Morgunblaðið - 18.06.2011, Síða 44

Morgunblaðið - 18.06.2011, Síða 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚNÍ 2011 Það er ekki notast við hefðbundinn lagastrúktúr en tónlistin reynir að skapa hugarástand eða tilfinningu 46 » Á morgun hefst tónleikaröðin Al- þjóðlegt orgelsumar í Hallgríms- kirkju. Röðin er undir merkjum Listvinafélags Hallgrímskirkju og nú haldin í nítjánda sinn. Á upphafs- tónleikunum í kirkjunni, sem hefjast kl. 17:00, leikur Björn Steinar Sól- bergsson, organisti Hallgríms- kirkju, verk eftir Pál Ísólfsson, Liszt, Guilmant, Alain og Duruflé. Gestir á tónleikum síðustu raðar voru ríflega 4.000 manns og til að svara eftirspurninni hefur tónleikum verið fjölgað og nú haldnir fernir tónleikar í hverri viku í sumar, frá 19. júní til 14. ágúst, 35 tónleikar alls. Á miðvikudögum heldur kamm- erkórinn Schola cantorum hádeg- istónleika kl. 12:00 með íslenskum og erlendum kórlögum og íslenskir organistar koma fram á fimmtudög- um kl. 12:00 í samvinnu við Félag ís- lenskra organleikara. Aðaláhersla Alþjóðlegs orgelsumars er sem fyrr á helgartónleikunum en þá koma fram alþjóðlegir orgelleikarar úr fremstu röð hvaðanæva að. Þar á meðal verða Pétur Sakari frá Finn- landi, Thierry Mechler frá Frakk- landi, Zuzana Ferjencikovu frá Austurríki og breski konsertorg- anistarnir Stephen Farr og David Titterington. Alþjóðlegu orgelleik- ararnir leika á hádegistónleikum á laugardögum kl. 12:00 og á klukku- stundarlöngum tónleikum á sunnu- dögum kl. 17:00. Miðasala er við innganginn. Alþjóðlegt orgelsumar að hefjast í Hallgrímskirkju  Fernir tónleikar haldnir í hverri viku í sumar Morgunblaðið/Golli Tónleikaröð Björn Steinar Sólbergsson, organisti Hallgrímskirkju, leikur á fyrstu tónleikum orgelsumars Hallgrímskirkju nú á sunnudag. Fiðluleikarinn snjalli Maxim Vengerov er væntanlegur hingað til lands og kemur fram á tón- leikum með píanóleikaranum Mariu João Pires í Hörpu 8. júlí næstkom- andi. Vengerov mun stjórna St. Christopher-hljómsveitinni frá Vil- nius í Litháen sem flytur píanó- konsert nr. 4. í G-dúr op. 58 eftir Beethoven, þar sem Pires spilar á píanóið. Vengerov mun síðan leika fiðlurómönsu eftir Beethoven, en hann er nánast hættur að leika á fiðluna opinberlega. Vengerov er heimsþekktur og margverðlaun- aður fyrir fiðluleik sinn, en síðustu ár hefur hann nánast alfarið snúið sér að hljómsveitarstjórn. Venge- rov kom hingað og lék með Sinfón- íuhljómsveit Íslands fyrir sjö árum. 10. júlí mun Maria João Pires síð- an leika á einleikstónleikum í Hörpu og þá flytja meðal annars pí- anósónötu nr. 6 eftir Schubert og Silungakvintett í A-dúr op. 114. Pires er portúgölsk og hefur leikið með mörgum þekktustu hljóm- sveitum heims og inn á fjölmargar plötur. Miðasala á báða tónleikana er á vef Hörpu, harpa.is. Vengerov er væntanlegur  Kemur fram á tónleikum 8. júlí Stjarna Fiðluleikarinn Maxim Vengerov leikur í Hörpu. Franska heimild- armyndin Með augun lokuð, Les yeux fermés, verður frumsýnd í Bíó Paradís á laugardag kl. 20:00. Höfundar og leikstjórar myndarinnar, Christophe Pons og Clément Dori- val, verða viðstaddir frumsýninguna. Myndin byggir á rannsóknum mannfræðingsins Christophe Pons hér á landi og fjallar um samskipti látinna og lifenda í íslensku sam- félagi. Hún er tekin í Reykjavík skömmu fyrir jól og segir frá ungri konu, Arndísi, sem bíður eftir merki sem amma hennar nýlátin hafði lof- að að gefa henni. Einnig segir frá Arnari sem reynir að finna aftur konuna sem elskaði hann. Tveir miðlar, Skúli og Þórunn Maggý, hjálpa þeim Arndísi og Arnari. Hugmyndin að myndinni kviknaði á fundi Pons og leikstjórans Clé- ments Dorival, en þeir taka fram að heimildarmyndin hafi engan fræðslutilgang heldur gefi hún áhorfendum kost á að gerast þátt- takendur í reynsluheimi annarra. Aðgangur er ókeypis. Reynsluheimur Úr myndinni Með augun lokuð, Les yeux fermés. Með augun lokuð í Bíó Paradís  Frönsk heimildar- mynd um samskipti Ís- lendinga við látna Christophe Pons Á morgun lýkur sýningunni Abstrakt í Hafnarborg, en á henni eru verk eftir JBK Ransu og Guðrúnu Bergs- dóttur. Sýningin var opnuð í maí síðastliðnum í samstarfi við listahátíðina List án landa- mæra. Markmið hátíðarinnar er að kynna list fólks með fötl- un og að koma á samstarfi milli fatlaðs og ófatlaðs listafólks. Stefnumót