Morgunblaðið - 18.06.2011, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 18.06.2011, Qupperneq 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚNÍ 2011 ✝ Jóhannes ÞórEgilsson fædd- ist 4. júlí 1931. Hann lést 28. maí 2011. Hann var fædd- ur á Eyrinni á Siglufirði í húsi sem faðir hans Eg- ill Stefánsson flutti inn frá Nor- egi og reisti á Grundargötu 8. Foreldrar Jóhannesar Þórs voru Egill Stefánsson, f. 8.5. 1896 að Hólabaki í Sveins- taðhr., A-Hún., d. 7.7. 1978, kaupmaður, danskur konsúll og riddari af Dannebrog 1966, pípulagningameistari og slökkviliðsstjóri til tuga ára, og Sigríður Jóhannesdóttir, f. 20.5. 1894 á Jökli í Saubæj- arhreppi í Eyjafirði, d. 3.2. 1970. Systkinin urðu þrjú og var Jóhannes Þór (Hansi) í miðjunni. Báðum megin við hann voru systur. Eldri syst- irin var Margrét Ingibjörg (Gréta), f. 14.7. 1923, d. 5.10. 2005, hennar maður var Krist- ján Steindórsson, f. 26.1. 1924. d. 7.8. 1991. Afkomendur þeirra eru 15. Hin systirin er Geirlaug, f. 31.7. 1936, hennar maður er Árni Kristmundsson, og unnu fjölbreytt störf. Með tímanum var farið í að reykja síld og leggja niður og sjóða niður síld í dósir og margt fleira. Hlutverk Jóhannesar var að sinna þessu. Hann starfaði í slökkviliðinu yfir slöngum og dælum. Á ung- lingsárum stundaði hann frjálsar íþróttir og gekk vel en hætti vegna meiðsla. Síðar sneri hann sér að badminton sem hertók hann og spilaði síðasta leik árið 2009. Stóð hann fyrir stofnun félags um þessa íþrótt 5. des. 1964 og varð þá formaður, þar til í apríl 2011. Tók þetta félag þátt í stofnun B.S.Í og átti að- ild frá upphafi. Jóhannes var virkur félagi í Lionsklúbbi Siglufjarðar. Einng stundaði hann skíði. Hann vann við fyr- irtæki föður síns, mikið til sjálfmenntaður. Árið 1956 hefja þeir feðgar útflutning til margra Evrópulanda. Eftir lát Egils er búið rekið til 1981, þá kaupir Jóhannes það ásamt öðrum og varð þá til Egilssíld ehf. sem Jóhannes rak til dán- ardags. Framleiddi fyrirtækið áfram reykta síld og reyktan og grafinn lax. Var hann virk- ur í Sölustofnun lagmetis með- an sú stofnun var til. Tæp tvö síðustu ár hefur Jóhannes dvalið á sjúkradeild og hlotið þar frábæra umönnun. Útför Jóhannesar Þórs fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag, 18. júní 2011, og hefst at- höfnin kl. 14. f. 11.11. 1937. Af- komendur þeirra eru 12. Kona Jóhann- esar Þórs var Mar- grét. E. Magn- úsdóttir, f. 24.11. 1930, d. 22.2. 1996. Foreldrar Mar- grétar voru Sig- ríður N. Níels- dóttir, f. 17.10. 1900, d. 2.10. 1961, og Magnús Á. Haraldsson, f. 24.8. 1905, d. 15.8. 1997. Mar- grét og Jóhannes giftu sig 16. júlí 1968 í Reykjavík. Dóttir þeirra er Sigríður. E. Jóhann- esdóttir, f. 15.1. 1953, fyrrum maki Magnús Valdimarsson, f. 28.6. 1955, sonur þeirra er Jó- hannes Markús Magnússon, f. 15.8. 1995. Er Jóhannes var ungur að árum fluttist fjölskyldan að Aðalgötu 11, því þar voru byggingar sem hentuðu frum- kvöðlinum Agli. Sett var upp bakatil pípulagningaverkstæði, húsgagnaframleiðsla, einnig voru framleidd þríhjól og barnakerrur, reykt kjöt og rúllupylsur, en út að Aðalgötu var reiðhjólaverslun með meira. Börnin lærðu því snemma að taka til hendinni Margt flýgur í gegnum hug- ann er komið er að leiðarlokum. Erill og læti á síldarsumrum, alltaf verið að flaka og frysta síld oft fram á rauða nótt, ef góð síld kom að landi. Lítið var farið í sumarfrí á þeim árum, því síldin gekk fyrir öllu. Ekki var ég há í loftinu er ég fór að fara með á æfingar í badminton í gamla