Morgunblaðið - 18.06.2011, Side 31

Morgunblaðið - 18.06.2011, Side 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚNÍ 2011 ferðast um landið. Reiðtúrarnir með þér voru ófáir og með því skemmtilegra sem ég gerði enda var aldrei leiðinlegt í kringum þig og alltaf stutt í glensið. Sterkt í huga mér er eitt Þorláksmessukvöld fyrir nokkrum árum þegar við Ásdís fórum upp á Fell til þín og ömmu. Þá var amma búin að setja þig í það verk að setja á mömmukökurnar meðan við átt- um að skreyta jólatréð. Í stað þess að fara strax í að setja á mömmukökurnar lékst þú á als oddi og fíflaðist og leiddist okk- ur systrum það ekki. Fljótlega vorum við komnar með þér í fíflaganginn sem endaði þannig að þú varst kominn í kápu af ömmu og með jólaseríu vafða um þig. Svipaðar minningar á ég líka frá því þegar við Ásdís vorum yngri og gistum hjá ykk- ur ömmu og oftar en ekki varst þú búinn að æsa okkur svo upp að engin leið var að við sofn- uðum á skikkanlegum tíma. Elsku afi minn, þú varst svo frábær og yndislegur í alla staði og betri afa er ekki hægt að hugsa sér. Þú skilur eftir þig stórt skarð sem ekki er hægt að fylla nema með góðum minn- ingum. Þú verður alltaf í hjarta mínu og ég veit að þú ert með okkur öllum, stóra og flotta hópnum þínum sem þú varst svo stoltur af. Svo á ég líka ynd- islegan pabba sem minnir mig mjög oft á þig. Þegar þú kvadd- ir áttum við eftir eitt verkefni saman en það var að finna handa mér hinn fullkomna kær- asta en þú hafðir alltaf mikinn áhuga á hvernig gengi í þeim málum og varst búinn að ákveða að best væri að þú myndir hjálpa til. Ég veit að þú átt eftir að klára þetta verk og nú hef- urðu bara ennþá betra útsýni til þess. En ég mun líka standa við minn hluta og það mun aldrei neinn koma til greina nema ein- hver sem þér hefði litist vel á. Ég man frá bernsku mildi og kærleik þinn, man hve oft þú gladdir huga minn. Og glæddir allt hið góða í minni sál, að gleðja var þitt hjartans mál. (Höf. ók.) Guð blessi þig og varðveiti, elsku afi. Þín, Sonja Sif Ólafsdóttir. Elsku afi minn, mikið óskap- lega sakna ég þín, en ég á alveg ótal góðar minningar um þig. Þú hefur alltaf verið svo stór og mikilvægur partur af lífi mínu og þú hefur kennt mér svo margt. Þú áttir alltaf til tíma fyrir okkur barnabörnin þín sem þú varst svo stoltur af þrátt fyr- ir að það væri mikið að gera hjá þér. Ég á svo margar minningar með þér alveg frá því að ég man eftir mér. Að fá að fara með þér niður á Holt í fjárhúsin, út í stykki að gefa hestunum, heim í gamla bæ til kálfanna og allar stundirnar með þér í dráttarvél- inni, ég man hvað það var nota- legt að fá að sitja inni í drátt- arvél með þér og jafnvel sofna. Þegar ég var krakki og fékk að dröslast með þér leiddist mér nú ekki að fara með þér og kaupa nammi og það gerðum við reglulega, sérstaklega var gott að fá tófuskít með þér en þú kallaðir rauðu nammimöndlurn- ar alltaf tófuskít. Þú hafðir líka alltaf fulla þolinmæði fyrir söfn- unaráráttunni minni þegar ég var yngri, enginn annar en þú hefðir stoppað yfir 20 sinnum á leiðinni frá Blönduósi til Skaga- strandar til að leyfa mér að hirða upp brotnar vegstikur. Eins þegar ég fór með ykkur ömmu að ná í rekavið og að sjálfsögðu fékk ég að drösla allskonar „fjársjóðum“ úr fjör- unni með mér heim. Þegar ég var bara lítil stelpa fórum við líka saman inn í Vísi á Blönduósi til að kaupa dúkku- burðarrúm, en burðarrúmið var ekki ætlað dúkku í okkar tilfelli heldur keyptir þú það handa mér til að ég gæti haft Snata hvolpinn ykkar ömmu í. Við höf- um líka farið í svo marga útreið- artúra saman og hestaferðir, það eru gullmolar sem ég mun geyma í hjarta mínu og minnast með brosi. Það er svo skrítið að hugsa til þess að ég fer aldrei aftur í reiðtúr á hesti sem þú hefur lánað mér og þegar ég kem til baka stendur þú í hlaðinu og upp úr þér gellur: „Hvernig var hann? Var hann ekki góður, viltu kannski kaupa hann?“ Á laugardaginn var fæddist folaldið undan Fífu sem þú varst búinn að hlakka svo til að fá, þú fékkst spræka hryssu með stóra og fallega blesu sem við ætlum öll að passa fyrir þig. Elsku afi, þú komst manni alltaf í gott skap með gleði og fíflagangi þínum og síðustu ár þegar mér hefur þótt erfitt að kveðja til að fara aftur til Dan- merkur hefur þú oftar en ekki huggað mig og stappað í mig stálinu. Þú vildir alltaf fá að vita hvernig gengi í skólanum og varst oft búinn að segja mér að þú hlakkaðir til þegar ég yrði orðin sjúkraþjálfari. Elsku afi minn, ég kveð þig með söknuði, minningin um þig er hlý og góð og ég er þakklát fyrir allar stundirnar með þér. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórn- ast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez.) Hvíldu í friði, elsku afi minn, við pössum upp á ömmu fyrir þig. Þín afastelpa, Ásdís Adda Ólafsdóttir. Að þurfa að setjast niður hin- um megin á hnettinum og skrifa minningargrein um elsku afa sinn er erfiðara en orð fá lýst. Ég var á leiðinni í flug til einnar mestu skemmtanaborgar heims þegar ég fékk þær fréttir að elsku afi væri látinn. Aldrei hefði mig grunað að bilið milli svo mikillar gleði og hamingju og svo mikillar sorgar væri svona stutt. Veröldin bókstaf- lega hrundi og enn á maður erf- itt með að trúa að hann sé ekki á meðal okkar. Þrátt fyrir þetta mikla áfall ákváð ég að halda ferðalagi mínu áfram því það hefði hann viljað. Það var alltaf kátt í kringum afa og ávallt spjallað um allt milli himins og jarðar. Hress, kátur og aldrei var langt í hláturinn. Afi var sko ríkur maður, öll börnin og barnabörnin sem hann unni svo mikið. Þótt döpur sé nú sálin, þó mörg hér renni tárin, mikla hlýju enn ég finn þú verður alltaf afi minn. (Höf. ók.) Elsku afi, mig tekur það svo sárt að geta ekki fylgt þér til hinstu hvílu en ég mun minnast þín á minn hátt hér í San Franc- isco. Ég kem norður um leið og ég kem heim og knúsa ömmu og heimsæki hvíldarstað þinn. Hvíldu í friði, afi minn, við sjáumst aftur þegar minn tími kemur. Heiðrún K. Axelsdóttir. Elsku afi okkar, við söknum þín. Það er svo erfitt að trúa því að þú sért dáinn. Við eigum eftir að sakna þess að fá þig í heim- sókn til okkar á kvöldin. Við hefðum viljað eiga lengri tíma með þér, heimsækja þig oftar og fá þig oftar í heimsókn til okkar. Þú varst mikill Tralli og alltaf hlæjandi. Við eigum eftir að sakna þess að þú kallir okkur stóra Tralla, litla Tralla og kallir Anton Tona. Við eigum góðar minningar með afa, eins og þegar við feng- um að sitja uppi á heyvagninum í heyskapnum á Felli. Við ætlum að hugsa vel um ömmu fyrir þig. Takk fyrir allt, elsku afi okk- ar, við söknum þín svo mikið. Drottinn minn, réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál, slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði, vinur minn kær, faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær, aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Þínir afastrákar, Anton Þór og Viktor Már Einarssynir. Elsku afi minn, ég er svo dof- in af söknuði. Ég er búin að fljúga í gegnum mörg tilfinn- ingaþrep síðustu daga. Ég er ekki tilbúin að taka það skref að kveðja þig, elsku afa minn. Það er skrítin tilfinning að keyra inn á hlaðið á Felli þessa dagana, enginn afi sem kemur út í dyr og baðar út höndunum af gleði við að sjá mann. Enginn afi niðrá Holti að sinna rollunum sínum, enginn afi uppi í gamla bæ að dekra við kálfana sína, æ hvað ég á eftir að sakna þín mikið. Ég hef leitað huggunar í minningarnar sem ég á um þig, yndislegar minningar sem verða varðveittar. Ég er búin að vera að rifja upp ferðirnar okkar útí Mánavík og fyrir Skagann með bros á vör. Hugsa mikið um ferðirnar mínar með þér í drátt- arvélinni, ég hef eflaust verið þreytandi þegar ég fór með þér í dráttarvélina, því ég var iðu- lega eitt spurningarmerki hvernig hlutirnir voru í „gamla daga“ og þú gafst þér alltaf tíma í að reyna finna út svar fyrir mig. Einnig rifja ég upp tímana á túninu á Felli, þú afi yfirleitt ber að ofan, syngjandi glaður að heyja. Þegar ég var lítil var mikið sport að fá að gista uppi á Felli, nánar tiltekið uppi í hjá ykkur ömmu, en mik- ið sem ég var þakklát fyrir það hvað þú fórst snemma á fætur því þá hafði ég félagsskap frammi þangað til amma vakn- aði. Það voru ófáar stundirnar sem ég átti við eldhúsborðið með ykkur Rögga, þið að kjafta saman og ég að krota. Eitt augnablik með þér var yndis- legt, þú varst laginn við að breyta tárum yfir í bros. Mér er það nokkuð minnis- stætt þegar ég ásamt fleiri feng- um að sitja í kerru aftan í drátt- arvélinni niður gamla veginn þegar kerrutengið brotnar og þú sönglandi hélst bara áfram og tókst ekki eftir því að við sát- um