Morgunblaðið - 18.06.2011, Side 49

Morgunblaðið - 18.06.2011, Side 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚNÍ 2011 Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Bjarki og Hans Pjeturssynir eru hæfileikaríkir bræður. Þeir stofnuðu tveggja manna hljómsveitina Vigra sem í dag er orðinn þéttur og sterk- ur fimm manna hópur en þessi hóp- ur hefur nú gefið út frumraun sína, Pink Boats. Blaðamaður tók púlsinn á Bjarka bróður og fékk að heyra hvernig ferlið hafi gengið hjá þess- um ungu og knáu drengjum. Fyrir hvað ætli nafnið Vigri standi? „Nafnið festist mjög fljótt. Vigri er seinasta skipið sem afi okkar bræðra sigldi á sem skipstjóri. Það er skemmtileg tilviljun að daginn sem platan okkar kom út var tog- arinn Vigri dreginn upp í slipp og stendur þar enn, tignarlegur á þurru landi. Það er spurning hvort Vigri sé alfarið genginn á land og farinn að einbeita sér að tónlist frekar en fisk- veiðum.“ – Skemmtileg saga. En hvað var það sem hvatti ykkur til að fara að semja tónlist saman? „Ég og Hans bróðir minn byrj- uðum bara tveir og lögðum grunninn að tónlistinni. Hans hafði áður verið að gera ansi framandi óhljóðatónlist, sem var reyndar mjög flott. Ekkert af þessu var ákveðið, þetta þróaðist bara og eftir ár í upptökuferlinu komu snillingarnir Atli, Þórir og Eg- ill inn í þetta. Þeir eru þeim hæfi- leikum gæddir að geta spilað á nán- ast hvaða hljóðfæri sem er“. Besta kaffið á landinu í Flatey Bræðurnir byrjuðu fyrst að taka upp plötuna haustið 2009 í Flateyj- arkirkju á Breiðafirði. „Á meðan bjuggum við hjá bóndanum í Flatey og konunni hans í tvær vikur. Við áorkuðum helling og kynntumst meðal annars besta uppáhellta kaffi á Íslandi hjá henni Línu. Það var frábært,“ segir Bjarki. Eftir það fór hljómsveitin að taka upp á óhefð- bundnum stöðum, svo sem kirkjum víðsvegar um landið. Endastaður var svo Esjustofa, kaffihúsið við Esjurætur, eftir lokun en einnig fengu þeir að taka upp píanó í fé- lagsheimili eldri borgara á Afla- granda. Heimsfrægir í Vesturbæ Myndband sem hljómsveitin gerði við lagið „Sleep“ af plötunni, fékk mikla athygli en myndbandið var til- nefnt til verðlauna á kvikmyndahá- tíðum í San Francisco, Los Angeles og París. – Sækist þið eftir heimsfrægð? „Við erum nú þegar heimsfrægir í Vesturbæ Reykjavíkur, það er um það bil eins mikið og við þekkjum af heiminum. Það væri gaman ein- hvern daginn að verða þekktur í Kópavogi líka, en við tökum eitt skref í einu. Það eru rosalega margir sem búa í Kópavogi.“ Tignarlegir á þurru landi  Hljómsveitin Vigri deilir frumburði sínum  Myndband þeirra félaga sýnt á kvikmyndahátíðum um heiminn Ferskir Liðsmenn Vigra taka því rólega framan við alnafna sinn. 750 kr. á allar sýningar merktar með appelsínuguluSPARBÍÓ ÞRÍVÍDD EINS OG HÚN GERIST BEST FRÁBÆR FJÖLSKYLDUSKEMMTUN HHHH - BOX OFFICE MAGAZINE 90/100 THE HOLLYWOOD REPORTER SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI HHHH “SJÓNRÆN VEISLA” “STÓR SKAMMTUR AF HASAR” - K.H.K. - MORGUNBLAÐIÐ HHHH “SANNKALLAÐUR GIMSTEINN! HIN FULLKOMNA SUMARMYND Í ALLA STAÐI. JACK SPARROW ER SANNARLEGA KVIKMYNDAFJÁRSJÓÐUR” - P.H. BOXOFFICE MAGAZINE HHHH "KUNG FU PANDA 2 ER SKOTHELD SKEMMTUN." - Þ.Þ. FRÉTTATÍMINN HHHH “IT ACTUALLY IMPROVES ON THE JOKES” - TIME OUT NEW YORK HHHH “EIGINLEGA NAUÐSYNLEGT FYRIR MIG AÐ SJÁ MYNDINA AFTUR...” - R.M. - BÍÓFILMAN.IS “BANGKOK ADVENTURE IS NOT WITHOUT ITS SHOCKING, LAUGH-OUT-LOUD MOMENTS.” - HOLLYWOOD REPORTER 80/100 RÓMANTÍSK GAMANMYND EINS OG ÞÆR GERAST BESTAR. ÓTRÚLEGA FYNDIN MYND SEM ÞÚ MUNT ELSKA! „MYNDIN ER FRÁBÆR: KYNÞOKKAFULL OG FYNDIN“ - P.H. BOXOFFICE MAGAZINE HHHH - IN TOUCH HHHH SÝND Í ÞRÍVÍDD MEÐ ÍSLENSKU TA LI DÝRAF JÖR FRÁBÆR TEIKNIMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA 90/100 VARIETY JACK SPARROW ER MÆTTUR Í STÆRSTU MYND SUMARSINS! MIÐASALA Á SAMBIO.IS SUPER 8 kl.1:30-3:40-5:50-8 -10:20 12 KUNG FU PANDA 2 3D M/ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 L KUNG FU PANDA 2 3D M/ensku tali kl. 8 Ótextuð L THE HANGOVER 2 kl. 5:50 - 8 - 10:20 12 PIRATES OF THE CARIBBEAN 4 3D kl. 10 10 DÝRAFJÖR 3D ísl. tal kl. 2 - 4 L KUNG FU PANDA 2 3D ísl. tal kl. 2 - 4 L SUPER 8 kl.10:20 12 DÝRAFJÖR ísl. tal kl. 2 L PIRATES OF THE CARIBBEAN kl. 5 10 THE HANGOVER 2 kl.8 -10:20 12 SUPER 8 kl.1:30-3:40-5:50-8-10:20 12 BRIDESMAIDS kl. 8 - 10:30 12 KUNG FU PANDA 2 3D kl. 2 - 4 - 6 ísl. tal L / KRINGLUNNI / AKUREYRI / KEFLAVÍK SUPER 8 kl.1:30-3:40-5:50-8-10:20 12 KUNG FU PANDA 2 ísl.tal kl. 2 - 4 - 6 L THE HANGOVER 2 kl. 8 12 X-MEN:FIRSTCLASS kl. 10:20 14 / SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG SELFOSSI SÝND Í KRINGLUNNI OG EGILSHÖLLSÝND Í ÁLFABAKKA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.