Morgunblaðið - 18.06.2011, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.06.2011, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚNÍ 2011 AÐVENTKIRKJAN: Aðventkirkjan í Reykjavík | Samkoma í dag, laugardag, kl. 11 hefst með biblíu- fræðslu. Einnig er boðið upp á biblíufræðslu á ensku. Guðsþjónusta kl. 12. Þóra S. Jóns- dóttir prédikar. Aðventkirkjan í Vestmannaeyjum | Sam- koma í dag, laugardag, kl. 11. Boðið upp á biblíufræðslu. Guðþjónusta kl. 12. Bein út- sending frá kirkju aðventista í Reykjavík. Þóra Jónsdóttir prédikar þar. Aðventsöfnuðurinn á Suðurnesjum | Samkoma í dag, laugardag, kl. 11 í Reykja- nesbæ hefst með biblíufræðslu. Guðsþjón- usta kl. 12. Manfred Lemke prédikar. Aðventsöfnuðurinn í Árnesi | Samkoma á Selfossi í dag, laugardag, kl. 10, hefst með biblíufræðslu. Guðsþjónusta kl. 11. Elías Theódórsson prédikar. Aðventsöfnuðurinn í Hafnarfirði | Sam- koma í Loftsalnum í dag, laugardag, hefst með fjölskyldusamkomu kl. 11. Björgvin Snorrason prédikar. Biblíufræðsla kl. 11.50. Boðið upp á biblíufræðslu á ensku. BOÐUNARKIRKJAN | Samkoma í dag, laugardag, kl. 11. Samfélag Aðventista á Akureyri | Sam- koma í Gamla Lundi í dag, laugardag, hefst kl. 11 með biblíufræðslu. Guðsþjónusta kl. 12. ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11, dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson prédikar og þjón- ar fyrir altari. Kjartan Sigurjónsson er org- anisti. Kirkjukórinn leiðir almennan safnað- arsöng. Kirkjukaffi á eftir. ÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ásdísi Pétursdóttur Blöndal djákna. Forsöngvari Pétur Húni Björnsson, organisti er Magnús Ragnarsson. Upplýs- ingar um sumarferð safnaðarins 3. júlí nk. eru í síma 588-8870 og á slóðinni www.as- kirkja.is. BESSASTAÐASÓKN | Sameiginleg kvöld- messa Garðasóknar og Bessastaðasóknar í Garðakirkju kl. 20. Organisti Jóhann Bald- vinsson og prestur Hans Guðberg Alfreðs- son. Rúta fer frá Vídalínskirkju kl. 19.30, frá Jónshúsi kl. 19.35 og frá Hleinum kl. 19.40 og til baka að lokinni athöfn. BREIÐHOLTSKIRKJA | Sameiginleg göngu- messa þjóðkirkjusafnaðanna í Breiðholti í Fella- og Hólakirkju kl. 20. Safnast saman við Breiðholtskirkju kl. 19 og gengið þaðan að Fella- og Hólakirkju. Að messu lokinni er bílferð frá Fella- og Hólakirkju að Beiðholts- kirkju. Ekki er messað í Breiðholtskirkju þennan dag. BÚSTAÐAKIRKJA | Kvennamessa kl. 11. Glæðurnar, kór Kvenfélags Bústaðasóknar, syngja undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista, prestur er sr. Guðný Hallgríms- dóttir. Messuþjónar aðstoða. Kaffi á eftir. DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur Guðni Már Harðarson. Organisti er Zbigniew Zuchowicz. EMMANÚELS Baptistakirkjan – Emm- anuels Baptist Church | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli fyrir börn (Mass & Sunday- school) nk. sunnudag kl. 12-13.30 í stærð- fræðistofu 202 í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Veitingar á eftir. Prestur sr. Ro- bert Andrew Hansen. Guðsþjónusta á ensku og íslensku (in English & Icelandic). Ath. skráning á Biblíunámskeið enn opin. Þurfi að sækja hringið í s. 847-0081. FELLA- og Hólakirkja | Kirkjurnar í Breið- holti standa fyrir göngumessum í hverfinu sem eiga það allar sameiginlegt að byrja og enda við kirkju. Síðasta ganga sumarsins verður 19. júní. Þá verður lagt af stað frá Breiðholtskirkju kl. 19 og gengið til kvöld- messu í Fella- og Hólakirkju sem hefst kl. 20. Hressing að messu lokinni. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Fermingarmessa kl. 14. Prestur er séra Bryndís Valbjarn- ardóttir. Kór Fríkirkjunnar í Reykjavík mun leiða tónlistina ásamt Aðalheiði Þorsteins- dóttur orgelleikara. GARÐAKIRKJA | Sameiginleg kvöldmessa Garðasóknar og Bessastaðasóknar í Garða- kirkju kl. 20. Organisti Jóhann Baldvinsson og prestur Hans Guðberg Alfreðsson. Rúta fer frá Vídalínskirkju kl. 19.30, frá Jónshúsi kl. 19.35 og frá Hleinum kl. 19.40 og til baka að lokinni athöfn GRAFARVOGSKIRKJA | Útvarpsguðsþjón- usta kl. 11. Sr. Guðrún Karlsdóttir, sr. Sig- rún Óskarsdóttir og sr. Kristín Þórunn Tóm- asdóttir prédika og þjóna fyrir altari ásamt messuþjónum. Kammerkór Grafarvogskirkju syngur. Organisti er Hákon Leifsson. GRENSÁSKIRKJA | Morgunmatur kl. 10 og bænastund kl. 10.15. Messa kl. 11. Altaris- ganga. Samskot til Umhyggju, félags lang- veikra barna. Messuhópur. Kirkjukór Grens- áskirkju syngur, organisti er Árni Arinbjarnar- son. Prestur sr. Ólafur Jóhannsson. Molasopi eftir messu. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Þrenningarhá- tíð. Helgistund kl. 11. Prestur sr. Þórhildur Ólafs. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. María Ágústsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mót- ettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Sögustund fyrir börnin. Alþjóðlegt orgelsumar kl. 17. Björn Steinar Sólbergsson leikur. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Organisti er Douglas A. Brotchie. Prestur sr. Tómas Sveinsson. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messa kl. 11. Samstarf Þjóðkirkjusafnaðanna í Kópavogi. Sr. Gunnar Sigurjónsson þjónar. Organisti er Jón Ólafur Sigurðsson. Sjá einnig á www.hjallakirkja.is. HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík | Sam- koma kl. 20. Umsjón: Salvation Riders. HÓLADÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Gunnar Jóhannesson messar, organisti er Jóhann Bjarnason. Tónleikar kl. 14. Alex- andra Chernyshova sópran og Katie Buckley hörpuleikari. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Samkoma kl. 20 með lofgjörð og fyrirbænum. Friðrik Schram predikar. Kaffi eftir samkomuna. www.kristskirkjan.is KAÞÓLSKA kirkjan: Péturskirkja, Akureyri | Messa kl. 11 og laugardag kl. 18. Þorlákskapella, Reyðarf. | Messa kl. 11 og 19. Virka daga er messa kl. 18. Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa kl. 10.30 og virka daga kl. 18.30 (nema föstu- daga). Karmelklaustur, Hafnarfirði | Messa kl. 8.30 og virka daga kl. 8. Barbörukapella, Keflavík | Messa kl. 14. Kristskirkja, Landakoti | Messa kl. 10.30 og á ensku kl. 18. Virka daga er messa kl. 18. Maríukirkja við Raufarsel, Rvk | Messa kl. 11 og virka daga kl. 18.30. Laugardaga er messa á ensku kl. 18.30. Stykkishólmur | Messa kl. 10 og virka daga kl. 18.30. Ísafjörður | Messa kl. 11. Flateyri | Messa laugardag kl. 18. Bolungarvík | Messa kl. 16. Suðureyri | Messa kl. 19. Riftún í Ölfusi | Messa kl. 16. KEFLAVÍKURKIRKJA | Gamaldags messa og kruðerí kl. 19.15. Fjallað verður um sögu kirkjunnar. Jóhann Smári Sævarsson óperu- söngvari syngur. Arnór Vilbergsson er við hljóðfærið. