Morgunblaðið - 18.06.2011, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.06.2011, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚNÍ 2011 28. september 2010 er einn dapurlegasti dagur í sögu Alþing- is. Þá ákvað þingið að beita landsdóms- lögum og lögum um ráðherraábyrgð gegn einum manni, Geir H. Haarde, fyrrv. for- sætisráðherra og for- manni Sjálfstæð- isflokksins. Alþingi í heild nýtur ekki mik- ils álits hjá þjóðinni af ýmsum ástæðum. Þó eru á þingi ýmsir ágætir menn, en ákvarðanir þingsins eru stundum mjög um- deildar og njóta lítils fylgis. Um- deildust er þó líklega ákvörðun þingsins um málshöfðun gegn Geir H. Haarde. Viðurlög við brotum á lögunum geta varðað allt að þriggja ári fangelsi. Mætir lög- fræðingar hafa gagnrýnt þetta, þar sem lög þessi séu ekki í sam- ræmi við nútímaviðhorf um saka- málaréttarfar. Pólitískt uppgjör eigi og ekki heima í réttarsölum, – og undir það skal tekið hér. Við skulum hér huga að af- greiðslu Alþingis á þeim tillögum, sem greidd voru atkvæði um. Töl- urnar eru athyglisverðar: Tillaga um málshöfðun gegn Geir H. Haarde (Sjálfstfl.) var samþykkt með 33:30 atkv. Tillaga um málshöfðun gegn Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur (Samf.) var felld með 34:29 atkv. Tillaga um málshöfðun gegn Árna M. Mathiesen (Sjálfstfl.) var felld með 32:31 atkv. Tillaga um málshöfðun gegn Björgvini Sigurðssyni (Samf.) var felld með 35:27 atkv. Úrslitin í þinginu fóru eftir póli- tískum línum. Réttarhöldin yfir Geir H. Haarde eru því fyrstu póli- tísku réttarhöldin á Íslandi. Um þau verður fjallað síðar í sögu Ís- lands – Sumir þingmenn gerðu at- hyglisverðar athugasemdir við at- kvæðagreiðslurnar. Menn geta kynnt sér það á vef Alþingis. Hér skulu nefndar tvær þeirra. Pétur H. Blöndal (Sjálfstfl.) sagði um fyrstu tillöguna: „Ákæra og réttarhald þurfa að uppfylla ákveðin skil- yrði til að teljast full- nægja mannrétt- indum. Eitt er það að rannsaka þarf það sem leiðir til ákæru. Það hefur ekki verið gert eða í mjög litlum mæli. Sakborningur þarf að hafa stöðu sakbornings og hann þarf að hafa verjanda. Það hafði hann ekki. Hann veit ekki enn þá að hann er sakborn- ingur. Sakarefnin eru óljós og auk þess kemur Alþingi, sem er kjörið og pólitískt, að öllum þáttum. Það ákærir. Það kýs sak- sóknara. Það velur átta af fimmtán dómurum landsdóms. Þetta eru pólitísk réttarhöld. Ég segi nei við því að ákæra Geir H. Haarde.“ Sigmundur Ernir Rúnarsson (Samf.) gerði svofellda grein fyrir atkvæðagreiðslu sinni: „Við þingmenn tökum okkur nú mikið vald í hendur. Ég hef greitt atkvæði í öllum tilvikum, sagt hér fjórum sinnum nei formsins og efnisins vegna en ekki síst vegna þess að ákæruatriðin eru óskýr, það er mér efst í huga. Nú er komið í ljós að þing- heimur virðist vera þeirrar skoð- unar að einn maður beri ábyrgð á því sem úrskeiðis fór í efnahags- málum þjóðarinnar. Það finnst mér ekki stórmannlegt. Ég segi nei.