Morgunblaðið - 18.06.2011, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.06.2011, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚNÍ 2011 BAKSVIÐ Andri Karl andri@mbl.is U mræðan um að gjald- eyrishöft sem Íslend- ingar búa við geri inn- flytjendum ólöglegra vímuefna erfiðara fyr- ir við fjármögnun erlendis er lífseig og hefur skotið upp kollinum allt frá efnahagshruninu haustið 2008. En þó svo neyslumynstur vímuefnaneyt- enda virðist hafa breyst töluvert er enn erfitt að slá nokkru föstu um já- kvæðar hliðar haftastefnunnar. Þar sem ekki eru til áreiðan- legar tölur um innflutning ólöglegra vímuefna er ávallt erfitt að henda reiður á það högg sem starfsemin hefur orðið fyrir. Einhverja vísbend- ingu ættu þó tölur um haldlagningu efna í Flugstöð Leifs Eiríkssonar að gefa. Lítil breyting á haldlagningu Í ársskýrslu embættis lögreglu- stjórans á Suðurnesjum, sem fer með rannsókn flestra vímuefnamála sem upp koma í Leifsstöð, fyrir síðasta ár kemur fram að málafjöldi milli ár- anna 2009 og 2010 er áþekkur. Vekur athygli að magn haldlagðs kókaíns rúmlega tvöfaldaðist milli áranna, fór úr tveimur kílóum í tólf málum upp í 4,4 kg í sextán málum. Þegar litið er til ársins 2008 voru málin ellefu og magnið 2,8 kg. Lítil samfella hefur verið í hald- lögðu magni af amfetamíni, helst þar sem um tuttugu kíló voru tekin í sex- tíu málum árið 2009 en 4,3 kg í 63 málum árið 2008. Í fyrra var lagt hald á 3,3 kg af amfetamíni en í fyrsta skipti einnig amfetamínvökva, tæpa tvo lítra. Einnig má líta til verðlagskann- ana SÁÁ sem framkvæmdar hafa verið reglulega frá aldamótum. Af þeim má sjá, að meðaltalsverð á kók- aíni hefur ekki breyst mikið frá því um mitt sumar 2008 þegar það fékkst á rúmar 13 þúsund krónur grammið. Meðalverð í dag er hins vegar um fimmtán þúsund krónur. Sama má segja um amfetamínið sem kostaði þá um 4.500-5.000 kr. sem er það sama og undanfarna mánuði. En að þessu sögðu er ekki þar með sagt að markaðurinn hafi ekki breyst. Lögreglufulltrúinn Bjarni Ólafur Magnússon stýrir aðgerða- hópi lögreglu höfuðborgarsvæðisins sem helst fylgist með sölu og dreif- ingu vímuefna. „Það er minna af hvít- um efnum sem við erum að ná á göt- unni. Svo virðist sem meira af amfetamíni sé framleitt hér á landi en áður var, en kókaín finnst áber- andi minna við húsleitir. Það fer ekki á milli mála.“ Færa sig yfir í amfetamín Komið hefur bersýnilega fram að langt leiddir fíklar hafa snúið baki við kókaíni og minnkað amfetamín- notkun en leitað frekar í lyfseðils- skyld lyf. En þeir eru ekki einir um að hafa breytt neyslumunstri sínu. „Stundum er talað um helgarneyt- endur en það er bara mjög stór hópur sem er í neyslu meira en aðeins um helgar. Það er hópur sem sprautar sig ekki en tekur tarnir. Þá er helgin kannski að ná yfir fjóra, fimm daga og jafnvel lengur. Fólk sem hefur svipað mynstur og túradrykkjumenn. Það eru einstaklingar sem hafa verið að færa sig úr kókaíninu og yfir í amfetamínið.“ Bjarni segir einnig ljóst að aukning er á hlut- deild hópa frá Austur- Evrópu í sölu, dreifingu og að öllum líkindum framleiðslu á amfetamíni. Þeir hafi kunnáttu, getu og tengingu út til að fá þau efni sem þarf til framleiðsl- unnar. Breytt mynstur en sömu neytendur Morgunblaðið/Kristinn Skemmtanalífið Vímuefnaneysla hefur löngum verið samofin skemmt- analífinu í miðborg Reykjavíkur og bendir fátt til að hún hafi minnkað. Aðgerðarhópur sá sem Bjarni Ólafur Magnússon lögreglu- fulltrúi stýrir hefur meðal ann- arra það verkefni að uppræta framleiðslu á kannabis. Líkt og alþjóð veit varð sprengingin í ræktun hér á landi í kjölfar hrunsins en minna þekkt er að lítið hefur dregið úr síðan þá. „Fólk heldur að það hafi dregist meira saman en raunin er, s.s. vegna þess að fjölmiðlaumfjöllun er minni. En við náðum í fyrra álíka mörgum ræktunum og árið 2009. Og það virðist stefna í svipaðan fjölda þetta árið.