Morgunblaðið - 18.06.2011, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.06.2011, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚNÍ 2011 Sunna Ósk Logadóttir sunna@mbl.is Enn á ný hafa blossað upp öflug mótmæli á Sýr- landi sem beinast gegn ríkisstjórn og forseta landsins, Bashar al-Assad. Í gær greindu vest- rænir fréttamiðlar frá því að í það minnsta átta manns hefðu týnt lífi í mótmælunum er örygg- issveitir reyndu að tvístra mannfjöldanum á göt- um stærstu borga landsins með því að hefja skot- hríð. Sýrlenskir miðlar hliðhollir forsetanum og stjórn hans gerðu minna úr mótmælunum en tóku fram að lögreglumenn hefðu særst í átökum við æstan múginn. Sjónarvottar segja að tveir menn hafi verið skotnir til bana fyrir að reyna að rífa niður veggspjöld með myndum af forset- anum. Herinn hefur sett aukinn kraft í tilraunir til að stöðva mótmælin sem hafa verið mikil undan- farna mánuði. Evrópusambandið er að skoða hvort beita eigi sýrlensk stjórnvöld enn frekari viðskiptaþvingunum. Fjölmiðlabann Útlendir fjölmiðlar fá ekki að koma til Sýr- lands til að fylgjast með mótmælunum sem hafa kostað að minnsta kosti 1.100 mannslíf frá því þau hófust í mars síðastliðnum. Sjónarvottar segja í viðtali við BBC að örygg- issveitirnar hafi látið til skarar skríða í fjölmenn- ustu mótmælunum. „Þeir handtaka meira að segja þá særðu og færa þá í járnum á hersjúkra- hús,“ sagði íbúi í borginni Homs. Sýrlensk stjórnvöld gera lítið úr mótmælunum, segja þau knúin áfram af glæpahópum en ekki al- mennum borgurum. Þá segja þau vestræna fréttamiðla blása málið upp. Assad forseti hefur ekki áður þurft að þola uppreisn borgara sinna. Mótmælin byrjuðu í suð- urhluta landsins út frá mikilli öldu mótmæla sem skekið hefur mörg lönd í Asíu og Norður-Afríku undanfarna mánuði. Þau hafa nú breiðst út um allt Sýrland. Um 9 þúsund Sýrlendingar hafa flú- ið land vegna óeirðanna. Um 10 þúsund til við- bótar bíða við landmærin að Tyrklandi, en kom- ast hvorki lönd né strönd. Skotið á mótmælendurna  Að minnsta kosti átta hafa látist í enn einni öldu mótmæla á Sýrlandi  Örygg- issveitir hófu skothríð á nokkrum stöðum í landinu  Lögreglumenn hafa særst Reuters Burt með Bashar Sýrlensk börn mótmæla í flóttamannabúðum við landamæri Tyrklands. Undanfarna daga hafa hinar konunglegu Ascot- veðreiðar farið fram í Berkshire í Suður- Englandi en lokadagurinn er í dag. 300 ár eru liðin síðan veðreiðarnar voru fyrst haldnar en það var árið 1711 sem Anna drottn- ing hélt fyrstu keppnina. Hefð er fyrir skrautlegum höfuðbúnaði meðal kvenpeningsins en hann er hluti strangra reglna um klæðaburð gesta á veðreiðunum. Jafnan er mikið í hann lagt og fær hann oftar en ekki tölu- vert meiri umfjöllun í fjölmiðlum en úrslit sjálfr- ar keppninnar. Hringur eftir hring á Ascot-veðreiðunum Reuters Bílaframleiðendur hafa náð umtals- verðum árangri í því að fækka þjófn- uðum á bílum í Bretlandi. Í fyrra var 107 þúsund bílum stolið og var meirihlutinn eldri en þriggja ára. Árið 2008 var 143 þúsund bílum stol- ið og sé rýnt enn frekar í baksýnis- spegilinn má sjá að fyrir tuttugu ár- um var um 600 þúsund bifreiðum stolið árlega. Tryggingafélögin segja að bif- reiðaframleiðendur eigi stærstan þátt í því að draga úr þjófnaði nýrra bíla. Með ýmsum öryggisbúnaði, s.s. þjófavarnarbjöllum, bættum læs- ingum, sterkara gleri í rúðum og staðsetningarbúnaði, hefur árang- urinn ekki látið á sér standa. Að mati tryggingarfélaganna er það nú undir bílaeigendum komið að draga enn frekar úr bílaþjófnuðum. Í vikunni verðlaunuðu trygginga- félögin Volkswagen-bílaframleið- andann fyrir stífar öryggiskröfur í framleiðslu sinni. Framleiðandi Audi varð í öðru sæti og Volvo í því þriðja. sunna@mbl.is Færri bíl- um stolið í Bretlandi  Nýir bílar betur varðir fyrir þjófum Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, sakar „þetta rusl sem kallast internet“ um að bera ábyrgð á efnahagsvanda landsins og hótar að loka landamærum landsins á sama tíma og landið sekkur enn dýpra ofan í efnahagslægð. Þetta kom fram í máli forsetans á fundi með blaðamönnum í gær. Lúk- asjenkó segir hins vegar að bati sé í nánd þótt hægt fari. Hann hét því að selja helstu eignir ríkisins til þess að bæta í sjóði ríkiskassans sem er tómur. Hann sakaði blaðamenn um að bera mesta ábyrgð á því að skapa skelfingu meðal almennings. „Allt netinu að kenna“ Nýtt á Íslandi Brúnt pallaefni Brúnt gagnvarið efni Tilbúið til notkunar. Ekki nauðsynlegt að mála strax. Sömu gæði gagnvarnar og áður. Betri grunnur fyrir dökka liti. OMEGA gasgrill að verðmæti 25.600 kr. fylgir pallaefni fyrir 100.000 kr. eða meira. * Gildir ekki með tilboðum Frábær kaupauki með pallinum!* Ráðgjöf landslagsarkitek ts Allar tillögur eru gerðar í þrívídd og viðskipta- vinurinn fær teikningarnar sendar á netfang eða með pósti innan viku frá ráðgjöf. Auðvelt að átta sig! Pöntun á ráðgjöf: Skráning á netfangið margret@byko.is og í síma 515 4135 alla virka daga.Hver viðskiptavinur fær hálftíma ráðgjöf sem kostar kr. 5.900, sem nýtist sem inneign þegar keypt er efni í garðinn hjá BYKO. Björn Jóhannsson landslagsarkitekt veitir ráðgjöfina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.