leikfimisalnum í Barna- skólanum. T.B.S. var svo stofn- að 1964 eftir 8-9 ár í spila- mennsku. Með árunum fór ég líka að æfa og náðist upp góður keppnisandi og metnaður. Ein úr þessum gamla hópi hefur náð að endurvekja gamla góða keppnisandann og ánægjuna af spilamennskunni. Ung að árum vorum við frændsystkin farin að vinna hjá afa í búðinni og hjá þér í verksmiðjunni. Margt var brallað og oft glatt á hjalla. Gekk oft ansi mikið á og þú oft með mesta hávaðann. Margar ferðir voru farnar í gamla Ford- jeppanum í ber og með ömmu á æskuslóðir í Eyjafjörð að hitta ættingja. Einnig í langa Wil- lysnum sem tók við af Fordin- um en báðir báru þeir númerið, F 32. Í þá daga komst maður alla leið án óþæginda eða þá að það sprakk (púnkteraði) á versta stað eða sauð á vatns- kassanum og þá varð að finna vatn til að bæta á hann og kæla. Margar sögulegar ferðirnar fór- um við og stundum bara tvö, en þær enduðu alltaf vel. Lítill nafni þinn bætti okkar missi er mamma fór. Kenndir þú honum á skíði og var þá allt heilagt sem afi hafði sagt um það. Fyrsta þríhjólið sem þú færðir nafna þínum hjálpuðust þið að við að setja saman og var þá mikið spjallað. Margt brölluðuð þið nafnarnir saman í gegnum tíðina. Ég er mjög þakklát fyrir að við skyldum geta verið hjá þér síðustu stundirnar. Lítil fer- fætt kona langt komin á níunda hundaár tók þá ákvörðun að fylgja þér í hinstu för og kvaddi hún að kveldi 8. júní. Missir okkar mæðgina er mikill að missa ykkur bæði með svo stuttu millibili en sárabót okkar nú er dóttir hennar. Hafðu þökk fyrir allt. Þín dóttir, Sigríður Eddý Jóhannesdóttir. Elskulegur bróðir minn er látinn eftir erfið veikindi. Hann var alltaf kallaður Hansi. Systir okkar Margrét Ingibjörg var elst, hún dó fyrir nokkrum ár- um, blessuð sé minning hennar. Þau voru oft kölluð Hans og Gréta. Ég var yngst, við áttum yndisleg æskuár þegar síldin var mest á Siglufirði. Faðir okk- ar Egill Stefánsson var með verslun og reykhús, reykti síld sem hét Egilssíld. Við unnum öll í versluninni og einnig í reykhúsinu. Við Hansi fórum alltaf klukkan sjö á morgnana að hengja upp síld. Þá vorum við alltaf svo kát og sungum alltaf heilmikið. Síðan fórum við í verslunina klukkan níu, alltaf nóg að gera. Mikið af alls konar vörum frá matvörum upp í reið- hjól, barnakerrur og barna- vagna, einnig fittings og meira að segja steinolía sem var dælt á brúsa og slökkvitæki líka því pabbi var slökkviliðsstjóri. Hansi var svo seinna í slökkvi- liðinu. Gréta systir lærði tannsmíði og flutti til Reykjavíkur, þetta voru spennandi og skemmtileg ár. Alltaf nóg að gera, allir í góðu skapi þegar síldarskipin komu drekkhlaðin af síld. Pabbi stækkaði reykhúsið, reykti lax og sauð niður gulrófur og lifur og einnig pasta í túbum sem hann seldi til útlanda. Eftir að pabbi dó tók Hansi við fyrir- tækinu og stjórnaði því með glæsibrag til dauðadags. Fékk mörg verðlaun fyrir hreinlæti. Hann var stofnandi og formað- ur Badmintonfélagsins á Siglu- firði til tugi ára. Hann stundaði sund, hafði gaman af því að keyra jeppann sinn og í gamla daga var hann stundum að yrkja ljóð. Hann kom oft suður og gisti stundum hjá mér. Hann mátti aldrei vera að því að stoppa lengi, alltaf að flýta sér heim í sambandi við fyrirtækið. Í fyrrahaust heimsótti ég hann, var það mjög ánægjulegt. Hann keyrði mig um allan bæ- inn sýndi mér allar breyting- arnar sem eru stórkostlegar. Síðan hefur hann verið á sjúkrahúsinu og var mjög sátt- ur við það. Sagði að allir væru svo góðir og algjör lúxus