“ Bjarni segir erfitt að segja til um hversu margir sölumenn vímuefna séu á höfuð- borgar- svæðinu en ljóst þykir að „þeir skipta hundruðum.“ Enn nóg af marijúana HUNDRUÐ SÖLUMANNA Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Skýrslur sér-fræðinefndaum laga- frumvörp geta ekki orðið öllu svartari en sú sem samin var að beiðni sjávar- útvegsráðherra til að meta áhrifin af stóra sjávarútvegs- frumvarpinu svokallaða. Mikil og hörð gagnrýni hafði þegar komið fram á frumvarpið og utan stjórnarráðs Jóhönnu Sigurðardóttur hafði tæpast nokkur maður mælt því bót. Stjórnarliðar vísuðu iðulega til þess að von væri á þeirri sérfræðiskýrslu sem nú liggur fyrir. Augljóst var að þeir bundu vonir við að þar yrði sleginn jákvæðari tónn en ver- ið hefði í umræðunni um þessi áform ríkisstjórnarinnar. „Eigum við ekki að sjá hvað sú úttekt leiðir í ljós áður en við fellum einhverja dóma um svona spár?“ sagði Ólína Þor- varðardóttir, varaformaður sjávarútvegs- og land- búnaðarnefndar, þegar hún var spurð út í gagnrýnina sem fram hafði komið. „Ég held að það sé skynsamlegast,“ bætti hún við. Nú liggur hún fyrir, skýrsl- an sem Ólína og félagar hafa beðið eftir. Vonir þeirra um að þar fyndu þau stuðning við áform sín um að kollvarpa sjávarútvegi landsins hafa hins vegar brugðist. Þvert á móti er í skýrslunni varað við öllum helstu breytingunum sem ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir. Það er hreinlega svo að í skýrslu sérfræðingahóps- ins er varað við þeirri grund- vallarhugsun sem stefna rík- isstjórnarinnar í sjávar- útvegsmálum byggir á. Forsætisráðherra hefur haldið því fram að stóra sjáv- arútvegsfrumvarp ríkis- stjórnarinnar sé í samræmi við samningaleiðina sem sáttanefndin lagði til. Þessu er sérfræðihópurinn ósam- mála. „Sérfræðihópurinn tel- ur úthlutunartímann sam- kvæmt frumvarpinu mjög skamman og að óvissan um framlengingu, bæði eftir 15 og 23 ár, brjóti í bága við inntak samningaleiðar,“ segir í skýrslunni. Þar er ennfremur hvatt til þess að slegið verði á óvissu um endurnýjun eða sett fram viðmið til að minnka hana. Bent er á að samn- ingaleiðin hafi verið hugsuð „sem kerfi sem byggi við sam- fellu samningstíma og end- urnýjun samn- inga“, en ekki „upphafið að kerfi með endastöð“, eins og frumvarp ríkisstjórnarinnar gerði ráð fyrir. Hugmyndir rík- isstjórnarinnar eru einnig gagnrýndar fyrir það að þær séu „beinlínis fjandsamlegar nýliðun“. Þá er varað ein- dregið við takmörkunum á framsali aflaheimilda, en reynslan af framsali renni stoðum undir þá skoðun sér- fræðinga í auðlindahagfræði að framsal auki hagkvæmni í sjávarútvegi. Sérfræðihóp- urinn telur einnig að bann við veðsetningu sé óráðlegt þar sem það dragi úr fjárfesting- argetu og eðlilegri tækniþró- un, auk þess að nýliðun í kerfinu verði „lítil sem engin og bundin við fjársterka að- ila“. Á vel á annað hundrað blaðsíðum skýrslunnar er svo yfirgripsmikil gagnrýni að henni verða ekki gerð skil hér. Þó er rétt að lokum að benda á áhrifin sem skýrslu- höfundar telja að áformaðar breytingar mundu hafa á rekstur sjávarútvegsfyrir- tækjanna. Áhrifin yrðu gríð- arleg að mati sérfræðing- anna. Afkoman fyrir af- skriftir og fjármagnsliði mundi versna um helming og um framtíð fyrirtækjanna segir að frumvarpið leiði til þess „að mun erfiðara verður fyrir fyrirtækin að halda áfram rekstri og vart réttlæt- anlegt hjá mörgum“. Vegna skulda fyrirtækjanna, sem séu að stórum hluta í eigu banka í opinberri eigu, sé