Morgunblaðið - 18.06.2011, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.06.2011, Blaðsíða 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚNÍ 2011 Leikhúsin í landinu www.mbl.is/leikhus Uppselt Örfá sæti laus FarandsýningU Ö F Tjarnarbíó 5272100 | tjarnarbio@leikhopar.is Ferðasaga Guðríðar / The saga of Gudridur Sun 19/6 á íslensku kl. 20:00 Fös 24/6 á íslensku kl. 20:00 Lau 25/6 á íslensku kl. 16:00 Sun 26/6 kl. 20:00 sýnd á ensku / in english Sýnd á ensku 26.júní / In english 26.june Hetja / Hero Sun 19/6 kl. 16:00 sýnd á ensku / in english Fös 24/6 á íslensku kl. 18:00 Lau 25/6 á íslensku kl. 20:00 Sun 26/6 kl. 16:00 sýnd á ensku / in english Sýnd á ensku 19. og 26.júní / In english 19. and 26.june Sirkus Íslands:Ö faktor Fös 1/7 kl. 19:30 Lau 2/7 kl. 14:00 Lau 2/7 kl. 18:00 Sun 3/7 kl. 14:00 Sun 3/7 kl. 18:00 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Húsmóðirin (Nýja sviðið) Mið 22/6 kl. 20:00 aukasýn Fim 23/6 kl. 20:00 aukasýn Sýningum lýkur í júní. Ósóttar pantanir seldar daglega Húsmóðirin - HHHH E.B. Fbl Díana Rós A. Rivera diana @mbl.is Nú stendur yfir í Nútímalist á Skóla- vörðustíg sýning listakonunnar Sol- veigar Pálsdóttur. Sýningin, sem hún kallar Hring, stendur í viku. Í kynningu segir að umfjöllunarefni sýningarinnar sé tengsl mannsins við náttúruna, bæði innra með hon- um og allt í kringum hann. Solveig notast við teikningu, silki- prent og efnivið sem hún hefur fund- ið og segir hugmyndina að baki sýn- ingunni hafa kviknað þegar hún vann að útskrifarverkefni sínu í Listaháskólanum þar sem hún skilkiprentaði á viðarfleti og heill- aðist af aðferðinni. „Ég fór að hugsa um hvernig hægt væri að gera boð- skapinn tvöfaldan, ekki bara í mynd- efninu sjálfu heldur í miðlinum og undirlaginu sem verið er að nota,“ segir Solveig. Hugmyndina um náttúruna segir hún því felast bæði í viðfangsefni teikninganna sem og undirlaginu sem hún velur og hún nýti hluti sem venjulega sé fargað. „Þetta eru vangaveltur um hvernig við nýtum og neytum og hvort við búum enn í tengslum við náttúruna í kringum okkur og í okkur sjálfum.“ Grasrótargallerí Að lokinni útskrift af myndlist- arbraut Listaháskólans árið 2009 stofnaði Solveig ásamt Þorgerði Ólafsdóttur Gallerí Crymo sem stóð fyrir 86 sýningum á því eina og hálfa ári sem það var starfrækt auk tón- leika og ljóðaupplesturs. Síðar í sumar gefur Crymogea út bók um starfsemina. „Það var alltaf hug- mynd að gefa út bók til þess að skrá- setja um leið þessa grasrót, þessa jaðarlist,“ segir Solveig. „Svo verður skemmtileg vígsla að sýna á Skóla- vörðustígnum, þetta er í fyrsta skipti sem ég sýni í öðru galleríi en Gallerí Crymo síðan ég útskrifaðist.“ Boðskapurinn bæði í myndefninu og miðlinum  Sýning Solveigar Pálsdóttur stendur yfir í Nútímalist Vígsla Ein myndanna á sýningu Solveigar Pálsdóttur í Nútímalist á Skóla- vörðurstíg - „vangaveltur um hvernig við nýtum og neytum“ Tvennir tónleikar verða í Selinu á Stokkalæk um helgina. Á laug- ardag leikur Ást- ríður Alda Sig- urðardóttir píanóleikari tón- list eftir Frédéric Chopin og á sunnudag halda þær Selma Guð- mundsdóttir píanóleikari og Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari tónleika. Á laugardag kl. 16:00 hyggst Ást- ríður Alda Sigurðardóttir leika þrjár ballöður og sónötu nr. 2 í b-moll eftir Frédéric Chopin. Ástríður Alda lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1999 og stundaði síðan framhalds- nám í Bandaríkjunum og Þýska- landi. Hún er meðlimur í kamm- erhópnum Elektra Ensamble og tangósveitinni Fimm í tangó. Á sunnudag kl. 16:00 leika þær Selma Guðmundsdóttir og Sigrún Eðvaldsdóttir m.a. verk eftir Pag- anini, Schubert, Brahms, Kreisler, Sarasate og Atla Heimi Sveinsson. Þær Sigrún og Selma eiga 25 ára samstarfsafmæli á árinu og fara í júní í tónleikaferð til Kína með þá efnisskrá sem leikin verður í Selinu. Sigrún lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1984 undir handleiðslu Guðnýjar Guð- mundsdóttur og stundaði síðan framhaldsnám í Philadelphiu. Sig- rún hefur gegnt stöðu 1. konsert- meistara Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands frá 1998 og oft komið fram sem einleikari með hljómsveitinni. Selma Guðmundsdóttir lauk einleik- araprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og lagði stund á fram- haldsnám í Salzburg og