að vera þar. Ég þakka starfsfólk- inu innilega fyrir góða umönn- un. Elsku Eddý mín, þú varst dugleg að keyra frá Blönduósi að heimsækja pabba þinn hvernig sem veðrið var, þú átt heiður skilinn. Hansa þótti mjög vænt um barnabarn sitt Jóhannes Mark- ús. Hann var aldrei í kvörtunar- deildinni eins og sagt er um þá sem alltaf eru að kvarta. Hann tók veikindum sínum með æðru- leysi. Elsku bróðir, hafðu þökk fyrir allt. Hann Guð hann mun þess gæta þú getur sofið rótt. Hann lætur ljóssins engla lýsa þér um nótt. (Kristján Hreinsson.) Elsku Eddý, Jóhannes Mark- ús, aðrir ættingjar og vinir, Guð verði með ykkur öllum í sorg ykkar. Þín systir, Geirlaug. Stærsta gjöf okkar allra er lífið og hversu mikið mundum við ekki vilja halda í lífið fyrir alla og alltaf? Móðurbróðir minn Jóhannes Þór Egilsson (Hansi) er fallinn frá. Hann lifði lífinu lifandi og það eru margar góðar minningar sem koma upp í hugann á svona stundu. Stundirnar með Hansa, Möggu, Eddý og afa og ömmu á Aðalgötunni á Siglufirði verða ógleymanlegar. Ég og bróðir minn Egill heitinn dáðum Hansa. Hann var fyrirmynd og mikill vinur okkar alla tíð og aldurinn skipti aldrei máli. Það var tryggt og gott fyrir okkur að vera sumarbörn á Siglufirði í þá daga. Það var alltaf stuð og gleði, sérstaklega í verksmiðjunni og jeppanum F 32. Oft var keyrt yfir Skarðið og ekki endilega sneitt framhjá holum. Farið var í berjamó Fljótamegin í Skarðinu og yfirleitt fór Hansi þá á þvílíkt flug með hvern brandarann á fætur öðrum og hló mikið. Hansi bjó alla sína ævi á Siglufirði og vildi hvergi annars staðar búa og var stoltur af sín- um bæ. Hann tók ætíð á móti gestum með því að sýna verk- smiðjuna og svo var ekið um Siglufjörð og þá höfðu Héðins- fjarðargöngin mikið vægi. Hann hefur alla tíð stutt siglfirskt samfélag með ýmsum hætti. Tennis- og badmintonfélagið stofnaði hann ásamt öðrum 1964 og var formaður þess fram í apríl 2011 og geri aðrir betur. Hansi stundaði frjálsar íþróttir á yngri árum og var góður keppnismaður. Hann vann alla sína tíð með föður sín- um Agli Stefánssyni í verk- smiðjunni Egilssíld og hélt Hansi áfram rekstri eftir fráfall Egils. Jafnframt unnu þeir feðgar við slökkviliðsstörf o.fl. en Egill var slökkviliðsstjóri á Siglufirði til fjölda ára. Þeir feðgar voru frumkvöðlar í lagmeti. Hansi sótti námskeið og ráðstefnur hérlendis og er- lendis og var virkur í öflun nýrrar þekkingar. Þeir suðu niður rófur, kippers, pjörur, fisklifur, gaffalbita og svo reyktu þeir hangikjöt, rúllu- pylsur, lax og síld samkvæmt uppskrift Margretar Ingibjarg- ar föðurmóður Hansa. Hún reykti síld í bakgarði sínum í æsku Egils. Þeirrar uppskriftar njótum við enn í dag. Hansi kom alltaf færandi hendi og sá til þess að sjaldan var síldar- eða laxlaust á okkar bæ. Hansa verður sárt saknað og hann var einn af þeim sem við viljum ekki sleppa. Við vottum Eddý og Markúsi og ástvinum öllum okkar innilegustu samúð. Ásrún Kristjánsdóttir og fjölskylda. Þær eru margar og ánægju- legar minningarnar sem sigl- firskir badmintonmenn rifja upp þessa köldu júnídaga tengdar Jóhannesi Þór Egils- syni, fyrrum formanni Tennis- og badmintonfélagi Siglufjarð- ar, sem er nú fallinn frá. Það er ekki ofsagt að Hansi, eins og við kölluðum hann alltaf, sé faðir og fóstri badmintoníþróttarinnar á Siglufirði. Hann var einn af stofnendum TBS og var for- maður félagsins í tæpa hálfa öld. Það eru rifjaðar upp keppn- isferðir í ófærð og illviðri á Wil- lysnum. Ferðir á Unglinga- meistaramót Íslands þar sem Hansi