Morgunblaðið - 18.06.2011, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.06.2011, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚNÍ 2011 ✝ Ásgeir Ax-elsson frá Litla-Felli á Skagaströnd var fæddur 7. maí 1942. Hann lést miðvikudaginn 8. júní. Ásgeir fæddist í Höfðahólum á Skagaströnd og ólst þar upp til 1955 er hann flutti að Litla-Felli með foreldrum sínum. Foreldrar hans voru Axel Ásgeirsson, f. 21. janúar 1906, d. 21. september 1965, og Sveinbjörg Ósk Björns- dóttir, f. 11. mars 1919, d. 12. júlí 2001. Ásgeir átti 3 systk- ini, Hörð R. Ragnars, sam- mæðra, f. 1938, Óskar Pál Ax- elsson f. 1943 og Guðríði Ósk Axelsdóttur f. 1952. Eftirlif- andi eiginkona Ásgeirs er Sig- í sambúð með Erlu Jónsdóttur og eiga þau 2 börn. 7) Gunnar Þröstur f. 1972, hann á eina dóttur. 8) Anna Guðrún f. 1973, eiginmaður hennar var Jens Óli Kristjánsson en hann lést í mars síðastliðnum. Sam- an áttu þau 2 börn. 9) Ása Ósk f. 1974, hún er í sambúð með Jóhanni G. Sigurjónssyni. Ása á 4 börn úr fyrra hjónabandi. 10) Hafdís Hrund f. 1975, hún er í sambúð með Stefáni Sveinssyni og eiga þau 2 börn. 11) Þóra Dögg f. 1977, hún er í sambúð með Birgi Þór Inga- syni og eiga þau 2 dætur. 12) Ásta Ýr f. 1978, hún er í sam- búð með Gunnari Tryggva Óm- arssyni og eiga þau tvö börn. Ásgeir var mikið nátt- úrubarn og unni dýrum. Hann var bóndi að Litla-Felli til dauðadags, auk þess sem hann starfaði við Sölufélag A- Hún- vetninga í tæp 50 ár og einnig um árabil við löndun hjá Skag- strendingi. Ásgeir verður jarðsunginn frá Hólaneskirkju í dag, laug- ardaginn 18. júní 2011, og hefst athöfnin kl. 14. rún Guðmunds- dóttir, f. 16. desember 1947. Saman eignuðust þau 12 börn en þau eru: 1) Axel Gígjar f. 1964, hann er kvæntur Bryndísi Þ. Heið- arsdóttur og eiga þau þrjú börn. 2) Hrönn f. 1965, hún er gift Sigurjóni Ragnarssyni og eiga þau 4 börn. 3) Einar Þór f. 1966, hann er í sambúð með Moniku Jónasdóttur og eiga þau tvo syni en fyrir átti Einar eina dóttur. 4) Ólafur Sveinn f. 1967, hann er í sambúð með Elvu Þórisdóttur og eiga þau 4 börn. 5) Sigríður Ólína f. 1969, hún er í sambúð með Ágústi Ó. Ómarssyni og eiga þau 4 börn. 6) Jóhann Ingi f. 1970, hann er Elsku pabbi minn, guð minn góður hvað það er erfitt að kveðja þig núna, þín verður sárt saknað þú varst góður pabbi og afi, börnin mín eiga margar minningar úr sveitinni hjá afa og ömmu á Felli, stundir sem þau og ég verðum endalaust þakklát fyrir það var alltaf svo gott að koma heim þú tókst allt- af á móti okkur á hlaðinu í vinnugallanum með bros á vör og þegar maður spurði hvað segir þú, stóð ekki á svari ég segi pass og glottir, þú gant- aðist með barnabörnunum. Einu sinni þegar við vorum hjá ykkur varst þú að leika við Kristofer og Óðin og þið þrír hlupuð fram og til baka á gang- inum margar, margar ferðir og það endaði með því að litlu gaurarnir gáfust upp en þú varst til í meira. Þú varst alltaf á ferð og flugi úti að vinna verkin þín, skreppa til Óskars bróður þíns, eða í kaupstaðarferð, og svo öll árin sem þú keyrðir á milli Skaga- strandar