málarans JBK Ransu og Guðrúnar Bergsdóttur sem saumar út form er dæmi um slíkt samstarf. Listamennirnir tveir eru með ólíkan bakgrunn og vinna með mis- munandi efnivið. Myndlist Sýningunni Ab- strakt lýkur Úr verki eftir Guð- rúnu Bergsdóttur. Nú stendur yfir í Þjóðminja- safningu sýning á ljósmyndum sænska ljósmyndarans og myndlistarmannsins Kurts Dejmo (1919-2009) úr Íslands- heimsókn hans 1955. Dejmo heimsótti Ísland tvívegis, fyrst árið 1955 og aftur 1961. Úr þessum ferðum eru til hátt í 2.000 myndir. Myndir Dejmos eru að mestu svarthvítar og sóttist hann eftir því að hafa mikinn „kontrast“ í mynd- unum, ýkti muninn á ljósi og skugga. Skyldleikinn við teikningar og grafík er augljós. Myndirnar á sýningunni eru gjöf Dejmos til safnsins. Ljósmyndun Ljósmyndir úr Íslandsheimsókn Úr einni mynda Kurts Dejmo Annað hefti Tímarits Máls og menningar 2011 er komið út. Í tímaritinu birtir Þorsteinn frá Hamri kveðjuljóð sem hann orti til Thors Vilhjálmssonar og Ástráður Eysteinsson pró- fessor skrifar grein um Thor sem hann nefnir Munaður sál- arinnar. Höfundar efnis eru meðal annars Gunnar Már Hauksson, Guðrún Helgadóttir, Haukur Ingvarsson, Hjalti Snær Ægisson og Emil Hjörv- ar Petersen. Auk þess eru í heftinu ádrepur og rit- dómar. Ritstjóri Tímarits Máls og menningar er Guðmundur Andri Thorsson. Bókfræði Annað hefti TMM komið út Tímarit Máls og menningar Díana Rós A. Rivera diana@mbl.is Dagana 21.-26. júní verður tónlist- arhátíðin Við Djúpið haldin á Ísafirði og hefur hún aðsetur í Tónlistarskóla Ísafjarðar. Þetta er í níunda sinn sem hátíðin er haldin en hún fer einatt fram þegar sól er hæst á lofti. Ýmsir listamenn hafa komið fram á hátíð- inni undanfarin ár og kennt á nám- skeiðum hennar en unnið er í sam- starfi við Listaháskóla Íslands og tónlistardeild hans sem veitir nem- endum sínum einingar fyrir þátttöku á námskeiðunum. Auk þess hafa bæði tónlistarmenn og tónlistarhópar tekið þátt í dagskrá hátíðarinnar. Ýmislegt í gangi Að sögn Dagnýjar Arnalds, list- ræns stjórnanda hátíðarinnar, er eitt aðalmarkmið hátíðarinnar að bjóða upp á námskeið fyrir þá nemendur sem eru langt komnir í tónlistarnámi og í ár verða þrír svokallaðir mast- erklassar í boði. Alessio Bax heldur námskeið fyrir píanóleikara, Kurt Nikkanen fyrir fiðluleikara og Sæunn Þorsteinsdóttir fyrir sellóleikara. Einnig verður svokallað tón- skáldaverkefni í gangi í þriðja sinn þar sem þrjú ung tónskáld eru valin úr hópi umsækjenda og falið að semja tónverk fyrir hátíðina. Tónskáldin æfa með flytjendum í viku og lýkur verkefninu á tónleikum sem RÚV út- varpar. Samhliða þessu er mikið tónleika- hald fyrir gesti og gangandi sem bæði nemendur, kennarar og aðrir tónlist- armenn koma að. „Svo skapast líka oft tækifæri til að spila saman og oft- ar en ekki hópar fólk sig saman og spilar bara í tilefni dagsins,“ segir Dagný og bætir við að einnig verði boðið upp á jóga. „Það er svona eitt og annað á seyði.“ Á heimasíðu tónlistarhátíðarinnar, www.viddjupid.is, segir að allt frá öndverðri síðustu öld hafi tónlistin verið samofin sögu kaupstaðarins. Fyrsti tónlistarskóli landsins var stofnaður árið 1911 og Tónlistarskóli Ísafjarðar fyrir 60 árum. Aðstaða til tónlistariðkunar er til fyrirmyndar og eru nýuppgerð hús hönnuð til hljóðfæraleiks á staðnum. Glaumur og gleði á hátíðinni Dagný segir að tónlistarlífið á Ísa- firði sé mjög virkt. „Það eru tveir mjög sterkir tónlistarskólar á staðn- um og svo hafa miklir frumkvöðlar í tónlistinni verið þarna. Þá má ekki gleyma rokkhátíðinni vinsælu Aldrei fór ég suður. Þetta var, og er að miklu leyti ennþá, eins konar höfuðvígi tón- listarinnar. Það er mikill áhugi al- mennings og bæjarbúa á tónlist,“ segir hún. Að sögn Dagnýjar er jafnan líf og fjör Við Djúpið. „Þetta er svo gaman. Það er líka svolítið einkenni hátíð- arinnar hversu mikil nánd skapast á milli þátttakenda og kennara. Það er stórkostlegt tónlistarfólk á leiðinni og það verða mjög flottir tónleikar í boði. Það verður mikil músík og gleði á há- tíðinni,“ lofar Dagný. Líf og fjör Við Djúpið  Tónlistarhátíðin Við Djúpið verður haldin á Ísafirði 21.-26. júní í níunda sinn Gleði Frá tónlistarhátíðinni Við Djúpið 2010. hátíðin verður haldin á Ísafirði í níunda sinn í næstu viku.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.