mætti með fjölmennasta keppnisliðið sem rakaði til sín flestum verðlaunum. Fundir á kaffistofunni í Egilssíld þar sem angan af reyktri síld fyllti loftið. Svo voru gagnkvæmar keppn- isheimsóknir Færeyinga og Siglfirðinga og margt fleira. Og auðvitað allar æfingarnar þar sem Hansi var manna kappsam- astur, en hafði þó ávallt tíma og þolinmæði til þess að segja þeim til sem skemmra voru á veg komnir í íþróttinni. Jóhannes Þór Egilsson ✝ Okkar ástkæra eiginkona, móðir, tengda- móðir, amma og langamma, DÓRA MAGGA ARINBJARNARDÓTTIR, sem lést á deild B2 Landspítalanum Foss- vogi fimmtudaginn 9. júní, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju mánudaginn 20. júní kl. 15.00. Sigurður Gestsson, Guðný Elíasdóttir, Hörður Ingi Torfason, Grétar Páll Stefánsson, Erla Sveinbjörnsdóttir, Kristín Þóra Sigurðardóttir, Haraldur Ragnarsson, Salbjörg Sigurðardóttir, Guðmundur M. Halldórsson, Gestur Sigurðsson, Íris Huld Guðmundsdóttir, Linda Sigurðardóttir, Páll J. Aðalsteinsson, Axel Baldvinsson, Halldóra Pétursdóttir, Björgvin Kristjánsson, Sigríður Ingólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓMAR ÁRNASON cand act, lést á St. Jósefsspítala laugardaginn 11. júní. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 22. júní kl. 13.00. Hrafnhildur Oddný Kristbjörnsdóttir, Kristín Ómarsdóttir, Sveinbjörg Bjarnadóttir, Guðrún Yrsa Ómarsdóttir, Ágúst Ómar Ágústsson, Árni Björn Ómarsson, Borghildur Þórisdóttir, Hulda Sigríður Jeppesen, Guðmundur J. Stefánsson og barnabörn. ✝ Yndisleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, FRÍÐA SIGRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR, Grænuhlíð 3, Reykjavík, sem lést á Tenerife laugardaginn 4. júní, verður jarðsungin frá Háteigskirkju þriðju- daginn 21. júní kl. 13.00. Ólafur R. Karlsson, Sigríður Ólafsdóttir, Jón Þór Gunnarsson, Fríða Ólöf Ólafsdóttir, Skúli Gunnarsson, Ólafur Karl Ólafsson, Lena Friis Vestergaard, Anna María Ólafsdóttir, Heimir Jónsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Eiginmaður minn og faðir okkar, ÓLAFUR GAUKUR ÞÓRHALLSSON tónlistarmaður, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 20. júní kl. 13.00. Svanhildur Jakobsdóttir, Anna Mjöll Ólafsdóttir, Cal Worthington, Andri Gaukur Ólafsson, Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Bergþóra Ólafsdóttir, Ragnhildur Ólafsdóttir, Haraldur Sigurðsson, Ingunn Ólafsdóttir, Hlöðver Már Ólafsson, Erla Guðmundsdóttir, Aðalbjörg María Ólafsdóttir, Páll Sigurgeirsson, Inga Sigrún Ólafsdóttir, Smári Árnason. ✝ Okkar ástkæri FRIÐRIK JENS FRIÐRIKSSON fyrrv. héraðslæknir, Smáragrund 4, Sauðárkróki, sem lést á dvalarheimili aldraðra, Heilbrigðis- stofnuninni Sauðárkróki, laugardaginn 11. júní, verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 25. júní kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Heilbrigðisstofnunina Sauðárkróki. Oddný Finnbogadóttir, Björn Friðrik Björnsson, Emma Sigríður Björnsdóttir, Iain D. Richardson, Alma Emilía Björnsdóttir og börn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ARA BERGÞÓRS ODDSSONAR, sem lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi fimmtudaginn 12. maí. Starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og Hlévangs eru færðar sérstakar kveðjur og þakklæti fyrir einstaka umönnun og kærleiksríka framkomu. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Aradóttir, Sigurður Ögmundsson, Sigríður Aradóttir, Guðmundur Finnsson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.