og Blönduóss til vinnu hjá sölufélaginu. Þú varst svo duglegur að koma við hjá henni elsku Gunnu ömmu á Sæbóli. Ég gleymi því aldrei þegar að þú varst að lesa okkur pistilinn um það sem er ógeðslegt það er eitthvað sem er ógeðslegt, en ekki segja ógeðs- lega flott eða gott. Er það ósjaldan sem ég nota þetta sjálf. Takk, pabbi minn, fyrir allt sem þú kenndir mér og mínum. Ég kveð með sorg í hjarta og er viss um að mamma þín, Jenni minn og Gunna amma taka vel á móti þér. Ég lofa að passa mömmu vel fyrir þig, ég bið guð að styrkja mömmu í hennar miklu sorg. Takk fyrir allt, elsku pabbi. Þín dóttir, Anna Guðrún. Elsku pabbi, ég kveð þig nú og minnist þín með gleði í hjarta. Þú varst svo stór hluti af mínu lífi og ég á þér svo margt að þakka. Margar minningar koma upp í hugann. En þó stendur upp úr fyrsta alvöruballið mitt. Ég var búin að spyrja mömmu hvort ég mætti fara á ball en hún sagði nei. Þá datt mér það snjallræði í hug að fara og spyrja pabba. Auðvitað sagði hann strax já. Á sama tíma bað vinkona mín for- eldra sína um leyfi til þess að gista hjá mér. Hún fékk leyfi til þess en um kvöldið þurfti mamma hennar að tala við hana og hringdi heim til mín. Þá svar- aði pabbi í símann og sagði: Nei, þær eru farnar á ball! Eins og ekkert væri sjálfsagðara. Og auðvitað skemmtum við okkur konunglega. En það voru ekki allir jafn hressir með þetta uppátæki. En svona var hann pabbi bara. Hann sagði alltaf já. Ég kveð þig, pabbi minn, með fallegasta ljóðinu sem ég fann. Englar Guðs þér yfir vaki og verndi pabba minn vegir okkar skiljast núna, við sjáumst ekki um sinn. En minning þín hún lifir í hjörtum hér því hamingjuna áttum við með þér. Þökkum kærleika og elsku, þökkum virðingu og trú þökkum allt sem af þér gafstu, okkar ástir áttir þú. Því viðmót þitt svo glaðlegt var og góðleg var þín lund og gaman var að koma á þinn fund. Með englum Guðs nú leikur þú og lítur okkar til nú laus úr viðjum þjáninga, að fara það ég skil. Og þegar geislar sólar um gluggann skína inn þá gleður okkar minning þín, elsku pabbi minn. Vertu góðum Guði falinn er hverf- ur þú á braut gleði og gæfa okkur fylgdi með þig sem förunaut. Og ferðirnar sem förum við um landið út og inn er fjársjóðurinn okkar pabbi minn. (Guðrún Sigurbjörnsdóttir.) Þín dóttir, Ása Ósk. Föðurminning. Englar Guðs þér yfir vaki og verndi pabba minn vegir okkar skiljast núna, við sjáumst ekki um sinn. En minning þín hún lifir í hjörtum hér því hamingjuna áttum við með þér. Þökkum kærleika og elsku, þökkum virðingu og trú þökkum allt sem af þér gafstu, okkar ástir áttir þú. Því viðmót þitt svo glaðlegt var og góðleg var þín lund og gaman var að koma á þinn fund. Með englum Guðs nú leikur þú og lítur okkar til nú laus úr viðjum þjáninga, að fara það ég skil. Og þegar geislar sólar um gluggann skína inn þá gleður okkar minning þín, elsku pabbi minn. Vertu góðum Guði falinn er hverf- ur þú á braut gleði og gæfa okkur fylgdi með þig sem förunaut. Og ferðirnar sem förum við um landið út og inn er fjarsjóðurinn okkar pabbi minn. (Guðrún