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14, athugið breyttan tíma. Sr. Guðni Már Harð- arson prédikar og þjónar fyrir altari. Org- anisti er Lenka Mátéová. KVENNAKIRKJAN | Kvenréttindamessa við Þvottalaugarnar í Laugardal kl. 20 í tilefni af 19. júní. Messan er haldin í samvinnu við Kvenréttindafélag Íslands og Kvenfélaga- samband Íslands. Sr. Auður Eir Vilhjálms- dóttir prédikar, Ásdís Þórðardóttir leikur á trompet og Björg Þórhallsdóttir syngur ein- söng. Kór Kvennakirkjunnar leiðir söng við undirleik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. Kaffi í Café Flóru í Grasagarðinum á eftir. LANGHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Þrenningarhátíð. Efni messunnar tekur einn- ig mið af lýðveldisdegi og kvennafrídegi. Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor og fulltrúi á stjórnlagaþingi, prédikar. Graduale Nobili syngur undir stjórn Jóns Stefánsson- ar. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Kaffi- sopi. Síðasta guðsþjónustan í Langholts- kirkju fyrir sumarleyfi. LAUGARNESKIRKJA | Kvöldmessa kl. 20. Erla Björk Jónsdóttir guðfræðingur annast stundina. Örn Arnarsson gítarleikari spilar og kór Laugarneskirkju syngur. LÁGAFELLSKIRKJA | Bænar- og kyrrðar- stund með altarisgöngu kl. 20. Tólistarflutn- ing annast Jón Guðmundsson á þverflautu og Arnhildur Valgarðsdóttir á orgel. Prestur sr. Ragnheiður Jónsdóttir. MÖÐRUDALSKIRKJA | Messa kl. 14. Fermd verða Vilborg Björgvinsdóttir, Selási 14, Egilsstöðum og systkinin Tinna Hrönn og Halldór Bjarki Guðmundsbörn, Koltröð 11, Egilsstöðum. Sr. Lára G. Oddsdóttir pré- dikar og þjónar fyri altari, organisti er Krist- ján Gissurarson. NESKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Bjarni Jónatansson. Sr. Sigurður Árni Þórð- arson prédikar og þjónar fyrir altari. Sam- félag og kaffi á Torginu eftir messu. SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 17 í safnaðarheimili Grensáskirkju. Ræðumaður Haraldur Jóhannsson. SELJAKIRKJA | Gönguguðsþjónustur safn- aðanna í Breiðholti. Að þessu sinni verður gengið frá Breiðholtskirkju kl. 19 til guðs- þjónustu í Fella- og Hólakirkju sem hefst kl. 20. SELTJARNARNESKIRKJA | Helgistund kl. 11, sr. Sigurður Grétar Helgason. Sálma- söngur, ritningarlestur og altarisganga. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Helgi- stund á sumarkvöldi kl. 20. Kór Víðistaða- sóknar syngur undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur. Prestur sr. Bragi J. Ingibergsson. ORÐ DAGSINS: Kristur og Nikódemus. (Jóh. 3) Hrafnseyri ✝ Sigurjón HólmSigurðsson (Hólmi) fæddist á Skeiði í Fljótum, Skagafirði 19. ágúst 1917. Hann lést á sjúkradeild Hornbrekku í Ólafsfirði 5. júní 2011. Hann var sonur hjónanna Sigurðar Gunn- laugs Jóhann- essonar frá Lóni í Ólafsfirði og Þórunnar Jónsdóttur frá Kálfsá í sömu sveit. Þau bjuggu lengst af á Vermund- arstöðum í Ólafsfirði. Systkini Sigurjóns voru: Jón, f. 1912, látinn; Elínborg, f. 1913, látin; Sigurbjörg, f. 1915, látin; Sumarrós, f. 1918, látin; Lís- bet, f. 1920, látin; Sólveig, f. 1924, og Hannes, f. 1925, lát- inn. Á bernskuárum Sigurjóns var farskóli í heimasveit hans þar sem hann lauk hefð- bundnu fullnaðarprófi barna. Seinna lærði hann og fékk staðbundin lögregluþjónsrétt- indi í Ólafsfirði en einnig fór Hólmi að rækta blett sem hann tók frá úr landi Ver- mundarstaða er hann