Morgunblaðið - 18.06.2011, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.06.2011, Blaðsíða 41
DAGBÓK 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚNÍ 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand MÉR Á ÖRUGGLEGA EFTIR AÐ VERÐA KENNT UM ÞETTA ÉG VANN MÉR INN PENING FYRSTI SEÐILLINN SEM ÉG VINN MÉR INN. ÉG ÆTLA AÐ RAMMA HANN INN OG HENGJA HANN UPP Á VEGG ÉG SET HANN Í STERKAN OG FALLEGAN RAMMA OG GEYMI HANN TIL ÆVILOKA „MARGUR VERÐUR AF AURUM API” ÉG ER BÚINN AÐ VERA MIKIÐ Í BURTU UNDAN- FARIÐ... ...EN NÚNA ÞEGAR ÉG ER KOMINN, HVAÐ VAR ÞAÐ SEM ÞÚ VILDIR AÐ ÉG GERÐI? ÞAÐ VAR HEITT ÞÁ OG ÉG ÆTLAÐI AÐ FÁ ÞIG TIL AÐ FARA MEÐ BÖRNIN Í SUND VIÐ ÆTTUM AÐ BORÐA ANNARS STAÐAR AF HVERJU? MÉR FINNST MAGGA MJÖG ÁHUGAVERÐ ÞÓ ÞAÐ SÉU VISSULEGA ÁKVEÐNIR GALLAR VIÐ ÞAÐ AÐ LÁTA UPPVAKNING ÞJÓNA SÉR TIL BORÐS VAR...LEGA... DISKUR...INN ER... HEITUR ÉG HELD AÐ ÞAÐ HAFI VERIÐ MISTÖK AÐ FARA Á ÓDÝRA HÁRGREIÐSLUSTOFU AF HVERJU, HVAÐ ER AÐ? ÉG HELD BARA AÐ ÞAÐ HAFI VERIÐ MISTÖK AÐ REYNA AÐ LÍTA VEL ÚT FYRIR LÍTINN PENING ÞAÐ GETUR NÚ VARLA VERIÐ SVO SLÆMT AH! JÚ, ÞAÐ ER MJÖG SLÆMT FJARSTÝRÐUR BRYNVARINN BÍLL KEYRIR NIÐUR GÖTUNA... ...EN HANN LENDIR SKYNDILEGA Á VEGG ...EN VEGGURINN ER Í RAUN OG VERU SANDMAN ÞETTA KÍTLAÐI Hvað á að gera við svona fólk? Það er alltof oft, sem almenningi berast fréttir af illri meðferð dýra. Nú síðast af 17 hundum sem réðust á konu, sem gat forðað sér í bílinn sinn en dýrin náðu samt að bíta hana og særa á sál og líkama. Það fylgdi fréttinni að það væri kona sem bæri ábyrgð á hundunum og enginn var í taumi, enda varla hægt að hafa stjórn á öllum þessum skara í „skemmti- göngu“. Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds, þegar ég heyrði að þessi kona væri með fleiri hunda og ketti líka. Hvað veldur slíkum hörmungaratburðum? Jú, ill með- ferð á hundunum sem fjölmiðlar sögðu að hefðu bæði verið meiddir og hungraðir. Það er nú næg ástæða til að gera dýr brjáluð. Ég spyr því í fullri alvöru: Því gera dýralæknar og dýraverndarfélög Íslands, dýravinir, nágrannar og bara allir sem vita um níðingsskap á skepnum aldrei neitt í þessum málum? Manneskja sem á dýr sem deyr vegna slæms aðbúnaðar eða ur hungri á að mínu mati ekki hafa skepnur. Hvers vegna er ekki tekið í taumana af alvöru? Hvað á þetta að þýða? Er aldrei hugsað um vel- ferð dýranna? Ill meðferð dýra er ábyggilega algengari en fólk heldur og ekk- ert fréttist af henni nema ef manneskja verður fórnarlamb. Hvað verður svo um dýrið? Það er búið að skemma það, eigand- inn fær kannski ávítur og dýrinu er lógað. Eigandinn fer og fær sér annað dýr. Gott fólk: Farið vel með dýrin ykkar. Sýnið þeim ástúð og athygli. Ég veit að flestir gera það. Þið vitið líka að þið fáið það margfalt til baka. Ég óska þeim sem hafa orðið fyrir áföllum góðs bata. Ég hef frá barnæsku haft dýr í kringum mig og varð ævifélagi í Dýraverndarsamtökum Íslands níu ára. Kennið börnum að vera góð við dýrin, því það góða sem er sáð í litlum hjörtum gleym- ist ei. Grætið aldrei þá aumustu mús angrið ei fuglinn sem hvergi á sér hús. Ef skepnunum sýnið þið vin- semd og vörn verðið þið lángefin höfðingja börn. Álfheiður Bjarnadóttir. Ást er… … að vera við hlið hans í línunni. Línudans í kvöld! Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Ég hitti karlinn á Laugaveginumniðursokkinn í djúpar hugs- anir, hann rétti úr sér og sagði: Nú er umhverfisráðherrann sestur í sæti menntamálaráðherra, – og bætti við: Þessi kona um margt og mjög minnir á skrítinn álf; heimtar að aðrir haldi lög en heldur þau ekki sjálf. Síðan fór hann að tala um Kerl- ingu, hæsta fjall í Eyjafirði, og Blá- mannshatt, hæsta hnjúkinn austan Eyjafjarðar, og mér fannst hann finna til skyldleikans. Hann spurði mig hvort ég kannaðist við þessa vísu: Kerling reisir höfuð hátt mót sól, hattinn tekur Blámaðurinn ofan. Í sumar brá hún sér í nýjan kjól og sópar stássleg gamla fjallakofann. Síðan sagðist hann hafa verið að blaða í Gísla Brynjúlfssyni, „Grátur Jakobs yfir Rakel“ væri eitt af uppáhaldskvæðum kerlingarinnar á Holtinu. Og óneitanlega væri Gísli góður: Fagur þykir mér fjörðurinn Eyja, fús í honum vildi ég deyja, þar sem undir köldustum klaka Kerling á mig liti hin staka. Gísli gat slegið á léttari strengi, ef svo bar undir: Augu glettin gaf henni guð, en prettin heldur: eg hef frétt það af henni engum rétt hún geldur. Og hér er vísukorn eftir Guð- laugu Guðnadóttur, sem birtist í Morgunblaðinu fyrir réttum 50 ár- um: Ómar færast inn til mín af því nærist þráin. Ég vil læra ljóðin þín, litla, tæra áin. Og annað vísukorn eftir Jakob Jónsson birtist um svipað leyti, en það var ort um Hallgrímskirkju og drauginn á Saurum: Kljást af hörku kristnir menn, kirkjan safnar aurum. En andatrúar andans menn eru á fundi á Saurum. Og í sama blaði þessi öfugmæla- vísa: Hafa þeir dún í hafskipin, harðagler í möstrin stinn, elta þeir steininn eins og skinn, í ólar rista fuglsbeinin. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Kerling á mig liti hin staka - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is –– Meira fyrir lesendur - nýr auglýsingamiðill ...þú leitar og finnur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.