Sigurbjörnsdóttir.) Elsku pabbi minn. Ég kveð þig með miklum söknuði og þökk fyrir allt sem þú varst mér. Þín minning er ljós sem lif- ir og lýsir um ókomna tíð, megi Guð varðveita þig og styrkja okkur hin. Þinn sonur, Ólafur Sveinn Ásgeirsson. Elsku pabbi minn. Ég trúi því varla að það sé komið að leiðarlokum hjá þér og að ég þurfi að kveðja þig í hinsta sinn. Mig langar að kveðja þig með nokkrum fátæk- legum orðum. Ég þakka þér alla þá ástúð, hlýju og hugulsemi sem þú sýndir mér og fjölskyldu minn alla tíð. Ég var yngsta barnið þitt af stórum hóp og þó að ég væri orðin fullorðin og sjálf orð- in móðir var ég samt alltaf litla barnið þitt. Hversu miklar sem annir þínar voru gafstu þér allt- af tíma til að sinna barnabörn- unum Óðni og Anítu sem tóku fagnandi á móti þér í hvert sinn er þú komst í heimsókn. Og varla leið sá dagur að ég heyrði ekki í þér eða hitti þig. Oft fór ég í göngutúr með börnin í vagninum og hitti þig á holtinu við fjárhúsin þegar þú varst að sinna kindunum. Þegar þú komst í heimsókn varstu æv- inlega að gefa Óðni eitthvað í baukinn sinn og svo vildir þú að Aníta fengi örugglega nóg að borða því hún var svo matlyst- ug. Oft var asinn á þér mikill og margt að gera, enda gustaði um húsið þegar þú komst inn, samt gafstu þér alltaf tíma fyrir okk- ur en svo var sami hvellurinn út og hurðin skall á hæla þér. Þú gerðir aldrei neinar kröfur eða óskir sjálfum þér til handa en varst alltaf boðinn og búinn að liðsinna og leysa úr vanda- málum annarra og taldir aldrei eftir þér sporin í annarra þágu. En ef þú baðst um smáviðvik var eins og þú værir að fara fram á stórgreiða og hafðir allt- af áhyggjur af því að vera að íþyngja öðrum. Þú gladdist þegar öðrum vegnaði vel og fylgdist grannt með stóra hópnum þínum, börn- um og barnabörnum og varst stoltur af þínum stóra hóp. Elsku pabbi, ég vona og veit að nú hafið þið Gunna amma hitt hvort annað og eruð trúleg- ast farin að spjalla saman og gera að gamni ykkar eins og þið voruð vön. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson.) Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Elsku besti pabbi minn, það er sárt og erfitt að kveðja þig en eftir sitja góðar minningar að ylja sér við. Elska þig. Þín dóttir, Ásta Ýr Ásgeirsdóttir Við sitjum hér með brostið hjarta og skrifum kveðjuorð til elsku Geira afa sem er látinn langt fyrir aldur fram. Geiri afi var alltaf hress og léttur í lundu, alltaf tók hann á móti manni úti á hlaði í vinnugall- anum og yfirleitt blótandi yfir vél sem ekki virkaði eða veðr- inu. Ein minning okkar er bát- urinn uppi við hesthús, þegar maður kom fór maður í druslu- fötin og spurði afa hvort við mættum fara upp í bát að leika og alltaf var það sjálfsagður hlutur. Þegar leikurinn í bátn- um var búinn var svo farið með afa niður á holt á dráttarvélinni eða fjórhjólinu. Það er margt sem kemur upp í hugann, en þetta verða okkar síðustu orð. Hvíl í friði, afi. Barnið bíður við glugga: „Hvar er afi minn?