seldi bú- jörðina sína. Hann kom sér upp sumarhúsi og ræktaði skóg þar sem áður voru melar og mýrarsund, bar mold og áburð í holur svo þar gætu þrifist blóm. Einnig stíflaði hann skurð svo endur og aðrir sundfuglar hefðu góðan poll til að synda á en fuglar voru hans sérstaka áhugamál. Fyrir gróðursetningu og ræktun í sumarlandinu fékk hann við- urkenningu Ólafsfjarðarbæjar. Sigurjón var handlaginn og smíðaði ýmsa góða gripi, s.s. kistla og klukkur. Hann þekkti flestar jurtir og tíndi grös og bjó til úr þeim heilsu- drykki. Hreystin og eljusemin virtust óþrjótandi fram á síð- asta árið sem hann lifði, þá að verða 94 ára gamall. Fósturbörn Sigurjóns og Huldu eru: Skjöldur Gunn- arsson, f. 1946. Kristín Emma Cordova, f. 1964, Hún var áð- ur gift Gunnari Gunnarssyni og á með honum tvær dætur. Maki hennar er Sigursveinn Jónsson. Rebekka Cordova, f. 1965. Maður hennar er Jakob Ásmundsson. Þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn. Útför Sigurjóns var gerð frá Ólafsfjarðarkirkju 11. júní 2011. hann í Iðnskóla Ólafsfjarðar og lauk þaðan bak- aranámi. Á gamlársdag 1954 eftir sjö ára sambúð kvæntist Sigurjón eftirlif- andi eiginkonu sinni, Huld Krist- jánsdóttur úr Ólafsfirði. Fyrstu árin bjuggu þau í Aðalgötu 11 í Ólafsfirði. Hug- ur Sigurjóns var þó alltaf í sveitinni og vorið 1954 hóf hann búskap með konu sinni á Vermundarstöðum í Ólafsfirði. Fyrsta árið bjuggu þau þar ásamt foreldrum Sigurjóns sem fluttu þegar Sigurjón keypti af þeim jörðina. Hjónin bjuggu á Vermundarstöðum í 27 ár eða þar til þau brugðu búi og áttu þau síðan heima í Bylgjubyggð 27 í Ólafsfirði. Eftir að búskap lauk vann hann í salthúsi Sigvalda Þor- leifssonar til 75 ára aldurs. Þótt bóndinn færi úr sveitinni fór sveitin ekki úr bóndanum. Rúmlega hálfáttræður fór Elsku pabbi, nú ert þú horf- inn frá okkur og söknuðurinn er sár en minningarnar sem við eigum um þig eru margar og dýrmætar og hafa reynst okkur ómetanlegt veganesti út í lífið. Þú hefur verið okkur fyrirmynd með vilja þínum og dugnaði, ör- læti, höfðinglegri gjafmildi og fórnfúsri ást. Við vorum ekki gamlar þegar þú tókst okkur til þín í fóstur og frá fyrstu stundu reyndist þú litlu systrunum umhyggjusamur og kærleiksríkur faðir enda liðu ekki margar vikur þar til við kölluðum þig pabba. Við fundum ætíð hjá þér athvarf og öryggi sem var okkur mikils virði. Þú varst alla tíð nátengdur náttúrunni og kenndir okkur fljótt að það ætti að bera virð- ingu fyrir lífríkinu öllu í sínum margbreytileika. Snemma tókstu okkur með í léttari verk sem þurfti að vinna á bænum og leið- beindir okkur af mikilli þolin- mæði sem ekki veitti af því ekki vorum við háar í loftinu. Það var mikil gjöf að fá að alast upp í þessu umhverfi sveitarinnar og við alúðina sem þú sýndir okkur. Okkur systrunum eru minn- isstæðar stundir að vetrarlagi þegar þú tókst okkur með þér að ná í kindur sem reka átti heim í hús. Við trítluðum á eftir þér í snjónum og börðumst við að halda í við þig enda stórstígur og fórst hratt yfir. Það er sem við heyrum þig segja ef við drógumst aftur úr: „Komið þið stelpur og takið í höndina á mér“ og þá var gott að fá að lauma köldum lófunum í stóru hlýju hendurnar þínar. Þú gekkst alltaf á undan okkur ef fönnin var mikil svo við gætum gengið í sporunum. Ef við gátum ekki meira þá tókstu okkur í fangið eða á bakið