Morgunblaðið - 18.06.2011, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 18.06.2011, Qupperneq 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚNÍ 2011 Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is WIFT-samtökin á Íslandi (Women in Film and Television) standa fyrir bíósýningu með myndum fé- lagskvenna á kvenréttindadaginn 19. júní í Bíó Paradís klukkan 20.00. Yfirskrift sýningarinnar er Stiklur eftir stúlkur og verða sýndar fjórar stuttmyndir og ein heimildarmynd en myndirnar eru nýlegar og eiga það sameiginlegt að vera hvergi í sýningu á landinu sem stendur. Þetta eru myndirnar Kría eftir Dögg Mósesdóttur, Heart to heart eftir Veru Sölva- dóttur, Freyja eftir Marsibil Sæ- mundsdóttur, Clean eftir Ísold Uggadóttur sem var valin besta íslenska stuttmynd síðasta árs á Edduhátíðinni og heimildarmyndin Íslensk alþýða eftir Þórunni Haf- stað. Í lok sýningarinnar verður boðið upp á pallborðsumræður um þátttöku kvenna í kvikmyndagerð. Leikstýrurnar Dögg Mósesdóttir (sem jafnframt er nýr formaður Wift), Vera Sölvadóttir, Marsibil Sæmundsdóttir og Þórunn Haf- stað munu sitja pallborðsumræð- urnar og svara spurningum um verk sín. Að vakna úr dvala Aðspurð segir Dögg að sam- tökin hafi legið í dvala undanfarin ár en ný stjórn sem var skipuð fyrir nokkrum vikum hafi hug á að vekja þau. „Samtökin voru mjög öflug til að byrja með en svo datt niður áhuginn,“ segir Dögg. „Við sem erum yngri fórum að sakna samtakanna, það er svo mikil þörf fyrir ungt kvikmyndagerðarfólk að hafa eitthvert svona stuðnings- kerfi, aðgang að þeim eldri og reyndari. Það er ekki liðinn mán- uður síðan að ný stjórn tók við. Okkur langar til að endurvekja þessa jafnréttisumræðu innan fagsins og þennan félagsskap um leið og við viljum vekja athygli á verkum eftir konur. Við erum að undirbúa rannsóknavinnu þar sem okkur langar til að gera úttekt á stöðu kvenna í faginu. Af hverju er þátttaka kvenna í geiranum svona lítil? Það er megintilgangurinn eins og er með rannsókninni og sam- tökunum, þ.e.a.s. að hvetja konur til frekari þátttöku. Á sunnudag- inn verðum við með pallborðs- umræður þar sem verða bæði karlar og konur. Við ætlum að reyna að hafa karlframleiðendur, heyra viðskiptasjónarmið þeirra. Velta því fyrir okkur af hverju konur koma ekki með handritin til þeirra og þess háttar. Svo ætlum við líka að fá leik- stýru sem hefur bæði verið inni á tæknisviðinu og í leikstjórn og heyra frá henni hvers vegna hún telur að þetta hafi gengið upp hjá henni. Kristín Atladóttir (menn- ingarhagfræðingur og fyrrverandi framleiðandi) stýrir umræðunum og hún lofar að kynda vel upp í þeim,“ segir Dögg að lokum. Kvenmenn í kvikmyndum  Fimm kvikmyndir eftir jafnmargar íslenskar konur sýndar á kvenrétt- indadaginn 19. júní í Bíó Paradís Stýra Dögg Mósesdóttir, formaður WIFT á Íslandi (Women in Film and Te- levision). á allar sýningar merktar með grænu1.000SPARBÍÓ 3D 100/100 "THE YEAR'S MOST THRILLING, FEELING MAINSTREAM MOVIE." - TIME "SUPER 8 IS A THRILLING RETURN TO MOVIE MAGIC OF OLD, FILLED WITH WONDER, HORROR AND CHILLS." - JIMMYO, JOBLO.COM HHHH "SUPER 8 ER AUÐVELDLEGA BESTA SUMARMYND ÁRSINS EF EKKI BESTA SUMARMYND SEM HEFUR KOMIÐ Í ÁRARAÐIR." - ENTERTAINMENT WEEKLY HHHHH "SUPER 8 ER NÁNAST FULLKOMIN" - QUICKFLIX HHHH HHHH "SPENNANDI OG DULARFULL ALLA LEIÐ... EIN AF ÓVÆNTARI MYNDUM ÁRSINS." - KVIKMYNDIR.IS/SÉÐ & HEYRT BEINT Á TOPPIN N Í USA HHHH „Djarfasta og best skrifaða X-Men-myndin til þessa.” -T.V., Kvikmyndir.is/Séð & Heyrt HHHH „Þetta er sannarlega fyrsta flokks ofurhetjumynd!“ -Þ.Þ., Fréttatíminn SUPER 8 kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 12 THE HANGOVER 2 kl. 6 - 8 - 8:25 12 X-MEN: FIRST CLASS kl. 5:10 - 8 - 10:45 14 KUNG FU PANDA 2 3D ísl. tal kl. 3 - 5:30 L PIRATES OF THE CARIBBEAN 3D kl. 3 - 8:20 10 DÝRAFJÖR 3D ísl. tal kl. 3 L / ÁLFABAKKA / EGILSHÖLL SUPER 8 kl. 2 - 3:20 - 5:40 - 8 - 10:20 - 11:30 12 KUNG FU PANDA 2 3D M/ísl. kl. 1:20 - 2 - 4 - 6 L SUPER 8 kl. 3:20 - 5:40 - 8 - 10:20 VIP KUNG FU PANDA 2 M/ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 L THE HANGOVER 2 kl. 5:50 - 8 - 9 - 10:20 12 KUNG FU PANDA 2 M/ensku tali kl. 10:20 M.texta L PIRATESOFTHECARIBBEAN kl. 6 -8 -10:50 10 SOMETHING BORROWED kl. 8 L EIN BESTA ÆVINTÝRA/SPENNUMYND ÁRSINS SÝND Í EGILSHÖLL OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.