Hannover. Selma hefur haldið fjölda einleiks- tónleika hér heima og erlendis, leik- ið einleik með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands og Sinfóníuhljómsveitinni í Þrándheimi og komið fram í útvarpi og sjónvarpi. Hún hefur gefið út nokkra geisladiska. Selma er píanó- kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík og meðleikari við Listaháskóla Íslands. Tvennir tónleikar í selinu á Stokkalæk  Ástríður Alda, Sigrún og Selma Kínafarar Selma Guðmundsdóttir og Sigrún Eðvaldsdóttir. Hið virta forlag Wiley ogsynir (John Wiley andSons ltd) hefur gefið útfræðiritið Financial Risk Forcasting sem á íslensku má nefna Spáð um fjármálaáhættu. Höfundur er dr. Jón Daníelsson, ís- lenskur hagfræðingur sem um nokkurra ára skeið hefur kennt við London School of Economics. Áður en hann hóf störf við þann skóla gegndi hann stöðu dósents við hag- fræðideild Háskóla Íslands. London School of Economics er sem alkunna er ein fremsta fræða- stofnun heims á sviði hagvísinda og hefur verið það lengi. Skólinn er jafnframt hvað víðfeðmastur í þeim skilningi að við hann fara fram rannsóknir og kennsla á heims- mælikvarða í nánast öllum greinum og undirgreinum hagfræðinnar. Fáir ef nokkrir hagfræðiskólar í heiminum eru eins alhliða að þessu leyti. London School of Economics er meðal annars í fremstu röð í fræði- legum og hagnýtum fjármálafræð- um. Nýtur hann þess að vera í jaðri City of London sem er sennilega stærsta fjármálamiðstöð í heimi. Staða Jóns er einmitt við fjár- máladeild London School of Econo- mics. Hann er því mjög vel kunn- ugur hinum praktísku lögmálum fjármálalífsins ekki síður en hinum fræðilegu. Rannsóknarsvið Jóns eru einkum fjármálaleg áhætta, fjármálalegur stöðugleiki, lausa- fjárvandi og fjármálakreppur. Allt eru þetta þau svið fjármála þar sem íslensku fjármálakerfi varð í meira lagi hált á svellinu og íslensk fjár- málayfirvöld gerðu reginskyssur og eru enn að gera. Bók Jóns, Spáð um fjár- málaáhættu, er ekki rituð fyrir al- menning og jafnvel ekki upplýsta stjórnendur fyrirtækja og stofn- ana. Bókin er rituð fyrir fræði- menn, framhaldsnemendur í fjár- málafræðum og sérhæfða starfsmenn á fjármálasviði í fyr- irtækjum og opinberum stofnunum. Fyrir þetta fólk er þessi bók hins vegar mikill fengur. Hún er bæði fræðilega sterk og sérlega hagnýt. Í höfuðatriðum snýst bókin um þær aðferðir sem þróaðar hafa verið til að meta, spá fyrir um og stjórna áhættu í fjármálum og hvernig þeim aðferðum megi beita í raun. Í bókinni er farið kerfisbundið yfir allar helstu aðferðirnar í þessu skyni og ekki síst þær sem nýjastar eru og fullkomnastar. Öllum að- ferðum fylgja viðeigandi for- ritalínur bæði í forritasöfnunum „Matlab“ og „R“. Þannig er hægur vandi fyrir lesendur að virkja þær aðferðir sem lýst er og beita á raunveruleg gögn, t.d. þau gögn sem þeir eru að vinna með í störf- um sínum og rannsóknum. Allt er þetta efni sett fram af mikilli þekk- ingu og djúpum skilningi fræði- manns sem hefur lifað og hrærst í þessum heimi í áratugi. Lesandinn getur því reitt sig á að með þessari bók er hann að fá það sem best er og fremst í þessum fræðum á þess- um tíma. Enginn vafi er á því að Jón er sá íslenskur hagfræðingur núlifandi sem mesta og dýpsta þekkingu hef- ur á fjármálalegri áhættu, stöð- ugleika og kreppum. Því hlýtur það að vera nokkurt umhugsunarefni að íslensk stjórnvöld hafa ekki kos- ið að leita hans ráðgjafar og reynd- ar hafnað þeim ráðum sem hann hefur sett fram opinberlega. Þess í stað hafa stjórnvöld kosið að binda traust sitt við dygga jámenn sína og leikmenn í fjármála- og gjald- eyrismálum. Því miður virðast ráðamenn efnahagsmála í dag fylgja þeirri aðferð að ákveða stefnuna í svokallaðri „samræðu- pólitík“ innan eigin flokka þar sem málamiðlunin er um hvaða kreddur og fordómar eigi helst að ráða ferð- inni. Inn í þetta samhengi kemur sérfræði aðeins að nafninu til og þá frá mönnum sem unnt er að treysta til að bergmála sömu kreddur og fordóma. Mikill fengur Financial Risk Forcasting bbbbm Eftir Jón Daníelsson. John Wiley and Sons ltd. gefur út 2011. RAGNAR ÁRNASON BÆKUR Morgunblaðið/Kristinn Þekking Bók Jóns Daníelssonar, Spáð um fjármálaáhættu, sem John Wiley and Sons gefur út, er bæði fræðilega sterk og sérlega hagnýt. Ástríður Alda Sigurðardóttir Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.