og barst okk- ur heim. Hvíl í friði elsku pabbi og hafðu þakkir fyrir allt sem þú hefur verið okkur. Þín er og verður mikið saknað á meðan við munum og lifum. Dætur þínar, Kristín Emma Cordova og Rebekka Cordova. Bóndinn á Vermundarstöðum í Ólafsfirði, hann Hólmi, var há- vaxinn, karlmannlegur, nokkuð stórskorinn og beinaber en hlýr og glettinn í viðmóti. Hann brosti á sinn kankvísa hátt þeg- ar hann heilsaði og sagði vel- komin heillin. Ásamt Huldu sinni og Skildi tók hann á móti okkur kaupstaðarbörnunum á sumrin og sá okkur fyrir ýmsum smá- verkum þannig að okkur þóttu þau mikilvæg hvert og eitt. Hólmi var barnavinur. Ef við vorum dauf í dálkinn lék hann kúnstir fyrir okkur, t.d. að hreyfa eyrun og blaka þeim, en sama hvað við reyndum gátum við aldrei leikið það eftir. Hann vakti með okkur spurningar um líf dýranna, veðurfar og sprettu og gat líka verið stríðinn þegar sá gállinn var á honum. Hólmi var veðurglöggur maður. Hann bankaði létt á barómetið, gekk út á tröppur og leit út dalinn og til himins og þurfti varla frekari veðurspá. Hann kunni á veðrið og hagaði verkum eftir því. Hólmi var sívinnandi, eins og Hulda, og þau voru afar sam- hent. Ef ekki var unnið í hey- skap smíðaði hann, gerði við og skar jafnvel upp mó. Iðjusemin hafði áhrif á okkur krakkana. Ef rigndi þá prjónuðum við neðan við sem kallað var. Þá nýttum við stroffið á slitnum leistum og prjónuðum neðan við það nýja leista. Hann brýndi ljáina á hverfisteininum á hlaðinu, dytt- aði að útihúsunum, byggði súr- heysturninn, smíðaði og steypti, allt gat Hólmi. Og í seinni tíð eftir að þau Hulda fluttu niður í bæ bjó hann til ýmsa smíðishluti í bílskúrnum. Allt lék í hönd- unum á honum. Hann var í senn bóndi, dýravinur, mannvinur, veðurfræðingur, smiður, múrari, og svo ótal margt annað. Á síðari árum var Hólmi ým- ist framfrá eða niðurfrá, eins og hann orðaði það, þ.e. í bústaðn- um þeirra Huldu í sveitinni eða niðri á Ólafsfirði. Eitt það síð- asta sem hann sagði við mig þegar ég kvaddi hann um daginn var: „Þið komið frameftir í sum- ar, er það ekki?“ Hugurinn hvarflaði til fyrri daga í bú- skapnum, var hjá fénu sem var lengst uppi á dal og hann lýsti nákvæmlega slóðum yfir fjalla- skörð sem hægt var að komast úr dalnum hans ofan við Ver- mundarstaði, t.d. niður að Lundi í Fljótum. Allt hafði hann geng- ið. Fyrir nokkrum árum gekk ég með Hólma eftir görðunum fyrir neðan Reykjarétt og hann benti á ýmsar tóftir og var þess full- viss að þar væru minjar um forna búsetu. Hann þekkti hvern hól og hverja þúfu og stikaði um landið sem hann var í fullkomn- um samhljómi við og nánast hluti af. Við systkinin erum þakklát fyrir að hafa fengið að vera börn í sveit á Vermundarstöðum, hvert á sínum tíma. Það var þroskandi að fá að kynnast bú- skaparháttum á sjötta og sjö- unda áratug síðustu aldar þar sem Gráni gamli var í fyrstu dráttarklárinn en seinna kom traktor. Ýmsar minningar skjóta upp kollinum: Mjólkurbrúsar á palli, suðupottur í kjallaranum, bæjarlækurinn og allt berjaland- ið, allt var svart af berjum. Og kýrnar hver á sínum bás: Huppa, Skjalda, Rauðka og allar hinar. En fyrst og fremst er ég þó þakklát fyrir gæsku og visku Hólma og Huldu sem hafa verið mér mikilsvert veganesti í lífinu. Anna Sjöfn Sigurðardóttir. Sigurjón Hólm Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.