eftir með tárin í augunum og auma rassa. En þú varst auð- vitað fljótur að breyta þessum tárum yfir í bros og hlátur. Þú varst alltaf glaður að hitta okkur barnabörnin, duglegur að hlæja með okkur, stríða okkur og hvetja okkur áfram í því sem við tókum okkur fyrir hendur. Það að eiga afa eins og þig voru forréttindi, þú duglegi maðurinn sem sinntir þinni vinnu á slát- urhúsinu vel, sinntir bústörfun- um af mikilli ástríðu, og síðast en ekki síst sinntir þú fjölskyld- unni því þú gafst þér alltaf tíma fyrir okkur, þó ekki væri nema fyrir eitt knús. Þú hafðir alveg yndislega nærveru, fátt jafn notalegt og að sitja við eldhús- borðið á Felli með þig hrjótandi á bekknum við hliðina á manni. Það er svo sárt að hugsa til þess að börnin mín í framtíðinni munu ekki kynnast afa mínum. Þú varst nefnilega búinn að suða ansi lengi í mér um að gefa þér langafabarn og skildir ekk- ert í þessum seinagangi í okkur Bjarka. Elsku yndislegi afi minn, takk fyrir allt! Takk fyrir allar gleði- stundirnar sem ég hef átt með þér. Ég mun halda áfram að vera dugleg að koma við á Felli og halda áfram að fara með ömmu í kotið sitt út á skaga. Einnig verð ég dugleg að halda í minningarnar með Ant- oni, Viktori og litlu frændsystk- inunum mínum. Elska þig, afi. Þín afastelpa, Eydís Ósk Einarsdóttir. Látinn er samstarfsfélagi okkar til margra ára, Ásgeir Ax- elsson eða Geiri á Felli eins og hann var ávallt kallaður. Í fá- mennum samfélögum verður það oft þannig að fólk vinnur lengi á sama vinnustað og verða þá vinnufélagarnir eins og fjöl- skyldumeðlimir. Því er það með sorg í hjarta sem við í dag kveðjum Geira með þessum ljóðum: Vinakveðja okkar allra er hér borin fram í dag, kærleikshlý við hvílu þína, er klukkur leika sorgarlag. Fögur samstarfsmanna minning mestur dýrðarsjóður er. Blítt á leiði blómum vaggar blærinn, sem um dalinn fer. (Höf. ók.) Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Sigrúnu, börnum og öðrum aðstandendum sendum við okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Minning um góðan félaga lifir í hjörtum okkar. Samstarfsfélagar hjá SAH Afurðum ehf., Gísli Garðarsson. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 8284 / 551 3485 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA P. KRISTÓFERSDÓTTIR hjúkrunarkona, sem lést miðvikudaginn 8. júní, verður jarð- sungin frá Áskirkju mánudaginn 20. júní kl. 15.00. Kristófer Ingi Svavarsson, Vala Sigurlaug Valdimarsdóttir, Ása Hlín Svavarsdóttir, Sveinn Harðarson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Elskuleg móðir okkar, ODDNÝ JÓNSDÓTTIR, áður Sæfelli, Seltjarnarnesi, lést á dvalarheimilinu Grenilundi, Grenivík, þriðjudaginn 14. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðni, Guðrún Jóhanna og Sigþóra Oddný Sigþórsbörn, Helga Óskarsdóttir, tengdabörn og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, amma og langamma, THEODÓRA ELÍSABET BJARNADÓTTIR hárgreiðslumeistari, Hringbraut 50, Reykjavík, áður til heimilis í Miðstræti 11, Vestmannaeyjum, andaðist á dvalarheimilinu Grund mánu- daginn 13. júní. Útför hennar verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánu- daginn 27. júní kl. 15.00. Ingibjörg Þórðardóttir, Þuríður Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN GUÐMUNDSSON, áður til heimilis að Múlasíðu 9, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð mánudaginn 13. júní. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðju- daginn 21. júní kl. 13.30. Guðný Björnsdóttir, Ólöf Björnsdóttir, Eyþór Jóhannsson, Pálmi Björnsson, Hjördís Hauksdóttir, Magga Kristín Björnsdóttir, Björn Snæbjörnsson, Birna Björnsdóttir, Helgi Helgason, Guðmundur Björnsson, Rósa Knútsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginmaður minn og faðir okkar, ÓLAFUR GAUKUR ÞÓRHALLSSON tónlistarmaður, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, mánudaginn 20. júní kl. 13.00. Svanhildur Jakobsdóttir, Anna Mjöll Ólafsdóttir, Cal Worthington, Andri Gaukur Ólafsson, Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Bergþóra Ólafsdóttir, Ragnhildur Ólafsdóttir, Haraldur Sigurðsson, Ingunn Ólafsdóttir, Hlöðver Már Ólafsson, Erla Guðmundsdóttir, Aðalbjörg María Ólafsdóttir, Páll Sigurgeirsson, Inga Sigrún Ólafsdóttir, Smári Árnason.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.