“ Mál þetta snýst ekki um pólitísk viðhorf manna, heldur mannrétt- indi. Það er auðvelt að segjast vilja verja mannréttindi, svona yfirleitt, en yppta svo öxlum yfir málinu gegn Geir H. Haarde, þar sem hér eigi pólitískur andstæðingur í hlut. Það vakti verulega athygli, þegar Kristrún Heimisdóttir, lögfræð- ingur og félagi í Samfylkingunni, flutti ræðu 7. júní sl., á fundi stuðningsmanna Geirs í Hörpunni. Hún sagði í fréttum RÚV, að hún hefði þar talað sem Íslendingur. Þetta mál snerist um réttsýni og heiðarleika og það að verja rétt- arkerfi Íslands. Þetta sé ekki einkamál Geirs, heldur mál, sem varði okkur öll. – Þetta eru athygl- isverð orð. Margt er undarlegt við þetta mál gegn Geir. Alþingi breytti lög- um um landsdóm eftir á, þegar bú- ið var að ákveða málshöfðun eftir fyrri lögum, og reyndar komu frá framkvæmdarvaldinu tillögur um mun meiri breytingar. Saksóknari Alþingis hefur opnað sérstaka heimasíðu um mál Geirs. Það mun einsdæmi hér á landi. Þá vinna tveir reyndir saksóknarar að máli hans, en í lögum um landsdóm er gert ráð fyrir einum saksóknara (sbr. 13. og 47. grein). Samkvæmt 16. greininni er það m.a. skylda saksóknara Alþingis „að leita allra fáanlegra sannana fyrir kæruatrið- um …“ Athuga ber hér röð at- burða. – Þá vinna fleiri menn á vegum saksóknarans í þeim til- gangi að fá Geir sakfelldan fyrir „brot“ sín. – Sakborningur getur ekki áfrýjað þessu máli eins venja er, og margt fleira mætti nefna, en rúmsins vegna verður það að bíða betri tíma. Eitt skal hér nefnt að lokum um þetta óðgeðfellda sakamál, sbr. forsíðu Fréttabl. 8. júní sl. Á heimasíðu þingmannsins Guðlaugs Þórs Þórðarsonar á vef Alþingis koma fram svör innanrík- isráðherra og Alþingis við spurn- ingum hans um kostnað vegna landsdómsmálsins gegn Geir H. Haarde. Þar kemur fram, að um 150 milljónir króna séu nú áætl- aðar í kostnað við landsdóm á þessu ári og saksókn í ár og á síð- asta ári. Mál þetta er auðvitað þungbært fyrir Geir H. Haarde. En það verð- ur líka mjög erfitt fyrir Alþingi og réttarkerfi Íslendinga. Eftir Ólaf Oddsson »Mál þetta er auðvit- að þungbært fyrir Geir H. Haarde. En það verður líka mjög erfitt fyrir Alþingi og rétt- arkerfi Íslendinga. Ólafur Oddsson Höfundur er kennari. Aðför að einum manni Atli Gíslason al- þingismaður sagði í fjölmiðlum á sínum tíma: „Súra eplið í Baugsmálinu er Jón Gerald.“ Þessi sami Atli, ásamt öðrum and- stæðingum Geirs í pólitík, hefur nú sagt að súra eplið vegna hrunsins sé aðeins einn stjórnmálamaður, Geir H. Haarde! Eigum við að taka mark á kenningum Atla um súr epli í ljósi sögunnar? Átti Geir umfram aðra ráð- herra, þingmenn, fjölmiðlamenn, FME, Samkeppniseftirlitið, Kaup- höllina, Seðlabankann, Hæstarétt sem og almenning að vita að um eigur þjóðarinnar gengu þjófar, lygarar og spunameistarar? Ef einhver lýgur að þér og eft- irlitsstofnunum, svíkur þig og flesta aðra, rænir þig og sjóði al- mennings, á þá að dæma þig? Hefði Geir Haarde fengið að sjá réttar tölur á uppgjöri Kaupþings frá 1999 t.d. hefði hann hert eft- irlitið. Þar byrjaði bókhaldsföls- unin og rangar upplýsingar send- ar Kauphöllinni sem og FME. Sömu menn falsa og ljúga enn og eiga fjölmiðla, fjöl- miðla eins og press- an.is og 365. Er ekki kominn tími til þess að Ís- lendingar sjái hverjir ollu hruninu því enn er gagnrýnið fólk spyrt við hirðir eins og „náhirð“ eða „Baugsmiðla“ sem og þessar tvær stjórn- mála/viðskiptablokkir, Sjálfstæð- isflokk/Landsbankann …, Sam- fylkingu/ Kaupþing/Baug. Svona spyrðingar eru tímaskekkja. Stjórnvöld þora ekki að gera nauðsynlegar breytingar hratt. Breytingar eins og um eignarhald fjölmiðla og fjármálastofnana. Galnir menn og nokkrar veikar konur, sem kokkuðu bækur fyr- irtækjanna, stunduðu samráð, bjuggu til eignir, lugu til um skuldir sem og eignatengsl og sáu til þess að lykilfólk var keypt dýr- um dómum til þess að stunda sögufölsun í nær áratug, eru bren- nuvargarnir, ekki þeir sem létu