Morgunblaðið - 18.06.2011, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 18.06.2011, Qupperneq 33
✝ Hörður Sig-urgrímsson fæddist í Holti í Stokkseyrarhreppi 29. júní 1924. Hann lést á Sjúkrahúsi Suður- lands 9. júní 2011. Foreldrar hans voru Unnur Jóns- dóttir, f. á Íshóli í Bárðardal 6.1. 1895, d. 4.4. 1973, og Sigurgrímur Jónsson, f. í Holti 5.6. 1896, d. 17.1. 1981. Systkini Harðar eru Jón, Ingi- björg Þóra, Áslaug, Jóhann Vernharður, Skúli Birgir, Ragnheiður, Grímur og Hákon Gamalíel. Hörður kvæntist 27.11. 1954 Önnu Guðrúnu Bjarnardóttur frá Fagurgerði á Selfossi, f. 14.4. 1933, foreldrar hennar voru Anna Eiríksdóttir frá Sandhaugum í Bárðardal, f. 28.3. 1904, d. 22.9. 1980, og Björn Sigurbjarnarson frá Hringveri á Tjörnesi, f. 8.5. 1891, d. 3.3. 1969. Börn Harð- ar og Önnu Guðrúnar eru: 1) Jóhanna Sigríður, f. 1.11. 1955, m. Már Ólafsson, f. 11.1. 1953, börn þeirra a) Magnús, f. 25.3. 1977, m. Vigdís Unnur Pálsdóttir, f. 3.11. 1975, dætur þeirra Ásdís María, f. 5.1. 2000, og Iðunn Freyja, f. 1.8. 1984, sambýlism. Hörður Björn Sigurjónsson, f. 13.2. 1973, b) Lára, f. 21.5. 1988, c) Atli, f. 18.6. 1992. 5) Sigurður, f. 26.9. 1967, sambýlisk. Ma- non Laméris, f. 11.1. 1973, barnsm. hans er Viðja Hrund Hreggviðsdóttir, f. 8.5. 1976, dóttir þeirra er Hjördís Björg Viðjudóttir, f. 8.4. 1996. Hörður gekk í farskóla Stokkseyrarhrepps og hlaut þar sína barnaskólakennslu, stundaði nám við Héraðsskól- ann á Laugarvatni og útskrif- aðist 1943, fór síðan í Bænda- skólann á Hvanneyri, lauk búfræðinámi 1944 og stundaði landbúnaðarnám í Bandaríkj- unum 1951. Hörður vann á búi foreldra sinna næstu árin. Ár- ið 1955 stofnuðu Hörður og Anna Guðrún ásamt foreldrum hans, bræðrunum Jóni og Vernharði og mökum þeirra félagsbú í Holti og stundaði hann búskap til 1995. Hörður var virkur í félagsmálum og var hann m.a. formaður Bún- aðarfélags Stokkseyrarhrepps, Veiðifélags Flóamanna, í stjórn og formaður stjórnar MBF og Ræktunarsambands Flóa og Skeiða, fyrsti formað- ur Landssambands kúabænda, formaður Framsóknarfélags Árnessýslu um hríð auk ým- issa trúnaðarstarfa fyrir sam- félagið. Hörður bjó í Holti ásamt eiginkonu sinni til ævi- loka. Hörður verður jarðsunginn frá Stokkseyrarkirkju í dag, 18. júní 2011, og hefst athöfn- in kl. 14. 2003, b) Ólafur Árni, f. 1.2. 1979, barnsm. hans Erna Björk Bald- ursdóttir, f. 20.8. 1979, sonur þeirra Árni Már, f. 10.10. 2000. c) Þóranna, f. 1.10. 1983, d) Hörður, f. 8.6. 1989, unnusta Ey- dís Helga Garð- arsdóttir, f. 19.10. 1989. 2) Unnur, f. 26.7. 1957, d. 16.7. 1986, sambýlism. Sig- urður Jónsson, f. 28.2. 1954, dætur þeirra a) Anna Guðrún, f. 5.5. 1983, sambýlism. Sig- urður Svanur Pálsson, f. 11.8. 1982, þeirra dóttir Unnur Birna, f. 11.5. 2007, b) Sigríð- ur, f. 29.4. 1985. 3) Björn, f. 1.10. 1959, m. Elín María Karlsdóttir, f. 17.9. 1958, þeirra börn a) Hörður Gunnar, f. 30.11. 1981, unnusta Eyrún Guðmundsdóttir, f. 28.2. 1987, b) Hanna Siv, f. 18.7. 1984, sambýlism. Ólafur Már Ólafs- son, f. 12.12. 1980, þeirra börn Thelma Eir, f. 31.8. 2006, Al- mar Elí, f. 1.8. 2010, c) Karl Magnús, f. 20.8. 1987, d) Unn- ar Freyr, f. 18.6. 1998, e) Baldur Þór, f. 18.6. 1998. 4) Anna, f. 3.2. 1964, m. Sigurður Kristinsson, f. 17.12. 