarða halla vegna velferðarmála á árinu » Fjárlögin gera ekki ráð fyrir tugmilljarða kostnaði vegna yfirtöku Landsbankans á Spkef annarsvegar og endur- fjármögnunar Íbúðalánasjóðs. FRÉTTASKÝRING Ívar Páll Jónsson ivarpall@mbl.is Framfærslukostnaður í Bandaríkj- unum jókst meira en margir bjugg- ust við í maímánuði. Verð á flestu hækkaði, allt frá bifreiðum að hót- elgistingu, að því er fram kemur í umfjöllun Bloomberg. Neysluverðs- vísitalan hækkaði um 0,2% í mán- uðinum og hefur hækkað um 3,6% síðustu tólf mánuði, sem er mesta hækkun frá því í október 2008. Sem kunnugt er hefur bandaríski seðlabankinn að undanförnu keypt bandarísk ríkisskuldabréf á mark- aði. Ganga þessi kaup undir nafninu „quantitative easing“, eða „magn- slökun“, og halda þau verðinu á skuldabréfunum uppi og þar með vöxtum lágum og vaxtakostnaði bandaríska ríkisins í lágmarki, en það er skuldsett mjög. Þessi kaup á ríkisskuldabréfum jafngilda pen- ingaprentun því seðlabankinn reiðir fram nýja peninga í skiptum fyrir skuldabréfin. Í kjölfar þessarar aukningar á peningamagni hefur dollarinn lækk- að í verði gagnvart hrávörum. Þær hafa því mjög hækkað í verði, mældu í Bandaríkjadollar. Þessar hrávöruverðshækkanir hafa svo að undanförnu verið að skila sér í verð á neysluvörum, eins og Bloomberg fjallar um. Verð annarra vara en matvöru og eldsneytis hækkaði um 0,3% í maí og hefur ekki hækkað meira á ein- um mánuði síðan í júlí 2008. Verð nýrra bifreiða hækkaði um 1,1%. Kann sú mikla hækkun að eiga ræt- ur í minna framboði en ella vegna jarðskjálftans í Japan. Verð á hót- elgistingu hækkaði um 2,9%, fötum um 1,2% og afþreyingu um 0,3%. „Við sjáum víðtækt smit úr orku- og hrávöruverði inn í alla þætti kjarna- verðbólgunnar,“ hefur Bloomberg eftir John Herrmann, sérfræðingi hjá State Street Global Markets í Boston. Verðbólga eykst í Bandaríkjunum Reuters Bandaríski seðlabankinn Hefur keypt ríkisskuldabréf af þrótti.  Ekki verið meiri síðan í október 2008 ● Teikn eru á lofti um að störf sem bandarísk fyrirtæki vistuðu úr landi séu að koma aftur heim. Fréttavefur CNN greinir frá því að sum stórfyrirtæki séu að færa hluta framleiðslunnar aft- ur til Bandaríkjanna, en þó í mun minna mæli en flutt var út á sínum tíma þegar útvistun var í hámarki. Ein ástæðan er sú að laun hafa farið hækkandi á ódýru framleiðslumörk- uðunum og þannig er launakostnaður í Kína að hækka á bilinu 15-20% á árs- grundvelli. Um leið virðast koma til meiri hættur á sveiflum af ýmsum toga, s.s. í flutningum og gengi gjaldmiðla. Ávinningurinn af að úthýsa er því ekki lengur sá sami og var áður fyrr. Þá eru fyrirtæki líka að sjá kosti sem fylgja því að hafa framleiðsluhlutann nær hönnuðum og viðskiptavinum til að efla vöruþróun og framfarir, auk þess að geta haft nánari gætur á gæðum. ai@mbl.is Störfin að koma aftur til Bandaríkjanna? STUTTAR FRÉTTIR Bernskuheimili Warrens Buf- fetts, eins fræg- asta fjárfestis heims, er nú til sölu á uppboðs- vefnum eBay. Eigandinn, Jennifer Smed- ley, vill fá 120.000 dollara fyrir íbúðina, 14 milljónir króna samkvæmt geng- isskráningu Seðlabanka Íslands. Æskuheimilið er í Omaha, nánar tiltekið 4224 Barker-götu. Íbúðin er þriggja herbergja, í húsi sem var reist árið 1923. Seljandinn segir að íbúðinni hafi verið vel haldið við og sé í göngufæri frá einum af uppá- haldsveitingastöðum Buffetts og ekki langt frá heimili hans núna. Þá segir Smedley að staðsetningin sé kjörin fyrir hluthafa í fyrirtæki Buffetts, Berkshire Hathaway, á meðan á ársfundi sjóðsins stendur, en hann er ávallt haldinn í Omaha. Fjölskylda Buffets flutti inn í íbúðina skömmu eftir að foreldrar hans gengu í hjónaband árið 1925. Buffett, sem er fæddur árið 1930, bjó þar í allmörg ár áður en fjöl- skyldan stækkaði við sig. Á meðal annarra Warren Buffett- tengdra vara sem til sölu eru á eBay má nefna Berkshire Hat- haway spákúlu númer 8, sem veitir eigandanum 20 svör, m.a. „keyptu núna“, „dreifðu áhættunni“ og „LJÚFUUUUUR SAMNINGUR“. Hægt er að kaupa gripinn á 35 doll- ara. ivarpall@mbl.is Æskuheim- ili Buffetts á eBay Warren Buffett ● Gengi bréfa framleiðanda BlackBerry-farsím- anna, Research In Motion, lækkaði um 15% á Wall Street á miðviku- dag. Hagnaður fyr- irtækisins, upp á 695 milljónir dala á fyrsta fjórðungi rekstrarársins, var 9,6% minni en á sama tímabili í fyrra. Þá lækkaði Research In Motion einnig afkomuspá sína fyrir árið í heild. Fyr- irtækið hefur misst markaðshlutdeild á farsímamarkaði yfir til Apple og Go- ogle, og spjaldtölvan PlayBook hefur ekki getað keppt við iPad. ai@mbl.is Samdráttur hjá BlackBerry

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.