“ Barnið bíður við glugga, biður um afa sinn. Afi minn er allur, aldurinn sigraði hann. Afi minn er allur, maðurinn sem ég ann. Afi og amma áttu mig, mín fyrstu lífsins ár. Ef fleiri hefði ég fengið, mín tilvist væri ögn skár. Mín fyrstu spor og fyrstu orð, lærðust í návist þinni. Öll þín viska og vitur orð situr fast í mínu minni. Afi, hlý og hjartnæm sál, hændist nokk að konum. Glettinn, glaður og kveikti bál, ef sá gállinn var á honum. Oft ég græt og bæn ég bið, til blessunar börnum mínum. Eitt er víst og að góðum sið, ég var ávallt í bænum þínum. Afi góði, guði er hjá, glitrar tár á vanga mömmu. Á himni nýja stjörnu má sjá, við hlið stjörnunnar hennar ömmu. Barnið bíður við glugga: „Hvar er afi minn?“ Barnið bíður við glugga, biður um afa sinn. Megi Guð blessa minningu hans. Þín barnabörn, Sigrún Jenný og Ernst Guðni. Elsku besti afi minn. Núna ert þú horfinn frá okk- ur og mér er svo illt í hjartanu og tóm inni í mér, ég sakna þín svo mikið. Minningarnar sem ég á um þig eru svo margar, afi minn, og þær ætla ég að geyma vel svo ég gleymi þér aldrei. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt heima svona stutt frá þér og ömmu og að hafa getað farið í sveitina til ykkar þegar mig langaði. Það eru svo margar góðar stundir sem við höfum átt sam- an og þú varst alltaf svo góður og skemmtilegur afi. Þú hafðir alltaf allan heimsins tíma fyrir okkur krakkana þína og það var svo gaman að fá að brasa með þér og pabba í kinda- og hest- astússi, heyskap og svoleiðis. Þú varst alltaf að passa upp á alla í kringum þig, passa að dýr- unum þínum liði vel og að okkur litlu barnabörnunum þínum liði vel. Þú komst oft heim til okkar bara svona rétt til þess að vita hvernig við hefðum það og svo varstu farinn aftur áður en við vorum búin að átta okkur á að þú værir kominn. Ég veit líka að þú munt halda áfram að fylgjast með okkur og passa upp á okk- ur og það er sko mikil vinna, því að við erum svo mörg. En þú verður nú ekki í vandræðum með það. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig og lýstu mér um ævistig. (Pétur Þórarinsson.) Hafðu þökk fyrir allt, elsku besti afi minn, það er gæfa mín að hafa átt afa eins og þig. Þú munt ávallt eiga stað í hjarta mínu, Þín afastelpa, Harpa Hlín Ólafsdóttir. Nú ert þú farinn til Guðs, elsku afi minn. Ég er svo leiður og sorg- mæddur, ég sakna þín svo sárt. Ég vissi ekki að þú myndir deyja þegar ég væri bara sex ára, ég átti eftir að gera svo margt með þér. Það skemmti- legasta sem ég gerði var að fá að vinna með þér og pabba og að fara með þér í dráttavélinni að kíkja á hrossin og gefa þeim. Þú hafðir líka alltaf tíma til að hjálpa mér þegar ég réði ekki alveg sjálfur við verkin sem ég vildi gera uppi á Felli. Ef ég var eitthvað leiður þeg- ar pabbi var nýfarinn á sjóinn þá gat ég alltaf hringt í þig og þú komst og sóttir mig. Við átt- um líka eitt leyndarmál saman ég og þú sem mamma mátti ekki vita en hún veit það samt alveg núna, þú kenndir mér nefnilega að drekka kaffi og síð- ustu daga er ég sko búinn að drekka marga kaffibolla. En við erum samt búin að semja um að ég drekki það bara spari þar til ég verð stór. Takk