1964, þeirra börn a) Elín, f. 10.8. Við systurnar fórum oft í sveitina til afa og ömmu á okk- ar yngri árum. Á sumrin vor- um við hálfgerðir heimalning- ar þar enda fannst okkur sérstaklega skemmtilegt og gott að koma þar í heimsókn. Afi var þessi trausta týpa, hann var alltaf til staðar og ef einhverjar upplýsingar vantaði þá var hann með svarið á reiðum höndum. Í minning- unni er hann alls staðar, hann er í eldhúsinu að hjálpa ömmu að taka til mat fyrir okkur, hann er í fjósinu að gefa kún- um og við hjálpuðum, úti á túni að skoða grasið á meðan við rákum kindurnar, úti í skemmu að gera við vélar á meðan við lékum okkur, við sjónvarpið að horfa á fréttir eða kvikmyndir með okkur, úti á hlaði að kenna okkur á trak- tor og svo mætti lengi halda áfram. Þegar við eltumst feng- um við lánaðar bækur frá hon- um og spjölluðum um þær en hann var víðlesinn og kunni vel að meta áhuga okkar á bókmenntunum. Hann kveikti forvitnisneista, hann vissi svo margt að mann langaði til að vita meira sjálfur. Hann benti á góðar bækur og skemmti- legar kvikmyndir og talaði um staði sem áhugavert væri að sjá. Við munum aldrei gleyma þeim tíma sem við áttum með honum. Anna Guðrún og Sigríður. Þegar ég hugsa til baka til æskuáranna í Holti verður mér létt í huga, í minningunni var alltaf sólskin og gaman. Hörður föðurbróðir minn sem nú er fallinn frá lék stórt hlut- verk í mínu lífi og okkar krakkanna, sérstaklega yfir sumarið. Það var auðvitað skemmti- legast um heyskapartímann þegar mikið var umleikis og allir sem vettlingi gátu valdið kallaðir til verka, þá var skipst á að fara í mat og kaffi til að halda vélunum gangandi og koma sem mestu heyi inn fyrir kvöldið. Það var öllu tjaldað til, rakað saman á Land Ro- ver-jeppa og hey keyrt heim á vörubíl áður en heyhleðslu- vagnar komu til sögunnar. Þetta var alveg einstakur tími, mikill dugnaður og mjög gam- an. Stundum var drukkið kaffi úti við hlöðu, þá höfðu mömmurnar kannski bakað skúffuköku eða jólaköku og komu með smurt brauð, kaffi og mjólk á brúsa út, gamalt rafmagnskefli var gert að eld- húsborði og allir drukku kaffi í heygarðinum. Þessar minning- ar eru frá árunum í kringum og eftir 1970 þegar hvað mest var umleikis í búskapnum, bræðurnir voru á besta aldri og Sigurgrímur afi var enn við góða heilsu. Á þessum tíma kom margt fólk að heyskapn- um, heimafólk, kaupamenn og vinir og vandamenn sem komu til að taka þátt og hjálpa til. Það var svo í fyrrasumar þegar við vorum að undirbúa ættarmót að ég leitaði til Harðar og Diddu með gamlar fjölskyldumyndir. Hann mundi allt eins og gerst hefði í gær og það sem hann mundi ekki mundi Didda. Það var mjög áhugavert að heyra frásagnir hans af gamla tímanum og átta sig á öllum þeim breyt- ingum sem hans kynslóð er búin að upplifa. Hörður var mér alltaf góð- ur, hann stjórnaði verkum þannig að það var bara sjálf- sagt að drífa sig af stað. Sjálf- ur var hann alltaf að, féll ekki verk úr hendi. Hann var mikill og farsæll bóndi og mér fannst hann vera ánægður með sitt hlutskipti í lífinu. En nú er komið að því að kveðja, ég þakka þér, Haddi, fyrir allar góðu stundirnar og vona að þér vegni vel í nýja heiminum. Ég sendi fjölskyldunni mínar innilegustu samúðarkveðjur. Hvíldu í friði. Ásmundur Jónsson. Kveðja frá íslenskum mjólkuriðnaði Í dag kveðjum við Hörð bónda Sigurgrímsson í Holti sem um langt árabil stóð í framvarðarsveit mjólkurfram- leiðenda. Hann var fyrst kjör- inn í stjórn Mjólkurbús Flóa- manna 1973 og sat í stjórn í 21 ár samfellt eða til 1994. Stjórnarformaður