blekkjast. Þeir sem vilja dæma Geir ættu sjálfir að þekkja af sögunni, séu þeir læsir yfirhöfuð, að það er hættulegt að hlusta lengi á lygara, heil þjóð fór að trúa þeim og margir gera enn eða fá greitt fyrir það. Fyrir suma er erfitt að við- urkenna að þeir létu hafa sig að fíflum, sérstaklega sjálfumglaða fjölmiðlamenn. Viðurkennir fólk í dag t.d. að Kaupþingsmenn voru fyrir löngu búnir að mjólka fjölda sparisjóða áður en sparisjóðirnir fóru í hluta- fjárútboð með kúlulánum og urðu gjaldþrota? Nei, það held ég ekki. Geir Haarde var ekki – frekar en margir í Sjálfstæðisflokknum – í stuði til þess að ræða við fólk eins og mig enda var ég aldrei ein af þessum „slæðukonum“ sem skreyttu Sjálfstæðisflokkinn og gera enn. Mér er slétt sama. Sam- viska mín segir mér að sá flokkur þurfi virkilega hugarfarsbyltingu til þess að aðrir en sérhags- munaplottarar kjósi hann. Hugleysi er ein af höfuðsynd- unum, hún (syndin) er algeng en hentar ekki stjórnmálamönnum sem glíma við skaðleg öfl eins og hér gengu, og ganga enn, laus. Hugleysi og skilningsleysi er allt annað en lögbrot og hefur fátt með siðleysi að gera. Vissulega er það slæmt að vera hirðulaus en kjósendur velja fólkið. Geir H. Haarde brást fyrst og fremst sjálfum sér fyrir að láta blekkja sig. Ég þekki manninn ekki neitt og langar lítið að kynnast honum. Hann er samt ekki glæpamaður. Ákæran á hendur honum er áfellisdómur yfir öðrum hug- lausum stjórnmálamönnum sem líkt og Geir flutu sofandi að feigð- arósi en neita að sjá það. Ég ber hins vegar mikið traust til sérstaks saksóknara sem og forstjóra FME. Þar er vonin. Löggjafinn sem og dómsvaldið þarf að sýna að þar þrífst ekki lengur hugleysi og auðmannadýrk- un. Geir H. Haarde var einfaldur sakleysingi eins og þorri Íslend- inga en ekki sökudólgur hrunsins. Geir H Haarde – einfaldur sakleys- ingi eða sökudólgur hrunsins? Eftir Jónínu Bene- diktsdóttur »Ef einhver lýgur að þér og eftirlitsstofn- unum, svíkur þig og flesta aðra, rænir þig og sjóði almennings, á þá að dæma þig? Jónína Benediktsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri. Ég fæ nú mjög margar fyrirspurnir um japönsku frá Ís- lendingum sem leggja stund á tungumálið. Japanskan er nokkuð vinsælt tungumál með- al ungra Íslendinga og hefur verið kennd í HÍ og nokkrum mennta- skólum undanfarin ár. Þegar slíkar spurn- ingar eða beiðnir um yfirlestur berast reyni ég alltaf að svara og útskýra eins vel og mér er kostur. Í fyrsta lagi er það vegna þess að mér líkar vel að fólk sýni móðurmáli mínu og menningu áhuga en það er einnig vegna þess að ég er svo þakklátur fyrir þá aðstoð sem ég fæ við íslenskuna frá vinum mínum að ég vil gera hið sama fyrir Íslend- inga sem eru í svipaðri stöðu. Í hvert sinn sem rætt er um lífs- kjör innflytjenda á Íslandi er bent á mikilvægi þess að þeir hafi kunnáttu í íslensku máli: Íslenskt tungumál er lykillinn að samfélaginu og þess vegna eigi innflytjendur að læra það. Ég er sammála þessari ábendingu á eftirfarandi grundvelli. Íslenskan er hagnýtt verkfæri til að lifa á Íslandi og er hluti af menningarlegum kjarna Íslendinga. Langflestir Ís- lendingar óska þess að hún verði einnig tákn sem sameinar fjölmenn- ingarlegt samfélag. En að sjálfsögðu hefur þetta mál – að innflytjendur skuli læra íslenskt mál – tvær hliðar, önnur er sú að sérhver innflytjandi leggur það á sig að læra það í námi og hin að sam- félagið býr til umhverfi þar sem