ljóst að afleiðingarnar mundu bitna á skattgreið- endum. Úrskurður sérfræðinga- nefndarinnar, sem ríkis- stjórnin beið eftir, liggur nú fyrir. Áform ríkisstjórn- arinnar eru stórhættuleg fyr- ir íslenskan sjávarútveg, fjármálafyrirtæki og skatt- greiðendur, svo nokkrir af þolendum stefnunnar séu nefndir. Þessi skýrsla, til við- bótar öllum öðrum rökstuðn- ingi gegn áformum rík- isstjórnarinnar, hlýtur að duga til að þau verði lögð var- anlega til hliðar. Haldi rík- isstjórnin áfram eins og ekk- ert hafi í skorist er ljóst að það eru ekki hagsmunir landsmanna heldur annarleg sjónarmið sem ráða för. Sérfræðingahópur ríkisstjórnarinnar gagnrýnir stóra sjávarútvegs- frumvarpið harðlega } Kolsvört skýrsla um sjávarútvegsstefnu Þ jóðhátíðardagurinn rann upp bjartur og fagur, sólin skein í heiði og höf- uðstaður Norðurlands skartaði sínu fegursta. Blómabílnum var ekið um malargöturnar í bítið, félagar í lúðrasveitinni sátu á pallinum og sáu um að vekja bæjarbúa með því að blása ættjarðar- lögum út úr áhöldum sínum. Skrúfa þurfti frá slöngunni strax í dagrenningu svo lóðin skræln- aði ekki og svo voru dregnar fram stuttbuxur og spariskyrtur á börnin – og sólhlífar. Boðið upp á Jolly Cola og Spur og jafnvel pylsu með rauð- káli. Ég man þetta eins og gerst hefði í gær. Ég man það réttara sagt eins og það hafi verið í gær sem þessu var lýst fyrir mér. Á þessum árum, undir lok sjöunda áratugarins, var ég nefnilega í sveit austur í Fljótsdal 17. júní eins og aðra sum- ardaga. Þar sem sólin skein líka sýknt og heilagt, aldrei hreyfði vind nema þegar nauðsynlega þurfti til þess að heyið þornaði. Sinna þurfti kúm og hænsnum og gefa sér tíma til að klappa hundinum, hvort sem þann daginn var haldið upp á fæðingardag Jóns Sigurðssonar og lýðveld- isafmælið eða því fagnað að ÍBA lagði KR að velli (sem skv. annálum gerðist ekki oft). Ungir drengir á þessum slóðum vissu þess vegna varla af því að nú væri þjóðhátíð og sjaldn- ast fyrr en viku síðar þegar Tíminn kom með póstinum. Þjóðhátíðardagurinn 2011 rann upp í höfuðstað Norður- lands eins og venjulega en nú fór úðarakerfið sjálft í gang. Engin lóð skrælnuð en víða kalblettir og gúmmískórnir teknir fram yfir spariskóna. Búið að fresta logn- inu um óákveðinn tíma. Heitt kakó komið í stað- inn fyrir ískalt og svalandi gosið. Sumt er alltaf eins; bílasýningin, blöðrurnar, fánarnir, smá-ískur í hátalarakerfinu á torginu, nammið, gosið, MA slitið og hvítir kollar út um allt. Sumt er hins vegar aldrei eins og áður. Sem betur fer; þá var fulli karlinn alltaf á torginu en sést nú sem betur fer ekki. Eitt og eitt er svipað annað slagið. Til dæmis veðrið. Þjóðhátíðardagurinn 1986 rifjaðist upp fyrir mér þar sem Páll Pálsson ljósmyndari mundaði græjurnar í Stefánslundi í gær, gerði augnablik nýstúdentanna eilíft eins og hann hefur gert í áratugi. Annálar munu greina frá því að veðrið slapp til 17. júní 2011 því hann hékk þurr rétt á meðan Palli dreif myndatökuna af. En fyrir 25 árum rigndi eldi og brennisteini í Stefánslundi. Á ljósmynd sem ungur blaðamaður Morgunblaðsins tók þann dag er Páll hundblautur með myndavélina á sínum stað en Pétur Einarsson leikari með svarta kollinn sinn kemur honum til bjargar og heldur á forláta regnhlíf til þess að skýla Páli fyrir úrhellinu. Ekki man ég hvernig hvítu kollarnir litu út eða hvort maskarinn eða varaliturinn var í lagi en ég er ekki viss um að þeir sem fögnuðu 25 ára stúd- entsafmæli frá MA muni þetta. Sennilega. En ég treysti mér til að spá því að veðrið verði ekki gott á Akureyri 17. júní 2036. skapti@mbl.is Skapti Hallgrímsson Pistill Pétur og Páll STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.