Morgunblaðið - 18.06.2011, Page 25

Morgunblaðið - 18.06.2011, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚNÍ 2011 Þú getur fengið ýmsar gagnlegar upplýsingar sendar í símann Viðvörun ef staðan fer niður fyrir ákveðna upphæð • Staða reikninga • Tilkynning þegar greitt er inn á reikninginn • Gengi gjaldmiðla ... og fleira í Netbanka einstaklinga Ís í brauði á 1.020 krónur? * ef þú greiðir inn á reikninginn næsta virka dag eftir að þú fórst yfir. Gildir fyrir einstaklinga. Það er auðvelt að losna við FIT-kostnaðinn** Það geta allir lent í því að fara yfir á reikningum. Íslandsbanki hefur því ákveðið að fella niður FIT-kostnaðinn ef þú greiðir inn á reikninginn næsta virka dag eftir að þú fórst yfir. Og til að þúmissir ekki af þessu tækifæri þá getur þú skráð símanúmerið þitt í Netbank- anum og við sendum þér SMS um leið og þú ferð yfir á reikningnum. Skráðu þig í FIT viðvörun í Netbankanum. Þú færð nánari upplýsingar á www.islandsbanki.is. **Kostnaður af innistæðulausum tékkum – sjá verðskrá Íslandsbanka. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 1 1 -1 0 9 3 + FIT kostnaður 750 kr. 270 kr. samtals 270 kr. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 1 1 -1 0 9 3 Í sumar ætla írönsk stjórnvöld að senda geimfar með apa innanborðs út í geim. Forseti landsins, Mah- moud Ahmadinejad, kynnti í febr- úar endurskoðaða geimferða- áætlun landsins, sem auk ferðar apans felur í sér að koma fyrir í geimnum nokkrum gervitunglum á þessu ári. Áður hafa Íranir sent nokkur smádýr á sporbaug um jörðu, m.a. rottu, skjaldböku og orma. Fyrsta íranska gervitunglið fór á loft árið 2009. Nýverið var einu gervitunglinu enn komið fyrir í geimnum og er yfirlýst hlutverk þess að mynda jörðina. Yfirmaður írönsku geim- ferðastofnunarinnar, Hamid Fa- zeli, segir að markmiðið sé að senda að lokum mannað geimfar frá jörðu en samkvæmt geim- ferðaáætluninni á það að eiga sér stað árið 2020. Stjórnvöld vestrænna ríkja hafa lýst yfir áhyggjum af brölti Írana í geimnum og telja það tengjast kjarnorkuvopnaáætlun þeirra. Þessu hafa írönsk stjórnvöld stað- fastlega neitað. sunna@mbl.is Íranskur api kannar geiminn Reuters Stefna hátt Íranir senda nú hvert gervitunglið á fætur öðru út í geim. BAKSVIÐ Sunna Ósk Logadóttir sunna@mbl.is Nokkur ríki í Afríku hafa gripið til ýmissa ráða til að reyna að hindra notkun netsins, aðallega bloggs og samskiptasíðna, telji þau öryggi landa sinna ógnað. Þetta er niður- staða nefndar blaðamanna sem ásamt tölvurisanum Google söfnuðu upplýs- ingum frá fjölda afrískra frétta- manna. Ríkisstjórnir t.d. Rúanda og Úganda óttast að mótmæli sem skek- ið hafa lönd í Norður-Afríku blossi upp og hafa því lokað samskiptaas- íðum, s.s. Facebook og Twitter, til að reyna að koma í veg fyrir að fólk geti tekið sig saman og skipulagt aðgerð- ir. Segja stjórnvöld að með þessu séu þau að „vernda borgara sína“. Í Rúanda var bloggsíðu lokað og bloggarinn í kjölfarið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að móðga forsetann Paul Kagame með skrifum sínum. Í Svasílandi gengu stjórnvöld enn lengra og lokuðu fyrir sendingar smá- skilaboða vegna mótmæla í aprílmán- uði. Tæknibyltingin En þessar aðgerðir eru nokkuð „gamaldags“ miðað við það sem stjórnvöld í Tansaníu og Súdan hafa nú tekið upp á. Þar er notast við kerfi sem Kínverjar hafa beitt með umtals- verðum árangri, er síar út af vefsíðum efni það sem stjórnvöld telja óæski- legt. Með nokkurri einföldun má segja að um sé að ræða njósnaforrit sem er nokkurs konar vírus er „sogar til sín efni“ og getur auk þess klónað vefsíður og blekkt notendur. Klónuðu síðurnar eru það nákvæmar að erfitt er að greina á milli. Stjórnvöld í Tan- saníu hafa m.a. verið talin beita þess- ari klónun til að trufla samskipti á JamiiForums, systursíðu Wikileaks þar í landi. Og yfirvöld hafna ekki þessum ásökunum en staðfesta held- ur ekkert. Forsvarsmenn Google telja að Afr- íkubúar ættu að vera meira á tánum gagnvart misnotkun stjórnvalda á netinu. Google hefur oft orðið fyrir barðinu á aðgerðum kínverskra stjórnvalda sem hafa lengi haldið leitarvélinni niðri. Ory Okolloh, ein af fram- kvæmdastjórum Google, segir að mótmælin í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku hafi sýnt fram á vax- andi þörf fólks til að nota vefinn til að tjá sig og safna upplýsingum. Víða hafa stjórnvöld vald yfir „leiðslum og vírum“ netsins, segir Okolloh. Þá vekja blaðamennirnir athygli á því að stjórnvöld hafa ennfremur oft og tíðum umsjón með símkerfum og geta, tæknilega séð, auðveldlega fylgst með hvert fólk er að hringja og hvaða vefsíður það skoðar í gegnum snjallsíma sína. Afríkuríki taka netið úr sambandi Reuters Mótmælt Ráðamenn nokkurra Afríkuríkja óttast frekari mótmæli.  Mótmælaalda kynti undir tortryggni Glæpir á neti » Úganskur bloggari var hand- tekinn og settur í fangaklefa í heila viku fyrir að hafa á bloggi sínu skrifað „óæskileg“ um- mæli. » Glæpurinn í augum úg- andskra stjórnvalda er sá að bloggarinn dró í efa í einni færslu að sómalskir íslamistar hafi verið á bak við sprengju- árás í höfuðborginni Kampala í fyrra. Hann á nú yfir höfði sér fangelsisdóm.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.