fyrir allt, afi minn, ég mun sakna þess að sjá þig ekki en ég veit að nú verður þú engill sem passar mig. Þú veist að þú getur treyst því að ég verð dug- legur að hjálpa pabba og ömmu að gera það sem þarf að gera. Ég bið Guð að passa þig um alla eilífð. Þinn vinur og afastrákur, Almar Atli Ólafsson. Elsku hjartans afi minn, ég kveð þig í dag með trega, tárum og söknuði í hjarta en um leið er ég svo ótrúlega þakklát fyrir all- ar minningarnar sem ég á um þig. Ég er þér þakklát fyrir all- ar stundirnar sem við höfum átt saman og þegar ég rifja þær upp get ég ekki varist brosi. Ég man svo vel þegar ég hætti fyrr á leikskólanum síð- asta vorið mitt þar því mér fannst miklu skemmtilegra að fá að fara til þín á morgnana og eyða deginum með þér í bú- störfum. Saman áttum við leyni- stað í dráttarvélinni þar sem við geymdum nammið okkar og þetta vor lærði ég 6 ára gömul lög Álftagerðisbræðra utan að sem við hlustuðum á í dráttavél- inni þinni. Í hádeginu var svo al- gjört uppáhald að fara inn og fá „afagraut“ en það hef ég alltaf kallað makkarónugraut. Eitt sumarið fyrir nokkrum árum var heyskapurinn búinn frekar snemma hjá þér og þá komuð þið amma með okkur fjölskyldunni í útilegu. Það var svo gaman hjá okkur öllum, veðrið var fábært og þú naust þess virkilega að fá frí og Ásgeir Guðni Axelsson HINSTA KVEÐJA Nú er okkar tími liðinn um sinn, ég sakna þín afi minn. Við höfðum alltaf gaman, en seinna verðum við saman. Oft við bekknum sváfum í, og hvíldum lúin bein. En í útigallann aftur fórum, til að sinna þeim. Þinn Jens Kristofer. Elsku hjartans amma mín. Núna ertu farin frá okkur hérna á jörðinni. Ég man hvað það var alltaf gaman að koma í heimsókn til þín og spjalla við þig og spila. Það var gott hvað þú áttir heima nálægt mér hérna í Kópa- voginum. Ég gat alltaf labbað til þín eða hjólað og komið á pallinn á sumrin, í sólina og við spjöll- uðum oft saman. Áslaug Sigurðardóttir ✝ Áslaug Sigurð-ardóttir fædd- ist 25. desember 1923 í Syðri- Gegnishólum í Flóa í Árn. Hún lést 7. júní 2011. Áslaug var jarð- sungin frá Kópa- vogskirkju mið- vikudaginn 15. júní 2011. Sumarið 2004 man ég mjög vel eft- ir því að þú lentir í hræðilegu slysi og ég man enn hvað mér leið ömurlega þegar þú lentir í því. Ég fékk alveg sting fyrir hjartað og allt, aðeins 8 ára gamall. Mér fannst þetta sumar rosalega gaman að kíkja í heimsókn til þín á Rauðakross- heimilið á Rauðarárstíg, þar sem þá var Fosshótel. Svo eigum við milljón aðrar minningar sem ég væri í heilt ár að telja upp. Það var alltaf gott að koma til þín og maður var alltaf velkominn. Þín verður sárt saknað, elsku amma mín, og hvíldu í friði. Minning þín mun alltaf lifa. Arnar Örn. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL BIRGIR SÍMONARSON, Borgarheiði 10 H, Hveragerði, lést mánudaginn 13. júní. Axel Pálsson, Ingveldur Birgisdóttir, Símon Pálsson, Lilja Guðmundsdóttir, Guðmundur Pálsson, Sigurbjörg Pálsdóttir, Jóhann Þorsteinsson, Herbert Pálsson, Jóhanna Vilhjálmsdóttir, afa- og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.