var hann síðustu 5 ár þess tímabils. Það duldist engum að mann- kostir Harðar nýtust bændum vel, bæði inná við í fyrirtækinu sem og út á við sem talsmaður bænda og mjólkuriðnaðar. Hæfileikinn til að greina að- alatriðin frá og sjá heildar- myndina var honum eðlislæg- ur. Skynjaði þörfina fyrir bændur að standa saman um afurðasölu í öflugu framleið- endasamvinnufélagi. Mótaður af þeirri hugsun að með því að virkja samtakamáttinn væri hægt að koma hlutum fram sem ekki væru á færi einstak- linga. Það kom fáum á óvart er hann var fenginn til að verða fyrsti formaður Landssam- bands kúabænda þegar það var stofnað árið 1986. Öllum þessum störfum var sinnt af kostgæfni, því til viðbótar rak hann myndarbú að Holti ásamt tveimur bræðrum sín- um. Þó hann hafi verið hættur búskap var honum umhugað um framtíð íslensks landbún- aðar og þá sérstaklega mjólk- urframleiðenda, enda lágu þar dýpstu sporin. Aldrei hitti maður hann öðruvísi en spurt væri hvernig gengi í mjólk- uriðnaðinum og hverjar væru horfurnar. Hvernig salan gengi, hvort einhverjar nýj- ungar væru á leiðinni í fjöl- breyttri flóru íslenskra mjólk- urvara. „Menn verða alltaf að muna að þó að fortíðin sé áhugaverð er það framtíðin sem skiptir mestu og að menn glutri ekki niður samstöðu um fyrirtæki bænda í von um skammtíma-gróða,“ sagði Hörður eitt sinn við mig. Þessi orð eru og munu verða í fullu gildi um ókomin ár. Hæfileik- inn til að sjá heildarmyndina kristalsskýra var honum í blóð borinn þrátt fyrir háan aldur og erfiða baráttu við sjúkdóm síðustu ár. Það er með virðingu og þökk sem við kveðjum Hörð og sendum eftirlifandi eiginkonu og fjölskyldu samúðarkveðjur. Egill Sigurðsson, stjórnarformaður Auðhumlu og MS. Hörður Sigurgrímsson HINSTA KVEÐJA Víst er göfugt verk að hafa vakið líf um holtin nakin, gert úr flögum gróna haga, grösug lönd úr eyðisöndum. Eitt er betra. Það er þetta: Þjóðar vorrar sálargróður lífga, frjóvga, fegra, göfga, færa út hugans landamæri. (Örn Arnarson) Elsku vinur. Þökk fyrir öll árin okkar saman. Þín Anna Guðrún. Það þarf mikinn eldmóð til þess að veita íþróttafélagi for- mennsku í tæpa hálfa öld. Gæta þarf hagsmuna félagsins á mörgum vígstöðvum. Fé- lagsstarfið þarf að vera aðlað- andi jafnt fyrir börn sem full- orðna. Skipuleggja þarf æfingar og mót og svo það sem kannski er mest lýjandi í starfi íþrótta- félaga, endalausar fjáraflanir svo einhver þróttur haldist í starfinu. Oft var það líka þannig að ef ekki tókst að afla nægj- anlegs fjár fyrir félagsstarfið þá kom það sem upp á vantaði úr vasa Hansa. Árum saman gaf hann persónulega, en í nafni TBS, öllum nemendum í einum árgangi Grunnskóla Siglufjarð- ar badmintonspaða til að vekja áhuga þeirra á íþróttinni. Það er líklega einsdæmi að einn maður sinni þessu öllu af áhuga og ástríðu í hálfa öld eins og Hansi gerði. Hann er orðinn býsna fjöl- mennur hópur badmintonspilar- anna sem stendur í ævarandi þakkarskuld við Hansa. Fyrir hönd alls þessa fólks vil ég þakka einstökum ljúflingi allt sem hann gerði fyrir okkur. Eddý og Jóhannesi votta ég innilega samúð mína. María Jóhannsdóttir form. Jóhannes Egilsson sem jarð- sunginn er frá Siglufjarðar- kirkju í dag, 18. júní, gekk í Lionsklúbb Siglufjarðar í nóv- ember 1971 og hefur því starfað í hreyfingunni í um 40 ár. Jó- hannes gegndi öllum stjórnar- störfum í klúbbnum og oftar en einu sinni var hann