inn- flytjendur geta lært íslenskuna án erfiðleika. Og þarna skiptist málið enn í tvennt. Annað er verkefni sem veitir aðstoð á stjórnsýslustigi og hitt er aðstoð í hversdagslífi almennings. Til aðstoðar á stjórnsýslustigi gæti talist t.d. að skipuleggja íslensku- námskeið án of mikils kostnaðar, eða að hika ekki við að bjóða innflytjendum í útvarpsþátt svo að al- menningur venjist að hlusta á íslensku með hreim. Að mínu mati hefur orðið mikil og já- kvæð breyting á síð- ustu tíu árum þótt stað- an sé ekki fullkomin. En hvað um aðstoð við innflytjendur í hversdagslífi þeirra? Í henni hlýtur að felast ýmiss konar aðstoð við innflytjendur eins og að leiðrétta villur í málfræði eða að sýna þolinmæði og að veita hvatningu þegar þeir reyna að tala á íslensku. En mig langar hér að leggja áherslu á aðstoð í yfirlestri. Það er sérstaklega mikilvægt af því að það tengist því að innflytjendur geti tjáð sig milliliðalaust og sagt skoðun sína í samfélaginu. Eins og ég sagði í upphafi fæ ég daglega aðstoð íslenskra vina minna en aðstoðin varðar helst yfirlestur greinargerða eða ræðna sem ég skrifa á íslensku. Ég get bjargað mér í því að skrifa á íslensku án yfirlesturs þegar um er að ræða óformlegan vettvang eins og Facebook eða blogg. En það gengur ekki þegar ég skrifa efni til dagblaðs eða prédika. Það verður að vera á almennilegri ís- lensku. Ég er svo lánsamur að vera með gott fólk í kringum mig sem veit- ir mér ávallt aðstoð við yfirlestur. Þeir meira að segja gera það góðfús- lega og vilja ekki neina umbun utan ánægjunnar að veita aðstoðina. Án aðstoðar þeirra get ég ekki unnið al- mennilega. Meiri raddir innflytjenda skuli heyrast Mér sýnist þátttaka innflytjenda í umræðu í samfélagslegum málum enn lítil. Hún ætti að vera meiri. Ég þekki marga og kynnist oft innflytj- endum sem hafa prýðilega skoðun á einhverju málefni en þora ekki að skrifa hana niður og senda til dag- blaðs eða vefmiðils því þeir eiga erfitt með að fá einhvern til þess að lesa yfir og fínpússa íslenskuna. Afleiðingin er sú að raddir innflytjenda heyrast að- eins þegar fjölmiðlarnir ákveða að taka viðtal við þá þegar eitthvað gott (eins og fjölmenningarhátíð) eða slæmt (eins og glæpur) er á dagskrá. Þetta virkar eins og einstefna og inn- flytjendur geta ekki ýtt sér til fjöl- miðlanna. Þessa stöðu þarf að bæta. Að mínu mati er íslenska sam- félagið ekki orðið fjölmenningarlegt enn í því samhengi að ríkjandi tungu- mál hindrar innflytjendur í að tjá sig. Raddir þeirra speglast því ekki í sam- félaginu. Ég er hins vegar fullviss um að það myndi breytast mjög ef Ís- lendingar hvettu innflytjendur til þess að skrifa skoðanir sínar í dag- blöð og vefmiðla, sem og ef þeir myndu bjóða innflytjendum aðstoð í yfirlestri. Að lokum langar mig að segja þetta til þess að forðast misskilning: Inn- flytjendur sjálfir bera vitaskuld einn- ig ábyrgð á málinu. Maður getur tek- ið hest til lindar en ekki er hægt að neyða hann til að drekka vatn. Það er gagnkvæm virkni – að læra íslensku og að veita aðstoð við það. Þetta má ekki gleymast í umræðu sem varðar innflytjendur og íslenskunám þeirra. Aðstoð við inn- flytjendur í hversdagslífi Eftir Toshiki Toma Toshiki Toma » Að mínu mati er ís- lenska samfélagið ekki orðið fjölmenning- arlegt enn í því sam- hengi að ríkjandi tungu- mál hindrar innflytjendur í að tjá sig. Höfundur er prestur innflytjenda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.