formaður. Hann gegndi einnig forustu í nefndum á vegum klúbbsins og var mjög jákvæður að taka þátt í verkefnum sem voru til fjáröfl- unar á vegum hans. Jóhannes var á yngri árum mikill frjálsíþróttamaður og keppti á mótum í mörgum greinum. Hann tók svo ástfóstri við badminton, stofnaði Bad- mintonfélag Siglufjarðar og gegndi formennsku í félaginu í 46 ár, hlaut hann viðurkenningu Badmintonsambands Íslands fyrir það starf. Hann var mikill félagsmála- maður og ætíð tilbúinn að leggja góðum málum lið. Hygg ég að mörg félagasamtök sem fjármagna sig með sölu styrkt- arlína í blöðum sakni nú vinar í stað, því ætíð tók Jóhann beiðni um slíkt með jákvæðni og var oft Egilssíld eina fyrirtækið á Siglufirði sem keypt hafði styrktarlínu. Þegar við vorum að vinna að undirbúningi Héðinsfjarðar- ganga var hann einn af stofn- endum Samgangs, félags um bættar samgöngur við Siglu- fjörð. Hafði hann mikinn áhuga á því verkefni og lá ekki á liði sínu. Jóhannes var einstaklega já- kvæður og ætíð tilbúinn að taka að sér verkefni fyrirvaralaust, t.d. að tala fyrir minni kvenna á sameiginlegum fundum með mökum okkar og fór hann þá gjarna með framsögn í bundnu máli á þann veg að mikla kátínu vakti. Mér er mjög í minni eitt sinn er ég var svæðisstjóri og þurfti að halda fund á Hvammstanga og bar mig upp við félaga mína um þátttöku og tilbúnir voru þeir Jóhannes og Óli Blöndal, ætíð jákvæðir. Jóhannes rak fyrirtækið Eg- ilssíld um áratugaskeið en það er sérhæft í reykingu á síld, laxi o.fl. Fór Jóhannes m.a. til Frakklands til að fullnema sig í reykingu matvæla. Við Lionsfélagar á Siglufirði kveðjum nú Jóhannes með söknuði og þökk fyrir áralangt og ánægjulegt samstarf og sendum fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur. F.h. Lionsfélaga á Siglufirði, Sverrir Sveinsson. MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚNÍ 2011 • Mikið úrval • Yfir 40 ára reynsla • Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfða 4 110 Rvk sími 587 1960 www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Guðríðarkirkja auglýsir sal til leigu: Fyrir erfidrykkjur, brúðkaup, fermingar, fundarsalur. Uppl. S. 577 7770 og 663 7143 eða kirkjuvördur@grafarholt. ✝ Okkar innilegu þakkir færum við þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát dóttur minnar og barnabarns, HÖRPU BJARTAR GUÐBJARTSDÓTTUR. Guðbjartur Guðbjartsson og Elísa Björk Magnúsdóttir. ✝ Einlægar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, vinsemd og hlýju við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR, Lerkigrund 7, Akranesi. Fyrir hönd aðstandenda, Birgir Engilbertsson. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, PÁLS BENEDIKTS MARTEINSSONAR, Brekkugötu 36, Akureyri. Ásdís Sigríður Þorsteinsdóttir, Sæmundur Örn Pálsson, Guðbjörg Þóra Ellertsdóttir, Þorsteinn Pétur Pálsson, Bergþóra Björk Búadóttir, Kristinn Sigurður Pálsson, Sólveig Alfreðsdóttir, Marta Þuríður Pálsdóttir, afa- og langafabörn. ✝ Einlægar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýju og vinarhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR, Vallholti 14, Ólafsvík. Lúðvík Þórarinsson, Hrefna Lúðvíksdóttir, Gísli Páll Björnsson, Inga Birna Lúðvíksdóttir, Guðlaug Lúðvíksdóttir, Kristjón V. Guðmundsson, Hildur Lúðvíksdóttir, Gunnþór Ingvason, Jón Þór Lúðvíksson, Bjarney Jörgensen, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.